Morgunblaðið - 10.01.2019, Page 61

Morgunblaðið - 10.01.2019, Page 61
MINNINGAR 61 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2019 ✝ Erna ÓskarsÓskarsdóttir fæddist 19. júlí 1934 í Reykjavík. Hún lést á gjör- gæsludeild Land- spítala við Hring- braut 24. desember 2018. Móðir hennar var Lára Fríða Ágústsdóttir, f. 9. júlí 1912, d. 25. júní 2001. Faðir Láru var Ágúst Lár- usson Lúðvíkssonar skókaup- manns og móðir var Ágústa Magnúsdóttir Sigurðssonar pósts og Guðbjargar Jóns- dóttur. Faðir Ernu var Óskar Gíslason skipstjóri og útgerð- armaður í Vestmannaeyjum, f. 6. mars 1913, d. 19. janúar 1983. Foreldrar hans voru Gísli Magnússon útgerðarmaður frá Skálholti í Vestmannaeyjum og september 1955 í Vestmanna- eyjum, stýrimaður, búsettur í Noregi, maki Marit Eriksson, d. 1. ágúst 2013. 2) Óskar, f. 26. júlí 1958 í Reykjavík, kerfis- fræðingur, giftur Vibeke Hard- ers fjármálafulltrúa, eru þau búsett í Danmörku. Synir þeirra eru a) Þorbjörn 3D-hönnuður og b) Valdemar nemi. Áður átti Óskar soninn Óðin Örn, smið sem búsettur er í Bandaríkj- unum, móðir hans er María Kristjánsdóttir. 3) Ágúst, fædd- ur í Kópavogi 1960, bækl- unarskurðlæknir, giftur Svan- fríði Helgu Ástvaldsdóttur. Börn þeirra eru a) Íris Ósk innanhússhönnuður, gift Ægi Friðrikssyni matreiðslumanni, þeirra börn Markús Júlían, Jak- ob Leó og Maríana Mírey, og b) Magnús Kári 3D-hönnuður. Erna og Kári ólust upp í Vestmannaeyjum. Þau byggðu sér fallegt heimili á Löngu- brekku 31 í Kópavogi, þar sem Kári býr enn, og bjuggu þar alla sína búskapartíð frá árinu 1961. Útför hennar fór fram í kyrr- þey 4. janúar 2019 í Fossvogi. kona hans Sigríður Einarsdóttir. Erna átti tvær systur og var elst. Systur hennar eru Hrefna, fóstra, búsett í Bandaríkjunum, gift John Minner smiði, þau eiga þrjú börn, og Ágústa, matráður, gift Ernst Kettler kvikmyndagerðar- manni, þau eiga þrjú börn. Um páskana 26. apríl 1957 giftist Erna eftirlifandi maka sínum, Kára Óskarssyni múr- arameistara, f. í Reykjavík 25. júlí 1931. Foreldrar hans voru Óskar Kárason byggingar- fulltrúi, f. 9. ágúst 1905, d. 2. maí 1970, og Anna Jesdóttir, f. 2. desember 1902, d. 18. septem- ber 1994. Synir Ernu og Kára eru: 1) Hreiðar Haukur, f. 4. Minning um móður. Það er auðvelt að skrifa minn- ingu um móður okkar bræðra. Margar minningar geymast í hjarta okkar um ókomna tíð. Minningin er sterk um sjálf- stæða konu með sterkan útgeisl- andi persónuleika og mikla hæfi- leika á ýmsum sviðum. Sjálfstæði mömmu sést vel á að 19 ára fór hún ein til Þýskalands og Englands og dvaldi í heilt ár, heimsótti ættingja og fór í skóla. Mikinn listrænan áhuga hennar nýtti hún til að ýta undir okkar listsköpun allt frá unga aldri, þannig lifir hennar list í okkur. Mamma var húsmæðraskóla- gengin og matarást heimilis- fólksins á henni hefur alla tíð verið mikil og var matreiðsla hennar í hæstu gæðum. Ungir fengum við bræður að hræra í pottum og með jákvæðni hennar og kunnáttu vorum við allir farnir að búa til mat áður en við vissum af af hjartans lyst. Skipulag, hreinlæti og vinnulag mömmu í eldhúsinu var til mik- illar fyrirmyndar og lærðum við bræður allir af. Grænir fingur mömmu lifa áfram í okkur bræðrum, en gróður og blóm voru hennar yndi og garðurinn á Löngubrekku samsafn úr nátt- úru Íslands þar sem á ferðalög- um