Morgunblaðið - 11.02.2019, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Ragnar Árna-son, pró-fessor í
fiskihagfræði, varð
sjötugur í liðinni
viku og af því tilefni
ræddi Morgun-
blaðið við hann um sjávarútveg
og störf hans í gegnum tíðina.
Ragnar hefur rannsakað
sjávarútveg og ráðlagt ríkis-
stjórnum hér á landi og víða er-
lendis áratugum saman. Hann
er einn þeirra sem eiga ríkan
þátt í að hægt var, á níunda ára-
tug síðustu aldar, að koma á
þeirri skynsamlegu fiskveiði-
stjórn hér á landi sem felst í
kvótakerfinu. Og hann hefur
verið óþreytandi að útskýra
hvað felst í kvótakerfinu og
hvers vegna það er hagkvæm
leið til að stýra fiskveiðum.
Spurður um þetta segir
Ragnar: „Grundvallarhugsunin
er þessi; menn fara vel með það
sem þeir eiga. Ef menn eru í
þeirri stöðu að þeir uppskera
eins og þeir sá, munu þeir sá
vel. Og eignarréttarfyrir-
komulagið sem er undirstaðan
undir markaðshagkerfinu er
það líka í sjávarútvegi.“ Þetta
er gríðarlega mikilvægt atriði.
Það er einfalt og augljóst en um
leið hefur iðulega reynst erfitt
að verja þetta kerfi markaðar-
ins sem byggist á eignarrétt-
inum. Sífellt er sótt að þessu
fyrirkomulagi, ekki aðeins í
sjávarútveginum, þar sem ýms-
ir vilja til að mynda að ríkið taki
til sín aflaheimildirnar eða að
framsal þeirra verði gert
óheimilt, heldur einnig annars
staðar í efnahagslífinu, hér á
landi sem erlendis.
Í samtalinu við Ragnar var
einnig litið til þess hvernig
horfir í íslenskum sjávarútvegi,
enda þarf, eins og hann bendir
á, að huga að framtíðinni þó að
íslenskur sjávarútvegur standi
nú vel: „Við Íslendingar byggj-
um afkomu þjóðarinnar í ríkum
mæli á sjávarútvegi enn þann
dag í dag og sú undirstaða er
áreiðanlegri en ferðamennskan.
En við megum ekki gleyma því
að sjávarútvegurinn er einungis
hluti af miklu stærri iðnaði sem
er matvælaframleiðsla í heim-
inum. Í framleiðslu fiskafurða
er fiskeldi sennilega alvarleg-
asta ógnin við hefðbundnar
fiskveiðar í dag,“ segir hann og
bendir á að fiskeldi hafi vaxið
hratt, úr nánast engu í að vera
meira en helmingur þess fisks
sem neytt er í heiminum og að
þessi þróun haldi áfram.
Ragnar varar við og segir að
þetta verði til þess að í framtíð-
inni verði miklu erfiðara að hafa
hagnað af góðum náttúrulegum
aðstæðum til fiskveiða. „Og sá
hagnaður sem mun verða á
komandi áratugum verður fyrst
og fremst í vöruþróun og mark-
aðssetningu á fiskafurðunum,
þannig að við Íslendingar get-
um ekki reiknað
með því að geta
byggt efnahagslega
velferð okkar á
góðum náttúru-
auðlindum til sjáv-
ar, heldur verðum
við að byggja hana á því að vera
öflugir í þróun á fiskafurðum í
framtíðinni, vera virkir í fisk-
eldinu og umfram allt að vera
sterkir í vöruþróun, markaðs-
setningu og dreifingu á fiski,“
segir Ragnar.
Forystumenn í sjávarútvegi
hafa iðulega bent á þátt mark-
aðsstarfsins og mikilvægi þess í
þeirri virðiskeðju sem sjávar-
útvegurinn er, en hafa því mið-
ur of oft talað fyrir daufum eyr-
um. Allt of algengt er, jafnvel í
umræðunni hér á landi þar sem
þó mætti ætla að þekking á
sjávarútvegi og skilningur væri
meiri en almennt er í veröld-
inni, að einblínt sé á fyrstu stig
þessarar virðiskeðju, en síðasta
stigið, markaðssetningin og sal-
an, gleymist.
En Íslendingar þurfa ekki að
örvænta í þessu, þeir þurfa að-
eins að vera meðvitaðir um alla
þætti sjávarútvegsins. Ragnar
bendir á að byggja þurfi á nú-
verandi sjávarútvegi og Íslend-
ingar hafi í þessum efnum
nokkurt forskot á aðrar þjóðir:
„En til þess að halda því þarf
sjávarútvegurinn að hafa góða
afkomu svo hann hafi fjárfest-
ingarfé og þar með getu til þess
að leggja í þær fjárfestingar og
stunda það þróunarstarf sem er
nauðsynlegt til að við getum
haldið stöðu okkar sem stór og
öflugur aðili á fiskmörkuðum í
heiminum líkt og við erum í
dag.“
Ragnar nefnir að stjórnvöld
geti komið að þessum málum
með því að skipa sérstaka fram-
tíðarnefnd og það kann að vera
skynsamlegt. Þá hafa stjórn-
völd nýlega tekið hvatningu
nokkurra samtaka úr atvinnu-
lífinu um að vinna að mat-
vælastefnu og styðja við það
öfluga starf sem unnið er á því
sviði hér á landi í sjávarútvegi
og landbúnaði og gagnast ekki
aðeins þeim greinum heldur
einnig iðnaði og ferðaþjónustu –
og raunar efnahagslífinu og
landsmönnum í heild sinni.
