Morgunblaðið - 10.01.2019, Page 53
1 msk svartur pipar grófmalaður
1 msk reykt paprikuduft
1 msk chiliflögur
Öllu blandað saman.
Sætkartöflu- og appelsínumús
1 stór sæt kartafla
4 appelsínur
20 g smjörlíki
salt
Kartaflan flysjuð og skorin í litla
bita, safinn er kreistur úr appels-
ínunum og settur í pott með sætu
kartöflunni, það má bæta smá
vatni í pottinn svo að vökvinn fljóti
yfir. Soðið þar til kartöflurnar eru
orðnar mjög mjúkar. Þá eru þær
settar í blandara með helmingnum
af safanum sem eftir er og klípu af
smjörlíki. Blandað þar til slétt
áferð fæst. Smakkað til með salti.
Blómkálskúskús
½ haus blómkál
2 hausar blómkál (aðeins miðjan á
þeim fer í steikina, restina er gott að
nýta í kúskús eða mauk)
1 dl sítrónuolía
grænmetisrub – eftir þörfum.
Blómkálið skorið í u.þ.b. 1½ cm
þykkar sneiðar úr miðjum hausn-
um. Sítrónuolíu nuddað á það og
grænmetisrubi stráð yfir. Blómkál-
inu er síðan vakúmpakkað og eld-
að í sous vide á 72°C í 2 klst. Síðast
er það steikt á sjóðheitri pönnu til
að fá góða og fallega húð utan á
það.
(Ekki er nauðsynlegt að nota so-
us vide við blómkálið, einnig má
steikja það beint á pönnu og klára
í ofni á 180°C í um það bil 10 mín-
útur.)
Grænmetisrub
3 msk þurrkað óreganó
2 msk þurrkuð steinselja
2 msk þurrkað timían
2 msk flögusalt
½ pakki graslaukur
1 sítróna
8 msk stökkt kínóa
salt
Blómkálið annaðhvort rifið nið-
ur á grófu rifjárni eða skorið mjög
smátt, graslaukurinn einnig skor-
inn smátt. Þessu er blandað saman
ásamt stökka kínóanu, smátt rifn-
um berkinum af sítrónunni sem og
safanum. Smakkað til með salti
Spicy tómatsósa
300 g tómatsósa
1 msk chiliflögur
1 tsk sriracha-chilisósa
1 stk skallottlaukur
3 msk kóríander
salt
Laukur og kóríander skorinn
smátt. Næst er öllu blandað saman
og hrært vel, gott er að leyfa sós-
unni að standa í u.þ.b. tvo tíma áð-
ur en hún er notuð.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hægelduð blómkálssteik
Sjóðheitt blómkál
Blómkál er það allra
heitasta þessi dægrin og
ekki að ástæðulausu.
Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | Sími 551 3366 | Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 10-14
Misty
Shoulder cushion
Verð 1.950 kr.
Comfort bra
Stærðir S-XXL.
Verð 3.990 kr.
Nærbuxur
2 í pakka.
Stærðir S-XXL.
Verð 2.950 kr.
Comfort
straps
Verð 2.550 kr.
Púðar til að
setja hlýrana
inn í til að
dreifa álagi á öxlum og stamir svo
hlýrarnir síður af öxlunum.
Það eru fáir lunknari í eldhúsinu
en Aníta Ösp Ingólfsdóttir, yfir-
matreiðslumaður á Ríó Reykjavík,
en hér galdrar hún fram ómót-
stæðilega vegan-rétti fyrir lesendur
eins og henni einni er lagið. Vegan
er málið og á miðvikudögum verður
boðið upp á auka vegan-valkosti
sem ættu að gleðja sælkera þessa
lands.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Vandræðalega
gott vegan
Mögnuð hollusta Aníta Ösp Ingólfsdóttir,
matreiðslumeistari á Ríó Reykjavík fram-
reiðir frábæran mat og vegan-réttirnir
hennar eru í algjörum sérflokki.
Þessa dagana virðist meirihluti lands-
manna vera að taka mataræðið í gegn
eftir vel heppnað vellystingatímabil
yfir hátíðarnar. Ketóbókin selst eins
og heitar lummur en samkvæmt
heimildum Matarvefjarins rjúka
LKL-matarpakkar út hjá fyrir-
tækjum á borð við Einn, tveir og elda
sem sérhæfa sig í máltíðum sem
koma undirbúnar heim í hús og ein-
ungis þarf að elda.
„Það vill svo til að það er yfirleitt
auðvelt að matreiða lágkolvetna-
máltíðir og upp til hópa er þetta bara
venjulegur heimilismatur nema öllum
kartöflum, brauði og aukafyllingu er
sleppt. Það gerir það að verkum að
fólk er ekki að mikla þetta fyrir sér
og nær auðveldlega að halda sínu
striki,“ segir talsmaður Einn, tveir og
elda aðspurður um ástæður vinsæld-
anna.
Að hans sögn hefur lágkolvetna-
pakkinn aldrei selst jafn vel og al-
gengt sé að viðskiptavinir kaupi sér
þjónustuna viku eftir viku. Það er því
ljóst að þjóðin er að hugsa um heils-
una, enda sjálfsagt ekki vanþörf á, og
greinilegt að ketó- og lkl-mataræðið
er langvinsælast hér á landi.
Þægindi Vinsælt er að panta matarpakka sem þessa beint heim að dyrum.
Fjölskyldufólkið
velur LKL