Morgunblaðið - 10.01.2019, Side 52

Morgunblaðið - 10.01.2019, Side 52
Þóra Sigurðardóttir thora@mbl.is „Ég gaf út rafrænt ketópróg- ramm í febrúar á síðasta ári sem fékk fádæma góðar viðtökur og ég verð að segja að þrátt fyrir að hafa verið lengi í bransanum hef ég aldr- ei séð annan eins árangur hjá fólki,“ segir Gunnar um tilurð bókarinnar. „Ég setti ketóprógrammið þannig upp að ég blanda inn í það föstum ef fólk kýs að fara þá leið og það virð- ist vera sú leið sem skilar hvað mestum árangri á vigtinni og hvað heilsuna varðar. Mér þótti líka afar skemmtilegt að fá reynslusögur frá fólki sem hafði farið í gegnum pró- grammið og hreinlega snúið lífi sínu við.“ Ég er með 10 frábærar reynslu- sögur í nýju bókinni þar sem fólk segir frá sinni líðan á ketó og hvað hefur breyst í þeirra lífi. Fólk er að missa fullt af kílóum en heilsufars- legi ávinningurinn er ekki síðri. Reynslusögurnar segja frá fólki sem hættir á lyfjum tengdum sykursýki, gigt og háþrýstingi á ótrúlega skömmum tíma, vikum og mán- uðum. Fyrir mér er þetta aðalmálið því þarna ertu bókstaflega að stór- auka lífsgæðin með því eingöngu að breyta því hvernig þú borðar. Al- menn ánægja með rafprógrammið ýtti mér út í það að gefa út „alvöru“ bók um efnið og salan fyrstu dagana segir mér að það hafi verið rétt ákvörðun.“ Finnurðu mikinn áhuga hjá fólki? „Ég er búinn að gefa út þrjár bækur um lágkolvetnamataræði og fimm rafbókarprógrömm og verð að segja það að þegar ketóprógrammið kom gerðist eitthvað. Ég upplifði áhugann á ketó á sama hátt og þeg- ar fyrsta LKL-bókin mín kom út 2013. Það er mjög jákvætt að geta þróað hugmyndina að LKL lengra og það er það sem ketó gerir og blandar saman ketógenísku mat- aræði og föstum á hátt sem ég veit að virkar einkar vel og það er auð- velt að standa bak við þannig hug- myndafræði þegar mörg þúsund manns hafa farið í gegnum pró- grammið með góðum árangri. Ketó er þó auðvitað ekki málið fyrir alla frekar en nokkurt mataræði en með því að vera í góðu sambandi við þátttakendur gegnum facebooksíð- urnar sem ég er með hef ég reynt að sníða prógrammið þannig að það henti sem flestum og fólk geti lagað það að sér með því að geta valið um ólíkar leiðir til að taka ketó. Ég býð í raun upp á þrjá kosti að taka og fólk velur hvaða leið hentar því.“ Hver er mesti ávinningurinn að þínu mati? „Því er auðsvarað. Langstærsti ávinningurinn af því að vera á ketó- mataræði er stórbætt heilsufar og verulegt fitutap. Það er ótrúlegt hvað hægt er að gera með breyt- ingum á mataræðinu og ég held því fram að með breyttum mat- arvenjum og lífsstíl getum við tekið stjórn á eigin heilsu og bætt hana stórkostlega, án lyfjagjafa eða lækn- isfræðilegra inngripa. „Let food be your medicine“ sagði góður maður fyrir nokkrum öldum, láttu matinn vera lyf þitt eða lækningu og það er hverju orði sannara. Við höfum þetta í alvöru í eigin hendi en þurf- um flest leiðbeiningar með mat og atriði eins og svefn, meltingu, hug- arfar og svo framvegis og það er það sem ketó aðstoðar fólk með. Heild- ræn lausn til að stórbæta heilsuna.