Morgunblaðið - 11.02.2019, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2019
Bir
tm
eð
fyr
irv
ar
au
m
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
rr
étt
til
lei
ðr
étt
ing
aá
slí
ku
.A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fyr
irv
ar
a.
595 1000
Frá kr.
99.995
Lissabon
Borgin semoft er kölluð San Francisco Evrópu
25.apríl í 4 nætur
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Rannsakendurnir við Háskóla Ís-
lands, sem fjallað er um í úrskurði
Persónuverndar vegna notkunar á
persónuupplýsingum frá Þjóðskrá
fyrir sveitarstjórnarkosningarnar
2018, eru Hulda Þórisdóttir, dósent
við stjórnmálafræðideild, og Magn-
ús Þór Torfason, lektor við við-
skiptafræðideild.
„Við fengum jákvæða umsögn
Vísindasiðanefndar HÍ um rann-
sóknina. Við sendum líka umsókn
til Persónuverndar í upphafi.
Markmið okkar var að gera þetta
þannig að allir væru upplýstir,“
sagði Magnús. Hann sagði að þau
hefðu brugðist við beiðnum um
upplýsingar
enda átelji Per-
sónuvernd þau
ekki fyrir að
hafa ekki svarað
óskum um upp-
lýsingar.
Rannsóknin
snerist um hvort
skrifleg hvatning
til kjósenda sem
kusu í fyrsta
sinn í sveitarstjórnarkosningum
vorið 2018 hefði áhrif á kjörsókn.
Ferns konar upphafstexti var í
bréfunum en sams konar niðurlag
og fór eftir kjördeildum hvernig
bréf var sent hverjum viðtakanda.
Slembiúrtak réð því hvaða bréf
voru send á hvaða kjördeildir, auk
þess sem ungir kjósendur í sumum
kjördeildum fengu ekki bréf. „Að
þessum úrskurði Persónuverndar
gefnum er rannsókninni sjálfhætt.
Við virðum úrskurð Persónuvernd-
ar,“ sagði Magnús. „Öllum per-
sónutengdum gögnum var eytt eft-
ir kosningar. En það urðu til
samtölugögn [hjá Hagstofu Ís-
lands] sem hefðu þá nýst við rann-
sóknina. Þegar okkur var tilkynnt
að Persónuvernd hefði tekið upp
þessa athugun þá var ákveðið að
bíða með það.“
Skoða þarf áhrif á rannsóknir
Magnús kvaðst ekki sjá að Per-
sónuvernd tæki afstöðu með eða á
móti áframhaldandi vinnu með
gögnin. „Miðað við þessa niður-
stöðu þá kemur ekki til greina af
okkar hálfu að vinna meira með
gögnin nema Persónuvernd kveði
upp úr um það.“ Magnús kvaðst
ekki eiga von á að þau mundu
áfrýja ákvörðun Persónuverndar
miðað við forsendur í dag. Hann
sagði að rannsóknin hefði verið
unnin að erlendri fyrirmynd og alls
ekki óvenjuleg. Rík áhersla hefði
verið lögð á að fara vel með allar
persónuupplýsingar. Skoða þurfi
hvort og hvaða áhrif þetta muni
hafa áhrif á rannsóknir hér, sér-
staklega í félagsvísindum.
Magnús sagði að einu persónu-
greinanlegu gögnin sem sneru að
rannsókninni hefðu verið listar yfir
nýja kjósendur og kjördeildir
þeirra. Bréfin voru send eftir
slembiúrtaki til meiri hluta nýrra
kjósenda. Texti bréfanna er birtur
í úrskurði Persónuverndar. Hann
var saminn í samvinnu rannsak-
endanna og Reykjavíkurborgar.
Persónuvernd segir að skilaboð
bréfanna hafi verið gildishlaðin og í
einu tilviki röng, það er að það sé
skylda að mæta á kjörstað. Magn-
ús sagði að textinn væri gildishlað-
inn að svo miklu leyti sem hann
hvetti fólk til að kjósa. Það hafi
alltaf verið tilgangurinn að auka
kosningaþátttöku ungs fólks.
Rannsakendurnir við Háskóla
Íslands komu ekki að sendingu
bréfa Reykjavíkurborgar til
kvenna 80 ára og eldri eða innflytj-
enda sem voru ekki hluti af rann-
sókninni.
