Morgunblaðið - 11.02.2019, Blaðsíða 4
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Í Skógarhlíð í Reykjavík Á reitnum umhverfis Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu eru möguleikar á þéttingu byggðar. Flytja á starfsemina.
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Hugmyndir eru um sameiginlega
nýbyggingu fyrir lögregluembættin,
tollinn og viðbragðsaðila á höfuð-
borgarsvæðinu. Starfsemin er nú í
nokkrum byggingum.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins var upphaflega hugmyndin
sú að finna sameiginlegt húsnæði
fyrir Lögregluna á höfuðborgar-
svæðinu, Ríkislögreglustjóra og
Tollstjóra. Fram kom í fjölmiðlum
að húsnæðisþörf þessara þriggja
embætta væri metin 20 þús ferm.
Verkefnið hefur síðan þróast og er
nú til skoðunar að Tollstjórinn í
Reykjavík, Landhelgisgæslan og
Neyðarlínan verði í sama húsi og
lögregluembættin. Meðal annars er
horft til samlegðaráhrifa sem geti
verið töluverð af því að hafa starf-
semina á einum stað.
Verkefnið er nú í þarfagreiningu.
Næsta skref verður að meta valkosti
og mögulegar staðsetningar. Þá er
áhugi á að bjóða Landsbjörg og
Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu
að taka þátt í þessari greiningu.
Samlegðaráhrifin metin
Stefnt er að því að ljúka henni á
fyrri hluta þessa árs. Mun þá liggja
fyrir hver húsnæðisþörfin er í fer-
metrum talið, hver samlegðaráhrifin
verða og hvort heppilegt sé að hafa
starfsemina á sama stað. Næsti
áfangi er sem áður segir val-
kostagreining.
Ljóst þykir að Lögreglan á höfuð-
borgarsvæðinu og slökkviliðið þurfi
að hafa hverfisstöð nálægt miðborg-
inni. Hverfisstöðvarnar þurfa hins
vegar ekki að vera á sama stað og
aðalbyggingin.
Sá möguleiki að hafa bílageymslu
hefur verið skoðaður vegna sérsveit-
arinnar. Hvað varðar aðgengi rafbíla
var bent á að í nýbyggingum þurfi að
vera rafbílatenglar. Áðurnefnd
starfsemi þurfi sérhæfð rými og svo
marga fermetra að líklega þurfi að
byggja frá grunni.
Má í þessu efni rifja upp fyrri hug-
myndir Framkvæmdasýslu ríkisins
um að byggja við höfuðstöðvar lög-
reglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Virðist hafa verið horfið frá slíkum
hugmyndum og þess í stað horft til
nýbyggingar sem áður segir.
Verðmætar staðsetningar
Skrifstofur Tollstjórans í Reykja-
vík eru í Tryggvagötu 19. Húsnæðið
býður upp á ýmsa möguleika. Meðal
annars er efri hæðin til norðurs, eða
þakið á hluta Kolaportsins, ekki að-
gengileg almenningi. Þaðan er út-
sýni yfir höfnina og Hörpusvæðið.
Hluti húsnæðisins gæti mögulega
hentað undir hótel- og veitinga-
rekstur. Hugmyndir eru um að
tengja betur saman bygginguna,
Kolaportið og Hafnartorg.
Lögreglustjórinn á höfuðborgar-
svæðinu er með höfuðstöðvar við
Hlemm. Norðan við þær er bílastæði
fyrir lögregluna. Hefur borgin skoð-
að möguleika á þéttingu byggðar á
bílastæðahlutanum.
Steinsnar frá, á Skúlagötu 21, eru
skrifstofur Ríkislögreglustjóra.
Fram kom í Morgunblaðinu á
dögunum að leigusamningur rennur
út í byrjun næsta árs. Fulltrúi Reita,
eiganda hússins, taldi þó að
embættið yrði í nokkur ár enn í hús-
inu. Hugmyndir eru um hótel.
Saman í Skógarhlíðinni
Neyðarlínan og Landhelgis-
gæslan hafa skrifstofur í Skógarhlíð
14. Þar eru aðalstöðvar Slökkviliðs-
ins á höfuðborgarsvæðinu. Bygging-
arnar sem snúa til vesturs að Flug-
vallarvegi eru 3-4 hæðir. Skógar-
hlíðarmegin eru bílaplön og
bílageymslur fyrir slökkviliðið. Með
breyttu skipulagi gætu skapast
möguleikar á þéttingu byggðar.
Hefur borgin horft til Skógarhlíðar
sem mögulegs þéttingarsvæðis.
Sjálfsbjörg er með aðstöðu í Há-
túni. Fram kom á kynningarfundi
Dags B. Eggertssonar borgarstjóra
um skipulagslagmál í nóvember að
borgin áformaði þéttingu byggðar í
Hátúni og nefndi þá Sjálfsbjörg.
Hundruð starfsmanna starfa hjá
þeim stofnunum sem ætlunin er að
deili húsnæði. Til dæmis starfa 50
manns hjá Landhelgisgæslunni í
Skógarhlíð og um 100 hjá Slökkvi-
liðinu á höfuðborgarsvæðinu, á fjór-
skiptum vöktum. Þá starfa 127 starf-
menn hjá Tollstjóra í Tryggavötu og
34 í Klettagörðum og Tollpósti og
loks 265 hjá lögreglunni á Hverfis-
götu. Við bætast svo hin embættin.
