Morgunblaðið - 10.01.2019, Blaðsíða 56
56 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2019
✝ Baldur Ey-þórsson fædd-
ist 8. ágúst 1940 á
Kolviðarhóli,
Ölfushreppi, Ár-
nessýslu. Hann
lést á líknardeild
Landspítalans 1.
janúar 2019.
Foreldrar hans
voru hjónin Eyþór
Ingibergsson, f.
1915, d. 1984, og
Þórdís Sveinbjörg Jónsdóttir,
f. 1914, d. 2001. Systkini Bald-
urs: Guðríður Karólína, f.
1942, d. 1980, Elsa, f. 1947,
Ingibjörg, f. 1952, og Árni Jón,
f. 1954.
Baldur kvæntist 16. janúar
1964 Jóhönnu Stefánsdóttur, f.
4. september 1936 í Sandgerði.
Börn þeirra eru 1) Stefán, f.
11. nóvember 1963, sonur hans
Pétur, f. 29. nóvember 1995, 2)
Þórdís, f. 22. mars 1967, og 3)
Ásdís, f. 24. júlí 1970.
Baldur ólst upp
í Hveragerði, hann
lauk stúdentsprófi
frá Menntaskól-
anum að Laugar-
vatni árið 1960,
fyrrihlutaprófi í
verkfræði frá Há-
skóla Íslands árið
1963 og prófi í
byggingarverk-
fræði frá Háskól-
anum í Þránd-
heimi í Noregi árið 1965.
Byggingarverkfræðingur hjá
Verkfræðistofu Braga Þor-
steinssonar og Eyvindar Valdi-
marssonar frá árinu 1965 til
starfsloka.
Baldur og Jóhanna bjuggu
lengst af á Seltjarnarnesi en
fluttu til Reykjavíkur fyrir
þremur árum.
Útför Baldurs fer fram frá
Grensáskirkju í dag, 10. janúar
2019, og hefst athöfnin
klukkan 13.
Við vorum systkinabörn,
hann Baldur frændi minn og ég.
Baldur frændi í Hveragerði.
Hann var órjúfanlegur hluti
æsku minnar og björtustu
bernskuminninga. Og það voru
ekki bara okkar minningar sem
tengdu okkur saman heldur ljúf-
sárar, en afar dýrmætar minn-
ingar foreldra okkar, Dísu móð-
ur hans og Ragnars föður míns
sem ung voru aðskilin frostavet-
urinn mikla 1918 þegar Dísa, þá
fjögurra ára, var send að Kol-
viðarhóli og faðir minn sex ára
að Minni-Borg í Grímsnesi.
Aldrei kom Dísa aftur heim í
hlýjan móðurfaðminn og Kolvið-
arhóll varð heimili hennar allt til
fullorðinsára. En Ingveldur
amma okkar baslaði í fátækt
sinni við að halda tengslunum
við litlu dótturina og faðir minn
minntist margra ferða þeirra
mæðginanna að Kolviðarhóli.
Allt þetta varð hluti af okkar
sameiginlega minningasjóði. Það
var svo á Kolviðarhóli sem hann
Baldur frændi minn fæddist árið
1940. Hveragerði varð svo þorp-
ið hans og þaðan á ég ótal minn-
ingar frá þeim systkinunum öll-
um. Oft paufuðumst við Baldur
og Kaja yfir hverasvæðið í
myrkrinu til þess að fara á bíó á
hótelinu eða skruppum í berja-
mó upp á Hamarinn, og mikið
dáðist ég að honum frænda mín-
um þegar hann fór á stökki yfir
allt túnið á Friðarstöðum, á
gæðingi frá Sæmundi. Hann
reyndist mér líka betri en eng-
inn þegar ég ætlaði að taka lán
fyrir bíl, nýskilin og efnalítil.
Faðir minn skrifaði aldrei upp á
víxil, það var hans prinsipp, en
þá var það Baldur sem bjargaði
henni frænku sinni.
