Morgunblaðið - 11.02.2019, Blaðsíða 8
Fór beint úr kalda pottinum í þolköfun
Morgunblaðið/Gísli Sigurðsson
Sundhöll Ekki þurfti að beita end-
urlífgun og mun maðurinn ná bata.
Teitur Gissurarson
teitur@mbl.is
Maður sem í fyrrakvöld var hætt
kominn í Sundhöll Reykjavíkur hafði
verið í kalda pottinum í dágóða stund
áður en hann fór að æfa þolköfun í
lauginni, en hann missti þar meðvit-
und. Þetta staðfestir Logi Sigur-
finnsson, forstöðumaður Sundhallar
Reykjavíkur, við blaðamann.
„Hann er lengi í kalda pottinum og
fer síðan beint út í laug og byrjar á
svona þolköfun,“ segir Logi og bætir
við að stórhættulegt geti verið að
stunda slíkar þolköfunaræfingar ef
fólk kann ekki vel til verka. Logi seg-
ir að það hafi verið annar sundlaug-
argestur sem fyrstur tók eftir mann-
inum og í kjölfarið hafi hefðbundið
viðbragðsferli farið af stað.
Ekki reyndist þörf á að endurlífga
manninn sem sýndi strax viðbrögð
og byrjaði að kasta upp um leið og
upp á sundlaugarbakka var komið.
Spurður hvort fólk þurfi að fara
sér hægar þegar hinir nývinsælu
köldu pottar eru notaðir svarar Logi:
„Ef maður er lengi í köldu pottunum
hægist á allri líkamsstarfsemi og í
því eins og öðru þarf að passa sig.“
Þá bendir hann á mikilvægi þess
að aðrir sundlaugargestir séu vak-
andi og nefnir að í þessu tilviki hafi
athygli sundlaugargesta verið ómet-
anleg.
Maður hætt kominn í Sundhöllinni
Dagur B. Eggertsson borgar-stjóri er með ólíkindum for-
hertur þegar kemur að öllum þeim
málum sem misfarast hjá Reykja-
víkurborg undir
hans stjórn. Nú síð-
ast braut hann lög í
tengslum við fram-
kvæmd kosninga
hjá borginni í fyrra
og þá er svarið (þeg-
ar það loks kemur
eftir að embættismenn hafa verið
látnir veita fyrstu svör) hið sama og
í öllum hinum málunum: Það þarf
að fara yfir málið og draga lærdóm
af því.
Það virðist engin ástæða til þessað mati borgarstjóra að biðjast
afsökunar á ítrekuðum brotum,
jafnvel alvarlegu broti eins og því
að reyna að hafa áhrif á úrslit kosn-
inga í borginni.
Að hann axli ábyrgð með ennskýrari hætti kemur bersýni-
lega ekki heldur til greina. Og það
athyglisverða er að þeir sem ótt og
títt krefjast afsagnar hinna og þess-
ara fyrir mun minni sakir, þeir
þegja nú þunnu hljóði yfir kosn-
ingabrotinu.
Hvað ætli þurfi til að samstarfs-flokkar og samstarfsfólk
Dags í meirihlutanum opni augun
og átti sig á að stjórnsýsla borg-
arinnar er í molum og að þar ríkir
ekki aðeins sinnuleysi gagnvart
ábyrgðinni heldur á köflum beinn
brotavilji.
Eða dettur nokkrum í hug aðborgarstjóri og aðrir þeir sem
að málinu komu hafi ekki áttað sig
á að verið var að misbeita valdi til
að hafa áhrif á kosningar?
Enginn getur ætlað Degi og fé-lögum að vera komnir svo
langt út á þekjuna.
Þeir vissu betur
STAKSTEINAR
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2019
á heimasíðu Hreyfils:
hreyfill.is
eða í App Store
og Google Play
SÆKTU APPIÐ
Sæktu appið frítt á AppStore
eða Google Play
Hreyfils appið
Pantaðu leigubíl á einfaldan
og þægilegan hátt
Þú pantar bíl1
3 og færð SMS skilaboðað bíllinn sé kominn.
2 fylgist með bílnum í appinu
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Halldór Guðjón
Björnsson, fyrrverandi
verkalýðsleiðtogi, lést
10. febrúar síðastlið-
inn, níræður að aldri.
Halldór fæddist 16.
ágúst 1928 á Stokks-
eyri, sonur trésmiðs-
ins Björns Ketilssonar
og Ólafar Árnadóttur
húsmóður.
Halldór fluttist ung-
ur ásamt foreldrum
sínum og þremur
systkinum til Reykja-
víkur, þar sem hann
ólst upp. Hann út-
skrifaðist með gagnfræðapróf frá
Ingimarsskóla við Lindargötu árið
1945. Hann vann við margvísleg
störf hjá Reykjavíkurborg á ung-
lingsárum sínum og starfaði hjá
verkstæði Olíufélagsins frá 1954 til
1969. Frá 1969 til 1998 var hann
starfsmaður hjá Verkamannafélag-
inu Dagsbrún, en á þeim tíma var
hann ritari 1968 til 1981, varafor-
maður frá 1981 til 1996 og loks
formaður frá 1996 til 1998.
Halldór varð fyrsti formaður
stéttarfélagsins Eflingar þegar fé-
lagið varð til með sameiningu
Dagsbrúnar og Framsóknar árið
1998. Hann var einn af hvata-
mönnum og skipuleggjendum
þessarar samein-
ingar. Halldór gegndi
formannsembætti
Eflingar til ársins
2000 en þá varð hann
formaður Starfs-
greinasambands Ís-
lands og varaforseti
ASÍ. Hann lét af
störfum sem formað-
ur Starfsgreina-
sambandsins árið
2004.
Halldór gegndi
margvíslegum fleiri
störfum innan verka-
lýðshreyfinga á ferli
sínum. Hann var formaður í
Rekstrarfélagi Ölfusborga í 22 ár,
sat í bankaráði Alþýðubankans í
11 ár og í stjórn Lífeyrissjóðs
Dagsbrúnar, Framsóknar og loks
Framsýnar frá því að hann var
stofnaður árið 1970. Hann var
varamaður og aðalmaður í mið-
stjórn ASÍ, sat í stjórn Söfnunar-
sjóðs lífeyrisréttinda frá 1992 og í
stjórn Nýsköpunarsjóðs frá 2001.
Þá gaf hann út endurminningar
sínar, Fram í sviðsljósið, árið 2001.
Halldór lætur eftir sig fjögur
börn með fyrrverandi konu sinni,
Kristínu Maríu Grímsdóttur, þau
Grím, Guðrúnu Ellen, Ketil Arnar
og Hrafnhildi.
Andlát
Halldór G. Björnsson