Morgunblaðið - 11.02.2019, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.02.2019, Blaðsíða 23
2003, 2005 og 2009, markahæsti leik- maðurinn 2003, 2005 og 2009 og hlaut háttvísiverðlaunin 2008 og 2009. Hún var valin handknatt- leikskona Íslands 2009 af Samtökum íþróttamanna og íþróttakona Hafnarfjarðar árið 2009. „Svo fékk ég þann heiður að fara á öll þrjú stórmótin sem íslenska landsliðið í handknattleik komst á,“ en Hanna hefur leikið næstflesta landsleiki fyrir Íslands hönd, 142, og skorað næstflest mörk, 458. „Áhugamál mín fyrir utan hand- bolta eru hjólreiðar og göngur – ég hef ekki haft mikinn tíma fyrir göngurnar en sá tími er að aukast – og allt sem viðkemur hreyfingu. Svo nýti ég allan lausan tíma til að vera með fjölskyldunni og búa til minn- ingar með þeim. Það er oft mikið fjör hjá okkur með þrjú fjögurra ára börn en það er það sem gefur lífinu gildi og eru þessi kríli það dýrmæt- asta sem ég á.“ Fjölskylda Eiginkona Hönnu er Inga Fríða Tryggvadóttir, f. 12.10. 1973, leik- skólastjóri í Smáralundi. Foreldrar hennar eru hjónin Kristbjörg Ein- arsdíttir, f. 26.11. 1940, hárgreiðslu- meistari og Tryggvi Sigurðsson, f. 30.8. 1945, pípulagningameistari, búsett á Selfossi. Börn: Orri Hönnuson, f. 4.11. 2014, og Andri Ingu Fríðuson, f. 6.6. 1991. Barnabörn eru tvíburarnir Magnea Eriksen Andradóttir og Lovísa Eriksen Andradóttir, f. 5.1. 2015. Systkini Hönnu: Jón Sigurður Magnússon, f. 25.10. 1963, húsa- smiður, búsettur á eyjunni Mön (Isle of Man), Marteinn Helgi Þor- valdsson, f. 27.6. 1967, sjómaður, bú- settur í Hafnarfirði, Magnús Róbert Ríkarðsson Owen, f. 17.11. 1970, d. 31.7. 2011, flugmaður, Elín Guðlaug Stefánsdóttir, f. 6.9. 1975, viðskipta- fræðingur, búsett í Reykjavík, og Stefán Huldar Stefánsson, f. 19.5. 1990, húsasmiður, búsettur í Hafnarfirði. Foreldrar Hönnu eru hjónin Stef- án Heimir Finnbogason, f. 21.9. 1947, vann í álverinu í Straumsvík í 39 ár, og Hulda Cathinca Guð- mundsdóttir, f. 11.1. 1948, vann í fiskvinnslu fyrir utan að vera heima- vinnandi húsmóðir. Þau eru búsett í Hafnarfirði. Undirbýr skot Hanna í leik með Stjörnunni á síðasta keppnistímabili. „Ég er enn að spila en þetta er fyrsti veturinn sem ég hef ekki verið á fullu.“ Hanna Guðrún Stefánsdóttir Hulda Cathinca Guðmundsdóttir fv. fiskvinnslukona Guðmundur Marteinn Þórðarson bryti á ms. Gullfossi Ingibjörg Illugadóttir húsfreyja í Vorhúsum og ráðskona í Garðskagavita Þórður Þórðarson sjómaður í Vorhúsum, drukknaði Jóhanna Christine Davíðsson listmálari og húsfreyja Ólafur J. Valdimarsson Davíðsson kaupmaður og útgerðarmaður í Hafnarfirði Elín Louise Cathinca Davíðsson húsfreyja í Hafnarfirði Gunnar Gunnarsson ípulagninga­ maður p Gunnar Gunnarsson þjálfari Víkings í handbolta Guðbjörg Guðný