Morgunblaðið - 10.01.2019, Síða 4

Morgunblaðið - 10.01.2019, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2019 595 1000 INDLAND & NEPAL Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a 11. október í 13 næturFramandi ferð Frá kr. 469.995 Veður víða um heim 9.1., kl. 18.00 Reykjavík 9 súld Hólar í Dýrafirði 7 súld Akureyri 14 súld Egilsstaðir 14 heiðskírt Vatnsskarðshólar 9 súld Nuuk -9 skúrir Þórshöfn 9 þoka Ósló 0 heiðskírt Kaupmannahöfn 0 léttskýjað Stokkhólmur 0 skýjað Helsinki -5 alskýjað Lúxemborg 2 léttskýjað Brussel 5 léttskýjað Dublin 7 skýjað Glasgow 3 rigning London 4 skýjað París 3 skúrir Amsterdam 5 léttskýjað Hamborg 2 snjókoma Berlín 2 skýjað Vín 1 snjókoma Moskva -13 heiðskírt Algarve 16 heiðskírt Madríd 13 heiðskírt Barcelona 14 heiðskírt Mallorca 14 léttskýjað Róm 9 þoka Aþena 11 rigning Winnipeg -18 léttskýjað Montreal 0 snjókoma New York 5 heiðskírt Chicago -6 snjókoma Orlando 18 heiðskírt  10. janúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:06 16:05 ÍSAFJÖRÐUR 11:42 15:39 SIGLUFJÖRÐUR 11:26 15:21 DJÚPIVOGUR 10:43 15:27 VEÐUR KL. 12 Í DAG Á föstudag Suðaustan og sunnan 8-15 m/s og rign- ing eða slydda, en dálítil slydda eða snjókoma norð- an- og austanlands. Hiti frá frostmarki á Norð- austurlandi, upp í 6 stig með suðurströndinni. Vestlæg átt víða á landinu, 4-22 m/s, hvassast á Vestfjörðum. Víða þurrt og bjart veður og frystir á norðanverðu landinu. BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Framkvæmdastjórar Smáralindar og Kringlunnar segja verslunar- menn áhyggjufulla út af mögulegum verkföllum með vorinu. Undir- búningur vegna verkfalla er þó skammt á veg komin. Sturla Gunnar Eðvarðsson, fram- kvæmdastjóri Smáralindar, segir fyrirtækið ekki hafa gert áætlanir vegna mögulegra verkfalla. Menn séu áhyggjufullir út af stöðunni. „Þeir hafa áhyggjur út af þeim kröfum sem verkalýðshreyfingin hefur sett fram. Til dæmis eru aðilar í veitingageiranum mjög uggandi yfir þessum kröfum vegna þess að rekstrarumhverfið er nú erfitt út af launakostnaði,“ segir Sturla Gunnar um áhrif launahækkana á verslun. Spurður um möguleg áhrif á versl- unarrekstur, t.d. fataverslanir, segir Sturla það áhyggjuefni í sjálfu sér. Það verði þungt fyrir mörg fyrirtæki að taka á sig þær launahækkanir sem rætt er um. „Ég hef trú á því að hækkun á launum muni skila sér í hækkun á út- söluverði vörunnar,“ segir Sturla Gunnar sem kveðst hafa heyrt það frá kaupmönnum að „ef það verða miklar launahækkanir muni menn ýta þeim út í vöruverðið“. Tryggi lágmarksþjónusta Sigurjón Örn Þórsson, fram- kvæmdastjóri Kringlunnar, segir fyrirtækin almennt ekki hafa gert undirbúningsáætlanir vegna mögulegra verkfalla. „Við höfum ekki gripið til þess enn en ölum þá von í brjósti að mönnum sjáist fyrir í þessu efni. Við höfum ekki sett varúðarplan í gang. Það er enda ekki margt í hendi í þeim efn- um. Auðvitað geta eigendur versl- ana, og þeir sem tilheyra stéttar- félögum sem ekki eru í verkföllum hverju sinni, haldið einhverri lág- marksþjónustu og afgreiðslu.“ – Hvernig er hljóðið í mönnum? „Menn eru mjög áhyggjufullir yfir stöðunni. Verslanir standa frammi fyrir því að allur kostnaður hækkar meðan framlegð verslunar stendur í stað. Það er því ekki úr miklu að moða hvað það varðar. Vöruverð hefur verið að lækka á Íslandi með stjórnvaldsaðgerðum [á borð við niðurfellingu vörugjalda og tolla] og aukinni samkeppni. Versl- unin hefur því ekki fitnað mjög á undanförnum árum. Allur kostnaður hefur hins vegar haldið áfram að hækka. Það er því örugglega ekki mikið borð fyrir báru í versluninni og eflaust víðar.