“ Heildræn lausn til að bæta heilsuna Gunnar Már Sigurðsson sendi nú á dögunum frá sér bókina KETO sem fjallar, eins og nafnið gefur til kynna, um allt er viðkemur ketómataræði og föst- um. Ketó hefur verið afskaplega vinsælt mataræði um heim allan og fullyrðir fólk að það finni mikla breytingu á almennri líðan til hins betra. Ketókóngurinn Gunnar Már Sigfússon veit sínu viti þegar hollt mataræði er annars vegar. Mig langar að deila með ykkur ánægju minni með ketó-prógramm- ið. Ég er sem sagt einn mesti sæl- keri og sælgætisgrís sem allir í kringum mig þekkja og minn uppá- haldsóvinur hefur verið brauðið. Þegar ég var búin að lesa mér til um ketó-efnið frá Gunna og þær leiðir sem prógrammið bauð upp á ákvað ég einnig að fara 17:7-leiðina sem þýðir að ég borða ekki eftir kvöldverð og fasta fram að hádeg- isverði og sú leið hefur hentað mér einstaklega vel. Þess á milli borða ég samkvæmt ketó-uppsetningunni. Ég hefði aldrei trúað því að ég gæti kvatt sykurinn og hveitið eins auðveldlega og ég er að gera núna. Mér finnst ég hreinlega alltaf vera að borða mjög girnilegan og góðan mat og sakna í raun einskis og lang- ar ekki í neitt annað en það sem ég borða núna. Þetta er eitt það magn- aðasta sem ég hef upplifað. Eftir sjö daga hafði ég misst fjögur kíló og eftir 15 daga var ég búin að missa átta kíló. Eftir þetta fór þyngdartapið að hægja á sér en ég fann að ummálið var aug- ljóslega ennþá að fara hratt niður. Eftir sex mánuði á ketó hef ég nú misst yfir 23 kíló, sem í mínum huga er lítið kraftaverk, hvorki meira né minna. Það sem er jafnvel enn mikilvæg- ara er að mér líður stórkostlega, bæði andlega og líkamlega. Ég fann áður fyrr oft fyrir þreytu og sleni sem hefur vikið fyrir margfalt meiri orku og gleði sem eru frábær skipti. Ég er bara svo endalaust þakklát fyrir að hafa tileinkað mér þennan lífsstíl því ég veit ekki hversu oft ég hef reynt að hætta að borða sykur eða brauð og pasta og hreinlega gleymt því sama dag og ég byrja í átakinu. „Ég hefði aldrei trúað því“ Ljósmynd/Hildur Heimisdóttir Ótrúlegur árangur Erna Bryndís Einarsdóttir deil- ir hér reynslu sinni af ketó mataræði. Hún er af- skaplega ánægð og kveð- ur það henta sér vel. Þessi uppskrift er að sögn Gunnars Más algjör klassík enda ekki annað hægt þegar um er að ræða kremaða hvítlaukssósu, ferskt spínat og sólþurrkaða tómata. Kremaður tuscan-kjúklingur Fyrir 2 7 g af kolvetnum Aðferð: Hitaðu ofinn í 180° og blástur Hráefni: 350 g úrbeinuð kjúklingalæri eða kjúklingabringur 3 rif hvítlaukur, kraminn ½ haus blómkál, grjónað í matvinnsluvél eða rifið niður með rifjárni 1 poki ferskt spínat, grófsaxað 2 msk. sólþurrkaðir tómatar, saxaðir smátt 125 ml rjómi 2 msk. ferskur parmesan- ostur rifinn niður 1. Settu smjör eða olíu á heita pönnu og steiktu kjúk- lingalærin vel og kryddaðu þau með kryddi að eigin vali. Settu þau síðan í eldfast mót og hafðu í ofni í 10-15 mínútur. Fer eftir þykkt. Mæli með að skera bring- urnar langsum í tvennt ef þú ert að nota þær til að stytta eldunartímann. 2. Settu 1 msk. smjör á pönnuna og byrjaðu á að steikja hvít- laukinn í 30 sekúndur og bættu svo blómkálinu við. Steiktu það í 5 mínútur. Bættu þá spínatinu saman við ásamt tómötunum. 3. Bættu síðan rjómanum og ostinum við og leyfðu þessu að malla í 10 mínútur eða þar til kjúklingurinn er klár. Ef þetta er að þykkna of mikið bætirðu við smá vatni. Smakkaðu til með salti. 4. Bættu kjúklingnum aft- ur á pönnuna og berðu fram með fersku grænu salati.Ljósmynd/Hildur Heimisdótir Kremaður ketókjúk- lingur Kremaður kjúlli Þessi réttur er að sögn Gunnars al- gjörlega skotheldur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.