Morgunblaðið - 10.01.2019, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 10.01.2019, Blaðsíða 44
SVIÐSLJÓS Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Svandís Svavarsdóttirheilbrigðisráðherra áform-ar að leggja fram á vorþingifrumvarp um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni þar sem bætt verður við ákvæði sem heimilar rekstur og starfsemi neyslurýma að uppfylltum tilteknum skilyrðum sem kveðið verður á um í reglugerð. Meg- inreglan er sú að varsla og meðferð ávana- og fíkni- efna er óheimil skv. 1. mgr. 2. gr. laganna og kveðið er á um eina und- antekningu í 3. mgr. Áætlað er að kveða á um neyslurými í nýrri grein, 2. gr. a, í lögunum. Áform þessi eru nú kynnt í samráðs- gátt stjórnvalda. Neyslurými er lagalega vernd- að umhverfi þar sem einstaklingar sem eru 18 ára og eldri geta neytt vímuefna um æð, undir handleiðslu heilbrigðisstarfsmanna, og þar sem gætt er fyllsta hreinlætis, öryggis og sýkingavarna. Rætt hefur verið um það um nokkra hríð hvort opna eigi neyslu- rými hér á landi en slík rými hafa verið rekin í fjölmörgum löndum, meðal annars í Danmörku. Alls er talið að um 90 neyslurými séu rekin um heim allan. Byggjast neyslurými á hugmyndafræði skaðaminnkunar. Heilbrigðisráðherra hefur unn- ið að innleiðingu þessara breytinga um nokkurt skeið. Hún hafði þetta um neyslurými að segja í grein í Morgunblaðinu í febrúar í fyrra: „Þeir sem eiga við mestan vímuefnavanda að etja stunda neyslu sína oft við hættulegar og heilsuspillandi aðstæður sem valda enn meiri skaða en ella og stuðla að veikindum og jafnvel dauða. Mark- miðið er því fyrst og fremst að tryggja öryggi neytenda eins og kostur er.“ Telja þörfina brýna Forsaga málsins er sú að í júní 2016 lagði þáverandi heilbrigðis- ráðherra, Kristján Þór Júlíusson, fram skýrslu á Alþingi um mótun stefnu til að draga úr skaðlegum af- leiðingum og hliðarverkunum vímu- efnaneyslu, til aðstoðar og verndar neytendum efnanna og félagslegum réttindum þeirra, aðstandendum og samfélaginu í heild, eins og það er orðað í kynningu í samráðsgáttinni. Starfshópur sem vann skýrsl- una fyrir ráðherra lagði til að kann- að yrði hversu ítarleg þörfin væri fyrir uppsetningu neyslurýma fyrir einstaklinga sem nota vímuefni með sprautubúnaði. Þörfin reyndist brýn fyrir upp- setningu neyslurýma, enda voru alls um 2.800 heimsóknir til Frú Ragn- heiðar árið 2017 og hafði farið fjölg- andi frá árinu 2016. Frú Ragnheiður er sem kunnugt er sérinnréttaður bíll sem er ekið um götur höfuðborg- arsvæðisins á kvöldin. Í honum er boðið upp á hjúkrunarmóttöku og þar geta einstaklingar sem sprauta vímuefnum í æð komið og sótt sér hreinar nálar, sprautur og fleira. Velferðarsvið Reykjavíkur- borgar mun taka þátt í verkefninu um neyslurými og útvegar húsnæði fyrir það. Þá hefur Rauði krossinn á Íslandi fallist á að sinna þjónustunni. Í upphafi er gert ráð fyrir að opið verði á dagvinnutíma alla daga vik- unnar. Um tilraunaverkefni er að ræða og eru 50 milljónir króna eyrna- merktar til þess á fjárlögum ársins. Gert er ráð fyrir tveimur stöðugild- um, þar af verður heilbrigðismennt- Vilja tryggja öryggi vímuefnaneytenda Morgunblaðið/Ófeigur Frú Ragnheiður Starfsfólk býður upp á hjúkrunarmóttöku og nála- skiptaþjónustu á kvöldin. Nú á að bjóða þessa þjónustu á daginn líka. Svandís Svavarsdóttir aður starfskraftur í öðru þeirra. Kostnaður vegna launa og tengdra gjalda er áætlaður 28-30 m.kr. Ann- ar rekstrarkostnaður er metinn á um 20 millj. kr. Í skýrslu starfshópsins, sem getið er hér til hliðar, kemur fram að kostnaður við rekstur neyslurýma og nálaskiptaþjón- ustu sé hverfandi í samanburði við þann kostnað sem heilbrigð- iskerfið ber vegna þeirra sem sýkjast af alvarlegum sjúkdóm- um og öðrum heilsufarsvanda vegna