Morgunblaðið - 11.02.2019, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.02.2019, Blaðsíða 22
M B -1 1- 02 -2 01 9- 1- 1- A E T T -1 -s ig gi m - C M Y K 22 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2019 Þorrablótin eru í algleymi nú og í raun ein stór hátíð hér í sveit-unum. Mér finnst ég því halda upp á afmælið mitt mörgumsinnum,“ segir Óttar Bragi Þráinsson, bóndi í Miklaholti í Biskupstungum, sem er 44 ára í dag. Þar á bæ rekur hann mektarbú með foreldrum sínum, Þráni Bjarndal Jónssyni og Önnu Soffíu Björnsdóttur, en þau eru með um 120 kýr í fjósi og framleiða um 700 þúsund lítra af mjólk á ári. „Ég tók stefnuna fljótt á búskapinn. Lærði reyndar fyrst trésmíði, fór svo í búfræðinám á Hvanneyri og að því loknu kom ég inn í bú- reksturinn með foreldrum mínum. Á flesta mælikvarða er þetta nokk- uð stórt bú sem krefst mikillar vinnu. Með tækni nútímans og góðu skipulagi í vinnu þar sem allir hjálpast að er þetta mjög þægilegt,“ segir Óttar Bragi. Auk bústarfa situr Óttar Bragi í sveitarstjórn Bláskógabyggðar. Þátttöku þar megi að nokkru leyti telja skyldustarf í þágu fjöldans fyrir utan að hann hafi meiningar um margt og vilji hafa áhrif á sam- félagið. „Staðan í Bláskógabyggð er góð. Hér er blómstrandi búskap- ur og svo er ferðaþjónustan æ stærri þáttur í atvinnulífinu hér. Allt þetta skapar ný og krefjandi verkefni fyrir sveitarfélagið.“ Áhugamál sín segir bóndinn í Miklaholti samtvinnuð lífinu í sveit- inni. „Okkur finnst gaman að fara á hestbak og svo eru gæðastundir okkar feðganna hér í smíðakompunni við rennibekkinn þar sem margt er smíðað og skapað,“ segir Óttar sem er í sambúð með Line Lindum Christiansen. Þau eiga einn son en fyrir á Óttar Bragi tvö uppkomin börn, sem búa á Akureyri. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Tungnamaður Staðan í Bláskógabyggð er góð, segir Óttar Bragi. Bóndi og trésmiður Óttar Bragi Þráinsson er 44 ára í dag H anna Guðrún Stefáns- dóttir fæddist 11. febrúar 1979 í Reykjavík en ólst upp í Hafnarfirði. Hún fór í sveit í þrjú sumur frá 12 ára aldri á Gilsbakka í Hvítársíðu í Borgarfirði. Hanna æfði flestar íþróttagreinar sem voru í boði í Hafnarfirði og náði langt í þeim flestum. „Fyrsta grein- in var sund og svo fór ég í körfubolta og badminton, kíkti aðeins í djass- ballett en það var örstutt og prófaði aðeins frjálsar.“ Hún æfði með strákum í körfubolta og var í unglingalandsliðinu í fótbolta og handbolta. „Ég valdi svo handbolt- ann og hefur hann átt hug minn allan og er ég enn að.“ Hanna gekk í Víðistaðaskóla og var eitt ár í Flensborg en fór síðan á vinnumarkaðinn. Hún vann í fiski og í verslun en er búin að vera í næst- um 20 ár hjá Bros auglýsingavörum og er framleiðslustjóri þar. Ferillinn hófst með Haukum og lék Hanna með þeim alveg til 2003 þegar hún lét gamlan draum rætast um að spila erlendis og var hjá Holstebro á Jótlandi. „Það var geggjað og ég sé alls ekki eftir því og gaman að fara í öðruvísi bolta. Hann var hraðari og við æfðum meira,“ en þar var Hanna í hálf- atvinnumennsku og vann því aðeins hálfan daginn við önnur störf. Hanna sneri aftur til Haukanna ári síðar en hefur spilað með Stjörnunni frá 2010. Hanna varð Íslandsmeistari 1996 1997, 2001, 2002 og 2005, bikar- meistari 1997, 2003, 2006, 2007, 2016 og 2017 og deildarmeistari 2002, 2005, 2009, 2014 og 2017. Hanna var valin leikmaður ársins Hanna G. Stefánsdóttir, framleiðslustj. og handboltakona – 40 ára Fjölskyldan Hanna og Inga Fríða ásamt syni sínum, Orra, og barnabörnunum Magneu og Lovísu. Með næstflesta lands- leiki og næstflest mörk Reykjavík Arnar Þór Gunnlaugsson fæddist 7. maí 2018 kl. 16.23. Hann vó 3.425 g og var 50 cm langur. Foreldrar hans eru Sara Henný Húnfjörð Arnbjörnsdóttir og Gunn- laugur Arnar Elíasson. Nýr borgari Íslendingar Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. . Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.