Morgunblaðið - 10.01.2019, Síða 58
58 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2019
✝ SigurðurBjörnsson
fæddist í Kaup-
mannahöfn 22.
nóvember 1938.
Hann lést á líknar-
deild Landspítal-
ans í Kópavogi 29.
desember 2018.
Foreldrar hans
voru hjónin Sól-
veig Sigurbjörns-
dóttir húsfreyja, f.
1911, d. 2005, og Björn Sig-
urðsson læknir, f. 1911, d.
1963. Systkini hans: Gróa, f.
1937, d. 2017, Elín Þórdís, f.
1945, d. 2004, og Sigurbjörn, f.
1953.
Eiginkona hans er Ásdís
Magnúsdóttir læknaritari, f.
1949. Synir þeirra: Björn Darri
kerfisfræðingur, f. 1975, og
Magnús Harri hjúkrunarfræð-
ingur, f. 1983.
Dóttir hans: Ásdís
Mist, f. 2008, móðir
hennar er Margrét
Pétursdóttir, f.
1983.
Sigurður lauk
stúdentsprófi frá
MR 1957 og cand.
med. frá Háskóla
Íslands 1963. Hann
stundaði sérfræði-
nám í Bandaríkj-
unum á árunum 1965-1971. Frá
1971-2008 starfaði hann sem
sérfræðingur í lyflækningum
og meltingarsjúkdómum á
Borgarspítalanum. Jafnframt
starfandi sérfræðingur á stofu í
Reykjavík á árunum 1972-2014.
Útför Sigurðar fer fram frá
Hallgrímskirkju í dag, 9. jan-
úar 2019, og hefst athöfnin
klukkan 15.
Það er ekki sársaukalaust að
kveðja góðan vin og frænda.
Mér er minnisstætt þegar ég
dvaldi sumarlangt hjá Sigga og
fjölskyldu á Hvammstanga
1943. Hvammstangi var í þá
daga lítið sjávarþorp og þar var
margt forvitnilegt fyrir unga
drengi að skoða og upplifa. Við
höfum til að mynda oft rifjað
upp atburðinn þegar stóra
mannýga nautið elti okkur. Á
síðustu stundu tókst okkar að
klöngrast yfir gaddavírsgirð-
ingu og forða okkur. Einnig
minnist ég þess þegar komið
var með mjólk á stórum brúsa á
kvöldin til heimilisins. Einn
morguninn stálumst við Siggi
og Góaló systir hans til að veiða
rjómann ofan af brúsanum, því-
líkt lostæti.
Í lok seinni heimsstyrjaldar
flutti fjölskylda Sigga til Kefla-
víkur. Strákarnir í götunni léku
oft fótbolta saman. Þá naut
Siggi sín vel því hann var mjög
kappsamur og góður í bolt-
anum. Siggi var líka mjög
músíkalskur. Um hverja helgi
kom hann með rútunni til
Reykjavíkur til að sækja píanó-
tíma hjá Urbancic sem bjó á
Hringbrautinni. Eftir tíma hitt-
umst við oft heima hjá okkur
Tryggva bróður á Reynimeln-
um.
Siggi var góður námsmaður
og fljótlega var hann ákveðinn í
að læra til læknis, annað kom
ekki til greina. Það kom sér vel
fyrir hann hvað hann var ein-
beittur og setti sér ávallt skýr
markmið. Þegar hann var við
nám í Háskólanum lést Björn
faðir hans frá konu og fjórum
börnum. Þá flutti fjölskyldan á
Seltjarnarnes, skammt frá
heimili okkar hjóna. Oft fórum
við í göngutúra á kvöldin og
gjarnan Tryggvi bróðir með.
Oftast enduðum við gönguna
með tesopa og meðlæti hjá okk-
ur Lullu konunni minni.
Það var ánægjulegt að fylgj-
ast með hvað honum gekk vel í
náminu. Oft ræddum við um það
sem hann hafði verið að lesa og
um nýjungar í læknisfræðinni.
Eitt sinn tók hann mig með sér
á sjúkrahúsið og fræddi mig um
starfið þar. Sú ferð er mér
ávallt eftirminnileg.
Að loknu námi hérlendis hélt
hann til framhaldsnáms í
Bandaríkjunum og öll skólaárin
hans vorum við í bréfasam-
bandi.
Þegar Siggi kom heim frá
námi hóf hann störf hjá Borgar-
spítalanum. Það var gott að
geta leitað til hans því hann var
bæði ráðagóður og hjálpsamur.
