Morgunblaðið - 10.01.2019, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 10.01.2019, Qupperneq 36
36 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2019 Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is Karl Ægir Karlsson telur að fyrstu áhrifa erfðabreytingatækninnar muni gæta í matvælaframleiðslu. „Crispr-Cas9 virkar ekkert síður á tómata en á okkur. Það er engin spurning að áhrifin verða fyrst í fisk- eldi og landbúnaði. Númer tvö verða þau í læknavísindum og lyfjaþróun. Í þriðja lagi, ef við ákveðum að fara þá leið, munu þau birtast í mönnum.“ Karl segist ekki sjálfur sjá neinn tilgang í því að erfðabreyta mönnum en hann gerir þó fastlega ráð fyrir að það verði gert. „Þú veist hvernig menn eru – er eitthvað sem við get- um sem við gerum ekki? Sumir tattúvera sig, aðrir fá sér grænan hanakamb og enn aðrir gata sig alla. Fólk gerir allt mögulegt við sig sjálft. Þarna ertu bara með tól sem er þúsundfalt kröftugra en nokkurt annað tól sem við höfum búið yfir.“ Karl bendir á arfbótahreyfingu 20. aldarinnar sem fordæmi fyrir við- leitni manna til þess að vilja breyta mönnum og rækta nýjan stofn. Að- spurður hvort hugmyndafræðileg tenging við svo alræmda hreyfingu komi ekki til með að varpa nei- kvæðu ljósi á erfðabreytingar segir Karl að það geti vel verið, en bætir við: „Ég hef lítið vit og áhuga á almennings- umræðunni. Ann- ars vegar reynir siðfræðin og hins vegar lögfræðin að elta þessa tækni. Þeir sem leggja þær línur eiga fullt í fangi með að fylgjast með og skilja tæknina. Þær greinar virka ansi fornar við hliðina á þessari tækni- grein. Það er nóg að lesa bara umræðuna um erfðabreytt matvæli eða bólu- setningar til að skilja hvað er erfitt að koma skilaboðum áleiðis. Ef mað- ur byrjar að reyna að koma sinni þekkingu á málefninu til skila er maður jafnan sakaður um mennta- hroka. En þessi tækni mun æða áfram. Ég veit engin dæmi þess í mannkynssögunni að menn uppgötvi eitthvað svona og láti það síðan eiga sig. Arfbótahreyfingin var ekki jað- arhreyfing fyrir svo stuttu.“ „Fólk gerir allt við sig“  Telur erfðatækni munu „æða áfram“ Karl Ægir Karlsson Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is Deilur geisa nú í fræðasamfélaginu um framtíð erfðabóta á mönnum eftir að kínverska lífefnafræðingnum He Jiankui tókst í nóvember að breyta erfðaefni tveggja stúlkubarna. Um er að ræða fyrstu erfðabreyttu börn sem fæðst hafa. He Jiankui gerði þessar breytingar á erfðaefni fóstr- anna til þess að gera börnin ónæm fyrir smiti af völdum HIV-veirunnar. Fylgjendur erfðabreytinga á mönn- um líta á tilraunina sem mikilvægt skref og telja að möguleikarnir sem tæknin býður upp á séu óteljandi. Tilraun He Jiankui byggðist á erfðatækninni Crispr-Cas9, sem var uppgötvuð árið 2013 og hefur þegar haft gríðarleg áhrif á erfðavísindi. Tæknin byggist á að koma ensíminu Cas9 inn í frumur, klippa bút af erfðaefni út og jafnvel koma síðan öðrum bút fyrir í staðinn. Siðfræðingurinn dr. Blay Whitby, sem hefur sérhæft sig í siðferðilegum álitamálum rannsókna, segir í viðtali við fréttaveituna AFP að sumir erfðabótasinnar séu þegar farnir að undirrita tölvupóstana sína með slag- orðum á borð við „Dauðinn er núna valkvæður“ eða „Fyrsta manneskjan sem lifir í 500 ár hefur þegar fæðst“. Hann segist þó ekki alveg svo bjart- sýnn sjálfur. Whitby er ekki sá eini sem hefur efast um að tilraun Hes Jiankuis sé jákvætt skref. Tilraunin olli miklum deilum um siðferðislegar forsendur og afleiðingar strax og tilkynnt var um hana. Gagnrýnendur Hes benda á að breytingar á erfðaefni fóstra geti valdið stökkbreytingum og ýmsum ófyrirséðum hliðarverkunum sem gætu haft alvarleg áhrif á líf barnanna til langtíma. Tilraunir Hes Jiankuis stóðust ennfremur ekki kínverskar reglu- gerðir og því hafa stjórnvöld Kína bundið enda á rannsóknarvinnu hans um sinn. „Glæfralegt og illa hugsað“ Karl Ægir Karlsson, prófessor við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík, er meðal þeirra sem telja að erfðabreytingar muni óhjákvæmi- lega hafa veruleg áhrif á daglegt líf í allra nánustu framtíð. „Ég veit ekki hvað gæti stoppað það úr þessu,“ sagði hann í viðtali við Morgunblaðið. Karl lagði þó áherslu á að tilraun Hes Jiankuis hefði verið „glæfraleg“ og í reynd fremur fjölmiðlagjörn- ingur en vísindaleg rannsókn. „Ég myndi segja hana skaðlega því hún upplýsir engan um gagnsemi þess- arar tækni og skapar takmarkaða nýja þekkingu en skapar mjög nei- kvæða umræðu sem er erfitt að leið- rétta,“ sagði Karl. Að sögn Karls var erfðabreyting Hes framkvæmd á fóstri stúlknanna án þess að tryggt hefði verið að engar hliðarverkanir yrðu af því að fjar- lægja þann hluta erfðamengisins sem skráir fyrir prótíni sem gerir frumur móttækilegar fyrir HIV-veirunni. Sá hluti erfðamengisins hafi haft sínu hlutverki að gegna og það að fjar- lægja hann gæti haft alvarlegar hliðarverkanir sem nú væri of seint að fyrirbyggja hjá stúlkunum. Karl sagðist sjálfur hafa gert tæknilega hliðstæðar erfðabreyt- ingar á fiskum en að í þeim tilfellum væri jafnan hægt að ganga úr skugga um að hliðarverkanir væru engar. „Það er auðvitað hreinlega ömurlegt að nota orðið tilraunadýr eða viðfang um lifandi manneskju, en það er samt staðreynd þarna. Fyrir mér er þetta bara tímasóun, jafnvel mann- vonska.“ Erfðabreytingar Margar spurningar vöknuðu eftir að lífefnafræðingnum He Jiankui tókst að breyta erfðaefni tveggja stúlkubarna til að gera þær ónæmar fyrir smiti af HIV-veirunni. Segja „dauðann núna valkvæðan“  Bjartsýni og bölsýni takast á í umræðu um erfðabreytingar eftir fæðingu erfðabreyttra stúlkna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.