Morgunblaðið - 11.02.2019, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2019
að foreldrarnir skömmuðu aldrei
drenginn sinn, heldur umvöfðu
hann þess í stað ást og væntum-
þykju. Daginn sem niðurbrotni
unglingurinn fékk bílprófið sitt
hringdi dyrabjallan. Úti stóð
Björn Kristmundsson, nágranni
og vinur, með útrétta hönd og
sagði: „Hér eru lyklarnir að bíln-
um mínum!“ Þetta litla atvik hef-
ur fylgt unglingnum alla ævi og
orðið stærra og stærra eftir því
sem tíminn hefur liðið. Hann
sýndi unglingnum ekki aðeins
skilyrðislaust traust á erfiðum
tíma, heldur sýndi hann einnig úr
hverju hjarta hans var gert.
Bjössi hefur alla tíð verið stór-
menni í mínum huga. Blessuð sé
minning hans.
Kristján Gíslason.
Góður vinur og félagi, Björn
Blöndal Kristmundsson, er fall-
inn frá. Bjössi, eins og við fé-
lagarnir kölluðum hann, var
traustur félagi og fljótur til að-
stoðar ef leitað var til hans. Hann
var fylginn sér og ávallt mikill
sjálfstæðismaður og fylgdi þeirri
stefnu af einurð.
Við vorum nokkrir félagar sem
vorum saman í gönguhópi á ann-
an áratug. Gengum frá Skúlagötu
út að Miklubraut flesta virka
daga þannig að við áttum góðan
tíma, oft fjörugar samræður um
menn og málefni og oft vel tekið
á.
Eftir nám í Verzlunarskólan-
um varð Bjössi kaupfélagsstjóri í
Kaupfélagi íhaldsins í Ólafsvík,
kornungur og líklega yngsti
kaupfélagsstjóri landsins. Þetta
var ekki áreynslulaust þar sem
fyrir var rótgróið framsóknar-
kaupfélag með SÍS-klíkuna á bak
við sig. Hann reyndi að bjóða
vörur á betra verði en Sambands-
kaupfélagið. Hann seldi mjólk til
neytenda frá Mjólkursamsölunni,
en þá notfærði SÍS-veldið að-
stöðu sína og hótaði að kaupa
enga mjólk frá Mjólkursamsöl-
unni ef þeir afgreiddu íhalds-
kaupfélagið og það gekk eftir.
Björn komst framhjá þessum
árásum og gat um tíma náð í
mjólk hjá vini sínum sem rak
verslun á Akranesi. Eins og sjá
má var erfitt fyrir unga menn að
berjast gegn samtryggingarklík-
unum en Björn gafst aldrei upp,
það vissu þeir sem hann þekktu.
Björn vann við ýmis störf en
síðar rak hann Prjónastofu í
Borgarnesi í nokkur ár með góð-
um árangri. Bjössi var áhuga-
maður um laxveiði og fór oft með
veiðifélögum sínum m.a. í Laxá í
Aðaldal og minntist oft á góðar
veiðiferðir og frábæran fé-
lagsskap.
Björn var í áratugi vel virkur
innan Frímúrarareglunnar og
vann þar gott starf og lagði mikið
af mörkum fyrir félagana.
Nokkrir úr þessum hópi stofnuðu
félag sem heitir Táknið. Eitt af
markmiðum Táknsins var m.a. að
hittast og fara í ýmsar ferðir um
landið okkur til fræðslu og
skemmtunar og voru Bjössi og
eiginkona hans Sigríður hrókar
alls fagnaðar í þessum fé-
lagsskap.
Kæra Sigga og fjölskylda, ég
vil votta ykkur mína dýpstu sam-
úð og megi guð fylgja ykkur á
leiðum ykkar.
Guðmundur Haraldsson.
Nú hefur Bjössi vinur minn
kvatt þessa jarðvist. Þá hafa þeir
náð aftur saman stórvinirnir,
Dóri minn og Bjössi. Þeir voru
eins og samlokur frá því að þeir
hittust fyrst. Ekki bara góðir
kunningjar, nei miklu meira.