Siggi var mjög góður vinur
og féll aldrei skuggi á vinskap
okkar. Hann var bæði trygg-
lyndur og orðvar en gat stund-
um verið hlédrægur.
Siggi átti mörg áhugamál fyr-
ir utan starfið. Ferðalög, útivist
og sund stundaði hann alla ævi
og í mörg ár ferðaðist hann með
Ferðafélagi Íslands vítt og
breitt um landið. Margar
skemmtilegar ferðir fórum við
frændsystkinin saman, oft leigð-
um við okkur bústað, stundum
fórum við í dagsferðir og þá var
jafnan gengið mikið. Þá kom
fyrir að við fórum á gönguskíði.
Siggi naut sín vel meðal vina,
var hrókur alls fagnaðar og
mjög hláturmildur. Fjölskyldur
okkar hafa átt sumarbústaði á
sama landi í Kjósinni í áratugi.
Þau hjónin höfðu yndi af að
sækja tónleika og nú seinni árin
hafa þau ferðast mikið á fjar-
lægar slóðir.
Ég kveð nú góðan vin og
frænda með miklum söknuði.
Við hjónin vottum Ásdísi,
Birni Darra og Magnúsi Harra
okkar dýpstu samúð.
Garðar Ólafsson.
Látinn er Sigurður Björns-
son, frændi minn, nafni og vin-
ur, eftir erfið veikindi. Hann var
sonur Sólveigar Sigurbjörns-
dóttur og Björns Sigurðssonar
læknis. Þeir Björn og Sigurjón
faðir minn voru synir þeirra
Snjólaugar Sigurjónsdóttur og
Sigurðar Björnssonar bruna-
málastjóra í Reykjavík og áttu
þeir fjórar alsystur og eina hálf-
systur. Eftir Sigurði afa vorum
við skírðir, Sigurður S. Magnús-
son, Sigurður Björnsson og ég.
Innan stórfjölskyldu okkar voru
sterk fjölskyldu- og vinabönd.
Glaðværð, væntumþykja, sam-
staða og traust vinátta entist
okkur allt lífið. Björn faðir Sig-
urðar féll frá langt um aldur
fram og skildi eftir stórt skarð í
fjölskyldunni. Björn var lengst
af læknir í Keflavík og þangað
voru farnar ófáar ferðir á glæsi-
legt heimili þeirra Lóló.
Við nafnarnir áttum samleið
er ég var 7 ára og hann 14 ára.
Fórum við þá í sveit á stórbýli
hjá óskyldum aðilum. Líklegast
var ég sendur í sveitina til að
draga úr álagi heima fyrir en
frændi sjálfsagt til að stæla sig
við líkamlega vinnu. Siggi átti
að passa litla frænda, sem
reyndist auðvitað hægara sagt
en gert. Smábarnið varð gagn-
tekið af heimþrá. Mikil vinnu-
semi var á bænum og öllum
stórum og smáum gert að vinna.
Mér var lögð til skraffla, sem
var Esso-olíudós með steinvöl-
um í, til að reka hross úr slétt-
unni, látinn reka kýr, drepa fýl
með priki og burðast með kaffi
á engi í glerflöskum í ullar-
sokkum. Frændi sýndi dug og
djörfung með orf og ljá um víð-
an völl og lét sig hafa allt þetta
puð. Ég minnist þess ennþá, er
ég kom eitt sinn til Sigga út á
teig og reyndi að fá hann til að
strjúka með mér af bænum.
Hafði heyrt af slíku úrræði. Það
varð visst áfall þegar það gekk
ekki eftir, en hann beitti mig
fortölum til að duga lengur í
sveitinni. Sigurður Björnsson
var drengur góður og víðs fjarri
honum að hlaupa af sinni vakt
með pjakkinum frænda sínum.
Það gerði hann aldrei í sínu lífi.
Sigurður fetaði í fótspor föður
síns og nam læknisfræði. Varð
hann þaulmenntaður á sínu
sviði. Velvild hans og ræktar-
semi kom vel fram í lífsstarfinu
en sannarlega er það ekki öllum
gefið að stunda líknarstörf.
