Morgunblaðið - 11.02.2019, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.02.2019, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2019 21 Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Bátar Bílaþjónusta GÆÐABÓN Stofnað 1986 • Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Fundir/Mannfagnaðir Aðalfundur FEB árið 2019 Aðalfundur Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni verður haldinn þriðjudaginn 19. febrúar 2019 og hefst kl. 16.00 í Ásgarði, Stangarhyl 4, Reykjavík. Dagskrá fundarins: 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara 2. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu ári 3. Ársreikningar félagsins fyrir árið 2018 4. Kosning stjórnar 5. Afgreiðsla tillagna og erinda 6. Ákvörðun um árgjald félagsmanna árið 2019 7. Önnur mál Fundurinn verður haldinn, sem fyrr segir, þriðjuudaginn 19. febrúar og hefst kl. 16. Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna og taka með sér félagsskírteini fyrir árið 2018. Stjórn FEB - Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Félagsstarf eldri borgara Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-16. Leikfimi með Maríu kl. 9. Hand- avinna með leiðb. kl. 12.30-16. Félagsvist með vinningum kl. 13. Myndlist með Elsu kl. 16-20. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. s: 535-2700. Boðinn Mánudagur: Bingó kl. 13. Leikfimi kl. 10.30. Myndlist kl. 12.30. Vatnsleikfimi kl. 14.30. Dalbraut 18-20 Brids kl.14. Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Upplestur kl.10.10. Opin handverk- stofa kl.13. Boccia kl.13.30. Kaffiveitingar kl.14.30. Allir velkomnir! Garðabæ Vatnsleikf. Sjál. kl.7.30 /8.15 /15. Kvennaleikf. Sjál. kl. 9.30. Liðstyrkur . Sjál kl. 10.15. Kvennaleikf. Ásg. Kl.11.15. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Stólajóga kl. 11. Bridge í Jónshúsi kl. 13. Zumba í Kirkjuhv kl. 16.15 Gerðuberg 3-5 Mánudagur Opin Handavinnustofan kl. 8.30-16. Útskurður m/leiðb. kl. 9-16. Leikfimi maríu kl. 10-10.45. Leikfimi Helgu Ben 11-11. Kóræfing kl. 13-15. Allir velkomnir. Gjábakki kl. 9. Handavinna, kl. 9. Boccia, kl. 9.30 Postulínsmálun, kl. 10.50 Jóga, kl. 13.15 Canasta, kl. 16.30 Kóræfing Söngvina. Gullsmári Mánudagur Postulíns hópur kl 9. Handavinna kl 13. Bridge kl 13. Jóga 17. Félagsvist kl. 20. Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9. Handavinna með leiðbeinanda kl. 9-11.30, 1340.-kr mánuðurinn, allir velkomnir og kostar ekkert að prufa. Hádegismatur kl. 11.30. Sögustund kl 12.30-14. Jóga kl. 14.15–15.15. Hraunsel 9. Myndmennt 11. Gaflarakórinn 13. Félagsvist Hraunsel 8.-12. Ganga í Kapplakrika 9. Myndmennt 11. Gablarakórinn 10. Ganga frá Haukahúsi 13. Félagsvist 10-15. Fjölstofan Hjallabraut Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá 8-16, blöðin og púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, jóga með Carynu kl. 9, útvarpsleikfimi kl. 9.45, jóga með Carynu kl. 10. og samverustund kl. 10.30. Hádegismatur er kl. 11.30, tálgun kl. 13. frjáls spilamennska kl. 13, liðleiki á stólum og slökun með Önnu kl. 13.30 og eftir- miðdagskaffi kl. 14.30. Korpúlfar Hugleiðsla og létt yoga kl. 9. í Borgum ganga kl. 10. frá Borgum, Grafarvogskirkju og inni í Egilshöll. Prjónað til góðs kl. 13. félagsvist kl. 13. tréútskurður kl. 13. á Korpúlfsstöðum. Kóræfing kl. 16. Seltjarnarnes Gler neðri hæð félagsheimilisins kl. 9. og 13. Leir Skólabraut kl. 9. Billjard Selinu kl. 10. Krossgátur og kaffi í króknum kl. 10.30. Jóga með Öldu í salnum kl. 11. Handavinna Skólabraut kl. 13. Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 18.30. Nk. fimmtudag 14. febrúar kl. 13.3o verður farið í heimsókn í Íslenska erfðagreiningu. Síðasti skráningardagur er á morgun þriðjudag. Skr. og uppl. í síma 8939800 Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10 –16. Heitt á könnunni frá kl. 10–11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30–12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Spiluð er félagsvist sem byrjar kl. 13.15. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30–15.30. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er: 568-2586. Stangarhylur 4 ZUMBA Gold – byrjendur kl. 9.30 -ZUMBA Gold– framhald kl. 10.20 STERK OG LIÐUG – leikfimi fyrir dömur og herra kl. 11.30 umsjón Tanya. Tölvunámskeið kl. 13.30 leiðbeinandi Þórunn Óskarsdóttir. Smá- og raðauglýsingar Vantar þig pípara? FINNA.is Atvinnublað Morgunblaðsins fimmtudaga og laugardaga Er atvinnuauglýsingin þín á besta stað? Sendu pöntun á atvinna@mbl.is eða hafðu samband í síma 569 1100 Allar auglýsingar birtast í Mogganum, á mbl.is og finna.is ✝ Hilmar Gunn-laugsson fædd- ist 19. ágúst 1933 í Haukholtum í Hrunamanna- hreppi. Hann lést 30. janúar 2019 á hjúkrunarheim- ilinu Sunnuhlíð. Foreldrar hans voru Gunnlaugur Jósefsson, f. 12. október 1896, d. 19. desember 1981, og Þóra Loftsdóttir, f. 16. september 1904, d. 10. maí 1986. Systkini hans voru Kristín, f. 22. apríl 1928, d. 26. ágúst 2012, Hulda, f. 15. desember 1929, d. 23. maí 2008, Loftur Haukur, f. 2. ágúst 1931, d. 27. september 1988, og Gylfi, f. 22. desember 1944. Hilmar kvæntist Málfríði Þórðardóttur, f. 15. nóvember 1933, d. 16. september 2014. Dætur þeirra eru: 1) Marta Þórunn, f. 12. ágúst 1966, maki hennar er Vermundur Ágúst Þórðarson, f. 1964. Dætur þeirra eru Fríða Dís og Dagný. 2) Hildur María, f. 19. sept- ember 1975, maki hennar er ember 1961, börn hans eru Júl- ía, Adam og William. Langafa- börnin eru 18. Hilmar vann ýmis sveitastörf á unglingsárum, m.a. í Hauk- holtum, Sjávarhólum á Kjal- arnesi og Sámstöðum í Fljóts- hlíð. Hóf svo ungur að árum nám við prentiðn í Iðnskóla Reykjavíkur og Steindórs- prenti, tók sveinspróf í prentun 8. nóvember 1953 og meist- arabréf 1957. Vann í Steindórs- prenti til 1955, þá í Prentsmiðju Morgunblaðsins til 1962, í Kassagerðinni 1963-1965, Ás- rúnu 1965-1969, í Prentsmiðju Alþýðublaðsins 1969-1970 og í Prentverki/Geirsprenti 1970- 1977. Hóf að byggja eigið iðn- aðarhúsnæði 1975/6 á Skemmu- vegi og stofnaði þar eigin prentsmiðju 1977, Skemmu- prent, þar var prentsmiðjan starfrækt til ársins 1985. Hófu að byggja á ný 1983 iðn- aðarhúsnæði með íbúðarhúsi fyrir ofan sem prentsmiðjan flutti til og heimilið í sama hús við Laufbrekku/Dalbrekku, þar eins og áður störfuðu þau hjón- in Hilmar og Fríða saman og ráku prentsmiðjuna til ársins 2000 þar til þau létu af störfum, en bjuggu þar áfram til ársins 2014. Útför Hilmars fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 11. febr- úar 2019, klukkan 15. Þórarinn Þorfinns- son, f. 1969, Börn þeirra eru Þórhild- ur Lilja, Þorfinnur Freyr og Vigdís Fjóla. Fyrir átti Þórarinn Helgu og Áslaugu Öldu. Fyr- ir átti Málfríður tvo syni; Guðmund Hauksson, f. 30. september 1950, d. 10. september 1998, og Birgi Kristján Hauks- son, f. 23. október 1954, d. 9. maí 1981. Fyrir átti Hilmar fjóra syni með fyrri eiginkonu, Sigríði Ingu Þorkelsdóttur, þeir eru: 1) Gunnlaugur, f. 8. nóv- ember 1956, maki hans er Reyndís Harðardóttir, f. 1962, börn þeirra Hrefna Björk, Daníel Þór og Ragnar Jósep. 2) Þorkell Svarfdal, f. 20. desem- ber 1957, maki hans er Hrafn- hildur Hartmannsdóttir, f. 1960, börn þeirra eru Arnar Svarfdal, Sveinbjörn Ingi og Sigríður Inga. 3) Gunnar Þór, f. 3. október 1960, dætur hans eru Jóhanna Elín, Guðrún Margrét og Katrín. 