sprautunotkunar. Neyslurými eru talin geta haft þær afleiðingar að færri muni veikjast alvarlega, en ein- staklingar sem sprauta vímu- efnum í æð eru allir í aukinni áhættu á blóðbornum sjúkdóm- um, svo sem HIV og lifrarbólgu C, og á staðbundnum og kerf- isbundnum sýkingum, þar sem þeir sprauta sig með óhreinum nálum og við óviðunandi að- stæður. Úrræðið er hugsað sem viðbót við Frú Ragnheiði. Færri muni veikjast KOSTIR NEYSLURÝMA 44 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ StéttarfélagiðEfling sendií fyrradag frá sér frétta- tilkynningu þar sem sagði að félag- ið hefði stofnað nýtt svið, fé- lagssvið. „Hlutverk þess er fyrst og fremst að blása nýju lífi í herskáa stéttabaráttu með virkri þátttöku félagsmanna sjálfra. Ætlunin er þannig að mynda aukið mótvægi gegn sí- auknum yfirráðum fyrirtækja- eigenda í samfélaginu,“ segir í tilkynningunni. Tilkynning með þessu orða- lagi hefði ekki komið á óvart snemma á liðinni öld, en í dag er þetta – svo vægt sé til orða tekið – tímaskekkja. Í tilkynningunni er haft eftir formanni Eflingar, Sólveigu Önnu Jónsdóttur, að verka- lýðshreyfingin sé „orðin of mikil þjónustustofnun“. Fé- lagssviðið nýja sé hugsað „til að ganga lengra í að virkja fé- lagsmenn í baráttunni en hefur þekkst áratugum saman“. Þar er ennfremur vitnað í fram- kvæmdastjóra félagsins, Viðar Þorsteinsson, sem vonar að fé- lagssviðið ryðji „braut fyrir stóreflda baráttu víðar í hreyf- ingunni og í samfélaginu“. Augljóst er af þessari til- kynningu að forysta Eflingar ætlar sér allt annað og meira en að vinna að kjarabótum fyr- ir félagsmenn sína. Forysta Eflingar situr að völdum með stuðningi lítils minnihluta fé- lagsmanna og hefur meðal ann- ars af þeirri ástæðu afar veikt umboð til að gerbreyta félag- inu. Þrátt fyrir þetta er hún að færa félagið yfir í almenna stjórnmálabaráttu í stað þess að einbeita sér að því sem hún á að gera, að vinna að bættum kjörum fé- lagsmanna sinna. Þá er það orða- val sem notað er í tilkynningu Efl- ingar ekki geðfellt og ekki til þess fallið að stuðla að bættum kjörum launþega. Þvert á móti lýsir það ábyrgðarleysi forystu Eflingar og skorti á tengslum við þann raunveruleika sem fé- lagar í Eflingu og aðrir lands- menn lifa í. Ennfremur lýsir þetta skorti á skilningi á þeim veruleika sem fyrirtækin í landinu búa við og hafa búið við á síðustu mánuðum. Hvorki launamenn né fyrirtæki þurfa á „herskárri stéttabaráttu“ að halda. Enginn er betur settur með verkföllum eða hótunum um verkföll, allra síst þeir lægst launuðu hverra hags- muna forysta Eflingar þykist sérstaklega vilja gæta. Forysta Eflingar hefur þeg- ar valdið miklu tjóni með fram- ferði sínu og skaðað atvinnulíf og þar með launþega með því að láta ítrekað að því liggja að framundan séu hörð átök á vinnumarkaði. Yfirleitt finna þeir sem stýra stórum félögum og hafa áhrif á hagsmuni og af- komu mikils fjölda fólks til ábyrgðar sinnar. Þeir reyna að bæta hag þeirra sem þeir starfa fyrir og forðast að sjálf- sögðu að valda tjóni. Því miður starfar núverandi forysta Efl- ingar eins og hún hafi einhver allt önnur markmið en að bæta kjör félagsmanna sinna og tel- ur sig bersýnilega ekki bera nokkra ábyrgð á bættum hag þeirra eða annarra lands- manna. Verkalýðsfélagið færir sig nær stjórn- málabaráttu en hagsmunabaráttu fyrir launþega} Efling boðar „herskáa“ baráttu Hildur Björns-dóttir, borg- arfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins, furðar sig á því að Þórdís Lóa Þór- hallsdóttir, formaður borg- arráðs og borgarfulltrúi Við- reisnar, skuli hafa fært fram þau rök í braggamálinu að hóp- urinn sem vinna átti úr skýrslu innri endurskoðunar borg- arinnar hafi ekki verið með nægilega skilgreinda stjórn- skipulega stöðu. Píratar höfðu reyndar borið svipuð