Guðlaugsdóttir úsfreyja í Grindavíkh uðlaugur Gústafsson sjómaður í Grindavík G Marel Örn Guðlaugsson gæðastjóri hjá Advania og fv. körfuknattleiksmaður Guðmunda Guðrún Guðnadóttir húsfreyja Guðlaugur Guðjónsson útvegsbóndi í Miðhópi í Grindavík Guðlaug Einarína Guðlaugsdóttir verkakona Finnbogi Líndal Sigurðsson lögregluþjónn í Reykjavík Kristbjörg Kristmundsdóttir húsfreyja Sigurður Líndal Jóhannesson bóndi á Refsteinsstöðum í Víðidal, Hún. og víðar Úr frændgarði Hönnu Guðrúnar Stefánsdóttur Stefán Heimir Finnbogason fv. starfsmaður álversins í Straumsvík Þrenningin Hanna, Orri og Inga Fríða að búa til minningar. ÍSLENDINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2019 Jón Hlöðver Johnsen fæddist íVestmannaeyjum 11. febrúar,1919. Foreldrar hans voru hjónin Árni J. Johnsen, f. 1892, d. 1963, kaupmaður í Vestmanna- eyjum, og Margrét Marta Jóns- dóttir, f. 1895, d. 1948, húsfreyja. Súlli, eins og Hlöðver var jafnan kallaður, ólst að miklu leyti upp hjá móðurafa sínum og ömmu í Suður- garði, þeim Jóni Guðmundssyni og Ingibjörgu Jónsdóttur. Hlöðver stundaði nám í barna- og unglingaskóla í Eyjum, en auk þess gekk hann í Ágústarskólann í Reykjavík. Hann lauk prófi frá Menntaskólanum í Reykjavík, iðn- skóla og matsveinaskóla. Hlöðver var sjómaður í nokkur ár og útgerðarmaður, gerði m.a. út Gottu VE. Hann starfaði við versl- unarstörf um hríð og var starfs- maður Útvegsbankans í 12 ár. Hans hug áttu hvers konar nátt- úruvísindi og fjallaferðir og fyrir það er hann einna þekktastur. Hann kleif meðal annars Eldey fjórum sinnum og stundaði lundaveiði og eggjatöku frá unga aldri til dauða- dags, aðallega í Bjarnarey. Hann gaf út bókina Bergið klifið árið 1986, sem eru minningar veiði- manns, en auk þess skrifaði hann ótal greinar um úteyjarnar í Vest- mannaeyjum. Þá var hann heiðurs- félagi í Félagi bjargveiðimanna í Vestmannaeyjum. Hlöðver hafði einnig eftirlit með jarðhitarannsóknum í gosinu í Vest- mannaeyjum árið 1973 og mörg ár eftir það. Átti hann m.a. þátt í því að nýta gufu frá bergkvikunni til varmanotkunar í Vestmannaeyjum. Hlöðver kvæntist Sigríði Haralds- dóttur 1. ágúst 1942, f. 26.6 1916, en hún lést af slysförum 17.2. 1993. Þau reistu sér húsið Saltaberg árið 1952. Börn þeirra eru Margrét, f. 1942, Sigríður, f. 1948, Anna Svala, f. 1955, Haraldur Geir, f. 1956 og Svava Björk, f. 1959. Fyrir átti Sigríður dótturina Ágústu Guðmundsdóttur, f. 1936, d. 2016. Hlöðver lést 10.7. 