Marga mannfagnaði og viðburði
drifu þeir í gang og alltaf með
glæsibrag. Þeir voru báðir frí-
múrarar og lágu ekki á liði sínu
að hafa allt sem glæsilegast í
þeirra húsi. Á fyrsta ballinu þar
gerði ég til dæmis eitthvert grín
að því að þurfa að drekka vín úr
tannburstaglösum. Þau sáust
ekki aftur, því auðvitað var því
reddað í snatri. Já, þeir voru alls-
herjar reddarar, vinirnir.
Björn hafði alltaf áhuga á
mönnum og málefnum og virtist
þekkja meiripart þjóðarinnar.
Það kom sér vel ef vandamál kom
upp í sambandi við bíla eða hvað
sem var. Hann þekkti þá ein-
hvern sérfræðing sem gat bjarg-
að málunum. Það var svo sjálf-
sagt að hringja í Bjössa ef
eitthvað kom fyrir, svo auðvitað
varð mér það fyrst í huga þegar
dekk sprakk á bílnum mínum við
erfiðar aðstæður. Bjargvættur-
inn kom á staðinn nokkrum mín-
útum síðar. Þeir vinirnir voru þó
ekki sérlega handlagnir, en eins
og fyrr segir kom það aldrei að
sök.
Bjössi gat stundum haft hátt
og æst sig yfir hinum ólíkustu
málum, en svo hló hann sínum
hvella hlátri og allir með honum.
Þar með var málið útrætt.
Já, það var oft grínast og alltaf
gaman í návist Bjössa. Engin
lognmolla þar. Hann var ekki
eins feiminn að sýna tilfinningar
sínar og margir jafnaldrar hans.
Eitt sinn heima hjá þeim hjónum
var hann að tala um aðra dóttur
sína sem var erlendis í námi,
greip þá mynd af henni og knú-
skyssti og sagði: „Ohh ég elska
sko þessa stelpu mína.“
Já, Bjössi átti þrjár konur,
Siggu sína og dæturnar tvær,
Kristínu og Halldóru. Ég veit að
hann hefði gert hvað sem var fyr-
ir þær allar. Dreng eignuðust þau
Sigga en misstu eftir löng veik-
indi ungan að aldri. Ég þekkti
þau ekki þá en Bjössi sagði að
hann hefði orðið hvíthærður á
einni nóttu við sonarmissinn. Því
trúi ég vel, eins hjartahlýr og
hann var, en aldrei væminn.
Við hentum oft á milli okkar
skeytum í hálfkæringi sem þýddi
bara: Mér líkar svo skolli vel við
þig. Við stöndum nú eftir margar
ekkjurnar úr vinahópnum sem
hélt svo vel saman í mörg ár, en
við megum eiga von á að það
verði riggað upp góðu giggi þeg-
ar við hittum strákana okkar aft-
ur.
Sendi mæðgunum mínar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Ína Gissurardóttir.
Þegar Áskirkja v/Vesturbrún
var byggð á árunum 1971 til 1983,
árið sem hún var vígð, sat Björn í
byggingarnefnd kirkjubygging-
arinnar. Hlutverk nefndarinnar
var hvort tveggja í senn að afla
fjár til byggingarinnar og sjá um
framkvæmd verksins, ásamt
byggingameisturunum. Í þessum
efnum var Björn dugnaðarfork-
ur, samdi við verktaka, nánast
svo þeim blæddi og aflaði fjár til
verksins, enda var hann vel liðinn
og vel þekktur og vílaði ekki fyrir
sér að leita miða hvar sem var.
Þegar undirritaður kom til
starfa í sóknarnefndinni rétt fyr-
ir aldamótin var það að áeggjan
Björns, sem þá var formaður
sóknarnefndar en við höfðum
kynnst í Frímúrarareglunni þar
sem hann var mjög virkur félagi
og gegndi þar trúnaðarstörfum.
