Morgunblaðið - 10.01.2019, Síða 45

Morgunblaðið - 10.01.2019, Síða 45
45 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2019 Snyrtipinnar Snyrtilega klæddur hundur á göngu með eiganda sínum um Skólavörðustíg í Reykjavík þar sem afgreiðslufólk og kaupmenn leggja metnað í að halda gluggarúðunum hreinum. Kristinn Magnússon Árvisst og linnulítið berast fregnir af vanda sem tengist þjón- ustu við eldra fólk á höfuðborgar- svæðinu. Lausnir láta á sér standa og róðurinn þyngist með hverju árinu sem líður. Það sem flestum dettur í hug og hampað er mest er að nú þurfi að auka við heima- hjúkrun eins og við þekkjum hana og fjölga hjúkrunarrýmum í réttu hlutfalli við fjölgun eldra fólks. Ég hef þá kenningu að við beit- um fábrotnum lausnum á röngum tíma og röngum stað fyrir eldra fólk. Veikt eldra fólk er ekki einsleitur hópur, þar sem ein eða tvær þjónustuleiðir leysa vandann. Engum skósala dytti í hug að bjóða einungis upp á tvær skóstærðir. Fullorðið fólk hefur val um að minnsta kosti tíu skóstærðir og skórnir geta verið þröngir eða víðir, svo ekki sé nú talað um útlitið. Breytileiki fólks er hvergi meiri en á efri árum. Fjölþættar birtingarmyndir öldrunar Veikt og hrumt eldra fólk einkennist af ald- urstengdum breytingum, sem líkja má við sjúk- dóma, þar sem afleiðingar þeirra eru neikvæð- ar. Þetta fólk er að jafnaði með fjölmarga virka sjúkdóma samtímis og fjöllyfjameðferð er regl- an fremur en undantekning. Þá er þetta eldra fólk með færnitap sem getur verið líkamlegt, andlegt eða vitrænt. Birtingarmyndir viðfangs- efna er snerta eldra fólk eru því fjölþættar. Lítum á nokkrar tölur sem lýsa stöðunni og nokkrum hugrenningum sem vakna. Kanadísk rannsókn á notkun 70 ára og eldri á sjúkrahúsþjón- ustu sýndi að um 5% eldra fólks leggst endurtekið inn á sjúkrahús á árinu og önnur 7% alloft. Önnur kanadísk rannsókn benti á að 10% einstaklinga sem eru 65 ára og eldri standi á bak við 60% af heilbrigðisútgjöldum á hverjum tíma en 50% einstaklinga hafi litl- ar þarfir og standi á bak við 6% af heilbrigðisútgjöldum. Full ástæða er til að ætla að svipað eigi við á Íslandi. Það má skil- greina þann hóp sem er í stífri neyslu á heilbrigðisþjónustu og vinna sérstak- lega með hann. Það er ekki aðeins til þess fallið að auka lífsgæði fólksins sem hlut á að máli heldur einnig beinlínis fjárhagslega skynsam- legt. Kortleggja má þá er þurfa heimahjúkrun Fyrir allnokkrum árum sýndi rannsókn á þeim sem voru 75 ára og eldri og lögðust brátt inn á lyflækningadeild í Reykjavík að tæp 60% voru með heimahjúkrun, 60% voru með gamalt vandamál eða gamalt vandamál með versnun. Um 45% höfðu einhverja vitræna skerðingu en um 60% með líkamlega skerðingu og sumir með hvort tveggja. Fólk í heimahjúkrun er afmark- aður hópur, þar sem viðfangsefnin koma ekki á óvart. Þau má kortleggja nákvæmlega með nú- tímalegum tölvuvæddum matstækjum. Þá sýndi rannsóknin að um tveir þriðju hlutar fyrstu beiðna um heimahjúkrun berast frá sjúkrahúsinu. Oftar en ekki ætti að vera mögu- leiki á að vinna með málin á þverfaglegan hátt í samfélaginu. Eðlilegt væri að stærri hluti beiðna um heimahjúkrun yrði til í heilsugæsl- unni og að þjónusta heilsugæslunnar væri sam- þætt þjónusta hjúkrunar, lækninga og annarra faghópa. Ef slík þjónusta er ekki í boði hrynur fólkið inn á bráðamóttöku og sjúkrahúsið þegar allt um þrýtur. Þá eru allir í krísu; sjúklingur og ættingjar. Það er mun erfiðara að vinna með mál þegar fólk er í áfalli yfir stöðu mála og getur vart ímyndað sér að nokkuð bjart geti verið fram undan. Ofangreind rannsókn sýndi að um þriðjungur hafði verið lagður inn á undanförnum 90 dögum. Hér gæti að minnsta kosti tvennt átt við. Ein- ungis er horft á toppinn á ísjakanum, unnið með bráðavandamál en ekki tekið á undirliggjandi ástæðum og samverkandi sjúkdómum, sem lík- lega hefði mátt greina fyrr, eða að stuðningur í heimahúsi er ekki nægilega öflugur, hvort held- ur er varðar tíðni heimsókna eða samsetningu faghópsins sem annast fólk í heimahúsi. Allt sem úrskeiðis fer í samfélagsþjónustu kallar á sjúkrahúsþjónustu brátt og hjúkrunarheimili til lengri tíma. Lyfjanotkun ber að endurmeta reglulega Enn önnur íslensk rannsókn leiddi líkum að því að um 8% innlagna 75 ára og eldri á lyflækn- ingadeild tengdist beint aukaverkunum lyfja. Líkja má fjöllyfjameðferð við lífshættulegan sjúkdóm, þar sem sú meðferðin ein og sér getur leitt af sér einkenni, tíðar innlagnir á sjúkrahús og jafnvel andlát. Nauðsynlegt er að endur- skoða lyf reglulega af fagfólki með kunnáttu og yfirsýn yfir öll viðfangsefni einstaklingsins. Hluti vandans er að margir læknar geta komið að lyfjagjöf sama einstaklings og þá er ekki allt- af horft til heildarmyndarinnar. Tölvustýrð lyfjaskömmtun hefur færst í vöxt með ákveðn- um þægindum en þeim vanda að endurnýjun lyfseðla getur verið til alllangs tíma og sú end- urnýjun birtist stundum læknum með stuttum fyrirvara sem þekkja ekki alltaf náið til sjúk- lingsins. Samþætting nauðsynleg Ef heilbrigðisþjónusta við eldra fólk væri flugþjónusta fengi okkar veikasta og hrumasta fólk vildarþjónustu. Það er kominn tími á end- urhönnun þjónustunnar við þennan hóp ein- staklinga. Samþætting heimilislækninga, heimahjúkrunar og félagsþjónustu er nauðsyn- leg og meginvettvangur öldrunarþjónustunnar ætti að vera í samfélaginu. Grundvöllur allrar þjónustu er heildrænt nútímalegt öldrunarmat með meðferðaráætlunum. Öldrunarlækninga- deild Landspítala gæti mætt heilsugæslunni með öflugum stuðningi á dag-, göngu- og sam- félagsdeild, samvinnu í heimahúsum og beinum innlögnum á öldrunarlækningadeild fremur en í gegnum bráðamóttöku. Eftir Pálma V. Jónsson » Grundvöllur allrar þjónustu er heildrænt nútímalegt öldrunarmat með meðferðaráætlunum. Pálmi V. Jónsson Höfundur er yfirlæknir öldrunarlækninga á Landspítala og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. Öldrunarþjónusta á höfuðborgarsvæði – fábrotnar lausnir á röngum tíma og röngum stað

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.