rök á borð, enda stutt á milli samfylking- arflokkanna í þessu sem öðru. En þar sem formaður borg- arráðs er svo upptekinn af formlegri stöðu hópsins þá er annað ekki síður undarlegt sem Hildur benti á. Það var að fram hefði komið hjá for- manni borgarráðs að hópurinn hefði verið að störfum á milli jóla og nýárs, en að hún hefði aldrei verið boðuð til þeirra funda. Ef til vill er það orðið þannig hjá borginni að hópar eru að- eins skipaðir til málamynda og þá þykir kannski ekki skipta máli hvort allir þeir sem skip- aðir voru í hópana séu líka boð- aðir. Óformlegir hópar utan alls skipulags borgarinnar kalla sennilega á slík vinnubrögð. Það skyldi þó ekki vera að lausatök af þessu tagi væru hluti skýringarinnar á fram- úrkeyrslunni í braggamálinu og öðrum slíkum málum borg- arstjórnarmeirihlutans? Endaleysan í braggamálinu ætlar engan enda að taka} Óformlegi hópurinn óboðaði Þ egar Jón Gunnarsson kynnti hug- myndir sínar um veggjöld árið 2017 var ég einn fárra sem ekki slógu hugmyndina út af borðinu, því hún er umræðu virði. Margt mælir með því að þeir sem nota vegi borgi fyrir slit á þeim. Skiptir þá engu hvort um er að ræða dreifbýli eða þéttbýli. Þegar stærri hluti bílaflotans hættir að nota fljótandi eldsneyti er líka augljóst að finna þarf nýjar leiðir til þess að fjármagna vegakerfið. Sú hugmynd að flýta vegaframkvæmdum með innheimtu veggjalda er líka spennandi, ekki síst fyrir íbúa á suðvesturhorninu, sem hafa séð að Sundabraut er sífellt frestað og vita að bæta má helstu stofnbrautir, svo dæmi séu tekin. Sumir eyða hátt í klukkutíma á dag á tepptum vegum. Vegaframkvæmdir víða um landið eru auðvitað líka margar brýnar. Svo margar að ekki er rúm til þess að telja þær upp í stuttri grein. Kostir vel útfærðra veggjalda eru ýmsir. Ef veggjöld væru ekki þau sömu alls staðar mætti til dæmis nota þau til aðgangsstýringar á umferðaræðar sem eru stíflaðar tímunum saman nánast upp á hvern dag. Þess vegna vildi ég gjarnan skoða þau betur. Ekki er hægt að segja að Jón hafi fengið miklar und- irtektir, hvorki frá félögum sínum í Sjálfstæðisflokknum né í samstarfsflokkunum nýju. „Það er ekki stafkrókur um veggjöld í stjórnarsáttmálanum,“ sagði Sigurður Ingi í desember 2017. „Þær [hugmyndir] voru lagðar til hliðar.“ Nú er öldin önnur. Því miður bendir flest til þess að ríkisstjórnin ætli að klúðra veggjaldamálinu með klaufalegum hætti. Málið hefur litla kynn- ingu fengið, nema að Sjálfstæðismönnum víða um land hefur verið sagt hver líkleg útfærsla verði. Ef marka má fréttir láta þeir sér vel líka. Af þeim spilum, sem þegar hafa sést, má ráða að í fyrsta lagi ætli ríkisstjórnin að kosta aukin útgjöld til vegamála með sérstakri lán- töku (ekki gjaldtöku), láni upp á um 60 millj- arða króna. Það á sem sé að borga seinna, eins og loðað hefur við eyðsluglaða stjórnmála- menn. Í öðru lagi stendur til að stofna sérstakt bákn um þessar nýju framkvæmdir, nýtt ohf. sem væntanlega á að nýta til þess að fela kostnaðinn, sem auðvitað gengur ekki upp. Skyndilega hefur ríkisstjórnin gleymt að til er Vegagerð. Verst er að gjöldin verða fyrst og fremst lögð á suðvesturhornið, en peningar sem „sparast“ vegna veggjalda eiga að fara í framkvæmdir annars staðar. Flýtiframkvæmdir eru því nýtt nafn á flumbrugangi, byrði á höfuðborgarsvæðið og flutningi tuga milljarða króna annað. Framsókn og VG hafa lítið fylgi á höfuðborgarsvæðinu, einn borgarfulltrúa af 23, og kæra sig kollótt. Þess vegna eru álögur stjórnarinnar á höfuðborgarsvæðið í boði Sjálf- stæðisflokksins, en flokkurinn virðist ætla að keyra þær vanhugsaðar í gegn og borgarfulltrúar hans fagna, eða þegja þunnu hljóði. Benedikt Jó- hannesson Pistill Veggjöld: Árás á höfuðborgarsvæðið? Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.