1997. Merkir Íslendingar Hlöðver Johnsen 85 ára Elísa Dagmar Benediktsdóttir Ingibjörg Eiríksdóttir Nielsen 80 ára Anna Aðalsteinsdóttir Ragnhildur Steinbach Sigurrós Jónsdóttir 75 ára Kristrún Guðmundsdóttir Valur Valsson 70 ára Bent Frisbæk Björgvin Björgvinsson Elín Pálsdóttir Elís Björn Klemensson Haukur Gunnarsson Ólafur Jakobsson Óli Björn Gunnarsson Sigurlín Alda Jóhannsdóttir Þórir Jakobsson 60 ára Berglind Björk Jónasdóttir Bjarki Bjarnason Esther Birgisdóttir Halldór Jónasson Jón Erlingur Jónasson Kári Guðmundsson Mendanita Eyrún Cruz Sigríður Nanna Sveinsdóttir Sigrún Halldórsdóttir Sigurður Kristjánsson Sigurjón Gunnarsson Sólveig Brynjarsdóttir Unnur Ósk Kristjónsdóttir Þórhildur Guðmundsdóttir 50 ára Aldís Ingimarsdóttir Arna Ósk Harðardóttir Björn Stefán Hilmarsson Guðbjörg F. Guðmundsdóttir Gullveig Unnur Einarsdóttir Hermann Hermannsson Ingibjörg Pétursdóttir Katrín Elva Karlsdóttir Kjartan Glúmur Kjartansson Margrét Hallgrímsdóttir Olga Guðrún B. Sigfúsdóttir Ragnar Þór Valdimarsson 40 ára Amir Mulamuhic Antanas Kasperavicius Berglind Hauksdóttir Bergþóra Ragnarsdóttir Dögg Guðmundsdóttir Edita Janoniene Hanna Guðrún Stefánsdóttir Hákon Arason Hubert Stanislaw Kolinski Indriði Þór Einarsson Kristján Ketill Stefánsson Marcin Arkadiusz Kwapisz Przemyslaw A. Hamerski Ricardo M. Rato Sesinando Sigurður Örn Sigurbjörnss. Tomas Kiaulakys 30 ára Dagur Hilmarsson David Jonathan Blurton Einar Valur Sverrisson Elva Björk Guðmundsdóttir Hjalti Ásgeirsson Jakop Trausti Þórðarson Jakub Józef Kunicki Lilja Ósk Diðriksdóttir Matthew D. Wilding-Wykes Ragnheiður Ásta Valgeirsd. Ragnheiður Hera Gísla. Robert Tyler Grimsley Tomás Svoboda Þórhalla Friðriksdóttir Til hamingju með daginn 40 ára Kristján er frá Ketilsstöðum í Jökuls- árhlíð, en býr í Fellabæ. Hann er framkvæmda- stjóri Skólapúlsins. Maki: Kristín Una Frið- jónsdóttir, f. 1981, er í fæðingarorlofi. Börn: Agnes Katla, f. 2011, og Bergþóra, f. 2017. Foreldrar: Stefán Geirs- son, f. 1944, og Bergljót Stefánsdóttir, f. 1941, bændur á Ketilsstöðum. Kristján Ketill Stefánsson 30 ára Einar er Hafnfirð- ingur en er nýfluttur til Grindavíkur. Hann er með meistaragráðu í alþjóða- samskiptum og stjórn- málafræði og starfar í sölu og samskiptum hjá hótelinu Retreat hjá Bláa lóninu. Foreldrar: Sverrir Ög- mundsson, f. 1955, sölu- stjóri hjá Ásbirni Ólafssyni heildsölu, Ásbjörg Magn- úsdóttir, f. 1955, hjúkr- unarfræðingur á Land- spítalanum. Einar Valur Sverrisson 30 ára Ragnheiður er Reykvíkingur. Hún er með BA-gráðu í félagsfræði með áherslu á sálfræði og er að klára MS-ritgerð í markaðsfræði og alþjóða- viðskiptum við HÍ og markaðsfulltr. hjá L’Occitane. Maki: Hafþór Harðarson, f. 1986, tæknimaður hjá Securitas. Foreldrar: Gísli Ólafsson, f. 1963, læknir, og Sigríð- ur Gísladóttir, f. 1963, BA í sagnfræði, bús. í Rvík. Ragnheiður Hera Gísladóttir Við notum ekki MSG í súpuna okkar. Hún fæst í öllum helstu matvöruverslunum og stórmörkuðum landsins. Súpan er fullelduð og aðeins þarf að hita hana upp

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.