Morgunblaðið - 11.02.2019, Page 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2019
www.gilbert.is
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Embætti landlæknis hefur gefið út
staðreyndablað þar sem farið er yfir
hvað virkar í tóbaks-, áfengis-, og
vímuforvörnum í skólum.
Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,
sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis,
segir að breyttar
áherslur hafi ver-
ið að þróast und-
anfarin ár þegar
komi að forvörn-
um. Í stað þess að
leggja áherslu á
það sem er bann-
að eða vont sé
áherslan nú á
heilsueflingu, for-
varnarstefnu og
að börnum og
unglingum líði sem best.
Dóra Guðrún segir að niðurstöð-
urnar sem fram komi á staðreynda-
blaðinu séu árangur vinnu sem stað-
ið hafi yfir í langan tíma.
Niðurstaðan sé ekki áfellisdómur yf-
ir foreldrum eða skólakerfinu heldur
niðurstöður rannsókna á því hvað
henti best í forvörnum barna og ung-
menna. Það megi aldrei vera svo að
forvarnir skaði tiltekinn hóp sama
hversu lítill hann er. Það sé hlutverk
Landlæknisembættisins að kynna
hverju sinni þær aðferðir sem virka
best í forvörnum og heilsueflingu,
byggðar á rannsóknum.
„Rannsóknir hafa sýnt að það eru
margir þættir sem hafa áhrif á það
hvort börn og ungmenni fara út í
neyslu og skaðlega hegðun. Meðal
annars geta hræðsluáróður og
reynslusögur virkað á tvennan hátt í
hópum sem á hann hlusta. Stærri
hluti hópsins sem er í góðum málum
með sjálfa sig hlustar á ráðlegging-
arnar og fer eftir þeim. Lítill hluti
sem hugsanlega er ekki á góðum
stað, heyrir það sem hann vill heyra.
Upplýsingar vekja jafnvel forvitni og
þeir sem farnir eru að nota vímuefni
eða eiga við átröskun að stríða geta
fengið nýjar hugmyndir um leiðir til
þess að komast í vímu eða fela át-
röskunina svo eitthvað sé nefnt,“
segir Dóra Guðrún sem sjálf hefur
heyrt það frá fíklum að þeir hafi
byrjað neyslu eftir forvarnafræðslu.
Dóra Guðrún bendir á að skólar
þar sem börn og ungmenni komi
saman, myndi félagsleg tengsl og
læri af fagmenntuðu fólki sé ákjós-
anlegur vettvangur til heilsuefling-
ar- og forvarnastarfs.
100 milljóna króna styrkur
Dóra Guðrún segir að Landlækn-
isembættið og Menntavísindasvið
Háskóla Íslands hafi fengið 100
milljóna króna styrk frá Evrópusam-
bandinu sem nota eigi til þess að
vinna að verkefni sem heitir, Up-
right þar sem markmiðið er að fræða
kennara um hvernig nálgast eigi erf-
iðleika á uppbyggjandi hátt.
„Fyrst fá kennararnir þjálfun, svo
foreldrarnir og loks börnin. Það er
afar brýnt að foreldrar gefi sér allan
þann tíma sem þeir geta til þess að
eiga samverustundir með börnum
sínum og setja þeim mörk. Það þýðir
ekki að byrja á því að setja mörk
þegar börnin eru orðnir unglingar og
komnir í alvarleg mál,“ segir Dóra
Guðrún sem leggur áherslu á að hún
sé ekki að gagnrýna foreldra ef að-
stæður þeirra séu þannig að þau geti
ekki gefið sér nægan tíma með börn-
um sínum sökum vinnu eða annarra
ástæðna. Ef aðstæður séu þannig
verði skólakerfið og samfélagið að
koma til aðstoðar
„Samkvæmt langtímarannsókn-
um dr. Sigrúnar Aðalbjarnardóttur
farnast börnum best sem fá leiðandi
uppeldi þar sem foreldar þora að
setja mörk, veita umhyggju og vera
til staðar þegar þau eru með börn-
unum,“ segir Dóra Guðrún.
Í staðreyndablaði Landlæknis-
embættisins segir m.a. að kennsla í
fámennum hópi sé áhrifaríkari en í
fjölmennum og skólinn skuli leggja
sig fram um að aðstoða nemendur
sem eigi við tóbaks-, áfengis eða ann-
an vímuefnavanda að etja með um-
hyggju að leiðarljósi.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Ást Foreldar þurfa að setja mörk, veita umhyggju og vera til staðar.
Nýjar aðferðir
í forvörnum
Rannsóknir sýna að hræðsluáróður
getur valdið skaða Leiðandi uppeldi
Dóra Guðrún
Guðmundsdóttir
Þorgrímur Kári Snævarr
thorgrimur@mbl.is
Nýsveinahátíð Iðnaðarmannafélags-
ins í Reykjavík var haldin í þrett-
ánda skipti í Ráðhúsi Reykjavíkur á
laugardaginn.
Á nýsveinahátíðinni fengu 22 ný-
sveinar sérstakar viðurkenningar
fyrir að skara fram úr í iðnnámi.
Nemendurnir voru úr fjórtán mis-
munandi iðngreinum og úr sjö skól-
um. Þá fengu fjórtán nemendanna
sérstaka námsstyrki frá fyrir-
tækjum, félögum og skólum sem
styrkja Iðnaðarmannafélagið.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Ís-
lands, sem jafnframt er verndari há-
tíðarinnar, var viðstaddur til að af-
henda viðurkenningarnar. Meðal
viðstaddra voru einnig Lilja Alfreðs-
dóttir menntamálaráðherra, Þórdís
Kolbrún R. Gylfadóttir iðnaðar- og
nýsköpunarráðherra og Þórdís Lóa
Þórhallsdóttir formaður borgarráðs.
Á hátíðinni heiðraði félagið tvo
gamalkunna iðnaðarmenn, þá Guð-
mund Ó. Eggertsson og Geir Odd-
geirsson, sem heiðursiðnaðarmenn
félagsins.
Nemendurnir sem heiðraðir voru
á hátíðinni hlutu ýmist gull- eða silf-
urmedalíu og viðurkenningarskjal
frá Iðnaðarfélaginu. Jökull Sindri
Gunnarsson tenór söng tvö lög við
tilefnið.
Nýsveinar heiðraðir
Morgunblaðið/Hari
Nýsveinahátíð Forsetinn afhendir viðurkenningar fyrir námsárangur.
Iðnnemar hlutu viðurkenningar frá forseta fyrir
framúrskarandi námsárangur í Ráðhúsi Reykjavíkur