Í einkalífinu var Sigurður
mikill gæfumaður. Þau Ásdís
voru mikið útivistarfólk og nutu
þess að ferðast hérlendis og er-
lendis. Veikur fór hann nú síð-
ast til Þýskalands með Ásdísi í
fyrra og allri fjölskyldu sinni í
afmælisferð til Skotlands í
nóvember síðastliðnum. Þar
áttu þau góðar stundir. Tíminn
líður hratt og allir eru upptekn-
ir af sínu lífshlutverki, sem eðli-
legt er. Áttatíu ár eru mörg ár
en ekki endilega hár aldur, er
ekkert þykir sjálfsagðara en að
verða hundrað ára. Að fá að lifa
hamingjusamlega og við góða
heilsu er þó það dýrmætasta í
lífi hvers manns. Þess naut Sig-
urður til síðustu ára. Við leiðar-
lok er þess saknað að hafa ekki
hitt miklu oftar góða vini sína
og frændfólk, sérstaklega þegar
maður áttar sig á því hversu
langt er síðan maður var bara 7
ára. Farðu vel, góði frændi og
vinur, og megi Guð blessa þig,
Ásdísir þínar tvær og drengina.
Sigurður Sigurjónsson.
Sigurður
Björnsson
✝ Ágúst HalldórElíasson fædd-
ist 29. janúar 1931
á Seyðisfirði. Hann
lést á Landspítal-
anum 10. nóv-
ember 2018.
Foreldrar hans
voru Elías Hall-
dórsson, forstjóri
Fiskveiðisjóðs Ís-
lands, f. 4. maí
1901, d. 31. júlí
1991, og Eva Pálmadóttir hús-
móðir, f. 8. maí 1904, d. 19.
nóvember 1993. Systur hans
voru Erla, f. 8. apríl 1925, d. 31.
maí 2010, og Halldóra, f. 6. júní
1927, d. 30. september 2005,
maki Sveinn H. Ragnarsson, og
er sonur þeirra Sveinn Andri
Sveinsson, f. 16. ágúst 1964.
Hinn 4. október 1958 kvænt-
ist Ágúst Elsu Vestmann
Stefánsdóttur, f. 30. mars 1940.
Þau skildu. Börn Ágústar og
Elsu eru: 1) Anna Steinunn, f.
26. mars 1959, d. 23. ágúst
2012, maki Kjartan Bjarg-
mundsson. Börn þeirra eru Elsa
Vestmann, f. 4. febrúar 1991,
Bjargmundur Ingi, f. 14. apríl
1992, og Ingibjörg, f. 16. júní
1994. 2) Einar Ingi,
f. 25. maí 1960.
Fyrrverandi sam-
býliskona er Lísa
Ann Hartranft,
dóttir þeirra er
Sóley, f. 27. ágúst
1986, barnsfaðir
Dominic White,
sonur þeirra er
Mikael White, f. 6.
október 2010.
Eiginkona Einars
er Ásta Margrét Guðlaugs-
dóttir. Börn þeirra eru Guð-
laugur Þór, f. 22. desember
1992, Ingibjörg Eva, f. 9. des-
ember 1996, og Einar Ágúst, f.
22. júlí 1998. 3) Elías Halldór, f.
9. maí 1963. Fyrrverandi sam-
býliskonur hans eru: Vala S.
Valdimarsdóttir, dóttir þeirra
er Erla, f. 6. júní 1984, sam-
býlismaður Finnur G. Olguson,
sonur þeirra er Snjólfur, f. 16.
janúar 2018; Ingibjörg G.
Sverrisdóttir, sonur þeirra er
Ágúst Halldór, f. 25. maí 1994.
Fyrrverandi eiginkona Elíasar
er Eyrún Eiríksdóttir, dóttir
þeirra er Brynhildur Vestmann,
f. 14. janúar 1999. Eiginkona
Elíasar er Kristín Vilhjálms-
dóttir, sonur þeirra er Vil-
hjálmur Stefán, f. 23. ágúst
2011. 4) Eva, f. 26. júlí 1967.
Ágúst útskrifaðist frá Iðn-
skólanum 1951, lauk sveinsprófi
í rafvirkjun 1953 og prófi í raf-
magnstæknifræði frá Tækni-
skólanum í Ósló 1956. Sama ár
hóf hann störf sem tæknifræð-
ingur hjá RARIK. 1964-1965 lá
leiðin aftur til Óslóar þar sem
Ágúst stundaði nám í rekstrar-
fræðum. 1965 réð hann sig til
Vinnuveitendasambands Ís-
lands, sat þar lengi í samninga-
nefndum og tók þátt í innleið-
ingu ábataskiptakerfa í fisk-
vinnslu á Íslandi. Ágúst starfaði
hjá VSÍ til 1969 og aftur frá
1971-1986 en 1970-1971 var
hann forstöðumaður Samfrosts
í Vestmannaeyjum. Frá 1986
var hann framkvæmdastjóri
Samtaka fiskvinnslustöðva.