Mikilvægt er að skilningur sé
á sjávarútvegi og annarri mat-
vælaframleiðslu hér á landi í
víðu samhengi. Á þessum svið-
um liggja gríðarleg tækifæri
fyrir Ísland. Stjórnvöld geta
stutt við jákvæða þróun í þess-
um efnum og yfirleitt felst besti
stuðningurinn í því að sýna
skilning á þörfum atvinnugrein-
anna og því hvert umhverfi
þeirra þarf að vera. Í þeim efn-
um er gagnlegt að geta leitað til
manna á borð við Ragnar Árna-
son sem byggja málflutning
sinn á langri reynslu og rann-
sóknum.
Ragnar Árnason
viðraði athyglisverð
sjónarmið í samtali
við Morgunblaðið}
Framtíð sjávarútvegs
M
ikilvægur áfangi í uppbygg-
ingu nýs Landspítala við
Hringbraut átti sér stað á
dögunum þegar Sjúkrahót-
elið var afhent Landspítala
sem mun fara með rekstur þess. Sjúkrahót-
elið er hannað eins og hefðbundið hótel. Það
er með móttöku og veitingastað og í allri
nálgun er lögð áhersla á að þeir sem þar
dvelja séu gestir á hótelinu. Á sjúkrahót-
elinu er veitt sérhæfð þjónusta af hæfu fag-
fólki allan sólarhringinn. Tilgangur þess er
fyrst og fremst að vera athvarf fyrir þá sem
þurfa heilsu sinnar eða aðstandenda sinna
vegna að dvelja fjarri heimabyggð vegna
rannsókna og meðferðar. Þar að auki nýtist
það sjúklingum sem sækja dag- og göngu-
deildarþjónustu á sjúkrahúsi, þeim sem eru í
virkri meðferð og þurfa eftirlit og stuðning sem og
þeim sem hafa dvalið á sjúkrahúsi og þarfnast heil-
brigðisþjónustu til dæmis í kjölfar aðgerða. Á sjúkra-
hótelinu er veittur aðgangur að ráðgjöf og liðsinni
hjúkrunarfræðinga bæði vegna heilsufarsvanda og við
að sækja heilbrigðisþjónustu. Hjúkrunarfræðingar
sjúkrahótelsins eru tengiliðir við meðferð-
ardeild sjúklingsins og sjá meðal annars um
sýklalyfjagjafir, eftirlit með blóðþrýstingi,
lyfjagjafir og fleira. Tilkoma sjúkrahótels er
mikilvægt skref í bættri heilbrigðisþjónustu
við landsmenn, einkum þá sem búa utan
höfuðborgarsvæðisins og þurfa að sækja
sérhæfða heilbrigðisþjónustu á Landspít-
alann. Meðferð sem sjúklingur þarf að
gangast undir verður með tilkomu sjúkra-
hótels auðveldari vegna nálægðar við
sjúkrahúsið. Öll umgjörð, umhverfið og
þjónustan er heimilislegri en á sjúkrahúsi,
auk þess sem sjúklingurinn býr í einbýli og
getur haft nánari samskipti við ættingja og
vini. Það er mín sannfæring að sjúkrahót-
elið muni gegna mikilvægu hlutverki í starf-
semi Landspítalans, auka gæði heilbrigðis-
þjónustu og stuðla að hagkvæmni í rekstri til
framtíðar. Með sjúkrahóteli er stigið enn eitt skrefið í
að skapa heildstæða og samfellda heilbrigðisþjónustu
fyrir alla.
Svandís
Svavarsdóttir
Pistill
Heildstæð og samfelld
heilbrigðisþjónusta fyrir alla
Höfundur er heilbrigðisráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Mér líst ekkert á þessafyrirhuguðu breytinguog fyrir því eru eink-um tvær ástæður; það
er verið að taka upp nýtt hraða-
þrep í landinu, án nokkurrar um-
ræðu eða samráðs, auk þess sem
þessi aðgerð mun ekki á nokkurn
hátt bæta öryggi gangandi vegfar-
enda,“ segir Ólafur Kr. Guðmunds-
son, sérfræðingur í umferðar-
öryggismálum, við Morgunblaðið.