Eitt af því sem Björn skipulagði
til að afla fjár voru fjáröflunar-
kvöld í kirkjunni þar sem boðið
var upp á alls konar matarveislur
undir borðhaldi sóknarbarna og
jafnvel með fólki utan sóknarinn-
ar, og var ýmislegt góðgæti á
borðum sem Björn hafði fengið
gefins eða greitt fyrir gegn vægu
gjaldi, en veislugestir greiddu vel
fyrir máltíðina, þannig að einhver
afrakstur varð eftir hverju sinni.
Er allt þetta starf hans í þágu Ás-
kirkju mjög svo þakkarvert.
Nú er Björn farinn á vit feðra
sinna, þar sem eilífa ljósið skín og
þar sem himinsalirnir munu opn-
ast og hinn hæsti höfuðsmiður
tekur hann í náð sína. Við María
vottum Sigríði, eftirlifandi eigin-
konu Björns, dætrum þeirra og
fjölskyldu allri okkar innilegustu
samúð og óskum þeim Guðs
blessunar.
Birgir Arnar, fyrrv. form.
sóknarnefndar.
✝ Jóna GuðbjörgSteinsdóttir
fæddist á Múla í
Vestmannaeyjum
6. desember 1928.
Hún lést á líkn-
ardeild Landspít-
alans 30. janúar
2019.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin
Steinn Ingvarsson,
f. 23.10. 1892, d.
1.3. 1983, og Þorgerður Vil-
hjálmsdóttir, f. 14.8. 1903, d.
29.9. 1990.
Systur hennar eru Sigríður,
f. 1.3. 1925, maki Sveinn H.
Magnússon, látin; Guðbjörg
Þóra, f. 20.5. 1931, maki Finn-
bogi Árnason; Guðrún, f. 22.9.
1935, látin, maki Jóhann G.
Ólafsson,
Eftirlifandi eiginmaður
hennar er Hilmar Guð-
laugsson, f. 2. desember 1930.
Börn þeirra eru: 1) Stein-
gerður, f. 1949, maki Bjarni
Pétur Magnússon,
eiga þau fjögur
börn, sjö barna-
börn og eitt
barnabarnabarn.
2) Guðlaugur Rún-
ar, f. 1953, maki
Sigrún Magn-
úsdóttir, f. 29. jan-
úar 1953, látin.
Eiga þau tvo syni
og tvö barnabörn.
Guðlaugur er í
sambúð með Ástu Ástþórs-
dóttur. 3) Atli, f. 1959, maki
Hildur K. Arnardóttir, eiga
þau þrjú börn og tvö barna-
börn.
Jóna var húsmóðir en síð-
ustu starfsárin utan heimilis
vann hún hjá Íslandspósti. Við
starfslok tók hún virkan þátt í
félagsstarfi eldri borgara í
Grafarvogi, Korpúlfum, til
dauðadags.
Jóna verður jarðsungin frá
Grafarvogskirkju í dag, 11.
febrúar 2019, klukkan 13.
Elsku mamma mín!
Þegar ég talaði við þig á 90
ára afmælinu þínu fyrir tveim-
ur mánuðum lékst þú á als
oddi, dansaðir og skemmtir þér
frábærlega með fólkinu þínu.
Ég hélt að ég myndi setjast
niður á næsta afmæli og skrifa
eitthvað til þín en í staðinn er
ég mættur til að kveðja þig.
Kveðjustundin er erfið en þú
reyndir að gera okkur hana
bærilegri með því að segja okk-
ur á sjúkrabeðinum að þú hefð-
ir átt góða ævi og fengið að
upplifa svo margt.
Hún var einstök kona hún
mamma, hugsaði vel um sitt
fólk og var kjölfestan í fjöl-
skyldunni okkar. Fyrirmynd
okkar allra.
Það voru forréttindi að vera
yngstur á heimilinu og ekki
amalegt að hafa mömmu alltaf
til staðar, hvort sem ég var að
koma heim úr skólanum eða af
æfingu.
Einhvern tímann datt mér í
hug að fara að bera út blöð og
næla mér í smá aukapening.
Það var oft erfitt að drífa sig á
lappir snemma á köldum vetr-
armorgnum. Til þess að auð-
velda mér útburðinn fór
mamma á fætur fyrir allar aldir
og labbaði með mér um Háa-
leitishverfið.