Ágúst sat í sambandsstjórn VSÍ,
stjórn Fiskifélags Íslands, full-
trúaráði Samtaka atvinnulífs-
ins, gegndi formennsku í
Hagræðingarfélagi Íslands og
Landsmennt og sinnti fræðslu
um vinnustaðaöryggi í dag-
blöðum og sjónvarpi. Hann var
djassáhugamaður og trompet-
leikari, hélt úti einu dixieland-
sveit landsins um skeið á ní-
unda áratugnum, kom að
stofnun Jazzhátíðar og sat í
stjórn Jazzklúbbs Reykjavíkur.
Útför Ágústar hefur farið
fram í kyrrþey að hans ósk.
Kók í glasi, kapall á tölvuskjá
og daufur ilmur af vindlareyk í
lofti. Það var alltaf gott að koma
í Mávahlíðina til afa Ágústar.
Hann var traustur, hlýr og góð-
ur heim að sækja. Flestar minn-
ingar mínar um hann eru úr
Mávahlíðinni; þær elstu næstum
jafngamlar mér sjálfri en þær
nýlegustu svo nýjar að mér
finnst skrýtið og erfitt til þess
að hugsa að íbúðin standi nú
mannlaus og að nærvera afa
míns þar verði hér eftir aðeins
raunveruleg í huga okkar sem
þekktum hann.
Afa var ýmislegt til lista lagt,
til dæmis að spila á trompet og
taka góðar ljósmyndir. Þegar ég
skoða gömul myndaalbúm dett-
ur mér í hug að hann hafi
kannski alltaf kunnað því betur
að vera ljósmyndarinn en mynd-
efnið. Að minnsta kosti var hann
ekki mikið gefinn fyrir sviðsljós
eða það að vera miðpunktur at-
hyglinnar, en honum lét vel að
veita öðrum athygli.
Nú finn ég til sorgar í bland
við létti og þakklæti. Létti yfir
að þessi síðasti spölur hafi ekki
dregist frekar á langinn en
raunin varð, því ég veit að það
hefði afi síst af öllu viljað. Það
er skrýtin tilhugsun að ellefu
mánaða sonur minn muni ekki
kynnast afa Ágústi og aðeins
þekkja hann af brotum sem rað-
ast handahófskennt saman í
skuggsjá frásagna og ljós-
mynda, en ég er þakklát fyrir
fallegar minningar um hann í
fangi langafa síns. Þakklát fyrir
allar góðar minningar um góðan
afa og allt það sem áfram mun
minna mig á hann. Hvíldu í friði,
elsku afi.
Þín sonardóttir,
Erla.
Ágúst Halldór
Elíasson
✝ Tryggvi Aðal-steinsson fædd-
ist í Hafnarfirði
11. febrúar 1947.
Hann lést á líknar-
deild Landspítal-
ans 19. desember
2018.
Foreldrar hans
voru hjónin Jónína
Þóroddsdóttir frá
Víkurgerði í Fá-
skrúðsfirði og
Aðalsteinn Tryggvason frá
Búðum.
Tryggvi átti fjögur systkini
sem komust til fullorðinsára
en öll eru nú
látin.
Tryggvi var
sjómaður frá
blautu barnsbeini,
verkaglaður og
verkahraður í
hvívetna og þótti
rúm hans vel
skipað. Hann
missti heilsuna
alltof snemma en
vann samt það
sem hann réð við og til féll.
Tryggvi var jarðsunginn í
kyrrþey 2. janúar frá Fríkirkj-
unni í Hafnarfirði.
Hann Tryggvi, systursonur
Hönnu konu minnar, er látinn
eftir harða og langa baráttu við
krabbamein, þá baráttu háði
hann af karlmennsku og fengu
fáir að vita í hug hans í þeim
óvægna slag. Hann Tryggvi var
einn þeirra hljóðlátu manna er
gengu hér um götur lífsins, ein-
lægur drengur, óáreitinn, sam-
vizkusamur og kunni sannar-
lega vel til verka. Þessi hógláti
drengur var með afbrigðum
barngóður, börnin fundu
hversu hlýtt og gjöfult hjarta
hann átti, þar kom til einnig
einstök gjafmildi hans, þar var
Tryggvi í essinu sínu, maður
sem öllum vildi gott gjöra, ef
hann mögulega gat og vel það.
