Morgunblaðið - 10.01.2019, Side 40

Morgunblaðið - 10.01.2019, Side 40
40 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2019 Las Vegas. AFP. | „Það eru svo margir spennandi hlutir í gangi í rafeindaheiminum um þessar mundir,“ sagði Steve Koenig, hjá Tæknisamtökum neytenda, CTA, við fréttaveitu AFP og vísar til einnar stærstu ráðstefnu og vöru- sýningu rafeindageirans í Banda- ríkjunum, svonefndrar Consumer Electronics Show, eða CES, sem haldin er í stórborginni Las Vegas. Ráðstefnan er haldin árlega og þar kynna fyrirtæki gjarnan þau nýjustu tæki og tól sem gera eiga almenningi lífið léttara eða að minnsta kosti skemmtilegra. Allt milli himins og jarðar Tæknihátíðin hófst 8. janúar sl. og lýkur henni á föstudag. Meðal þess sem forvitnir raftækja- áhugamenn geta kynnt sér að þessu sinni eru tækninýjungar þegar kemur að því að hanna far- síma og tölvur, ýmiskonar heilsu- og íþróttatengd tækni auk nýjunga á sviði hönnunar bifreiða og land- búnaðartækja svo fátt eitt sé nefnt. Hver sýning hefur sínar áherslur eða tískubylgju. Þannig var til að mynda mikil áhersla lögð á nettengda bíla og klæðanlega tækni árið 2014 en í ár virðist þem- að vera ofurháskerpusjónvörp (8K) og lygilega hraðar nettengingar (5G). Þá eru einnig raddstýringar áberandi á sýningunni sem og heillandi heimur sýndarveruleik- ans. Horft inn í tækniheim framtíðar  Ein stærsta raftækjasýning heims nú í fullum gangi í Las Vegas AFP Skýjaborg Sjónvarpstæknirisinn LG heillaði marga á sýningunni og má hér sjá fólk taka myndir af nýjustu skjám fyrirtækisins. Ofurháskerpusjónvörp eru áberandi að þessu sinni. Framtíðin Tæknifyrirtækið Panasonic lét sig ekki vanta á sýninguna í Las Vegas og sést hér hópur fólks virða fyrir sér sýningarbás fyrirtækisins. Vélar Róbótar hafa lengi verið bendlaðir við framtíðina og var þessi hópur vélmenna til sýnis, en honum er ætlað að hjálpa börnum við lærdóminn. Fjölmenni Stór hópur fólks beið spenntur eftir því að tæknisýningin yrði opnuð og var húsfyllir á fremur skömmum tíma, að sögn fréttaveitu AFP. Skjár Sýndargleraugu til sýnis. Liðug Sveigjanleg spjaldtölva sýnd. Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is 40 ár á Íslandi Snjóblásarar í öllum stærðum og gerðum Hágæða snjóblásarar frá Stiga ST5266 PB Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi - Sími: 555-1212 - handverkshusid.is Opið frá kl. 8 - 18 virka daga og 12 - 16 laugardaga VILTU LÆRA SILFURSMÍÐI, TÁLGUN EÐA TRÉRENNSLI? Fjölmör stuttnáms í handve g keið rki. Skráning og upplýsingar á www.handverkshusid.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.