Slökkviliðið, viðbragðslið og
lögreglan saman í nýbyggingu
Hugmyndir eru um að sameina hundraða manna starfsemi á einum stað
Lögreglustöðin við Hlemm Til skoðunar er að flytja starfsemina annað.
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2019
Hafnarbraut 25 | 200 Kópavogi | Sími 554 0000 | www.klaki.is
HVOLFARARKARA
Handhægir ryðfríir karahvolfarar
í ýmsum gerðum.
Tjakkur vökvadrifinn með
lyftigetu frá 900 kg.
Halli að 110 gráðum.
Vinsælt verkfæri í
matvælavinnslum
fiski – kjöti – grænmeti
Veður víða um heim 10.2., kl. 18.00
Reykjavík -4 skýjað
Hólar í Dýrafirði -7 skýjað
Akureyri -8 skýjað
Egilsstaðir -8 léttskýjað
Vatnsskarðshólar 0 skýjað
Nuuk -3 léttskýjað
Þórshöfn 1 snjóél
Ósló 1 snjókoma
Kaupmannahöfn 4 rigning
Stokkhólmur 4 skýjað
Helsinki 3 skýjað
Lúxemborg 5 skúrir
Brussel 6 skúrir
Dublin 6 skúrir
Glasgow 6 skýjað
London 6 skúrir
París 7 skúrir
Amsterdam 5 súld
Hamborg 8 súld
Berlín 7 rigning
Vín 5 heiðskírt
Moskva -5 alskýjað
Algarve 16 léttskýjað
Madríd 11 skýjað
Barcelona 17 léttskýjað
Mallorca 16 léttskýjað
Róm 13 léttskýjað
Aþena 12 léttskýjað
Winnipeg -29 þoka
Montreal -11 léttskýjað
New York -2 léttskýjað
Chicago -3 alskýjað
Orlando 20 rigning
11. febrúar Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 9:37 17:48
ÍSAFJÖRÐUR 9:54 17:41
SIGLUFJÖRÐUR 9:37 17:23
DJÚPIVOGUR 9:10 17:14
VEÐUR KL. 12 Í DAG
Á þriðjudag Suðvestlæg átt 8-15 m/s. Rigning eða
slydda um tíma í flestum landshlutum og hiti 0 til 5
stig, en slydda eða snjókoma norðvestantil og held-
ur svalara.
Suðaustan 13-20 m/s sunnantil með snjókomu og slyddu og síðar rigningu og hlýnar í veðri, en
hægari og úrkomulítið nyrðra. Hiti 0 til 6 stig sunnanlands síðdegis, en vægt frost fyrir norðan.
Lögreglan á höf-
uðborgarsvæðinu
framkvæmdi átta
húsleitir í um-
dæminu um
helgina, meðal
annars á
skemmtistað í
miðborg Reykja-
víkur, vegna
gruns um um-
fangsmikla brota-
starfsemi.
Lögðu lögreglumenn hald á gögn
af ýmsum toga, búnað og fjármuni,
en öll málin eru sögð tengjast. Höfð
voru afskipti af tuttugu og sex ein-
staklingum vegna aðgerðanna og
voru tíu þeirra færðir á lögreglustöð
til yfirheyrslu. Var þeim í kjölfarið
sleppt úr haldi. Kemur þetta fram í
tilkynningu sem lögreglan sendi
vegna málsins.
Fjöldi lögreglumanna og starfs-
manna frá embætti skattrannsókn-
arstjóra tók þátt í aðgerðunum og
gengu þær vel fyrir sig. Rannsókn
lögreglu er unnin í samvinnu við
embætti skattrannsóknarstjóra.
Rannsóknin er á frumstigi, en
vegna rannsóknarhagsmuna verða
engar frekari upplýsingar veittar
um málið að sinni. Þá hefur
skemmtistaðurinn Shooters verið
innsiglaður af lögreglu, en ekki er
vitað hvort það tengist aðgerðinni.
Húsleitir
gerðar í
borginni
Skemmtistaður
innsiglaður í miðbæ
RVK Leitað var
á átta stöðum.
Minnst 12 snjó-
flóð féllu á Aust-
fjörðum um
helgina, sam-
kvæmt skrá Veð-
urstofu Íslands
um snjóflóða-
tilkynningar.
Hafa því 32 snjó-
flóð fallið á land-
inu öllu síðustu
tíu daga. Var
Fróðárheiði til að mynda lokuð um
tíma í fyrradag eftir að snjóflóð féll á
Flateyrarveg og á mánudag fyrir
viku féll snjóflóð á þjóðveginn um
Hvalnes- og Þvottárskriður skammt
frá Djúpavogi.
Samkvæmt ofanflóðaeftirliti
Veðurstofunnar er talsvert nýsnævi
til fjalla á landinu eftir éljagang
undanfarna viku og hefur snjór safn-
ast í skafla hlémegin í landslagi og
víða er bert á milli.
32 flóð fallið
á tíu dögum
Vetur Víða er
snjóþungt.