Vísar hann í máli sínu til
ákvörðunar borgarstjórnar Reykja-
víkur að lækka hámarkshraða á
Hringbraut niður í 40 kílómetra
hraða. Umferðarhraði verður einn-
ig lækkaður á Hofsvallagötu milli
Hringbrautar og Ægisíðu, Nesvegi
milli Kaplaskjólsvegar og Grana-
skjóls/Sörlaskjóls og Ægisíðu niður
í 40 kílómetra hraða. Kemur þessi
ákvörðun í kjölfar þess að ekið var
á stúlkubarn á Hringbraut við
gatnamótin við Meistaravelli í jan-
úar sl. Var stúlkan þá á leið yfir
götuna.
„Vandi Hringbrautar er ekki
hraðatengdur og þetta slys var
ekki vegna hraðaksturs. Stað-
reyndin í þessu máli er að einhver
fór yfir á rauðu ljósi eða þá að ljós-
in sjálf eru biluð,“ segir Ólafur og
bendir á að umrædd gönguljós séu
annars eðlis en þau sem borgar-
búar eru flestir vanir. „Þessi ljós
eru ekki með rauðum og grænum
karli til móts við hinn gangandi
vegfaranda. Að mínu viti eru þetta
gölluð ljós sem ættu ekki að finnast
í Reykjavík.“
Hvorki karl né sebrabraut
Þegar búið er að ýta á stjórn-
tæki ljósanna og umferð vélknú-
inna ökutækja hefur stöðvast segir
Ólafur hreyfiskynjara nema ferðir
fólks yfir götuna. Á sama tíma fær
hinn gangandi vegfarandi engin
sýnileg merki um að hann eigi enn
rétt á að ganga þar yfir enda er
græni karlinn, sem börnum er jafn-
an kennt að fylgja, fjarverandi með
öllu. Eins er enginn rauður karl á
ljósunum til að benda fólki á að
ganga ekki í veg fyrir umferð
vélknúinna ökutækja. Það skal þó
tekið fram að á stjórntæki göngu-
ljósanna birtist ýmist rauður eða
grænn karl sem snýr þvert á
gönguleiðina. Þeir gagnast því ekki
eftir að út á götuna er komið og fá
þeir sem ganga yfir enga viðvörun
ef ljósin skipta yfir á grænt fyrir
akandi umferð.
Sé hins vegar raunverulegur
vilji til að bæta öryggi gangandi
vegfarenda á því svæði sem fyrr-
greint slys átti sér stað segir Ólaf-
ur nauðsynlegt að skipta út göngu-
ljósunum og mála betri
yfirborðsmerkingar á götuna, svo-
kallaða sebrabraut. Þá sé einnig
brýnt að fjarlægja það sem byrgir
ökumönnum sýn.
„Þarna eru bæði bílar og stór
blómapottur sem kemur í veg fyrir
að ökumenn sjái börn sem eru lík-
leg til að stíga út á götu. Góð byrj-
un til að bæta öryggi væri einfald-
lega að henda þessum blómapotti
og fórna einu til tveimur bílastæð-
um,“ segir hann og bætir við að
einnig væri hægt að auka öryggi
með því einfaldlega að bæta lýsingu
við gangbrautir í borginni svo fólk
verði sýnilegra í skammdeginu.
Hraði er undir 50
Ólafur segir, og vitnar til
upplýsinga sem hann hefur frá
lögreglunni á höfuðborgarsvæð-
inu, meðalhraða á Hringbraut
vera um 45 kílómetra.
„Þetta slys sem nú átti sér
stað í janúar er fyrsta slysið á
gangandi vegfaranda á Hring-
braut í langan tíma. Það var til
að mynda ekkert slys árin 2017
og 2018. Og í raun er Hring-
braut að koma vel út hvað varðar
hraða og hraðabrot borin saman við
aðrar götur í Reykjavík.“
Lækkun hámarks-
hraða er ekki lausnin
Ómar Smári Ármannsson hjá
umferðardeild lögreglunnar á
höfuðborgarsvæðinu segir
lækkun hámarkshraða vera
eina af þeim leiðum sem hægt
er að fara til að minnka líkur á
alvarlegum slysum. Þrátt fyrir
að hámarkshraði á Hringbraut
sé sagður 50 kílómetrar á
klukkustund sýni radarmæl-
ingar lögreglunnar meðalhraða
vera laust yfir 40 kílómetra
hraða á klukkustund. Ástæðan
fyrir þessu er mikill umferð-
arþungi.
Þá segir hann mikilvægt að
merkja gangbrautir betur, bæði
með skiltum og yfir-
borðsmerkingum, og
auka lýsingu.
„Við höfum
lagt mikla
áherslu á það,
en þær at-
hugasemdir
hafa til þessa
ekki fengið
mikla áheyrn í
borginni.“
Lítið verið
hlustað
LÖGREGLAN
Meðalhraði á
Hringbraut er
um 40 km/klst.
Morgunblaðið/Eggert
Hringbraut Yfirborðsmerkingar eru af skornum skammti á gangbrautinni
og getur ökumönnum reynst erfitt að sjá fólk þar vegna skorts á lýsingu.