Það var fljótlega ljóst að
hugur minn snerist um hvers
kyns íþróttir. Það var ekki
vandamál fyrir foreldra mína,
þau ákváðu að styðja mig af öll-
um mætti og fylgdust með mér
í öllum leikjum, sem var ekki
algengt á þeim tíma.
Ungum manni í íþróttum
fylgdu skítug íþróttaföt, ein-
hverra hluta vegna voru þau
alltaf hrein og samanbrotin í
skápnum mínum daginn eftir.
Mig grunar að mamma hafi
haft eitthvað með það að gera.
Mamma og pabbi hafa verið
mjög dugleg að fylgjast með
börnum og barnabörnum í
íþróttunum og mér er til efs að
það séu einhver hjón búin að
sjá jafn marga landsleiki og
þau í Laugardalshöllinni. Það
skipti engu máli í hvaða félagi
fjölskyldumeðlimirnir voru, þau
studdu sitt fólk á pöllunum
hvort sem um þjálfara eða leik-
menn var að ræða.
Þau pabbi voru mjög dugleg
að ferðast, ófáar Mallorca- og
Kanaríeyjaferðirnar. Þau voru
líka mjög dugleg að heimsækja
okkur Hildi þegar við bjuggum
erlendis. Vildu sjá hvernig við
hefðum það í útlandinu og kíkja
á aðstæður.
Hún kvartaði ekki oft hún
Jóna Steins. Sigraðist á
krabbameini og alvarlegum
gigtarsjúkdómi. Hún var samt
mjög heilsuhraust enda hafði
hún alltaf eitthvað fyrir stafni.
Stundaði sundleikfimi í mörg
ár, tók virkan þátt í starfi eldri
borgara í Grafarvogi og miklaði
ekki fyrir sér að skreppa til
Vestmannaeyja og heilsa upp á
skyldmenni sín.
Samband hennar og pabba
hefur verið einstakt í þessi 70
ár sem þau hafa verið saman.
Það var gaman að heyra pabba
segja frá sambandi þeirra í af-
mælinu í desember.
Það sem ég hef líka dáðst að
er hvað þær Múlasystur og eig-
inmenn þeirra voru samrýnd
alla tíð. Nú er ég viss um að
hún Dúra frænka mun taka
hana mömmu í faðminn.
Elsku mamma, takk fyrir allt
sem þú gafst okkur.
Atli.
Með hugljúfri hógværð svo hélstu
þína braut;
sem kærleikans kona þú komin ert
úr þraut
Á heimsins hála svelli er hæpin
óska-stund:
á hærra „Helgafelli“ við höldum
aftur fund.
Svo kveður Matthías Joch-
umsson forðum í minningu eig-
inkonu sýslumannsins í Vest-
mannaeyjum.
Þessi lokaorð ljóðsins eiga
vel við þegar tengdamóðir mín
er kvödd hinstu kveðju.
Ég kynntist þessari hugljúfu
og hógværu Eyjakonu fyrir 55
árum. Minningarnar eru marg-
ar og allar góðar, þær varðveit-
ast í huganum og á myndum
frá óteljandi unaðsstundum,
hvort heldur frá ferðalögum
innanlands sem erlendis og þá
ekki síður allar góðu stundirnar
í Mallakoti.
Jóna bjó Hilmari og börnum
þeirra fallegt og gott heimili
hér í Reykjavík. Hún var fag-
urkeri í allri sinni hógværð,
tignarleg í framkomu. Ótal
munir bera hæfileikum hennar
vitni svo sem prjónles, óteljandi
sokkar, vettlingar og peysur,
hvort sem var á ættina eða til
almennrar sölu. Annað hand-
verk eftir hana eigum við
margs konar, ýmist sem út-
saum eða glerlistaverk og
muni.
Fyrsta barn okkar hjóna
kom í heiminn áður en við hóf-
um búskap, Steingerður kona
mín í vinnu og þá var það Jóna
sem tók að sér að gæta barns-
ins. Síðar þegar við höfðum
stofnað okkar heimili og börn-
unum fjölgaði kom það oftar en
ekki fyrir að hópurinn fékk
pössun hjá þeim hjónum. Það
fáum við seint fullþakkað.
