Morgunblaðið - 11.02.2019, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2019
Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is
ÓSKUM EFTIR BÍLUMÁ SÖLUSKRÁ - LAUS STÆÐI
M. BENZ E350 E AVANTGARDE Nýskráður 09/2017,
ekinn aðeins 4þkm.Mjög vel búinn aukahlutum t.d. Burmeister
Surround soundsystem (13 hátalara, 640w), 19“ AMG álfelgur
og dekk, sóllúga, 2x12,7“Widescreen Cockpit (Carplay)
VW GOLF GTE DSG PANORAMA
Nýskráður 05/2017, ekinn aðeins 10þkm. 18“ álfelgur, glerþak...
virtual cockpit, dökkar rúður, keyless go.
BMW225XE IPERFORMANCE
Nýskráður 02/2017, ekinn aðeins 10þkm. 17“ álfelgur, Led ljós,
sportsæti.
AUDI A3 E-TRON
Nýskráður 01/2017, ekinn aðeins 16þkm. 17“ sport álfelgur,
dökkar rúður, Matrix LED, Bang & Olufsen hljómkerfi, sportsæti.
Bílafjármögnun Landsbankans
Fjórir flottir Plug-In-Hybrid
væntanlegir á næstu dögum
Hafið samband til að tryggja ykkur glæsilegt eintak í forsölu
Sameinar það besta í rafsuðu
Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.isFuruvöllum 3 • Akureyri • 461 2288
Þorgrímur Kári Snævarr
thorgrimur@mbl.is
Tugþúsundir Spánverja flykktust út
á götur Madríd í gær til þess að mót-
mæla ríkisstjórnarstefnu Pedro
Sánchez forsætisráðherra. Tilefni
mótmælanna voru viðræður ríkis-
stjórnarinnar við aðskilnaðarsinna í
Katalóníu sem spænskir þjóðernis-
sinnar telja jafngilda landráðum.
„Hann er að gera samninga við
óvini okkar, við fólk sem hefur skað-
að okkur og vill sundra Spánverj-
um,“ sagði mótmælandinn Elena
Navarro við fréttamann AFP og
kallaði Sánchez „svikara“.
Aðeins fáeinum dögum fyrir mót-
mælin hófust réttarhöld yfir kata-
lónskum stjórnmálamönnum sem
reyndu að lýsa yfir sjálfstæði Kata-
lóníu árið 2017.
Stjórnin í hættu
Pedro Sánchez varð forsætisráð-
herra í júní í fyrra eftir að van-
trauststillaga var samþykkt gegn
stjórn þáverandi forsætisráðherra
úr spænska Þjóðarflokknum, Mar-
iano Rajoy. Sánchez fer fyrir minni-
hlutastjórn spænska Sósíalista-
flokksins sem reiðir sig m.a. á
stuðning katalónskra héraðsflokka.
Frá því að Sánchez tók við völdum
hefur hann því reynt að rétta Kata-
lóníumönnum sáttahönd. Ríkisstjórn
hans hefur boðið aðskilnaðarsinnum
í Katalóníu til sérstakra hringborðs-
umræðna og að beiðni katalónska
Sósíalistaflokksins hefur hún einnig
fallist á að sérstakur „sjálfstæður
skýrslugjafi“ verði viðstaddur allar
samningaviðræður.
Þessi stefna hefur farið mjög fyrir
brjóstið á spænskum hægrimönnum
og því kölluðu Þjóðarflokkurinn og
spænski Borgaraflokkurinn til mót-
mælanna sem fóru fram í gær. Að
sögn spænskra embættismanna
mættu um 45.000 manns á mótmæl-
in. Mótmælendurnir veifuðu
spænskum fánum og hrópuðu slag-
orð eins og „Sánchez, lygari!“ og
„Það er ekki hægt að semja um eða
selja Spán!“.
Kosið verður um ný fjárlög á mið-
vikudaginn og ljóst er að Sánchez
þarf stuðning katalónskra banda-
manna sinna til þess að geta sett
þau. Sánchez hefur hins vegar úti-
lokað að kallað verði til nýrrar þjóð-
aratkvæðagreiðslu um sjálfstæði
Katalóníu líkt og þeir vilja, og því
gæti svo farið að fjárlög hans falli á
þinginu. Fari svo gæti Sánchez
neyðst til að kalla til nýrra kosninga.
