Morgunblaðið - 11.02.2019, Side 14

Morgunblaðið - 11.02.2019, Side 14
AFP Útsýni Ferðamenn skoða Eiffel-turninn. Airbnb eru settar miklar skorður í París. ● Borgaryfirvöld í París hafa höfðað mál á hendur gistiveitunni Airbnb og krefjast þess að fyrirtækið greiði jafn- virði 12,5 milljóna evra í sekt fyrir að birta gistiauglýsingar sem ekki sam- ræmast bókstaf laganna. Borgin leyfir skammtímaleigu hús- næðis í allt að 120 daga á ári en gerir þá kröfu að leigusalar skrái eignir sínar og birti skráningarnúmerið með aug- lýsingum sínum. Vanti númerið á aug- lýsingar, s.s. þær sem birtar eru á vef Airbnb, varðar það allt að 12.500 evra sekt fyrir hvert brot. Reuters hefur eftir talsmanni Airbnb að fyrirtækið hafi gert breytingar til að hjálpa leigusölum í París að fullnægja kröfum borgarinnar en að þær reglur sem giltu í borginni væru „óskilvirkar, gættu ekki hófs, og brytu í bága við reglur ESB“. Frakkland er næststærsti markaður Airbnb og engin borg í heiminum með fleiri Airbnb-gistirými í boði en París. ai@mbl.is Parísarborg í mál við Airbnb 14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2019 www.apotekarinn.is - lægra verð Nýtt Strefen 16,2 mg/ml munnholsúði, lausn inniheldur flurbiprofen. Strefen er notað sem skammtímameðferð til að draga úr einkennum bráðra hálssærinda hjá fullorðnum. Einn skammtur (3 úðaskammtar) aftast í hálsinn á 3-6 klst. fresti eftir þörfum, upp að hámarki 5 skammtar á 24 klst. tímabili. Ráðlagt er að nota lyfið að hámarki í þrjá daga. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. ERT ÞÚ MEÐ HÁLSBÓLGU? Bólgueyðandi og verkjastillandi munnúði við særindum í hálsi 11. febrúar 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 120.01 120.59 120.3 Sterlingspund 155.57 156.33 155.95 Kanadadalur 90.11 90.63 90.37 Dönsk króna 18.222 18.328 18.275 Norsk króna 13.92 14.002 13.961 Sænsk króna 12.937 13.013 12.975 Svissn. franki 119.77 120.43 120.1 Japanskt jen 1.092 1.0984 1.0952 SDR 166.91 167.91 167.41 Evra 136.02 136.78 136.4 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 167.202 Hrávöruverð Gull 1306.6 ($/únsa) Ál 1862.0 ($/tonn) LME Hráolía 61.66 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Sem hluta af meistaraverkefni sínu í mannauðsstjórnun gerði Egill Fivel- stad áhugaverða rannsókn. Könnun var lögð fyrir um 270 viðskiptafræði- og sálfræðinemendur við Háskóla Ís- lands og þeim gefin lýsing á tveimur störfum, s.s. eðli starfsins og kröfum til umsækjenda. Þvínæst voru nemend- urnir spurðir hvaða launakröfur þeir myndu gera ef þeim stæðu störfin til boða. Reyndust konurnar að jafn- aði nefna 18% lægri upphæð en karlarnir. „Það kom einnig í ljós að þegar við bættum við lýsinguna með- allaunum fyrir þessi tilteknu störf þá hækkuðu kröf- ur kvennanna töluvert og munurinn á kynjunum minnkaði niður í 4%,“ segir Egill. Rannsóknina framkvæmdi Egill undir leiðsögn Kára Kristinssonar dós- ents og voru niðurstöðurnar m.a. nýtt- ar í fræðigrein Egils, Kára og Ingu Minelgaite sem birtist nýverið í Journ- al of International Doctoral Research. Fáum viðmiðin frá vinahópnum Óhætt er að segja að niðurstöðurnar séu mjög forvitnilegar og tekur Egill fram að svarendahópurinn hafi verið nokkuð einsleitur en þátttakendur voru flestir í kringum 25 ára aldurinn. Grunar Egil að ein skýring á mjög ólík- um launakröfum kynjanna kunni að vera að sá launamunur sem þegar er til staðar viðhaldi ákveðnum staðal- ímyndum sem fólk tileinki sér. „Í dag er áætlað að um 15% munur sé á heild- arlaunum karla og kvenna þegar eftir er að gera ráð fyrir þáttum eins og lengd vinnutíma og ólíkum vinnuskyld- um sem geta skýrt þennan mun að töluverðu leyti. En hafa verður í huga að við leitum öll viðmiða hjá þeim hópi sem við umgöngumst mest, og finna konur sín launaviðmið því frekar hjá öðrum konum, á meðan karlar finna sín launaviðmið í gegnum samtöl við karlkyns vini og kunningja.