Morgunblaðið - 11.02.2019, Blaðsíða 10
05:39 Ölvaður ökumaður reyndi að stinga af lögreglubifreið við almennt
eftirlit á Bústaðavegi en hafnaði utan vegar í Suðurhlíð út af Kringlumýr-
arbraut, en svo virðist sem maðurinn hafi ekki náð beygjunni sökum mikils
hraða. Þegar bíll númer 108 mætir á vettvang er búið að handtaka ökumann
bifreiðarinnar sem færði sig yfir í farþegasæti hennar til þess að villa um
fyrir lögreglumönnum. Skoðun á ökutækinu gaf til kynna að maðurinn
hefði verið með viskíglas undir stýri.
Reykjavík eftir að hundar inni á verk-
stæðinu byrjuðu að gelta. Hann at-
hugaði málið og sá þá glæpagengi á
verönd verkstæðisins þar sem einn
hafði klifrað upp á bíl þar og var að
skrúfa af ljóskastara. Ágúst Fylkis-
son, eigandi fyrirtækisins, upplýsti
Morgunblaðið um það í gær að verk-
stæðismaður væri rifbeinsbrotinn
eftir að þjófarnir börðu hann í síðuna
með þungum hlut þegar hann gekk á
þá. Mennirnir voru á bak og burt þeg-
ar lögreglubíll 108 mætti á vettvang
en lögregla lýsti eftir bílnum sem þeir
sáust á, sem er hvítur Mercedes-
Benz Sprinter-sendiferðabíll.
Næsti klukkutíminn eða svo var
tíðindalítill. Reglulega stöðvuðu lög-
reglumenn bifreiðar þar sem ýmist
SVIÐSLJÓS
Andri Steinn Hilmarsson
ash@mbl.is
Ölvunarakstur sem endaði með
ósköpum, erlent þjófagengi í iðn-
aðarhverfi og óspektir í miðbænum
voru meðal helstu verkefna lögregl-
unnar á höfuðborgarsvæðinu aðfara-
nótt sunnudags. Næturvaktin á lög-
reglubíl 108 var með nokkuð hefð-
bundnu sniði og fengu ljósmyndari og
blaðamaður Morgunblaðsins að slást
í för.
Vaktin hófst eins og venjulega á
nafnakalli í lögreglustöðinni við
Hverfisgötu klukkan ellefu um kvöld.
Var Ebbí varðstjóri þá búin að raða
lögreglumönnum niður á bíla og eftir
atvikum svæði. Við nafnakallið kom
fram að vaktin væri vel mönnuð og
óskaði hún lögregluliðinu góðs gengis
í störfum sínum áður en hún sleppti
þeim inn í nóttina.
Á bíl númer 108, sem er svonefnd
gömul maría eða eldri gerð stærri
Ford-bifreiða í bílaflota lögreglunnar,
voru þeir Stefán, númer 1304, og Ró-
bert, númer 1839. Stefán hefur starf-
að hjá lögreglunni í fimm ár en Ró-
bert síðan í sumar. Sökum reynsl-
unnar var Stefán stjórnandi í bíl
númer 108, en hann gerði þó ekki
mikið úr þeirri stöðu og sagði verk-
efni næturinnar unnin í samvinnu
þeirra beggja og eftir atvikum með
fjölmennara lögregluliði.
Rétt rúmum hálftíma eftir nafna-
kallið fóru bláu ljósin að blikka í
fyrsta skiptið á þessari vakt, en frem-
ur lítið átti þó eftir að vera um ljósa-
dýrð í verkefnum lögreglu þá nóttina.
Tilfinningar voru miklar hjá flestum
þeirra sem lögregla þurfti að hafa af-
skipti af og fæstir voru þeir eitthvað
sem kalla mætti góðkunningja lög-
reglunnar. Ekkert reyndist þó at-
hugavert í þessari fyrstu athugun
lögreglumannanna með ökumann bif-
reiðar á Suðurlandsbraut, en sá gaf
þær skýringar á undarlegu ökulagi
sínu að hann væri að prufukeyra bíl
og hefði verið að fikta í takkaborðinu.