pabba og mömmu voru ávallt teknir græðlingar af fal- legum blómum. Mamma varð snemma hugfangin af blómi blómanna sem er rósin og hóf að rækta eðalrósir í gróðurhúsi sem pabbi setti upp heima. Mamma var félagi í rósarækt- unarklúbbi garðyrkjufélagsins um árabil og öðlaðist þekkingu og næmni í rósarækt. Fegurð rósanna er einstök og marg- breytileg, ræktun á þeim krefst hæfileika og þekkingar sem ekki er öllum gefið. Mamma smitaði okkur af ræktunaráhuga sínum og nú höfum við tekið við keflinu og báðir höfum við bræður gróðurhús hvor í sínu landinu. Þannig lifir hluti af móður okkar áfram og mun gera um ókomin ár. Aldrei meira en nú í lokin kom fram sterkur persónuleiki mömmu okkar, aldrei kvartaði hún sjálf um eigið ástand þrátt fyrir margvíslega sjúkdóma. Hún hafði mestar áhyggjur af pabba og var ávallt á leið heim til hans. Hún ætlaði heim á jól- um og gerði það að lokum. Ávallt kvaddi hún okkur bræður mína og pabba á spítalanum með brosi án þess að kvarta og kyssti á báða vanga, þakkaði fyrir komuna og vinkaði þegar við stóðum í dyrum sjúkrastof- unnar. Þar sem pabbi og mamma ól- ust upp í Vestmannaeyjum fram að búskap og fjölskyldur þeirra beggja samofnar sögu Vest- mannaeyja, minntust þau Eyja ávallt með hlýhug og virðingu. Okkur langar að enda þessi minningarorð um móður okkar með tilvitnun í eftirmála sem lýsir vel að okkar mati persónu- gerð og lífssýn mömmu úr bók- inni „Bergið klifið“ eftir Hlöðver Johnsen. Það var sóknarprest- urinn Þorsteinn Lúther Jónsson sem lýsti lífi frumbyggja í eyjum „útvegsbænda“ árið 1967 í Bliki; „Í kyrrð og rósemi vinnur það óhjákvæmilega öll sín störf, en heiðarleiki og trúmennska í smámunum er höfuðprýði þess. Þannig ber það hita og þunga dagsins, sem hinn trausti og innsti kjarni þjóðarsálarinnar, væntir sér hvorki hróss né út- nefningar af neinu tæi og hverf- ur síðan jafn hljóðlega til feðra sinna eins og það kom inn í þennan heim. Samt hefur það unnið sér ógleymanlegan sigur- sveig í hugum þeirra sem voru svo hamingjusamir að fá að kynnast því og njóta mann- gæðanna, sem það átti í svo rík- um mæli. Og þótt ekki fari há- værar sögur af þessu fólki, á það engu síður stórslegna og merki- lega sögu, sem kallar á okkur til frásagnar.“ Megi minning um ástkæra móður okkar lifa. Ágúst og Óskar. Elsku kæra mamma. Núna ert þú farin frá okkur og komin heim í Guðs ríki! Við trúum því sem Jesús Kristur sagði: Þeir sem á mig trúa munu ekki deyja heldur öðlast eilíft líf, með mér hjá mér. Það fyrsta sem kemur upp í huga minn er besta mamma í heimi. Þú varst svo ótrúlega góð og hjálpsöm, dugleg og flink, al- veg sama hvað þú gerðir, og svo fjölhæf og fljót og það var alltaf gaman að vera með þér. Þú kenndir mér alltaf eitthvað nýtt sem hefur nýst mér og fylgt mér alla ævi. Það er af svo ótrúlega mörgu að taka. Einu sinni þegar við strákarnir þínir vorum að kom- ast á táningsaldurinn kallaðir þú á okkur á þinn fund og sagðir: „Elsku drengirnir mínir, nú er ég með hugmynd um það að á sunnudögum eldið þið og gangið frá eftir matinn,“ en þá vorum við vön að borða saman sunnu- dagsmat sem oftast var lamba- læri, hryggur eða kótelettur í raspi og brúnaðar kartöflur og svo eitthvað gott í eftirrétt. Hún vildi að við lærðum að búa til mat og ganga frá öllu eftir matinn, bjarga okkur sjálfir. Hún