Morgunblaðið - 10.01.2019, Síða 62
62 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2019
Eyesland . Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð . sími 510 0110 . www.eyesland.is
Allt að 70% afsláttur
af umgjörðum og
sólgleraugum
ÚTSALA!
Satt að segja hef égánægju af öllumstefnum og
straumum í tónlist. Er
tilbúin að gefa öllu
tækifæri ef ég heyri
stef eða takta sem grípa
athygli mína,“ segir Jó-
hanna Guðmundsdóttir,
skólastjóri Tónlistar-
skóla Stykkishólms,
sem er 65 ára í dag.
Hún er ættuð úr Gaul-
verjabæjarhreppi í
Flóa, fædd og uppalin á
Selfossi, en fór liðlega
tvítug vestur í Ólafsvík
og kenndi þar tónlist í
tvo vetur.
„Ég byrjaði ung í tón-
listarnámi og söng í kór
á Selfossi. Snerti síðan
ekkert á tónlistinni í
nokkur ár, fór í Versl-
unarskólann og lauk
þaðan prófi. Sneri mér
svo aftur að tónlistinni, tók kennarapróf og var munstruð til starfa
vestur í Ólafsvík og kenndi þar í tvo vetur. Var svo á heimleið, ef svo
mætti segja, en á fallegu vorkvöldi fór ég á ball í félagsheimilinu Röst
þar sem ég í orðsins fyllstu merkingu féll fyrir bakaranum í Stykkis-
hólmi, Guðmundi Teitssyni. Þar má segja að örlög mín hafi verið ráð-
in, að minnsta kosti sneri ég ekki aftur heim á Suðurlandið eins og
ætlunin þó var.“
Í Stykkishólmi hefur Jóhanna sinnt mörgu. „Í fjölskyldufyrirtæk-
inu bakaði ég og sá um bókhaldið og um hríð stýrði ég hagsmuna-
félagi atvinnurekenda hér. Þá hef ég verið organisti við Stykkis-
hólmskirkju, kennt við grunnskólann og stýrt tónlistarskólanum frá
2005. Þar eru í dag um 100 nemendur og sjálf gríp ég aðeins í
kennslu,“ segir Jóhanna sem kveðst eftir rúmlega fjörutíu ára búsetu
fyrir löngu hafa fest rætur í Hólminum. Það sé hennar heimabær.
„Ég þarf að skjótast suður til Reykjavíkur á afmælisdeginum. Næ
því að hitta eitthvað af fólkinu mínu sem þar býr og hlakka til þess,“
segir Jóhanna. Þau Guðmundur eiga tvo syni; Helga Reyni sem býr í
Kópavogi og Ólaf sem búsettur er í Serbíu og starfar þar fyrir ís-
lenskt fyrirtæki. Þá átti Guðmundur fyrir tvö börn, Ásgeir og Ebbu
Guðnýju.
Skólastjóri Skýst suður og hitti fólkið mitt,
segir Jóhanna Guðmundsdóttir.
Flóakona sem festi
rætur í Hólminum
Jóhanna Guðmundsdóttir er 65 ára í dag
Á
sta Kristín Sigurjóns-
dóttir er fædd á Norð-
firði hinn 10. janúar
1979. „Þegar ég er
spurð að því hvaðan ég
sé lendi ég alltaf í töluverðum vand-
ræðum. Jú, ég er fædd og uppalin á
Norðfirði fyrstu árin. Þegar ég var
sex ára fluttum við á Reyðarfjörð
þar sem ég bjó þar til ég fór að heim-
an. Ég er samt rosa mikill Eskfirð-
ingur í mér, en ég var mikið þar hjá
ömmu og afa og nældi mér svo auð-
vitað í eskfirskan kærasta. Svo eru
föðuramma mín og afi frá Borgar-
firði eystri og Loðmundarfirði þann-
ig að ég tengi mig heilmikið þangað.
Ég er sem sagt mikil sveitastelpa og
stolt af því að vera Austfirðingur.“
Ásta er gift Páli Bragasyni frá
Eskifirði, en þau hafa verið saman
síðan hún var 14 ára og hann 16 ára.
Þau trúlofuðu sig árið 2000 og giftu
sig árið 2009. Þau eiga börnin Braga
Hrafn sem fæddur er árið 2003 og
Tönju Ýri sem fædd er árið 2006.
Ásta og Páll fluttu saman til
Reykjavíkur 1995 þar sem þau fóru
bæði í menntaskóla en eftir það klár-
aði Ásta viðskiptafræði ásamt verk-
efnastjórnun frá Háskóla Reykja-
víkur. Árið 2004 flutti litla þriggja
Ásta K. Sigurjónsdóttir, frkvstj. Íslenska ferðaklasans – 40 ára
Fjölskyldan Páll, Tanja Ýr, Ásta og Bragi Hrafn í tilefni af fermingu þess síðastnefnda.
Algjör sveitastelpa
Hjónin Ásta og Páll eru ásamt fjölskyldunni í skíðaferð í Gerlos í Austurríki.
Í dag er Sveinn Pálsson frá Sandgerði 95
ára. Sveinn giftist Eddu Ingibjörgu Mar-
geirsdóttur (f. 15.2. 1933, d. 21.9. 2018) á
jóladag árið 1950. Edda og Sveinn eign-
uðust 5 börn, 17 barnabörn og langafa- og
langömmubörnin eru orðin 14.
Sveinn hefur gengið syngjandi í gegnum
lífið enda ennþá kórfélagi í mörgum kór-
um. Annað áhugamál hans er fótbolti og
var hann m.a. einn af stofnendum Knattspyrnufélagsins Reynis í Sandgerði.
Árið 1968 fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur þar sem Sveinn hóf störf við Álverið í
Straumsvík og starfaði hann þar í tugi ára fram á eftirlaunaaldurinn.
Sveinn býr nú einn á heimili þeirra hjóna og sér alfarið sjálfur um sig og hús-
haldið.
Í dag verður hann að heiman og heldur upp á daginn með afkomendum sínum.
Árnað heilla
95 ára
Íslendingar Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af
brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar
eða á islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í
Morgunblaðinu er sagt frá
merkum viðburðum í lífi
fólks, svo sem stórafmælum,
hjónavígslum, barnsfæðingum
og öðrum tímamótum.