Minning um ljúfa og góða
konu gleymist seint, konu sem
umvafði okkur umhyggju og ást
og var ávallt tilbúin að gefa af
sér hvenær sem til hennar var
leitað. Blessuð sé minning þín.
Bjarni Pétur
Magnússon.
Elsku amma okkar er látin
eftir skammvinn veikindi, það
er sár söknuður og um leið
undrun hvað þetta gerðist hratt
þar sem hún var alltaf svo
heilsuhraust og tignarleg.
Minning hennar mun lifa enda
var hún okkur nærri og eigum
við margar góðar, fallegar og
skemmtilegar minningar með
henni og afa. Góðar stundir
heima hjá okkur og heima hjá
þeim, í Mallakoti, í utanlands-
ferðum, á ættarmótum og nú
síðast á níræðisafmælinu henn-
ar þar sem það var sungið,
dansað og hlegið. Þetta eru
dýrmætar minningar.
Amma var alltaf til staðar og
bar mikla umhyggju fyrir okk-
ur. Ef við vorum veik var það
okkar fyrsta verk að láta hana
vita og hún var mætt með malt
og Andrés. Amma hélt fjöl-
skyldunni saman, einnig var
mikill samgangur á milli systra
ömmu og þeirra barna og
barnabarna sem er alls ekki
sjálfsagður hlutur en dýrmætur
niðjum þeirra. Amma var
hörkutól og bar sig alltaf vel,
jafnvel þegar hún var orðin fár-
veik sagði hún að það væri ekk-
ert að sér. Það þýddi heldur
ekkert fyrir okkur að væla eða
kvarta við ömmu, hennar svar
var yfirleitt á sama veg, hættu
þessu væli það er ekkert að
þér.
Amma var hrein og bein og
sagði sína meiningu umbúða-
laust. Hún var fyrirmyndar
húsmóðir, vinnusöm og féll
henni aldrei verk úr hendi.
Amma var myndarleg í eldhús-
inu og það fyrsta sem við gerð-
um þegar við komum í heim-
sókn var að kíkja í kökuboxin
og athuga hvað væri til, randal-
ín, hjónabandssæla eða brún-
kaka, það var alltaf eitthvað
gott til hjá ömmu. Hún hafði
listrænt auga og eigum við
glerdiska og skálar, skartgripi
og útsaumaðar myndir og púða
eftir hana. Eins eru ófáar hend-
ur og fætur sem hún hefur
vermt með ullarsokkum og svo
fallegum og vel prjónuðum
vettlingum, peysum og kjólum,
sem við njótum svo sannanlega
góðs af. Einnig prjónaði hún og
seldi lopapeysur fyrir
Handprjónasambandið í mörg
ár.
Amma og afi tóku alltaf vel á
móti okkur og var alltaf gott að
leita til þeirra og fá góð ráð.
Amma var frá Vestmanna-
eyjum og sótti hún reglulega
fundi kvenfélagsins Heimaeyj-
ar. Hún var öflug í félagsstarfi
Korpuúlfa í Grafarvogi og hún
starfaði einnig lengi í sjálfboða-
vinnu fyrir Rauða krossinn.
Elsku amma, þú ert fyrir-
mynd okkar, umhyggja þín,
dugnaður, félagslyndi og heil-
brigt líferni eru okkar leiðar-
ljós. Við erum heppin að hafa
fengið að hafa þig í lífi okkar
svona lengi og geymum fagra
minningu þína í hjarta okkar.
Elsku afi, missir þinn er
mikill eftir rúm 70 ár í sambúð,
en nú er komið að okkur að
dekra við þig með ást og um-
hyggju, randalín, fiskibollum og
ávaxtagraut.
Jóna Hildur, Kristín
Leopoldína, Hilmar
Magnús og Guðrún Ásta.