Skoðanakannanir benda til þess
að Þjóðarflokkurinn, Borgaraflokk-
urinn og öfgahægriflokkurinn Vox
gætu saman unnið meirihluta á
spænska þinginu ef kallað yrði til
nýrra kosninga.
„Tími Sánchez er liðinn,“ sagði
Pablo Casado, formaður Þjóðar-
flokksins, í aðdraganda mótmæl-
anna.
Saka Sánchez um „landráð“
Spánverjar mótmæla viðræðum ríkisstjórnarinnar við katalónska aðskilnaðar-
sinna Forsætisráðherra Spánar milli steins og sleggju vegna Katalóníu
AFP
Fjöldamótmæli Spænskir mótmælendur veifa þjóðfánum í Madríd í gær. Á
grænu mótmælaskilti eins þeirra stendur „Valdaræningjana í fangelsi!“.
Um 200.000 Ítalir eru sagðir hafa
tekið þátt í mótmælum gegn efna-
hagsstefnu ríkisstjórnarinnar í
Róm á laugardag. Þrjú ítölsk
verkalýðsfélög, CGIL, CISL og
UIL, skipulögðu mótmælin og
greiddu samkvæmt frétt Le Par-
isien fargjöld í 12 lestir, 1.300
strætisvagna, ferjur og jafnvel
ódýrt innanlandsflug til þess að
koma meðlimum sínum á mótmæla-
samkomuna.
Ítalskir verkalýðsleiðtogar eru
óánægðir með fjárfestingaáætlun
ríkisstjórnarinnar, sem þeir telja of
varfærnislega, og telja lífeyris-
umbætur stjórnarinnar ekki ganga
nógu langt. „Stjórnin verður að
breyta stefnu sinni,“ sagði Anna-
maria Furlan, formaður CISL. „Við
erum með annan fótinn í kreppu.“
RÓM
AFP
Verkalýður Ítalskir mótmælendur í Róm.
Ítalía „með annan
fótinn í kreppu“
Þorgrímur Kári Snævarr
thorgrimur@mbl.is
Ríkisstjórn Tyrklands hefur biðlað
til Kínverja að loka endurhæfingar-
búðum í norðvesturhluta Kína þar
sem talið er að milljónir kínverskra
múslima af Úígúr-þjóðerni séu í
haldi. Úígur-þjóðarbrotið í Kína tal-
ar tyrkneskt tungumál og margir
Úígúrar hafa því flúið til Tyrklands
undan ofsóknum kínverskra stjórn-
valda á síðustu árum.
„Sú stefna kínverska stjórnvalda
að þvinga Úígúrtyrki kerfisbundið til
aðlögunar er mannkyninu til skamm-
ar,“ sagði Hami Aksoy, talsmaður
tyrkneska utanríkisráðuneytisins, í
tilkynningu á laugardagskvöld.
Tilkynnt var að Abdurehim Heyit,
tónlistarmaður og ljóðskáld af Úíg-
úr-þjóðerni, hefði látist í fangabúð-
um Kínverja á laugardaginn. Sam-
kvæmt tilkynningu tyrkneska
utanríkisráðuneytisins hafði hann
sætt pyntingum í „útrýmingarbúð-
um“ Kínverja. Heyit var í haldi fyrir
að flytja lag með söngtexta sem
byggður var á gömlu úígúrsku
kvæði, en í laginu var vísað í „písl-
arvotta stríðsins“. Kínversk stjórn-
völd túlkuðu textann sem ákall til
hryðjuverka.
„Þessi sorglegi atburður hefur
styrkt viðbrögð tyrknesks almenn-
ings við mannréttindabrotunum í
Xinjiang-héraði,“ sagði Aksoy í yfir-
lýsingu sinni.
Sendiherrar Kínverja í Ankara
vísuðu ásökunum Tyrkja á bug og
hvöttu tyrknesk stjórnvöld til að
draga þær til baka. „Aðdróttanir um
að kínverska stjórnin sé að reyna að
útrýma þjóðernis-, trúar- eða menn-
ingarímynd Úígúra og annarra músl-
ima eru með öllu ómarktækar.“
Tyrkir fordæma
fangabúðir
Sagðar „mannkyninu til skammar“
AFP
Kína Aðgerðum Kínverja gegn
Úígúrum mótmælt í New York.