Morgunblaðið - 10.01.2019, Síða 39

Morgunblaðið - 10.01.2019, Síða 39
FRÉTTIR 39Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2019 HEYRNARSTÖ‹INKringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is Hlustaðu á hjartað þitt Beltone Trust™ heyrnartækin gera þér kleift að heyra jafnvel minnstu smáatriði – sem stundum reynast þau mikilvægustu. Við hjá Heyrnarstöðinni leggjum allan okkar metnað í að veita góða þjónustu og bjóða upp á hágæða heyrnartæki. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánuð til reynslu. Beltone Trust ™ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Tíu sinnum hefur sjávarútvegssýn- ingin Lofotfishing verið haldin í Kabelvåg í Norður-Noregi í lok vetrarvertíðar í mars eða byrjun apríl. Á sex þessara sýninga hafa þau Þóra Bragadóttir og Hafsteinn Ólafsson, eigendur fyrirtækisins Beitis ehf. í Vogum, lagt leið sína til að kynna fyrirtækið og framleiðsl- una. Þau eru þarna á heimavelli, þekkja orðið fjölda fólks frá bæj- unum í Lofoten og tæki frá fyrirtæk- inu er að finna í fjölmörgum minni bátum í Norður-Noregi. Enn einu sinni eru þau Þóra og Hafsteinn byrjuð að undirbúa ferð til Lofoten til að sýna línuspil, beitn- ingatrektar, lyftukör og aðra fram- leiðslu sem Beitir hefur hannað og framleitt. Alls gætu tæki sem þau senda með Norrönu til Hirtshals vegið hátt í eitt tonn. Þaðan fer bún- aðurinn með stórum trukk norður til Lofoten. Fyrstu skrefin í skúrnum Nú starfa 5-6 manns hjá Beiti, en fyrstu skrefin voru stigin í skúrnum við heimili þeirra Þóru og Hafsteins í Vogum 1988. Saga þessa fjölskyldu- fyrirtækis spannar því rúmlega 30 ár og börn og barnabörn hafa lagt fyrir- tækinu lið. Börn þeirra fjögur voru með í för á sýningunni fyrir tveimur árum og vakti það nokkra athygli. „Það er einstakt ævintýri að koma norður til Lofoten á þessum árs- tíma,“ segir Þóra í samtali við Morg- unblaðið og öðrum þræði er eins og hún sé að lýsa þátttöku í ættarmóti. „Sýningin hefur stækkað mikið, en eigi að síður er mikil nánd þarna meðal fólks sem kemur nánast allt úr sjómannasamfélaginu í Norður- Noregi. Þangað koma menn sem róa á eigin bátum og við erum því að tala beint við notendur búnaðarins, sem margir eru orðnir stórvinir okkar. Veturinn 2017 hafði verið snjólétt, en síðustu dagana fyrir sýninguna kyngdi niður snjó og það var allt bókstaflega á kafi meðan sýningin stóð yfir. Það var hins vegar yndis- legt og ótrúlega fallegt í blankastillu, sem var þessa daga.“ Þóra segir að þau hafi ævinlega reynt að sinna við- skiptavinum Beitis eins vel og þau framast geti, en fyrirtækið sinnir einnig ýmiss konar sérsmíði. „Nor- egur er stór markaður fyrir okkar vörur og tæki frá okkur eru mjög víða í norskum bátum. Við höfum tvívegis farið til Noregs og keyrt strandlengjuna frá Kirkenes í norð- austri niður til Sandefjord, alls rúm- lega 20 þúsund kílómetra, og farið á óteljandi firði og víkur. Þeir eru óteljandi beitningaskúrarnir sem við höfum heimsótt og þegið kaffisopa í. Viðskiptavinirnir kunna að meta þessar heimsóknir og aðstoð sem við höfum getað veitt þeim, nokkuð sem við munum halda áfram að gera. Við förum alltaf niður á bryggju og sums staðar er annar eða þriðji hver bátur með tæki frá okkur,“ segir Þóra. Um 150 sýnendur Sýningin í Jakobsvaag er talsvert minni í sniðum en stóra NorFish- sjávarútvegssýningin í Þrándheimi, sem er meðal stærstu sýninga í at- vinnugreininni í heiminum. Litli bróðir í norðri, Lofotfishing, þjónar hins vegar vel minni útgerðarfyrir- tækjum í Lofoten og nágrenni. Lengi vel var einn íþróttasalur í Kabelvaag og dugði hann fyrir sýn- endur. Handboltasal var bætt við á sýningunni fyrir tveimur árum og útlit er fyrir að salirnir verði báðir fullnýttir er 11. sýningin hefst 29. mars. Líklegt er að sýnendur verði yfir 150 og alls er sýningarplássið um fimm þúsund fermetrar. Auk Noregs kynna fyrirtæki frá Dan- mörku og Svíþjóð framleiðslu sína og frá Íslandi taka Beitir og Ekkó þátt í sýningunni og hugsanlega fleiri. Á heimavelli á vetrarsýningu í Lofoten  Beitir í Vogum sýnir framleiðslu sína í Kabelvåg  Hafa heimsótt beitningaskúra um allan Noreg Fastagestir Á síðustu sýningu færðu Þóra Bragadóttir og Hafsteinn Ólafs- son gestgjöfunum páskaegg, þeim Inger Lise og Arne Walter Mørch. Norður-Noregur Íbúar í Kabelvåg eru tæplega tvö þúsund. Vetrarvertíðin setur mikinn svip á allt líf í Lofoten, en hún nær hámarki í marsmánuði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.