Morgunblaðið - 11.02.2019, Page 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2019
Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidja.is - sími 577 5177
hafðu það notalegt
vottun reynsla
ára
ábyrgð
gæði
miðstöðvarofnar
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Fyrir löngu settir þú þér viðmið og þú
gerir það aftur í dag. Ef plönin eru of smá í
sniðum heilla þau ekki fólkið þitt. Hugsaðu út
fyrir kassann.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú færð fyrirspurn sem vekur þér undr-
un en munt síðar sjá að hún hafði duldar
meiningar. Styrkleiki þinn er öðrum gott for-
dæmi.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þér hættir til að reyna að troða þín-
um skoðunum á aðra í dag. Fólk dæmir annað
fólk ekki síður af hegðun þess en því sem það
segir.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Allt í einu uppgötvar þú að það sem
þú hélst að væri leyndarmál er á allra vitorði.
Upphlaup gera bara illt verra. Dragðu djúpt
andann og harkaðu af þér.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Skelltu skollaeyrum við slúðrinu sem
vinnufélagar þínir eru að henda á milli sín.
Sjaldnast vitum við alla söguna um annað
fólk og því eigum við að fara okkur hægt í að
dæma gjörðir þess.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Vertu óhræddur við breytingar því þær
eru nauðsynlegur þáttur af tilverunni. Taktu
þó ekki meira að þér en þú getur staðið við.
23. sept. - 22. okt.
Vog Ágreiningur við vini og maka fer lítillega
úr böndunum í dag. Það er óþarfi að bugast
þótt allir hlutir gangi ekki upp eins og best
verður á kosið.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Gefðu þér tíma til að stofna til
nýrra kynna sem og að rækta samböndin við
gömlu félagana. Gríptu tækifærin á meðan
þau gefast.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Haltu í góðu tilfinningarnar þótt
einhver sé öfundsjúkur út í hamingju þína.
Hugur þinn vinnur vel í dag og það skaltu nýta
þér.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Gættu þín í umgengni við aðra,
einkum þá sem þú hefur ekki ástæðu til að
telja á þínu bandi. Ekki láta neinn segja þér
hvað þér á að finnast um sjálfan þig, þú veist
manna best hver þú ert.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú ert orðinn leiður á rútínunni og
langar að gera eitthvað til tilbreytingar. Hér
gildir að hafa opinn huga og aldrei að segja
aldrei.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Dagurinn í dag ber með sér hlýju og
innileika sem vert er að deila með öðrum.
Farðu þér hægt og reyndu að tryggja þig sem
best fyrir óvæntum uppákomum.
Það er alltaf skemmtilegt aðglugga í fésbókarsíðu Hjálm-
ars Freysteinssonar:
Þeim sem haltra á skökkum skóm
og skrimta á eyðijörðum,
er álitsbót að eiga blóm
í annarra manna görðum.
„Sá á kvölina sem á völina,“ seg-
ir hann:
Dagfinnur dansar af list
og dömurnar oft hefur kysst,
en valkvíðans böl
gerir völina að kvöl
svo ástleitnin marks hefur misst.
Enn yrkir hann:
Freistandi suðurferðin býr
mér fyrir hugskotssjónum,
til að eignast ævintýr
undir pálmakrónum.
Og bætir síðan við þessari at-
hugasemd: „Ætli verði ekki farið
að niðurgreiða innanlandsflugið
um þær mundir sem pálmarnir
verða vaxnir?“
Á fésbókarsíðunni er mynd af
Hjálmari þar sem hann situr hugsi
uppi undir fjallsegg og undir
henni athugasemd frá Birni Ing-
ólfssyni:
Greinilega er hér gamall kall
gigtar af verkjum stoppaður
annaðhvort kominn upp á fjall
ellegar fótósjoppaður.
Séra Árni Þórarinsson segir frá
því, að Matthías Jochumsson hafi
sótt skáldskapargáfuna í móð-
urættina. Einhvern tíma kom
Matthías fram úr rúminu með tóm-
an pelann og bað mömmu sína um
meiri mjólk. Þá kvað hún:
Hefur rekkur hýrlegt fas.
Hjartaflekk ei ber hann.
Mikið drekkur Matthías.
Mömmu þekkur er hann.