Það var gott að koma á
Lindarbrautina til Baldurs og
Jóhönnu, betri konu er ekki
hægt að hugsa sér. Samband
þeirra Dísu frænku og Jóhönnu
var líka einstakt. Saman áttu
þau hjónin langt og gott líf og
margar ánægjustundir þegar
börnin voru lítil koma upp í
hugann. Þegar á ævina leið
fækkaði samverustundunum
eins og gengur en alltaf fór ég
hamingjusöm af þeirra fundum,
enda svo ótal margs að minnast.
Baldur var afar starfsamur
og allt lék í höndunum á honum.
Hann smíðaði, múraði, málaði,
lagði pípur og rafmagn, enda vel
„menntaður“ í öllu slíku frá Ey-
þóri föður sínum. Um það vitnar
bústaðurinn þeirra í Þrasta-
skógi. Samheldni fjölskyldunnar
var mikil og gleðigjafi þeirra
hjónanna var sonarsonurinn
Pétur, eina barnabarnið þeirra,
hann átti sér alltaf athvarf og
hvatningu hjá afa og ömmu. Í
starfi sínu sem verkfræðingur
var Baldur farsæll og traustur
og marga góða vini átti hann frá
menntaskólaárunum á Laugar-
vatni. Hann var hægur og yfir-
vegaður og skemmtilega kíminn.
Hann var mjög vel gefinn, vel
lesinn og ættfróður. Þegar ég
rannsakaði ævi Eiríks Hjartar-
sonar langlangafa okkar á
Rauðará sá ég alltaf Baldur
frænda fyrir mér, hávaxinn,
rauðbirkinn og starfsaman.
Þeim fækkar nú óðum sem við
deilum minningunum með,
þannig er lífsins gangur. Ég
sakna Baldurs frænda míns og
sé hann fyrir mér þeysa á stökki
inn í eilífðarlandið á vökrum
gæðingi og hver veit nema hann
ríði þar til móts við forföður
okkar Eirík Hjartarson. Ég
sendi Jóhönnu og börnum
þeirra og gleðigjafanum Pétri
innilegustu samúðarkveðjur og
munum að það sem við grátum
var gleði okkar.
Guðfinna Ragnarsdóttir.
Vorið 1960 útskrifuðust 20
glaðir stúdentar frá Mennta-
skólanum á Laugarvatni. Út-
skriftarferð þeirra var ekki til
útlanda eins og nú tíðkast held-
ur vikulöng ferð norður og aust-
ur um land í frábæru veðri með
hámarki í Atlavík í 25° hita.
Þessi bekkur sem var talinn
með mjög ólíka einstaklinga hef-
ur haldið mjög vel saman. Smá
saman hefur þó fækkað í hópn-
um og nú kveðjum við einn okk-
ar besta félaga, Baldur Eyþórs-
son, sem ávallt hefur reynst
traustur og góður félagi í öllu
því sem bekkjarfélagarnir hafa
tekið sér fyrir hendur. Hann var
ávallt tillögugóður í öllum mál-
um.
Fyrir nokkrum árum fóru sjö
bekkjarfélagar ásamt mökum til
Búdapest og nutum við þá
ánægjulegra samvista við Bald-
ur og Jóhönnu konu hans.
Ferðin reyndist öllum eins og
önnur útskriftarferð.
Ávallt þegar Baldur hitti
skólasystkini sín var eins og síð-
ast hefði verið kvatt í gær. Hans
verður sárt saknað á samfund-
um félaganna.
Bekkjarfélagarnir og við
hjónin sendum innilegar sam-
úðarkveðjur til Jóhönnu og fjöl-
skyldu.
Fyrir hönd stúdenta frá ML
1960,
Valdimar Brynjólfsson.
