Morgunblaðið - 10.01.2019, Síða 65

Morgunblaðið - 10.01.2019, Síða 65
DÆGRADVÖL 65 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2019 Holtagörðum-Lóuhólum-Akureyri-Selfossi- Bolungarvík-Vestmannaeyjum ÞÚ FÆRÐ HJÁ OKKUR! S; 537-5000 dyrarikid@dyrarikid.is Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú hefur ofgert þér að undanförnu svo nú er komið að því að þú gefir þér tíma til hvíldar og einveru. Virtu skoðanir annarra. 20. apríl - 20. maí  Naut Búðu þig undir breytingar á síðustu stundu og notaðu innsæið til að fleyta hlutum áfram. Ekki er allt gull sem glóir. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þótt til orðaskaks komi milli þín og náins vinar skaltu sýna þolinmæði og alls ekki láta reiðina ná tökum á þér. Fé- lagslífið verður fjörugt hjá þér næstu vikur. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú gætir rekist á gamla kunningja og skólafélaga og það mun hugsanlega opna þér ný tækifæri. Láttu þetta tækifæri ekki úr greipum þér ganga. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Neikvæð gagnrýni dregur úr þér kjark í dag. Reyndu að líta veröldina svolítið björtum augum. Börn reyna á þolrifin í þér þennan daginn. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Gættu þess að missa ekki sjónar á takmarki þínu. Sumir skilja ekki fyrr en skellur í tönnum. 23. sept. - 22. okt.  Vog Finndu út hvar þú best getur komið skoðunum þínum á framfæri því þú vilt að hlustað sé á þig. Láttu ekki endalaust segja þér fyrir verkum, vertu þinn eigin herra. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú veist ekkert fyrir víst fyrr en þú tekur á því. Ekki ætla þér um of því þá eru meiri líkur á að þú gefist upp. Þú heldur verndarhendi yfir einhverjum í vinnunni. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er um að gera að leita álits annarra, þótt þú sért viss í þinni sök. Taktu tíma til að einbeita þér og safna orku. Þú bíður svars við spurningu með öndina í hálsinum. 22. des. - 19. janúar Steingeit Notaðu daginn til að dekra við sjálfa/n þig því þú verður að endurnýja orkuna. Sígandi lukka er best og þá gefur þú þér líka tíma til að kanna málin vel. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Virkjaðu starfsgleði þína og gakktu óhrædd/ur á hólm við ný og vanda- söm verkefni. Þú kemur alltaf niður á fæt- urna í erfiðum aðstæðum. 19. feb. - 20. mars Fiskar Reyndu að slaka á og minna þig á að þú þarft ekki að sannfæra aðra um ágæti þitt. Þú verður fyrir því að týna hlut sem þér er kær en hann finnst fljótt. Eins og ég sagði í Vísnahorni ígær hef ég alltaf haft gaman af hestavísum. Árni Óla segir frá því í „Hverra manna“, að Björg í Kíla- koti, dóttir Sveins á Hallbjarnar- stöðum, hafi átt bleikan hest og vildi helst ekki koma á bak neinum öðr- um hesti, – „Bleikur var stólpagrip- ur mikill og gammvakur og varð hann gamall vegna þess að húsfreyj- unni þótti vænt um hann,“ segir þar. Um síðir varð þó að skjóta Bleik og var Björg hrygg þann dag allan. Um nóttina kom hún svo að glugga yfir rúmi Hólmfríðar systur sinnar á Víkingavatni og kvað við raust þess- ar vísur: Eins og reykur fjúki um fold fjör á leikur þræði; húðar-Bleikur hné að mold haltur og veikur bæði. Aldrei hnotið hófa-mar hafði á snotru skeiði, en sem þrotin ævin var í hel skotinn deyði. Helju frá sem alla á enginn náir snúa, en ég fái hann aftur sjá ekki má ég trúa. Ellin hallar öllum leik, ættum