Morgunblaðið - 10.01.2019, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 10.01.2019, Qupperneq 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2019 PFAFF • Grensásvegi 13 • 414 0400 • www.pfaff.is Verð áður 59.900 kr. Tilboð: 42.000 kr. Verð áður 28.900 kr. Tilboð: 20.000 kr. Verð áður 110.900 kr. Tilboð: 89.900 kr. Verð áður 49.900 kr. Tilboð: 33.000 kr. SVIÐSLJÓS Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Þótt stutt sé á milli Garðs og Sand- gerðis hafa eðlilega hafa verið mis- jafnar hefðir og menning á hvorum stað. Sameining byggðanna í eitt sveit- arfélag nær auðvit- að fyrst og síðast til stjórnsýslunnar og þjónustu við íbúana. Þó er ekki síður mikilvægt að í fyllingu tímans myndist hér heild- stætt samfélag með tveimur þétt- býliskjörnum sem aðeins fimm kíló- metrar eru á milli,“ segir Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í Suðurnesjabæ. Sátt um nafn auðveldar Það var í nóvember 2017 sem íbúar í Sandgerði og Garði samþykktu sam- einingu sveitarfélaganna, sem tók svo gildi þegar ný bæjarstjórn í samein- uðu sveitarfélagi tók við í kjölfar bæjarstjórnarkosninga í fyrra. Nið- urstaða íbúakosninga í nóvember síðastliðnum um nafn á sveitarfé- laginu var nokkuð afdráttarlaus. Alls 75% þeirra sem þátt tóku völdu nafnið Suðurnesjabær. Það nafn staðfesti samgöngu- og sveit- arstjórnarráðuneytið og gildir það á öllum formlegum pappírum frá og með 1. janúar síðastliðnum. „Almenn sátt um nafnið tel ég að auðveldi öllum að sameina sam- félögin hér, sem eðlilega gerist smátt og smátt. Þegar hafa til dæmis íþróttafélögin Víðir og Reynir tekið upp samvinnu með sameiginlega yngri flokka í fótboltanum og fleira sambærilegt mætti tiltaka úr öflugu félagslífi hér,“ segir Magnús sem var alþingismaður Framsóknarflokks um árabil og um hríð ráðherra. Hann var ráðinn bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Garði síðla sumars 2012 og síðasta sumar til að stýra sameinuðu sveitar- félagi. Eftir að núverandi bæjarstjórn tók til starfa síðasta sumar var nýtt stjórn- skipulag sveitarfélagsins samþykkt. Í grunninn er starfsemin þrískipt; það er stjórnsýslu-, framkvæmda- og skipulagssvið sem eru með aðstöðu í Garði og fjölskyldusvið er í Sandgerði. Tvöfaldir innviðir Íbúar í Suðurnesjabæ eru í dag um 3.500; um 1.640 í Garði og 1.860 í Sand- gerði. Á hvorum stað eru af hálfu sveitarfélagsins til staðar flestir þeir innviðir sem þarf, svo sem sundlaugar, íþróttahús og skólar. Starf grunnskól- anna verður áfram óbreytt og þeir reknir sem hverfisskólar í hvorum bæ um sig. Sama er að segja um leik- skólana og nú blasir við að stækka þarf Gefnarborg í Garði. Kemur þar til jöfn og stöðug fjölgun íbúa, sem und- anfarið hefur verið allt að 7% á ári. „Íbúafjölgun hér helgast af mörgu. Bæði er þetta ungt fólk héðan af svæðinu komið með fjölskyldur sem vill skapa hér sína framtíð og einnig kemur hingað fólk frá útlöndum og sest hér að, enda næg vinna í boði. Veigamikill þáttur í þessu er svo sá að íbúðaverð hér er verulega lægra en á höfuðborgarsvæðinu. Talsvert er um að fólk hafi flutt hingað; selt kannski blokkaríbúð og losað um peninga eða lækkað skuldir og keypt hér sérbýli eða raðhús,“ segir Magn- ús. Hagstætt fasteignaverð tækifæri til sóknar Algengt fermetraverð á íbúð í fjöl- býlishúsi í úthverfi höfuðborg- arsvæðinu er í dag um 430 þúsund krónur, en títt er að fermetrinn í sambærilegri eign suður með sjó leggi sig á um 260 þúsund. Þessi munur telur Magnús að feli í sér tækifæri til vaxtar og sóknar fyrir Suðurnesjabæ. Í bígerð sé að efna á næstu misserum til markaðsátaks Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Suðurnesjabær verði eitt samfélag  Garður og Sandgerði nú eitt sveitarfélag  3.500 manns búa á svæðinu  Markaðsátak til fjölg- unar íbúa er í undirbúningi  Jafnræði sé tryggt í opinberri þjónustu  Hagstætt húsnæðisverð Fótbolti Á íþróttavellinum í Sandgerði. Íþróttafélögin í Suðurnesjabæ, Reynir og Víðir, reka sam- eiginlega flokka í starfi með börnunum sem skapa samfélag morgundagsins. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Garður Byggðin á Garðskaganum er dreifð. Íbúar eru á 17. hundraðið. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sandgerði Í sjávarplássinu og nágrenni þess búa nærri 1.900 manns. Magnús Stefánsson Kunnugir segja að Garður og Sandgerði séu um ólíkir staðir þó skammt sé á milli. Garðurinn sé í grunninn sveitaþorp en Sandgerði útgerðar- pláss. Miðast það við atvinnuhætti fyrri tíðar. Í dag er þessi munurinn ef til vill minni. Garðskagavitinn hái, sem var reistur árið 1944, er, ásamt gamla vit- anum yst á Garðskaga, einkennistákn byggðar í Garði. Merki hans eru tvö hvít og skær leiftur sem vara í fimm sekúndur og koma inn með reglulegu millibili. Ljósið sést 15 mílur á haf út og er mikilvægt kenni- mark við fjölfarna siglingaleið. Sama má segja um vitann við Sandgerð- ishöfn. Á Garðskaga er byggðasafn hvar meðal annars er að finna gamla báta og vélabúnað ýmiskonar. Í Sandgerði er Þekkingarsetur Suðurnesja, miðstöð vísindastarfs í náttúrufræðum. Þar eru uppi náttúrugripa- sýning og sýning heimskautin. Í Garði er íþróttafélagið Víðir og Reynir í Sandgerði og þá eru í sveitar- félaginu tveir golfklúbbar sem reka hvor sinn 18 holu golfvöllinn. Stutt á milli ólíkra staða LJÓSVITAR, BYGGÐASAFN, KIRKJUR OG VÍSINDASTARF
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.