Fallinn er frá Baldur Eyþórs-
son eftir stutta og snarpa bar-
áttu við krabbamein. Hann gift-
ist Jóhönnu móðursystur minni í
janúar 1964, rúmu ári áður en
hann lauk verkfræðinámi í
Þrándheimi. Heimkominn hóf
hann störf á Verkfræðistofu
Braga og Eyvindar þar sem
hann starfaði uns hann fór á eft-
irlaun, og sem meðeigandi hin
síðari ár.
Fyrir utan sína föstu vinnu
var hann einstaklega afkasta-
mikill í frístundum, teiknaði og
byggði nánast með eigin hendi
glæsilegt einbýlishús við
Lindarbraut. Aðstoðaði mág-
konu sína og svila við byggingu
sumarhúss í Trostansfirði, sem
hann teiknaði einnig.
Svo fyrir um 15 árum keyptu
þau hjón sér sumarbústað í
Grímsnesinu þar sem hann undi
sér við breytingar og stækkun
þess hin síðari ár. Hann þreytt-
ist aldrei á að vinna í garðinum
við bústaðinn, reyna fyrir sér
með ræktun og er árangur þess
eftirtektarverður. Þar dvöldu
þau oftast samfellt yfir sumarið
en eyddu einnig frítíma sínum
að vetri eftir því sem færi gafst.
Baldur var einnig ákaflega
bókhneigður, las mikið og minn-
umst við þess sérstaklega
hversu margar bækur þau fengu
um hver jól, yfirleitt fagur-
bókmenntir og ævisögur. Þrátt
fyrir mörg áhugamál, eins og að
framan greinir, hafði hann ætíð
tíma og getu til að aðstoða aðra
í fjölskyldunni, var einstaklega
hjálpsamur og bóngóður. Þegar
litið er yfir farinn veg er sýnt að
fáir hafa afkastað jafn miklu og
hann á lífsleiðinni.
Við þökkum Baldri fyrir góð
og löng viðkynni og kveðjum
hann með söknuði. Megi minn-
ing hans lifa um aldur og ævi.
Þórunn og Finnur Torfi.
Baldur
Eyþórsson
✝ Ingibjörg Þor-steinsdóttir
fæddist í Blikalóni
á Melrakkasléttu
10. nóvember 1937.
Hún lést á líknar-
deild í Kópavogi
31. desember 2018.
Foreldrar Ingi-
bjargar voru hjón-
in Þorsteinn Magn-
ússon bóndi í
Blikalóni, f. 22.9.
1897, d. 7.4. 1977, og Margrét
Eiríksdóttir frá Rifi, húsmóðir í
Blikalóni, f. 28.11. 1908, d.
20.10. 1992. Systkini: Ester,
samfeðra, f. 17.2. 1922, d. 15.3.
1996, maki Þorgeir Jónsson, f.
24.3. 1916, d. 16.3. 2003.
Magnús, f. 26.4. 1933, d. 5.2.
2004. Sigmar, f. 21.5. 1935,
maki Þorbjörg Jónatansdóttir,
f. 24.10. 1930. Eiríkur, f. 11.10.
1938, d. 4.8. 2012, maki Þor-
Sambýliskona Júlíanna Lára
Steingrímsdóttir. 2) Margrét, f.
18.8. 1963. Maki Pálmi Jónsson.
Þeirra börn: a) Ingibjörg, f.
6.11. 1990. Sambýlismaður
Björgvin Þór Sigurólason. b)
Jón Helgi, f. 10.7. 1998. Börn
Pálma: i) Bjarni Víðir, f. 29.4.
1981. Hans börn eru Helga
Lilja, Karen Margrét, Pálmi
Víðir og Freyr Henry. Sam-
býliskona Brynja Dís Guð-
mundsdóttir. ii) Inga Dís, f.
12.9. 1984. Sambýlismaður Guð-
mundur Steinn Sigurðsson.
Þeirra börn eru Bjarki Hrafn
og Hildur Arna.