Elsku amma mín, síðustu
dagar eru búnir að vera svo
erfiðir og óbærilegt að hugsa
um að nú sért þú farin. Amma
sem var alltaf til staðar með já-
kvæðar lausnir við öllu. Þú
stóðst alltaf með þínu fólki,
sama hvað. Sama hvað okkur
krökkunum datt í hug að gera
stóðstu alltaf þétt við bakið á
okkur. Nema kannski þegar við
tókum upp á því að labba frá
Mallakoti í Þrastalund, þá var
mín ekkert svo sátt, en þú
varst fljót að fyrirgefa okkur
það.
Það var alltaf svo góð tilfinn-
ing að vita af ykkur afa í stúk-
unni á handboltavellinum þar
sem þið mættuð og studduð við
bakið á mér í blíðu og stríðu,
alveg sama hvaða félagi þið
þurftuð að klappa fyrir, og
reyndi ég mitt allra besta að
gera ykkur stolt og ég mun
halda því áfram.
Það koma bara hlýjar og
yndislegar minningar þegar ég
hugsa um öll þessi ár með þér
og er jákvæðni, dugnaður og
æðruleysi mér efst í huga og
hvað þú varst alltaf vel tilhöfð
og flott. Tala nú ekki um
prjónahæfileikana þína og öll
þau listaverk sem þú hefur
prjónað og búið til sem ég mun
passa svo vel upp á og alltaf
hafa hjá mér. Samband ykkar
afa er það fallegasta sem ég hef
séð og eruð þið mínar helstu
fyrirmyndir á svo mörgum
sviðum. Ég er svo þakklát fyrir
okkar góða samband, allar dýr-
mætu minningarnar og þessa
stórkostlegu fjölskyldu sem þið
gáfuð okkur.
Ég elska þig, elsku amma
mín, og á eftir að sakna þín svo
heitt.
Sofðu vel, þín
Þorgerður.
Jóna frænka var stór kona,
ekki há í vextinum eða hávær
heldur kona með stórt hjarta
sem vildi öllum vel. Hún var
fíngerð og alltaf vel til höfð.
Tók á móti manni hvernig sem
á stóð með sitt fallega bros og
hlýja faðm, tilbúin að gera allt
fyrir alla. Maður minnist ekki
Jónu frænku nema með Malla
(Hilmari) manninum hennar, en
þau voru einstök hjón, gestrisin
og alltaf boðin og búin að veita
húsaskjól fjölskyldunni þegar
hún kom frá Eyjum, hvort sem
var á Háaleitisbrautina, Graf-
arvoginn eða í Mallakot. Alltaf
vorum við velkomin og alltaf
var fundið pláss til lengri eða
skemmri tíma.
Jóna frænka var mjög já-
kvæð kona, til í allt, missti af
fáum viðburðum og fannst ekk-
ert mál að skreppa hingað og
þangað. Ófáar ferðirnar fórum
við saman í handavinnubúðina í
Hafnarfirði á námsárunum
mínum, en þá bjó ég hjá þeim
hjónum. Jóna var mikil hann-
yrðakona og prjónaði mikið af
fallegum hlutum alla tíð sem
yljað hafa mörgum smáum sem
stórum. Eflaust er núna komið
eitthvað á prjónana hjá ykkur
systrum í Sumarlandinu.
Jóna frænka var næst elst
Múlasystra, það var einstakt
fallegt og gott samband milli
systranna sem aldrei bar
skugga á. Fjölskyldan ber líka
merki þessara sterku fjöl-
skyldubanda ástúðar og vináttu
þeirra systra. Það er sárt að
missa, en það er gott að fá að
fara með reisn, sátt við lífs-
hlaupið eins og þið systur
áttuð.
Ég kveð þig elsku frænka
með söknuði og þakklæti fyrir
allt.
Þú veist að tímans köldu fjötra
enginn flýr
enginn frá hans löngu glímu aftur
snýr.
Því skaltu fanga þessa stund
því fegurðin í henni býr.
Líttu sérhvert sólarlag,
sem þitt hinsta væri það.
Því morgni eftir orðinn dag
enginn gengur vísum að.
(Bragi Valdimar Skúlason)
Ástvinum öllum sendi ég
innilegustu samúðarkveðjur.
Þorgerður Jóhannsdóttir
(Gerða).
Jóna Guðbjörg
Steinsdóttir