Fréttablaðið - 01.05.2019, Page 36

Fréttablaðið - 01.05.2019, Page 36
 Það er alveg sama hversu oft hetjur lyklaborðs- ins halda einhverju fram. Það verður ekkert satt fyrir vikið. Það er þetta sem mér finnst við þurfa að svara. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála, iðnaðar- og nýsköp- unarráðherra Stjórnar- maðurinn 28.04.2019  MARKAÐURINN Instagram fréttablaðsins@frettabladidfrettabladid.is Miðvikudagur 1. maí 2019FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS UM VIÐSKIPTI OG FJÁRMÁL | Hagnaður af rekstri Íslandshótela, einnar stærstu hótelkeðju landsins, meira en þre- faldaðist í fyrra og var samtals 1.430 millj- ónir króna borið saman við rúmlega 400 milljónir 2017. Stjórn Íslandshótela, sem er að stærstum hluta í eigu Ólafs D. Torfa- sonar, stjórnarformanns félagsins, leggur til að greiddur verði arður til hluthafa að fjárhæð 300 milljónir króna. Tekjur Íslandshótela jukust um rúm- lega 700 milljónir á síðasta ári og námu samtals 12,1 milljarði króna. Íslandshótel reka sautján hótel um allt land, þar af sex í Reykjavík. Endurmat á fasteignum og lóðum dróst verulega saman milli ára og nam 420 milljónum borið saman við 2,8 milljarða árið áður. Hagnaður fyrir afskriftir, fjár- magnsliði og skatta (EBTIDA) nam tæplega 3,4 milljörðum og jókst um rúmlega 400 milljónir. Eignir Íslandshótela voru bókfærðar á nærri 40 milljarða í árslok 2018 og eigið fé var 16,8 milljarðar. – hae  Hagnaður Íslandshótela jókst um milljarð  Davíð Torfi Ólafsson fram- kvæmdastjóri. PwC | Sími 550 5300 | www.pwc.is PwC á Íslandi er framsækið og traust fyrirtæki sem veitir sérfræðiþjónustu á sviði fyrirtækja- skatta- og lögfræðiráðgjafar, endurskoðunar og reikningsskila. Fyrirtækið er íslenskt og er hluti af alþjóðlegu neti sjálfstæðra fyrirtækja sem aðstoðar viðskiptavini sína við að auka verðmæti, stjórna áhættu og bæta árangur sinn. Hafðu samband því þinn árangur er mikils virði. Hámarkaðu árangurinn þinn og verðmæti með því að nýta þér fjölbreytta þekkingu og víðtæka reynslu PwC á öllum sviðum rekstrar Verðmæti Reykjavík | Akureyri | Reykjanesbær | Húsavík | Selfoss | Hvolsvöllur | Vestmannaeyjar Kannanir í Bretlandi benda til þess að mikill meirihluti kjósenda telji að mistök hafi verið að halda þjóðar­ atkvæðagreiðsluna um útgöngu úr Evrópusambandinu sumarið 2016. Skyldi engan undra enda hefur Brexit enn einu sinni verið frestað, nú síðast til haustsins. Hvað þá verður veit enginn enda virðist sem þinginu sé ómögulegt að ná saman um næstu skref í málinu. Ef spurningin er einfölduð enn frekar og spurt hvort Bretland eigi að vera inni eða úti er niðurstaðan enn meira afgerandi. Tæplega 60% vilja að Bretar verði áfram í Evrópusam­ bandinu. Því er varla ofsagt að mikill meiri­ hluti Breta telji að mistök hafi verið gerð sumarið 2016. Kappið hafi borið skynsemina ofurliði. Það er nefnilega þannig að atkvæða­ greiðslan um Brexit var hluti af öðru og stærra fyrirbæri. Uppreisn kjósenda gegn hinni hefðbundnu vestrænu pólitík. Kjör Donalds Trump til forseta Bandaríkjanna er ef til vill ýktasta dæmið, en hér á landi mætti kannski telja til sigur Jóns Gnarr og Besta flokksins í borgarstjórnarkosningunum um árið. Hægfara eftirgjöf fjórflokksins er svo kannski annað. Ef Jón Gnarr og krankleiki fjór­ flokksins er íslenska útgáfan af Brexit getum við sennilega prísað okkur sæl. Við sluppum vel, og fengum meira að segja ágætan borgarstjóra í kaupbæti. Raunar má segja að kjör Trumps sé heldur ekki jafn afdrifarík aðgerð. Hann mun að minnsta kosti ekki sitja á valdastóli til eilífðarnóns. Raunar bara í rúma átján mánuði til viðbótar ef allt fer að óskum. Brexit er hins vegar varanlegt. Ólíklegt er að Bretland geti aftur gengið til Evrópusam­ bandsins nema í verulega breyttri mynd. Lygarnar og tækifæris­ mennskan sem tryggði Brexit­liðum sigur í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2016 hafa valdið varanlegu tjóni. Fúkyrðaflaumur Trumps þagnar hins vegar að lokum. Nú virðist sem einhvers konar Brexit­Trumpísk hreyfing sé að myndast á Íslandi gegn hinum svo­ kallaða Þriðja orkupakka. Það þrátt fyrir að allir helstu sérfræðingar telji hann vita meinlausan, en Skúli Magnússon sagði á eftirminnilegan hátt að það væru „lögfræðilegir loftfimleikar“ að halda því fram að í pakkanum fylgdi framsal á fullveldi í orkumálum. Auðvitað er það svo að Þriðji orkupakkinn er ekki annað en strámaður, og sem slíkur skilgetið afkvæmi Trumps og Brexit. Vítin eru þar til að varast. Brexit-Trump pakkinn  0 1 -0 5 -2 0 1 9 0 7 :4 2 F B 0 5 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 E 7 -A 0 4 C 2 2 E 7 -9 F 1 0 2 2 E 7 -9 D D 4 2 2 E 7 -9 C 9 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 5 6 s _ 3 0 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.