“ Önnur möguleg skýring kann að eiga rót sína í því að almennt treysta karlmenn sér betur til þess að leysa ákveðin verkefni þrátt fyrir að hafa ekki endilega kunnáttuna til þess. „Rannsóknir sýna að kynin bregðast t.d. ólíkt við atvinnuauglýsingum. Ef auglýsing segir að umsækjandi þurfi að hafa góða kunnáttu í Excel væri kona líklegri til að vanmeta kunnáttu sína og velja að sækja ekki um starfið á meðan karlmaður væri vís til að líta svo á að hann geti leyst vandann, brúað bil- ið einhvern veginn og alltént bætt sig í Excel áður en kæmi að atvinnuviðtal- inu,“ útskýrir Egill. Vildu minna ef spurt var um kyn í byrjun Þá er merkilegt að ef spurningum könnunarinnar var raðað þannig að spurt væri um kyn fyrst, frekar en síð- ast, þá kom fram munur í launakröf- um. „Í sálfræði er til hugtakið ýfing (e. priming) þar sem hægt er að hafa áhrif á hugarástand einstaklings og t.d. ýta að honum staðalmyndum sem hafa síð- an áhrif á hversu vel hann leysir ákveð- in verkefni. Ef könnunin spurði um kynið í upphafi og minnti þátttakendur þannig á eigið kyn, þá voru launakröf- ur kvensvarenda 14,5% lægri en ef spurt var um kynið í lokin,“ útskýrir Egill. „Að minna svarendur á eigið kyn gæti t.d. verið að hafa þau áhrif að minna kvenkyns svarendur, meðvitað eða ómeðvitað, á launamun kynjanna og að það séu yfirleitt karlmenn sem fá hæstu launin. Slíkar hugrenningar gætu gert það að verkum að konur lækka launakröfur sínar. Rannsóknir sýna að auki að hætta er á að stjórn- endur bregðist öðruvísi við launakröf- um eftir því hvers kyns starfsmaður- inn er: Þykja karlar sem fara fram á há laun sýna ákveðni og áræðni á meðan hætt er við að konur sem gera slíkt hið sama fái einhvers konar frekju-stimpil. Hugsanlegt er að þátttakendur hafi heyrt af slíkri mismunun sem gæti haft áhrif á launakröfur kvenna.“ Geri launatölur aðgengilegri Könnun Egils veitir ákveðnar vís- bendingar um hvað má til bragðs taka. Segir hann að jafnlaunavottun geti komið að gagni til að koma í veg fyrir hugsanlega mismunun. Hins vegar þurfi konur einnig að gera hærri launakröfur, og geti þá hjálp- að að gera launatölur betur aðgengi- legar en upplýsingar um eðlileg markaðslaun fyrir tiltekin störf liggi ekki alltaf á lausu. Með betra að- gengi að launaupplýsingum myndu konur hafa viðmið til að styðjast við í launakröfum sínum. „Sé hægt að koma í veg fyrir lægri launakröfur kvenna með skýrum viðmiðum er líklegt að hægt sé að minnka launa- mun kynjanna á einfaldan og tiltölu- lega ódýran hátt. Konur gera minni launakröfur Morgunblaðið/Ómar Áskorun Munurinn á svörum kynjanna minnkaði verulega þegar upplýs- ingum um markaðslaun var bætt við spurningalistann. Frá kvennafrídegi.  Íslensk rannsókn veitir vísbendingar um nýjar leiðir til að draga úr kyn- bundnum launamun  Niðurstöður könnunar meðal háskólanema voru sláandi Egill Fivelstad Bandaríska fjölmiðlafyrirtækið Am- erican Media Inc., móðurfyrirtæki slúðurtímaritsins National Enquir- er, hefur sent frá sér tilkynningu um að gerð verði „ítarleg rannsókn“ á ásökunum Jeffs Bezos, stofnanda Amazon, um að stjórnendur blaðsins hafi reynt að beita hann þvingunum og hótunum. Eins og fjölmiðlar greindu frá fyr- ir helgi birti Bezos færslu hjá vef- fréttaveitunni Medium á fimmtudag þar sem hann greindi frá samskipt- um sínum við National Enquirer, og lýsti hvernig tímaritið hótaði honum birtingu viðkvæmra ljósmynda og einkaskilaboða ef hann léti ekki af vissum aðgerðum gegn útgáfunni. American Media gefur m.a. út blöðin Muscle & Fitness, OK! og Us Weekly. National Enquirer hefur undan- farnar vikur fjallað ítarlega um skilnað Bezos og eiginkonu hans til 25 ára og samhliða því ljóstrað upp um samband hans við aðra konu. Hafði Bezos ráðið teymi rannsak- enda til að komast til botns í því hvernig tímaritið komst yfir skeyti og myndir sem fóru á milli hans og vinkonunnar. Að sögn FT leikur grunur á að fréttaflutningur National Enquirer eigi sér mögulega pólitískar ástæð- ur, en blaðið er álitið hafa tengsl við Donald Trump Bandaríkjaforseta og hafa hann og Jeff Bezos elt grátt silf- ur um um nokkurt skeið. ai@mbl.is AFP Brattur Jeff Bezos hefur verið mik- ið á síðum National Enquirer. Munu rannsaka ásakanir Bezos

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.