Eiðakveðja - 01.09.1921, Blaðsíða 29

Eiðakveðja - 01.09.1921, Blaðsíða 29
25 skaparnafnið fól það í sjer, að ekki mætti vita neinn blett á mannorði sínu. Vjer finnum ofurþungann í orðum Hösk- ulds Þorgeirssonar: „Þrýtur nú föður vom drengskapinn". Ingimundur gamli, Þorkell Geitisson, Ingjaldur í Hergilsey og margir fleiri íslendingar á söguöldinni hafa getið sjer ævarandi orðstír fyrir drengskap sinn. Það er þáttur einn, sem mig langaði til þess að minnast á ofurlítið, þátturinn af Þorsteini stangarhögg. Þorsteinn var austfirskur, afarmenni að karlmensku og allri atgerfi. Hann átti í deilum við Víga-Bjarna á Hofi og drap fyrir honum þriá menn. Bjarni ljet sjer fátt um finnast, en þó kom svo, að hann stóðst ekki eggjan konu sinnar. Hann fór þá og skoraði Þorstein til einvígis. Þorsteinn var svo mikill drengur, að hann vildi ekki bera af Bjarna. Fyrst bauð hann marga kosti fyrir sig, en er það tjáði ekki tók hann það ráð, sem fátítt var í fornöld, að hann sagði sig mundu skorta karlmensku til að berjast við hann. Þegar ekki tjáði undan að beiðast, gekk hann til einvígis, en hafði sig lítt frammi. Oft átti hann vald á lífi Bjarna og var sverð hans tekið að sljóvast og skjöldur að höggvast. Þá sótti Þorsteinn sverð og skjöld og fjekk honum. Síðan börðust þeir þar til báðir voru orðnir hlííarleusir. Átti þá Bjarni að höggva, en hann sliðraði sverð sitt og mælti: „Það mun ilt verk að kaupa glæp við miklu kappi“. Þau orð sýna, að Bjarni hefir kunnað að meta drengskaparbragð Þorsteins. En oss er það eitt ekki nóg, að virða fyrir oss dreng- skap forfeðra vorra. Hvötin sem rís við það í brjóstum vorum verður einnig að leiða til framkvæmda. Enginn má þiggja svo til lengdar, að hann gefi ekki siálfur. „Bautastein- ar standat brautu nær, nema reisi niður nið“. Drengskaparstofninn er til enn með þjóð vorri, en hann á eftir að bera allaufgaðar greinar, og fegurri jafnvel en áður, svo framarlega sem kærleikssól kristindómsins nær að skína á hann. Allar visnar greinar verður að sníða af. Vjer eigum að taka íslensku björkina okkur til fyrirmynd-

x

Eiðakveðja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eiðakveðja
https://timarit.is/publication/1329

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.