Öðru sinni mætti hún Einari
syni sínum í bæjargöngunum, ný-
vöknuðum og lafalúðalegum í út-
gangi. Þá varð henni af munni:
Einar kemur akandi
allur sundurflakandi.
Var þá mamma vakandi
vel mót drengnum takandi.
Einar orti um sjálfan sig:
Einar karl því eftir tók
og það játar glaður
Abraham átti enga bók,
einn sá besti maður.
Guðmundur Arnfinnsson yrkir
um Rósu:
Það er vorlegt og sólblik á sjónum
og söngfuglar kvaka í mónum
og raulandi lag
eftir Rósu í dag
hann gengur með grasið í skónum.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Skakkir skór og gamli
Rauður
„Ætlastu virkilega til þess aÐ VIÐ
TRÚUM ÞVÍ AÐ HANN SÉ HEILINN Á BAK
VIÐ ÞETTA?”
„ÉG ER MEÐ FRÁBÆRA NÝJA SKRÝTLU EN
HÚN KOSTAR AUKALEGA.”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... hinn ástkæri með
sólarvörnina.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
SUMARIÐ ER EKKI
LIÐIÐ FYRR EN ÞAÐ
HÆTTIR AÐ KLÆJA
Í SÍÐASTA BITIÐ
ÓVINIRNIR NÁLGAST! VIÐ VERÐUM
AÐ VERJAST!
ÆTLUM VIÐ AÐ KASTA SANDINUM Í
AUGUN Á ÞEIM?
Sýning Náttúruminjasafns Íslandsí Perlunni, Vatnið, sem opnuð var
á fullveldisafmælinu 1. desember sl.
var skemmtilegur viðkomustaður á
Safnanótt. Framsetningin er fræð-
andi og gagnvirk tækni setur hlutina
nýjar víddir. Gestir kynnast því að
vatnið er undirstaða alls; af því
sprettur lífið. Fiskar lagarins, liljur
tjarnanna, hjúpur jöklanna, fallvötnin
og orka. Allt eigum við undir sí-
streymandi auðlind. Sýningar eins og
þessa má raunar sækja oft og alltaf
ber nýtt fyrir augu, því alltaf vakna
nýjar spurningar og svör vekja áhuga
á frekari vitneskju.
x x x
Víkverji veltir fyrir sér hvortReykjavík hafi endilega verið
rétti staðurinn fyrir þessa sýningu,
sem mun væntanlega draga að sér
fjölda ferðamanna. Þar sem almenn-
ur vilji er fyrir því að túristastraum-
urinn fari víðar um hefði Vatninu ver-
ið betur fyrir komið úti á landi, til
dæmis á Þingvöllum, Skaftafelli eða
við eitthvert af jökulfljótum landsins.
Væntanlega verða fleiri sýningar lík-
ar þessari settar upp á næstu árum
og þá má hafa fyrrgreind sjónarmið í
huga við staðarval.
x x x
Hversdagsleikann nú á miðvetrikryddar fólk með ýmsu móti.
Lítið atvik frá síðastliðnum laug-
ardegi skal hér tiltekið. Í hesthúsi í
Almannadal rétt ofan við Rauðavatn í
Reykjavík hittust nokkrir glaðværir
hestamenn og buðu þangað góðum
gestum. Þorramatur var á borðum og
bjór í baukum. Sumir tóku lagið og
létu sig ekki muna um að söngurinn
væri raddaður. Tenórinn var tekinn í
hæstu hæðir. Sagðar sögur, skipst á
skoðunum og klárunum klappað. Eft-
ir skemmtilega stund hélt svo hver
aftur heim; sumir akandi en aðrir
sprettu úr spori á fákum sínum, svo
dunaði á svellinu.
x x x
Laugardagskvöld. Víkverji í Bæj-arbíói í Hafnarfirði þar sem Ein-
ar Bárðarson og fylgihnettir fluttu
ýmis lög hans. Allir kunnu mel-
ódíurnar og textana, söngluðu með.
Dægurvísur, já hvað er svo glatt sem
góðra vina fundur. vikverji@mbl.is
Víkverji
En ég segi yður er á mig hlýðið: Elskið
óvini yðar, gerið þeim gott sem hata
yður,…
(Lúk: 6.27)