mamma var alltaf með okk- ur og kenndi okkur og hrósaði okkur á eftir með kossum og faðmlagi. Nú get ég sagt með hreinni samvisku að ég og bræð- ur mínir erum allir flinkir að laga mat og sjaldan neinn sem kvartar. Takk elsku mamma. Þú varst ótrúlega fjölhæf elsku mamma, saumaðir, prjón- aðir, heklaðir og málaðir. Ég man þegar Bítlarnir urðu frægir og tískan og músíkin þeirra fór um allan heim, líka í Kópavoginn. Þá kom ég til þín og bað þig um hjálp. Ég var með mikið krullað hár sem pass- aði ekki alveg við tískuna þá! Þú lánaðir mér nælonsokk og ég bleytti hárið með vatni og smeygði sokknum yfir höfuðið og hárið og svaf með hann um nóttina, daginn eftir var ég með þetta líka fína „bítlahár“, svona leystir þú þetta vandamál mitt! Takk mamma. Þú saumaðir líka á mig útvíðar „bítlabuxur“ og gerðir mig svakalega glaðan og fínan. Takk mamma. Elsku mamma, þú hafðir sannarlega græna fingur, rós- irnar þínar sem blómstra allt ár- ið svo ótrúlega stórar og fallegar að orð geta ekki lýst því. Blóm, grænmeti, tómatar og jarðarber; allt blómstraði í höndunum þín- um. Takk mamma mín. Það er með mörgum tárum og ótrú- legum söknuði sem ég kveð þig. Takk, elsku mamma, fyrir allt og allt. Þinn sonur, Hreiðar. „Þegar ég sá Ernu fyrst var ég tíu ára og nýflutt í nágrennið, ég gat ekki annað en tekið eftir þessari glæsilegu konu sem gekk svo rösklega, seinna lærði ég að það var hennar stíll og hún gekk alltaf rösklega. Seinna varð hún tengdamóðir mín og urðum við strax góðar vinkonur. Hún sagði við mig að hún ætti þrjá yndislega syni en hana hafi alltaf langað í dóttur og þar sem hún fékk enga þá gæti ég verið dóttirin sem hún aldrei fékk og reyndist hún mér sem móðir alla tíð. Hún var frábær kokkur og eldaði góðan mat enda ástríða hennar. Maturinn varð að vera fallega borinn fram og vera góður. Hún var húsmæðraskóla- gengin, mjög praktískt nám. Hún saumaði og prjónaði öll föt á fjölskylduna fyrstu árin og síð- ar á ömmubörnin þegar þau komu. Ég naut leiðsagnar henn- ar bæði með að elda og sauma, hún kunni allt og kenndi mér t.d. að setja rennilás á buxur og ýmislegt um frágang og snið. Hún leiðbeindi alltaf á fallegan hátt eins og t.d. einu sinni þegar ég var að prjóna peysu og var langt komin með bolinn þá sýndi hún mér í hvernig skapi ég var á meðan ég prjónaði þar sem lykkjurnar voru mislausar og hlógum við báðar af þessu, ég rakti upp bolinn og varð að aga mig betur við tilraun tvö. Þegar Ágúst var að byrja á öðru ári í læknisfræði fæddist dóttir okkar og var með eyrnabólgu fyrstu mánuðina og svaf illa. Hann var að lesa frá morgni til kvölds og var því ekki hægt að láta hann vaka með henni. Þá buðust þau til að skiptast á að vaka með henni á móti mér til að ég gæti fengið svefn. Alltaf svo óeigin- gjörn þegar kom að barnabörn- unum sem fengu sérstakan sess og alltaf sett í fyrsta sætið. Hún naut þess að fá að umgangast þau og leit á það sem forréttindi sem allir nutu góðs af. Nú hafa líka barnabarnabörnin einnig fengið að njóta kærleika og um- hyggju á Löngubrekkunni og sækja þau í að fara þangað. Þar er alltaf til eitthvað sem þeim þykir gott og sækjast þau í ró- legheitin. Erna gerði garðinn sinn fal- legan eins og skrúðgarð og sagði hún mér að það væri hennar hugleiðsla að róta í moldinni og hlúa að fallegum blómum og