Sjórinn var hans starfsvett-
vangur allt frá unglingsárum
og þar var aldrei slakað á,
hörkuduglegur og velvirkur að
sögn þeirra er áttu með honum
samleið þar. Hann var mein-
fyndinn og kunni vel að koma
fyrir sig orði, en fálátur ann-
ars. Tryggvi átti til hins ágæt-
asta fólks að telja í báðar ættir
og naut móður sinnar og um-
hyggju hennar alveg sérstak-
lega, enda ekki í kot vísað hjá
henni Jónínu, afbragðskonu að
allri gerð, sem féll frá á bezta
aldri og var treguð af öllum,
ekki sízt Tryggva. Það voru
býsna margir sem lögðu honum
Tryggva lið, en fjarri honum öll
vorkunnsemi í hvívetna.
Tryggvi hafði yndi af góðri og
fjörugri músík og á árum áður
þótti hann mikill og góður
dansari. Hann var alla tíð ein-
lægur vinstrimaður, skoðana-
fastur vel.
Við leiðarlok kveður Hanna
mín, móðursystir hans, sinn
kæra frænda og þakkar fyrir
margar góðar stundir í hans
samfylgd fyrr og síðar. Það ber
líka sérstaklega að þakka henni
Allýju, Aðalheiði systurdóttur
hans, sem lagði sig fram um að
gera honum Tryggva lífið bæri-
legra, hún á þar skilið ómælda
þökk frá frænku sinni. Ég nefni
Árna vin hans sem gerði svo
margt ágætt fyrir Tryggva,
ekki sízt í veikindum hans, til
dæmis með daglegum heim-
sóknum á spítalann. Tryggvi
minn hefði sjálfsagt ekki viljað
nein kveðjuorð um sig en hann
átti lífsgöngu mikilla starfa,
þeirra starfa sem hafa gert okk-
ur kleift að búa svo vel hér í
landi okkar, þar hafa nefnilega
sjómannsstörfin verið hvað dýr-
mætust.
Ég kveð þennan vaska vin
minn, sjómanninn dygga og
dáðríka með sitt hlýja hjarta, í
þökk fyrir kynni kær alla tíð.
Blessuð veri minning hans.
Helgi Seljan.
Tryggvi
Aðalsteinsson
Elsku Dóri
minn, mikið var
sárt að heyra af
ótímabæru andláti þínu.
Okkar kynni hófust fyrir
rúmlega 20 árum og gleymist
aldrei sá vinskapur. Ógleyman-
legar eru stundirnar sem við
áttum á Fálkagötunni og í
Garðastrætinu. Þar voru ítrek-
að öll heimsins vandamál leyst
með aðstoð frá góðum vinum
eins og Ómari bróður mínum
og Gunnhildi vinkonu minni.
Við urðum teymi sem fannst
ekkert skemmtilegra en að fara
út á lífið saman. Síðar héldum
við öll hvert sína leið. Þið Ómar
urðuð miklir mátar og var vin-
átta ykkar falleg og djúp. Hún
hélst þangað til hann kvaddi
þennan heim allt of snemma
fyrir nákvæmlega fimm árum
hinn 25. desember 2013 úr
sama sjúkdómi og tók þig frá
okkur.
Þú varst svo mikið eðal-
menni í alla staði. Lagðir þig
fram við að gera aðra ánægða í
kringum þig. Talaðir helst
Halldór
Guðmundsson
✝ Halldór Guð-mundsson
fæddist 16. sept-
ember 1945. Hann
lést 19. desember
2018.
Útför Halldórs
fór fram 4. janúar
2019.
aldrei um sjálfan
þig, ef maður vildi
vita eitthvað um
þig þurfti að draga
það út með töng-
um. Ekki vantaði
húmorinn hjá þér
og aldrei heyrði ég
þig hallmæla
nokkrum manni.
Ég gat alltaf leitað
til þín með mín
vandamál og þú
leiðbeindir mér á þinn rólega
og yfirvegaða hátt og það var
svo mikil mýkt í nærveru þinni.
Þér fannst ég óttalegt stýri en
sýndir mér alltaf skilning og
virðingu. Það var svo fallegt að
sjá ykkur Önnu saman, þú
varst svo skotinn í henni að un-
un var á að horfa. Þið bjugguð
ykkur fallegt heimili á Ægi-
síðunni og varð ég þeirrar
ánægju aðnjótandi að koma
þangað nokkrum sinnum. Ég
þakka fyrir þann heiður og for-
réttindi að hafa átt þig að vini,
elsku Dóri, og tel mig betri
manneskju fyrir vikið. Mikill er
missir Önnu þinnar, barna og
barnabarna og ég votta þeim
alla mína samúð. Eitt veit ég
fyrir víst að Ómar hefur tekið á
móti þér hinum megin við tjald-
ið með golfkerruna í eftirdragi
og sagt við þig: Tökum einn
hring.
Þín vinkona,
Sigrún Sveinsdóttir (Lóa).