“ Fari fram við samningaborðið Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir eðlilegt að umræða um kjara- málin fari fram við samningaborðið. „Við erum bjartsýn á að það náist samningar,“ segir Finnur. Að öðru leyti telji hann ekki rétt að tjá sig um stöðuna í kjaramálum. Hagar hafi ekki gert ráðstafanir vegna mögulegra verkfalla. Andrés Magnússon, fram- kvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir fyrirtækin almennt ekki hafa gert áætlanir vegna mögu- legra verkfalla. „Meðan viðræður eru í gangi lifa menn í þeirri von að skynsemin ráði og það náist ásættanleg niðurstaða fyrir báða aðila,“ segir Andrés. Getur breyst skyndilega Hann tekur þó fram að staðan geti breyst á skömmum tíma. „Maður verður ekki var við neinn sérstakan undirbúning frá ein- stökum félagsmönnum umfram það sem almennt er. Menn fylgjast náið með stöðunni frá degi til dags. Það er að mínu mati mjög þétt samstarf í röðum atvinnurekenda … Það eru engar sérstakar aðgerðir í gangi núna [vegna mögulegra verkfalla] en það getur breyst mjög skyndilega,“ segir Andrés. Óttast áhrif mögulegra verkfalla  Framkvæmdastjórar Smáralindar og Kringlunnar segja verslunarmenn mjög áhyggjufulla  Launahækkanir sagðar munu fara út í vöruverðið  Vegna aðstæðna hafi verslunin lítið svigrúm Morgunblaðið/Árni Sæberg Sólfarið Afkoma margra ferðaþjónustufyrirtækja hefur versnað að undan- förnu. Innlendur kostnaður hefur hækkað og sveiflur orðið í gengi krónu. Losna flestir í vor » Guðjón Helgason, upplýs- ingafulltrúi Isavia, segir kjara- samninga hjá meginþorra starfsmanna Isavia á Keflavíkurflugvelli ekki losna fyrr en um mánaðamótin mars/apríl. Samningar hjá einum hópi, þ.e. flug- umferðarstjórum, hafi þó runnið út um áramót. Við- ræður séu hafnar. » Það sé ekki gert ráð fyrir að verkföll hafi bein áhrif á vellinum á fyrsta ársfjórðungi. » Isavia hafi viðbragðs- áætlun ef starfsemi fari úr skorðum, svo sem vegna verkfalla eða náttúruhamfara. Félag lykilmanna (FLM) er stéttar- félag stjórnenda og sérfræðinga. Félagsmenn eru nærri tvöfalt fleiri en fyrir ári. Þeir voru tæplega 400 í byrjun árs 2018 en eru nú rúm- lega 700. Gunnar Páll Pálsson, formaður FLM, segir aðspurður að óánægja með herskáan tón verkalýðshreyf- ingarinnar í haust sé ein skýringin á auknum áhuga á félaginu. Félagsmenn telji sig ekki eiga sam- leið með verkalýðshreyfingunni. Félagsmönnum fjölgi nú um 50-70 í hverjum mánuði. FLM gerði í haust kjarasamning við Félag atvinnurekenda um markaðslaun. Félagsmenn semja beint við sinn vinnuveitanda. „Samið var um að laun skyldu taka mið af þróun á markaðnum. Það er ekki samið um ákveðnar prósentur eða neitt slíkt. Slíkt tíðkast víða erlendis,“ segir Gunnar Páll. Líkar ekki kröfugerðin FJÖLGUN FÉLAGSMANNA HJÁ FLM Jóhannes Þór Skúlason, fram- kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónust- unnar (SAF), segir ljóst að mörg fyrirtæki í greininni gætu átt í erfiðleikum með að standa af sér langvarandi verkföll með vorinu. Fyrirtækin séu að meta hvernig þau muni bregðast við verkföll- um. „Við getum alveg talað ís- lensku. Svigrúmið til launahækk- ana í ferðaþjónustu er líklega minna en í mörgum öðrum at- vinnugreinum. Verði hér langvar- andi árásir á ferðaþjónustu í heild sinni, eða á hluta hennar, gætum við horft upp á að ein- hver fyrirtæki leggi hreinlega upp laupana. Staðan er bara þannig. Við vonumst sem at- vinnugrein til að það komi ekki til verkfalla. Við teljum að það yrði skaði fyrir samfélagið allt ef það kæmi til þess. Vonandi átta báðir aðilar við samningaborðið sig á því að svigrúm til launa- hækkana verður ekki aukið með slíkum aðgerðum. Það er enda lítið sem ekkert svigrúm. Þetta snýst um að skipta því sem er til skiptanna en ekki fara fram úr sér,“ segir Jóhannes Þór um svigrúmið að þessu sinni. „Hluti verkalýðshreyfing- arinnar hefur talað á þann veg að búast megi við átökum. Fyrir- tækin hafa töluverðar áhyggjur af því. Víðtæk átök geta enda haft mikil áhrif. Á síðustu árum hefur ferðaþjónustan verið skot- spónn slíkra aðgerða og það hef- ur komið fram hjá sumum í verkalýðshreyfingunni að nú sé horft til greinarinnar,“ segir Jó- hannes Þór og tekur dæmi af nýjum tölum Hagstofunnar um afkomu hvalaskoðunar- fyrirtækja, sem sýni að afkoma þeirra var neikvæð um 3 milljónir í fyrra fyrir fjármagnsliði. ÁHRIF MÖGULEGRA VERK- FALLA Í FERÐAÞJÓNUSTU Jóhannes Þór Skúlason Gæti sett mörg fyrir- tæki í þrot

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.