runnum. Enda hafa allir notið þess að vera í garðinum hennar því umhyggjan skilaði sér til okkar sem vellíðan í fallegu um- hverfi. Rósaræktin var stór hluti af Ernu og litla gróðurhúsið sér- lega fallegt fullt af stórum fal- legum rósum. Erna var mikill lestrarhestur og hafði þann eig- inleika að geta lesið mjög hratt þar sem hún strauk fingri niður síðuna og var hún komin með innihaldið á augnabliki. Þannig las hún sumar bækur sem henni þótti ekki mikið varið í og kall- aði það að hafa farið yfir á hundavaði. Mörgum árum seinna sá ég að þetta var kennt í hraðlestrarskólum. Undanfarin ár hafa verið Ernu erfið vegna veikinda en hugurinn alltaf jafn skapandi og lifandi en þrekið ekki mikið, með þolinmæði og æðruleysi lét hún hverri stund nægja sína þján- ingu og gerði það sem hún gat á skapinu einu saman án þess að kvarta. Mig langar til að þakka Ernu fyrir allt sem hún hefur gert fyrir mig og gefið mér af óeigin- gjörnu örlæti. Guð geymi þig. Þín tengdadóttir, Helga. Elsku amma mín. Það er svo sárt að kveðja. Hlýja mjúka faðmlagið þitt, allir aukakoss- arnir þegar við kvöddumst, öll blíðu orðin þín. Í kringum þig var alltaf svo mikil ást. Það var ást í öllu sem þú gerðir, hvort sem það var að hugsa um okkur, heimilið, afa eða rósirnar þínar og garðinn ykkar. Þú gafst alltaf svo mikið af þér. Nærvera þín var svo mjúk og þægileg að þeg- ar ég kom í heimsókn vildi mað- ur helst ekki fara aftur. Elsku amma. Ég sakna þín. Þú hafðir svo góðan húmor fyrir sjálfri þér og það var svo gaman að heyra sögur af þér ungri. Eins og þegar þið Sirrý áttuð að fara að læra á píanó, en það gekk svo illa að þér var vís- að út úr tímanum áður en hann var hálfnaður og ekki hleypt inn meir. Eða sögur af kjólunum sem þú hannaðir og þú leist út eins og kvikmyndastjarna. Það var svo gaman að tala við þig um bækur, það varst ábyggilega þú sem kveiktir áhuga minn á bókmenntum. Þú ýttir að mér bókum úr þinni barnæsku sem ég gleypti í mig og hafði unun af að lesa og lifa mig inn í gamla tíma. Elsku amma mín, ó, hvað ég sakna þín. Þú elskaðir mig svo mikið og ég fann það alltaf svo vel. Þú elskaðir börnin mín svo mikið og þau drógust að þér. Þú kemur ávallt til með að lifa í okkur í gegnum kærleika og umhyggj- una sem þú kenndir okkur að endurkasta út í heiminn. Mikið vorum við fjölskyldan lánsöm að fá að eiga þig og njóta þess að alast upp hjá þér og í kringum þig. Takk fyrir allt, elsku amma. Þín Íris. Erna Ó. Óskarsdóttir ✝ TheodóraSteffensen, eða Dídó eins og hún var kölluð, fæddist í Reykja- vík 17. september 1928. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 27. desember 2018. Foreldrar henn- ar voru Björn Stef- fensen endurskoð- andi og Sigríður Árnadóttir Steffensen húsmóðir. Theodóra var elst fjögurra barna Björns og Sigríðar. Hin eru Sigþrúður, sem er látin, Helga og Björn. Hinn 20. desember 1947 gift- ist hún Finnbirni Þorvaldssyni, sem starfaði lengst af sem fjármálastjóri hjá Loftleiðum. Hann lést í júlí á síðasta ári, 94 ára að aldri. Börn þeirra eru: 1) Björn, kvæntur Sigríði Aradóttur. 2) Finnbjörn, kvænt- ur Kathiu Rovelli. 3) Þorvaldur, kvæntur Önnu Árnadóttur. 4) Sig- ríður, gift Halldóri G. Hilmarssyni. 5) Gunnar Þór, kvæntur Eyrúnu Magnúsdóttur. 6) Halldóra Svala. 