varla að státa, hún mun alla eins og Bleik eitt sinn falla láta. Síðan segir Árni Óla að þau hafi orðið forlög síðustu vísunnar að hún kom í Ljóðmælum Páls Ólafssonar. Þeim, sem vissu um höfund hennar, þótti þetta undarlegt og spurðu Pál hverju sætti. Honum hnykkti við en gaf þá skýringu, að hann hefði kunnað vísuna lengi og sér hefði fundist andinn í henni svo svipaður sínum kveðskap að hann hefði verið farinn að halda að vísan væri eftir sig. Vafalaust er skýringin á þessum ruglingi að hjá Páli er vísunni stungið inn í „Eftirmæli“ um hestinn Bleik og lýkur svo: Lífs á vori mætir mér minn sí-þorinn Bleikur, endurborinn eins og hér inndæl sporin leikur. Verður glatt í muna mér millum hnatta þeyta; hann mun attur eins og hér æ á brattann leita; aldrei mæðast undir mér, engan hræðast voða; á slíkum gæðing gaman er geyminn hæða að skoða. Jón Þorsteinsson á Arnarvatni orti: Töltir hún um tún og engjar til að bíta; liggi tað á leiði grónu lengist flipi á Árna-Skjónu. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Hestavísur „EF EINN ÁHORFANDI STENDUR UPP OG GENGUR ÚT TEL ÉG FYRIRLESTURINN UM HEILSURÆKT ÁRANGURSRÍKAN.” „GeturÐU EKKI UNNIÐ HRAÐAR? ÉG ER AÐ DREPAST Í HANDLEGGJUNUM.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að kaupa nauðsynjar. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann HA! ÞÚ OG ÞESSI BANGSI! ÉG VILDI AÐ ÉG ÆTTI BANGSA HVERNIG LÍT ÉG ÚT Í KJÓLNUM? FEIT? NEI, GRENNRI! GRENNRI EN HVAÐ? ER ÞESSI SPURNING ENN EIN GILDRAN? Fokið er nú í flest skjól hjá Víkverja,allavega í hárdeildinni. Svo er mál með vexti að hann ákvað að fara í fyrstu klippingu hins nýja árs. Sem væri svo sem ekki í frásögur færandi ef Víkverji hefði ekki þóst sjá ögn meira í skallann að klippingu lokinni en hann hefur gert áður. x x x Hárgreiðslukonan var öll af viljagerð til þess að tefja ögn lengur gráa fiðringinn hjá Víkverja og bauðst því til þess að setja smá lit þarna í hársvörðinn hjá honum þann- ig að það bæri ekki eins mikið á skall- anum. Víkverji þáði það boð með skömmustulegum þökkum. x x x Víkverji lítur almennt ekki á sigsem hégómlegan. En þarna var hann tilbúinn til þess að spásséra um bæinn með lit í hársverðinum, allt til þess að halda í þá ímynd að testóster- ónframleiðsla Víkverja væri ekki hægt og bítandi að fækka hárunum á höfði hans. x x x Einhverra hluta vegna þykir þaðvíst ferlegt að missa hárið. Svo ferlegt að algengasta ráðið við hárlosi mun vera hreinlega það að raka hárið allt af. Hvers vegna ætti að fram- lengja kvöl og pínu hársins, sem er hvort eð er á útleið, þegar hægt er að verða sköllóttur enn fyrr? Víkverji er allavega ekki spenntur fyrir þeirri lausn. x x x Hann er þó meðvitaður um að lík-lega falla öll vötn til Dýrafjarðar í þessum efnum. Fyrr eða síðar verð- ur hár Víkverja komið á þann stað. Sá dagur er þó ekki kominn enn, vonar Víkverji. Kannski getur hann bara orðið eins og Bruce Willis var, eða Jack Nicholson, með kollvikin út í loft og hárið greitt aftur? x x x Allt þetta og meira flaug um höfuðVíkverja meðan litnum var mak- að á. „En svo fer þetta auðvitað bara úr í næstu sturtu!“ sagði hárgreiðslu- konan. Það er hári Víkverja til happs að hann ætlar næst í sturtu í febr- úar … árið 2020. vikverji@mbl.is Víkverji Komið til mín, öll þér sem erfiðið og þunga eruð hlaðin, og ég mun veita yður hvíld (Matt: 11.28 )

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.