Rannsókn á kosningaþátttöku hætt
Rannsakendur brugðust við beiðnum Persónuverndar um upplýsingar Hvatning um að kjósa
taldist vera gildishlaðin Bréf til kvenna 80 ára og eldri og innflytjenda var rannsókninni óviðkomandi
Magnús Þór
Torfason
Dreifing gildishlaðinna og rangra
upplýsinga samhliða hvatningu til
þess að kjósa í kosningum sem hluti
af upplýsingagjöf af hálfu opinberra
aðila er almennt eitthvað sem kosn-
ingaeftirlit Öryggis- og samvinnu-
stofnunar Evrópu (ÖSE) myndi taka
sérstaklega til skoðunar ef slíkt
myndi uppgötvast við framkvæmd
kosninga sem stofnunin væri að
fylgjast með, segir Thomas Rymer,
upplýsingafulltrúi Lýðræðis- og
mannréttindastofnunar ÖSE.
Spurður hvort efni úrskurðar Per-
sónuverndar myndi kalla á frekari
skoðun við kosningaeftirlit segir
Rymer að Lýðræðis- og mannrétt-
indastofnun ÖSE taki ekki afstöðu
til þess sem fram kemur í úrskurði
Persónuverndar þar sem ekki var
starfrækt kosningaeftirlit af hálfu
stofnunarinnar vegna sveitarstjórn-
arkosninganna 2018.
Jafnframt mun stofnunin ekki
fjalla um eða gefa út álit vegna kosn-
inga sem voru ekki undir eftirliti
ÖSE. gso@mbl.is
ÖSE mun
ekki taka
afstöðu
Hafði ekki eftirlit
með kosningunum
Ásakanir um kosningasvindl, sem
komið hafa fram í tengslum við um-
ræðu um ákvörðun Persónuvernd-
ar, eru alvarlegar og meiðandi, að
mati Önnu Kristinsdóttur, mann-
réttindastjóra Reykjavíkurborgar.
Hún segir ákvörðun Persónuvernd-
ar koma á óvart í ljósi fyrri sam-
skipta við Persónuvernd. Þetta
kemur fram í tilkynningu frá
Reykjavíkurborg. Þar segir Anna
að stjórnmálamenn hafi ekki haft
neina aðkomu að verkefninu eftir
samþykkt borgarráðs.
Ferill málsins er rakinn í tilkynn-
ingunni sem er aðgengileg á reykja-
vik.is. Embættismenn borgarinnar
eru að greina ákvörðun Persónu-
verndar og vinna að minnisblaði.
Einnig þarf að skoða málið með Há-
skóla Íslands, samstarfsaðila borg-
arinnar í málinu. Sérstaklega þarf
að skoða hvort og þá hvernig fram-
kvæmd borgarinnar var frábrugðin
framkvæmd sambærilegra verkefna
á Norðurlöndunum sem voru fyr-
irmyndin að verkefni Reykjavíkur-
borgar.
Bréfin sem borgin sendi hópum
kjósenda fyrir borgarstjórnarkosn-
ingarnar 26. maí 2018 fylgdu til-
kynningunni. Einnig er birtur þar
texti smáskilaboða sem send voru
ungum kjósendum. Bréfin eiga það
sameiginlegt að innihalda hvatningu
til kjósenda um að mæta á kjörstað
og leiðbeiningar um hvað fólk þurfi
að gera til að taka þátt í kosning-
unni. Einnig var vísað á vefsíðuna
egkys.is. Bréfin voru undirrituð af
Reykjavíkurborg. Í smáskilaboðun-
um var viðtakandinn minntur á að
hann hefði kosningarétt og honum
bent á hvar kjörstaður hans væri.
Þá var hann minntur á skilríki.
gudni@mbl.is
Ákvörðunin kom á óvart
Embættismenn borgar greina ákvörðun Persónuverndar
Ásakanir um kosningasvindl eru alvarlegar og meiðandi
Póstur Bréfin voru send til ungra
kjósenda, kvenna 80 ára og eldri og
innflytjenda fyrir kosningarnar.
Reykjavíkurtjörn var um helgina ísilögð og
mannheld og var því að vanda gönguleið fjölda
fólks á leið sinni inn og út úr miðbæ Reykjavík-
ur. Aðrir bættu um betur og breyttu Tjörninni í
leiksvæði í frostinu og náði ljósmyndari Morgun-
blaðsins að festa gleði sumra þeirra á filmu.
Morgunblaðið/Hari
Sleðafjör á
Tjörninni