Ingibjörg ólst upp í Blikalóni
og átti þar sitt heimili til full-
orðinsára. Hún flutti með manni
sínum til Raufarhafnar árið
1960. Þar bjuggu þau næstu 39
árin. Ingibjörg vann ýmis störf
á Raufarhöfn en lengst vann
hún við útibú Landsbanka Ís-
lands. Árið 1999 fluttu þau hjón
til Hafnarfjarðar. Þar starfaði
Ingibjörg á Sólvangi í Hafnar-
firði til starfsloka.
Ingibjörg verður jarðsungin
frá Hafnarfjarðarkirkju í dag,
10. janúar 2019, klukkan 13.
björg Karólína
Snorradóttir, f.
2.10. 1940, d. 12.6.
1987. Grétar, f.
31.1. 1948. Þor-
björg Sigríður, f.
6.10. 1953, maki
Árni Stefán Guðna-
son, f. 28.10. 1950.
Hinn 1. október
1960 giftist Ingi-
björg Jóhanni
Kristinssyni frá
Nýhöfn á Melrakkasléttu. f.
30.3. 1929, d. 26.4. 2016. Þeirra
börn eru: 1) Eiríkur, f. 2.6. 1960.
Maki Sigríður Helga Olgeirs-
dóttir. Þeirra börn: a) Fanney
Margrét, f. 6.11. 1994, sambýlis-
maður Egill Moran Rubner
Friðriksson. b) Sóley Sara, f.
9.7. 1996. Sonur Sigríðar Helgu
er Helgi Þór Harðarson, f. 13.5.
1979. Hans börn eru Hregg-
viður Dýri og Hekla Dýrleif.
Kúrt saman upp í rúmi í
Grænuási þar sem þú blíðlega
segir alls konar sögur af fuglun-
um, litlu ungunum, og ævintýr-
um þeirra.
Kríuunginn, æðarunginn,
maríuerlan og stelkurinn, lóan,
spóinn og allir hinir. Allir fá þeir
að vera með, kríu- og æðar-
unginn þó að sjálfsögðu í aðal-
hlutverkum.
Það er þér eðlislægt að segja
sögur af fuglunum og umhverfi
þeirra, einlæg gleði og hlýja
streymir frá þér.
Að lokum lognast ég út af, ró-
andi röddin leiðir mig inn í
draumalandið.
Þessi minning er föst í huga
mér, þessi minning samofin við
minningu mína af þér.
Þetta ert þú, rólegheitin, ljúf
og blíð.
– – –
Allar sviðsmyndir framtíðar-
innar höfðu þig að geyma.
Ég hélt alltaf að við myndum
fá að hafa þig lengur hjá okkur,
miklu lengur.
En þrátt fyrir staðreyndina
um hverfulleika lífsins þá er mér
nú þakklæti efst í huga.
Ég er þakklát fyrir að hafa
fengið að eiga þig að, fyrir að
hafa fengið að njóta hlýju þinnar.
Þakklát fyrir þau gildi sem þú
og afi stóðuð fyrir í verki með
samheldni ykkar, kærleika og
ást.
Takk fyrir allt,
hinsta kveðja frá nöfnu þinni.
Ingibjörg Pálmadóttir.
Í örfáum orðum langar mig að
minnast systur minnar Ingi-
bjargar Þorsteinsdóttur frá
Blikalóni.
Inga systir mín var 16 ára
þegar ég fæddist, glæsileg ung
dama. Hún var á vertíð í Eyjum
og síðar á Húsmæðraskólanum á
Varmalandi, þaðan kom hún með
alls konar nýjungar í matargerð
sem nýttust vel. Einnig nam hún
fatasaum, sem kom sér vel, var
hún mikil og góð saumakona.
