Morgunblaðið - 10.01.2019, Side 28

Morgunblaðið - 10.01.2019, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2019 og hafa starfsmenn verið flestir um 40. Það er talsverð tímapressa en við erum á áætlun. Við verðum að ná að loka húsinu núna í janúar og maður vonar að veðrið verði okkur hag- stætt. Þá tekur við að koma tækja- búnaði fyrir og svo prufukeyra allt saman og stilla áður en dýrin koma.“ Eyjamenn á heimavelli Eyjamenn eru á heimavelli þegar kemur að því að taka á móti hvölum. Það var mikið fjölmiðlafár þegar há- hyrningurinn Keikó var fluttur frá vesturströnd Bandaríkjanna í beinu flugi til Vestmannaeyja haustið 1998. Mátti þá litlu muna að illa færi þegar hjólabúnaður vélarinnar brotnaði í lendingu á Vest- mannaeyjaflugvelli. Allt fór þó vel og Keikó komst á sinn stað í Kletts- vík en nú er hann allur og allt sem minnir á veru hans í Klettsvíkinni er horfið en verið er að leggja lokahönd á kví og bryggjur fyrir Litlu-Grá og Litlu-Hvít. „Allt okkar starf snýst um að hafa allt klárt þegar stundin rennur upp og það mun takast,“ seg- ir Bragi. Samhliða hefur verið unnið að gerð kvíar í Klettsvík sem verður aðalheimkynni mjaldranna. Að því koma þrjú fyrirtæki, Króli sem sér um smíði á kví og bryggjum, Ísfell sér um netið í kvíarnar og Gerp um alla köfun. „Við byggjum á reynslunni af Keikókvínni og höfum þetta allt ein- faldara og hún er innar í víkinni. Sem kemur sér vel því þarna getur orðið ansi hvasst svo ekki sé meira sagt,“ segir Bragi. Risafyrirtæki á bak við komu hvalanna til Vestmannaeyja Páll Marvin Jónsson, fram- kvæmdastjóri Þekkingarseturs Vestmannaeyja, hefur komið að uppbyggingu náttúru- og hvala- safnsins í Fiskiðjunni frá því hug- myndin fyrst kviknaði og viðræður hófust við Merlin Entertainment. Það fyrirtæki er ekkert venjulegt, annað stærsta fyrirtæki í heiminum í rekstri skemmtigarða á eftir Disn- ey, með rekstur víða um heim og eru gestir um 60 milljónir á ári. Það eru ekki bara mjaldrarnir sem málið snýst um því stjórnendur Merlin hafa mikinn áhuga á lund- anum og pysjueftirlitinu sem fer í gang á hverju hausti þegar pysjan fer af stað. Ekki liggur fyrir hver kostnaður verður en Vest- mannaeyjabær þarf ekki að leggja fram krónu. Þegar rætt er við Pál um móttöku hvala í Vestmannaeyjum er talað við mann með reynslu en hann var í fremstu víglínu Eyjamanna sem tóku á móti háhyrningnum Keikó 1998. „Það var kannski reynsla mín af Keikóverkefninu sem varð til þess að ég tók það alvarlega þegar við- ræður hófust við Merlin Entertain- ment. Við áttum fund á Skype í maí 2016 og þá fóru hjólin að snúast. Núna, þremur árum seinna, er þetta að verða að veruleika,“ segir Páll Marvin í samtali við Morgunblaðið. Málið var kynnt í bæjarstjórn og næsta skref var að kanna hvort að- stæður hentuðu. „Ég kafaði í Kletts- víkinni og tók fyrir þá myndir. Einn- ig könnuðum við hljóðmengun í samstarfi við vísindahóp sem hér hefur kannað háhyrninga und- Nýtt hús Á fyrstu hæð Fiskiðjunnar og í nýbyggingu við gömlu Fiskiðjuna verður náttúrugripasafn og laug fyrir hvalina með tilheyrandi tæknibúnaði. Lögheimilið flutt úr sjávardýragarði í Sjanghæ í Klettsvík í Vestmannaeyjum Laugavegi 77, 101 Reykjavík - Sími: 551 3033 30-50% afsláttur ÚTSALA karlmenn Flottir í fötum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.