Ökuréttindi voru til staðar og bíl-
stjórinn allsgáður, en ekki með at-
hyglina á réttum stað. Það átti reynd-
ar eftir að koma á daginn að allir þeir
ökumenn sem bíll 108 stöðvaði á næt-
urvaktinni reyndust allsgáðir undir
stýri.
Hefur lent í genginu áður
Klukkan 23.38 barst fyrsta útkall-
ið. Verkstæðismaður hjá flutninga-
fyrirtækinu „Til og frá“ varð var við
eitthvað óeðlilegt fyrir utan verk-
stæði fyrirtækisins við Súðarvog í
var grunur um ölvunarakstur eða bíl-
arnir ljóslausir eða númerslausir.
Ölvaður ók í fas lögreglunnar
Rúmlega hálftvö barst annað útkall
en þar hafði vegfarandi tilkynnt um
ökumann í Tangahverfi í Mosfellsbæ.
Ökumaðurinn hafði ekið bifreið sinni
út af vegi og á rafmagnskassa sem
var gjöreyðilagður. Í tilkynningu veg-
faranda til lögreglu sagði hann mann-
inn í annarlegu ástandi, en ökumað-
urinn sagði við tilkynnandann að
hann væri búinn að tilkynna slysið til
lögreglu. Það reyndist ekki rétt og
grunaði því lögreglu að eitthvað mis-
jafnt hefði átt sér stað. Bíll 108 svar-
aði útkallinu og var kominn í Mos-
fellsbæ um tíu mínútum síðar ásamt
Morgunblaðið/Eggert
Nafnakall Lögreglumenn á næturvakt aðfaranótt sunnudagsins hefja vaktina á nafnakalli þar sem varðstjórinn Ebbí fer yfir skipulag vaktarinnar. Fór hún yfir það með lögreglumönnum á vakt
hverjir væru saman á bíl og á hvaða bílum. Þeir Stefán, lögreglumaður nr. 1304, og Róbert, nr. 1839, voru settir á bíl 108, svonefnda gamla maríu, vegna fylgdar Morgunblaðsins á vaktinni.
23:38 Þegar hálftími var liðinn af vaktinni kom fyrsta útkallið en tilkynnt
var um fjóra erlenda karlmenn í iðnaðarhverfinu í Súðarvogi. Mannanna
varð vart þegar þeir reyndu að stela kösturum af flutningabílnum á mynd-
inni. Eigandi bílsins upplýsti lögreglu um að sömu menn hefðu stolið af bíln-
um fyrir 500 þúsund krónur fyrir fáum vikum. Mennirnir voru á hvítum
sendiferðabíl en voru á bak og burt þegar lögreglubíll 108 mætti á vettvang.
Næturvakt á bíl 108
Einn er rifbeinsbrotinn eftir áflog við erlent glæpagengi
Ölvaður ökumaður ók gegn umferð og á rafmagnskassa
00:26 Umferðartékk á Mýrargötu. Ökumaður allsgáður og með ökuréttindi.
Lögreglumenn Þegar búið var að fá sér kaffi eftir nafnakallið var haldið af
stað. Stefán hefur verið hjá lögreglunni í fimm ár en Róbert í tæpt ár. Stef-
án sá um að aka lögreglubifreiðinni alla vaktina.
Frá Hverfisgötu Ölvaði ökumaðurinn í Suðurhlíð var færður yfir í bíl 108 á
vettvangi sem flutti hann á lögreglustöðina á Hverfisgötu þar sem tekið var
úr honum blóðsýni og hann vistaður í fangageymslu þar til hann yrði við-
ræðuhæfur. Maðurinn hefur áður verið sviptur ökuréttindum.
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2019