Hún hafði líka mikinn áhuga á
allri handavinnu alveg frá því að
hún var lítil, saumaði hún föt á
dúkkurnar sínar. Hún vandaði
allt sem hún gerði. Systir mín
var alltaf vel til höfð hvort heldur
hún var að fara í síld eða á
mannamót, var gert grín að því
og sagt hún færi ekki út á snúrur
nema að púðra sig og varalita.
1960 giftist Inga Jóhanni
Kristinssyni frá Nýhöfn, hófu
þau búskap á Raufarhöfn og
fljótlega byggðu þau sér húsið
Hraungerði. Alltaf var gott að
koma í Hraungerði í mat eða til
að láta sauma á sig flík. Alltaf
var hún jafn hlý og góð við mig
og mína fjölskyldu. Börnum mín-
um þótti ekki leiðinlegt að heim-
sækja „Hraunga og Uggu“ eins
og þau kölluðu þau Jóhann og
Ingu. Í Hraungerði bjuggu þau
þar allt til 1999 er þau fluttu til
Hafnarfjarðar.
Á hverju vori leitaði hugurinn
heim í Blikalón á æskustöðvarn-
ar, að fylgjast með farfuglunum
að koma, heyra álftirnar kvaka á
lónunum og ganga um Æðar-
varpið merkja við hreiður og
taka dún.
Margar ferðir vorum við syst-
ur búnar að fara í eyjuna, kom-
ast á „Pólinn“ og fá hreina
sjávarloftið í lungun, síðan fara
heim í bæ og setja glænýjan sil-
ung í pott og snæða með kart-
öflum og smjöri, það fannst okk-
ur best.
Ekki voru haustferðir okkar
norður síðri, fara í berjamó, taka
upp kartöflur og veiða silung og
nú seinni ár að fara á fjórhjólinu
út í eyju út á „Pól“ sem var okkar
uppáhaldsstaður, við fórum okk-
ar síðustu ferð á „Pólinn“ núna í
haust.
Inga systir mín fór aldrei
mjög hratt yfir heldur rölti þetta
og gaf sér góðan tíma en alltaf
komst hún það sem hún ætlaði
sér. Man ég þegar þau Jóhann
heimsóttu okkur á Hóla í eitt
skiptið, langaði hana að fara upp
Gvendarskál í Hólabyrðu, er það
nokkur fjallganga allt á fótinn
frá hlaði á Hólum. Við lögðum af
stað með nesti í bakpoka og
gengum í Gvendarskál þótt ferð-
in sæktist seint, segja má um
Ingu að „kemst þó hægt fari“.
Allar minningar um Ingu
systur mína eru góðar, mun ég
sakna hennar mjög mikið. Eitt
er víst að það verður tómlegt á
varptímanum í Blikalóni í vor.
Kæra systir takk fyrir allar
stundirnar sem við áttum saman.
Hvíl þú í friði.
Kæru Eiríkur, Margrét og
fjölskyldur, við Árni vottum
ykkur innilega samúð okkar.
Guð geymi ykkur.
Sigga systir.
Þorbjörg S. Þorsteinsdóttir.
Inga hans Jóa, eins og við í
Miðtúni kölluðum hana, er látin
eftir stutta sjúkrahúslegu. Ég
náði að kveðja hana með þeim
orðum að hún þyrfti ekki að
kvíða vistaskiptum, jafn góð
manneskja og hún væri, og að
Jói og fleiri Sléttungar tækju á
móti henni með reyktum Blika-
lónssilungi og öðru góðgæti.
Taldi hún að það gæti orðið
skemmtilegt samkvæmi, brosti
og bað fyrir kveðjur.