7) Úlfar, kvæntur Sigrúnu Hafsteins- dóttur. Afkomendur Theodóru og Finnbjörns eru í dag 51 talsins. Theodóra rak kvenfataversl- unina Dídó ásamt vinkonu sinni Guðnýju Ámundadóttur í um 25 ár, fyrst við Hverfis- götu, svo í Kringlunni og að lokum í nokkur ár ein við Laugaveg. Theodóra var frábær hannyrðakona. Útför Theodóru fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Tengdamóðir mín er látin í hárri elli, aðeins hálfu ári á eftir bónda sínum. Þau eignuðust sjö börn og minnti „amma“ Dídó mig á ungamömmu, sem breiddi væng- haf sitt yfir ungana sína. Eftir því sem fleiri bættust við, og á ég þá við tengdabörn og barna- börn, stækkaði vænghafið. Hún var mér alltaf góð og á mjög erfiðum tíma í okkar lífi breiddi hún út sitt vænghaf og reyndi að vera sterk fyrir okkur þó að hún ætti líka um sárt að binda. Á fullorðinsárum, búin að koma upp sínum sjö börnum, tók hún að sér son okkar, ung- ling sem vildi fara í skóla á Ís- landi. Hún veitti honum það að- hald sem þurfti til að ljúka menntaskóla. Nú leitar hugurinn til baka í gamlar góðar minningar. Blessuð sé minning þín Theo- dóra Steffensen. Sigríður Aradóttir (Dysta). Elsku tengdamamma mín, mikið á ég eftir að sakna þín. Ég hef ekki kynnst annarri eins kjarnakonu á minni lífsleið. Þú eignaðist sjö börn, rakst þitt eigið fyrirtæki, sást um heimilið, prjónaðir listavel endalaust á öll börnin, barnabörnin, barna- barnabörnin og tengdabörnin og allt virtist þetta leika í hönd- unum á þér og vera þér mjög létt og ánægjulegt. Fjölskyldan var alltaf í fyrsta sæti og varst þú dugleg að heim- sækja hana hvort sem var heima eða erlendis. Vinkonurnar í saumaklúbbnum voru ekki langt undan frekar en aðrir vinir sem þið ferðuðust oft með til fram- andi landa og nutuð lífsins. Alltaf var safnast saman á heimili ykkar Finna á sunnudög- um og var þá oft margt um manninn. Þið tókuð svo vel á móti allri fjölskyldunni og alltaf gastu töfrað fram endalausar veitingar fyrir alla. Þú varst líka listakokkur og áttir ekki langt að sækja það, því amma þín rak nokkra veitingastaði og þú heim- sóttir hana stundum þangað. Annar samkomustaður fjöl- skyldunnar var á kaffistofunni í kvenfataverslun þinni í Kringl- unni. Alltaf varstu til í spjall og ófáa kaffibollana drakk maður þarna bæði á leiðinni að versla og líka á leiðinni heim. Fyrir mér varst þú ekki bara tengdamóðir, því þú varst góð vinkona og var alltaf mjög gam- an að tala við þig að ég tali nú ekki um að hlusta á þig segja frá einhverju sem gerðist í gamla daga eða bara hvað sem er. Þú varst mjög skemmtileg og mað- urinn minn hefur án efa erft gleðina og drifkraftinn frá þér. Ekki ætla ég að lofa þig meira þótt þú eigir það svo sannarlega skilið, þú hefðir ekki viljað það. Vil bara þakka þér fyrir allt, elsku Dídó mín. Þín Sigrún. Theodóra Steffensen Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar Kæra fjölskylda og vinir. Við þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar og tengdamóður, ömmu og langömmu, BRYNDÍSAR BJARNADÓTTUR frá Húsavík. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki hjúkrunarheimilisins Hlíðar á Akureyri fyrir kærleiksríka umönnun. Þórhallur Sigtryggsson Sesselja Valtýsdóttir Bjarni Sigtryggsson Sigtryggur Sigtryggsson Þórdís Ósk Sigtryggsdóttir Davíð Jóhannsson barnabörn og langömmubörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.