Morgunblaðið - 10.01.2019, Page 8

Morgunblaðið - 10.01.2019, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2019 alan 20-50% afsláttur af öllum vörum hafin U Opið virka daga kl. 11-18, laugardaga kl. 12-16Listhúsinu við Engjateig, 105 Reykjavík, sími 551 2050 Embætti forseta Bandríkjannahefur mikla sérstöðu í ver- öldinni. Mestu skiptir að þar fer oddviti öflugasta ríkis heims, sem svo vel vill til að er lýðræðisríki.    Við bætist að for- setinn hefur meiri völd á sinni könnu en títt er í lýðræð- isríkjum þótt önn- ur ríki, svo sem Frakkland, hafi fært sínum forseta mikil viðbótarvöld eftir upplausnarskeið á eftir- stríðsárunum.    Forsetinn er ekki aðeins æðstihandhafi framkvæmdavalds- ins heldur jafnframt þjóðhöfð- ingi.    Og stundum virðist konung-legur svipur á umgengni við forsetann og er t.d. sérstakt stef spilað þegar hann gengur opin- berlega í sal. Og fjölmiðlar hanga á hverju orði forsetans og þótt fyrir vestan séu flestir öflugustu fjölmiðlar landsins hælbítar for- setans og leyni lítt hatri sínu á honum þá þjappar það trúaðasta fylginu fastar um hann.    Forsetinn getur tilkynnt aðhann muni flytja ávarp til þjóðarinnar og þótt frjálsir fjöl- miðlar séu ekki bundnir við að senda það út taka þeir ekki þá áhættu að vera ekki með þegar og ef forsetinn segir eitthvað fréttnæmt. Og þá má ekki gleyma því að það sem forsetinn segir er þegar af þeirri ástæðu orðið fréttnæmt.    Slíkt skyndiávarp var flutt ífyrradag. Repúblikanar segja að forsetinn hafi komist vel frá því og styrkt sig. Demókratar segja að því fari fjarri. Þetta tvennt var fyrirsjáanlegt. Donald Trump Forseti flytur ávarp STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Minjastofnun Íslands ákvað í fyrra- dag að skyndifriða þann hluta Víkur- kirkjugarðs sem er innan bygging- arsvæðisins á Landssímareitnum. Er þetta stækkun á því svæði sem greint hafði verið frá fyrr um daginn að menntamálaráðherra hefði stað- fest að fallist yrði á friðlýsingar- tillögu um. Skyndifriðunin gildir í allt að sex vikur eða þar til ráðherra hefur ákveðið hvort friðlýsa skuli viðkom- andi menningarminjar að fenginni tillögu Minjastofnunar. Fyrri friðlýsingin, sem mennta- og menningarmálaráðuneytið til- kynnti um í fyrradag, tekur til leifa kirkju og kirkjugarðs og annarra fornminja innan lóðarmarka Víkur- garðs. Í frétt á vef Minjastofnunar segir að gripið sé til þessara ráðstafana þar sem ljóst hafi verið af sam- skiptum við lóðarhafa að þeir hafi ekki haft hug á „að breyta inngangi hótelsins eins og Minjastofnun hafði lagt til og hafði ástæðu til að ætla að hefði verið samþykkt“. Þess í stað hafi framkvæmdarað- ilinn nú mögulega uppi áform um tvo innganga sem vísa að Víkurgarði og því ljóst að ætlunin sé að nýta garð- inn sem aðkomusvæði hótelsins. Slíkt sé „algerlega óásættanlegt af hálfu Minjastofnunar Íslands“. annaei@mbl.is Hluti kirkjugarðsins friðaður í skyndi  Skyndifriðun Minjastofnunar í allt að sex vikur  Deilt um inngang hótels Tölvumynd/THG arkitektar Austurvöllur Nýtt hótel er að rísa. Mikil andstaða er við hugmyndir um vegtolla í umsögnum til umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, skv. upplýsingum FÍB, en í fyrradag höfðu nefndinni borist 576 umsagnir frá einstaklingum um samgöngu- áætlun áranna 2019-2034. FÍB hvatti í byrjun ársins almenning til að láta skoðun sína á vegtollum í ljós með eða á móti. Fram kemur í frétt á vefsíðu FÍB í gær að félagið kannaði afstöðu til vegtolla í þeim erindum og umsögn- um einstaklinga sem birtar eru á vefsvæði Alþingis, þar sem fram komi að í fyrradag höfðu 530 ein- staklingar eða 92% sagst í umsögn- um sínum vera á móti vegtollum en 43 eða 7,5% lýsa stuðningi við veg- tolla. „Þessu til viðbótar var farið yfir 52 umsagnir og erindi frá opinberum aðilum, samtökum og félögum um samgönguáætlunina. Í þeim erind- um eru sex umsagnir frekar jákvæð- ar gagnvart hugmyndum um veg- tolla (veggjald) og ein neikvæð. Ekki er tekin bein afstaða til vegtolla í 46 umsögnum,“ segir í frétt á vefsíðu FÍB. Morgunblaðið/Ómar Vetrarumferð Hugmyndir um að taka upp veggjöld eru umdeildar. 576 umsagnir sendar  92% einstaklinga á móti vegtollum, samkvæmt athugun FÍB á umsögnum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.