Ég var líklega tíu ára á leið í
grasamó með mömmu og ömmu
og einhverjum fleirum; vorum á
hestum og þær mæðgur drógust
aftur úr – viljandi. Ég sömuleiðis
og varð ein eyru. Þá heyrði ég
ekki betur en að Jóhann – Jói
móðurbróður minn – væri orðinn
skotinn í Ingu í Blikalóni. Heldur
en ekki spennandi leyndarmál og
sagði engum. Þau urðu svo kær-
ustupar, giftu sig og stofnuðu
heimili í Glaumbæ á Raufarhöfn
en byggðu skömmu síðar ein-
býlishús enda uppgangur mikill
á staðnum og næg vinna. Jói
stjórnaði vélaverkstæði Síldar-
verksmiðju ríkisins næstu 50 ár-
in eða svo. Inga var heimavinn-
andi meðan börnin uxu úr grasi
en stundaði einnig aðra vinnu
sem til féll, m.a. í nokkur ár í
útibúi Landsbankans þar á
staðnum.
Oft var komið við hjá Jóa og
Ingu og í barnsminni er fallegi
nýi buffetskápurinn þeirra – ljós
og stíflakkaður með glerhurðum.
Mamma og Jói voru systkini og
milli þeirra sterkur strengur.
Þau skiptust á jólagjöfum, Jói
hafði mynd af Helgu systur sinni
við rúmið sitt og eftir að amma
dó, yfirfærðist mömmunafnið á
systur hans í Miðtúni. Jói og
Inga komu oft í Miðtún; í berja-
mó, eða komu með besta silung í
heimi eða bara til að líta við og
rækta elskulegheit. Mamma og
Inga voru báðar húsmæðra-
skólagengnar – mamma frá
Laugum og Inga frá Varma-
landi. Báðar einstakar hann-
yrðakonur og leituðu ráða hvor
hjá annarri, skiptust á munstr-
um og sniðum og öðru slíku sem
ég kann ekki að nefna.
Inga og Jói undu hag sínum
vel á Raufarhöfn enda skammt á
heimaslóðir þeirra beggja; Ný-
höfn, vestast á Sléttunni og
Blikalón á miðri leið. Þaðan var
Þorsteinn faðir Ingu en mamma
hennar Margrét frá næsta bæ,
Rifi. Blikalón er mikil hlunninda-
jörð, nefni aðeins mikinn reka,
eldrauðan og feitan silung í Lón-
unum og æðarvarp í stærra lagi.
Síldin hvarf, verksmiðjan rifin
og börn og barnabörn búsett
syðra: Eiríkur sóknarprestur í
Hruna og Margrét ferðamála-
fræðingur í fullu starfi. Jói og
Inga fluttu til Hafnarfjarðar og
komu sér þar vel fyrir.
Er vora fór varð Inga friðlaus,
vildi norður í miðnætursólina og
varpið í Blikalóni, ættaróðalið
sem er eins og flestar jarðir
Sléttunnar vel við haldið og vin-
sælt brottfluttum. Þar naut Inga
sín og hlóð batteríin; hlúði að
hreiðrum, hirti dún og hreinsaði.
Í senn yndisleg útivera en jafn-
framt mikil og oft óþrifaleg
vinna.
Við ritun Sléttungu leitaði ég
til Ingu, sem þekkti örnefni,
mundi sögur og fróðleik sem var
að týnast. Hún er fjórði heim-
ildarmaðurinn sem látinn er frá
því að ritið kom út.
Miðtúnsfjölskyldan öll vottar
Eiríki, Margréti og fjölskyldum
þeirra einlæga samúð og Inga er
kvödd með þakklæti fyrir frænd-
semi og vináttu og með óskum
um blessun Guðs.
Níels Árni Lund.
Ingibjörg
Þorsteinsdóttir
Veist þú hvert eignir þínar renna eftir þinn dag?
Kynntu þér málið á heimasíðu okkar, www.útför.is.
Þar getur þú m.a. sett inn þínar forsendur
í reiknivél. Við aðstoðum þig við gerð
erfðaskrár, kaupmála og við dánarbússkipti.
Katla Þorsteinsdóttir,
lögfræðingur
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
Vesturhlíð 9, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is