4) Hilmar, f. 2. nóv- Elsku pabbi, við kveðjum þig með söknuði og trega en hugg- um okkur við það að núna ertu kominn til mömmu sem er búin að bíða þín. Það er svo ljúft að minnast þín og allrar gleðinnar sem þér fylgdi í gegnum lífið. Frá því þú varst ungur hefurðu umfram allt verið svo bjartsýnn, jákvæður og lífsglaður að eftir var tekið. Krafturinn sem þér fylgdi smit- aði okkur og dreif okkur áfram í að gera það sem við vildum í líf- inu. Það var svo yndislegt að leita til þín og fá eitt pabbaknús ef eitthvað bjátaði á og hvatn- ingu til að halda áfram. Þú varst einstaklega handlag- inn og vinnusamur og áttuð þið mamma glæsilegt heimili ásamt því að reka prentsmiðjuna í Laufbrekkunni. Þið nutuð lífsins og hvort annars í gegnum sam- eiginleg áhugamál sem voru ferðalög og sveitin. Skemmtileg- ast fannst þér að bjóða fjölskyld- unni og vinum heim við hvert tækifæri, á tyllidögum eða af- mælum, til að fagna og gleðjast saman. Sannarlega varst þú höfðingi heim að sækja. Barna- börnin elskuðu þig því þú hafðir einstaklega góða nærveru og náðir svo vel til þeirra með vin- arþeli og hlýlegu viðmóti. Við látum hér fylgja nokkrar af þeim heilræðavísum Hallgríms Pét- urssonar sem voru í uppáhaldi hjá þér og þú fórst gjarnan með fyrir okkur krakkana. Elsku yndislegi pabbi okkar, við þökkum þér fyrir allt og allt, guð geymi þig. Vertu dyggur, trúr og tryggur, tungu geymdu þína. Við engan styggur né í orðum hryggur, athuga ræðu mína. Lítillátur, ljúfur og kátur, leik þér ei úr máta. Varast spjátur, hæðni, hlátur; heimskir menn sig státa. Víst ávallt þeim vana halt: Vinna, lesa iðja, umfram allt þó ætíð skalt elska guð og biðja. Þínar dætur, Marta Þórunn og Hildur María. Í dag kveð ég góðan tengda- föður með söknuð í hjarta, marg- ar minningar koma upp í hugann þegar ég lít yfir farinn veg. Hann var mjög atorkusamur, átti og rak prentsmiðjuna Skemmuprent í Kópavogi til fjölda ára ásamt eiginkonu sinni Málfríði Þórðardóttur sem er látin. Oft vann hann myrkranna á milli til að standast væntingar viðskiptavina enda átti hann stóran og tryggan viðskiptavina- hóp því þeir gátu ávallt treyst á skil á verkefnum á réttum tíma. Hann hafði mikinn áhuga á hvers kyns viðskiptum, oft þegar ég kom var hann á kafi í smáaug- lýsingum í dagblöðunum og voru komnir hringir utan um áhuga- verðar auglýsingar sem hann fylgdi svo eftir með símtali og það kom ekkert á óvart að það stæði nýr bíll í hlaðinu daginn eftir. Hann hafði mjög gaman af að ferðast og átti jafnan ein- hvern ferðabíl eða hjólhýsi sem þau hjónin fóru á um landið svo ég tali nú ekki um sumarbústað- ina sem þau áttu og nutu í gegn- um tíðina. Hann var stórhuga, bjartsýnn, jákvæður með eindæmum og með mjög gott jafnaðargeð, allt- af tilbúinn að aðstoða, ráðleggja og hjálpa. Blessuð sé minning þín. Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. Gáfur prýddu fagurt hjarta, gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Takk fyrir þig, kæri tengda- pabbi og vinur. Vermundur. Elsku afi. Nú kveðjum við ekki bara yndislegan afa heldur líka góðan vin. Þér fannst gaman að spjalla um lífið og tilveruna og segja frá þínu lífi. Okkur fannst skemmti- legt að hlusta á þig eins og þér á okkur. Þú last oft fyrir okkur fyrir svefninn og okkur fannst gott að hlusta á róandi rödd þína. Margar eru minningarnar um sumarbústaðinn, hesthúsið, pottapartíin og öll ferðalögin. Við minnumst þess hvað þú varst duglegur og vannst hörð- um höndum í prentsmiðjunni þinni en hafðir samt tíma til að leyfa okkur að hjálpa þér og þol- inmæði til að hafa okkur hlaup- andi í könnunarleiðöngrum og feluleikjum. Í Laufbrekkunni var oft sung- ið, hlustað á tónlist og hlegið. Þú varst mikill húmoristi og skemmtikraftur, þér fannst gam- an að skemmta, segja brandara og fara með gamanvísur. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Við þökkum þér, elsku afi okk- ar, fyrir allt. Ástar- og saknaðar- kveðjur, Fríða Dís og Dagný. Elsku langafi okkar, hvíldu í friði. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. Hafðu gát á hjarta mínu halt mér fast í spori þínu, að ég fari aldrei frá þér, alltaf, Jesús, vertu hjá mér. Um þig alltaf sál mín syngi sérhvern dag, þó eitthvað þyngi. Gef ég verði góða barnið, geisli þinn á kalda hjarnið. (Ásmundur Eiríksson) Þín barnabarnabörn Birgir Ágúst, Jóhann Breki, Þórdís Lilja, Matthildur Rós og Sara Sóley. Hilmar Gunnlaugsson Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.