Morgunblaðið - 11.02.2019, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.02.2019, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2019 Ljósadýrð „Við útheimsins skaut er allt eldur og skraut af iðandi norðurljósum,“ orti skáldið Einar Benediktsson um þetta stórbrotna fyrirbæri sem sést hér yfir skærhvítum Garðskagavita. Hari Ár hvert halda björgunarsveitir lands- ins ásamt slysavarna- félögum og Neyðarlín- unni 11. febrúar hátíðlegan. Dagurinn er auðvitað samsetning neyðarnúmersins 112 (sem er 11. febrúar ár hvert), eða einn einn tveir eins og það er kallað dags daglega. Svona til að minnstu börnin geti lært og notað númerið í neyð. Þessi dagur er not- aður til að vekja athygli á því mikla og fórnfúsa starfi sem björg- unarsveitir landsins sinna. Það eru 93 björgunarsveitir og 33 slysavarnafélög á land- inu. Á útkallsskrá eru rúmlega 4.000 ein- staklingar sem eru reiðubúnir, á nóttu sem degi, að stökkva til og leita að týndu fólki, hlúa að slösuðum og veikum þar sem lögregla kemst ekki til þeirra. Einnig flytja slasaða úr erfiðum aðstæðum undir lækn- ishendur og þá oft í sjúkrabíla eða þyrlu. Þar síðasta sunnudag lentum við í Hjálparsveit skáta Hveragerði í því að bjarga konu sem fallið hafði í sjó- inn við Þorlákshöfn en náði að skríða í land. Aðstæður voru mjög erfiðar, síga þurfti niður þverhnípt bjarg um það bil sjö metra niður og öldur gengu yfir sjúkling og björg- unarmenn á meðan á björgun stóð. Þyrla Landhelgisgæslunnar hífði svo konuna um borð. Að þessari björgun komu á fimmta tug manna frá nokkrum björgunarsveitum Ár- nessýslu með margvíslegan búnað, bíla, báta og tæki. Samhæfður og traustur hópur. Við í Hveragerði fögnum þessum degi með því að hafa opið hús hjá okkur þennan einn einn tvo dag (11. febrúar) að Austurmörk 9, frá 20.00 – 21.00 þar sem við verðum með til sýnis búnað okkar og tæki, þar á meðal nýjan Land Cruiser bíl, 42“ breyttan, sem við vorum að fá í hús. Sveitin er vel tækjum búin og við er- um reiðubúin að bregðast skjótt við þegar neyðarkallið kemur, sem er að meðaltali einu sinni í viku allt árið. Allir velkomnir. Eftir Gísla Pál Pálsson » Þessi dagur er not- aður til að vekja athygli á því mikla og fórnfúsa starfi sem björgunarsveitir lands- ins sinna. Gísli Páll Pálsson Höfundur er gjaldkeri Hjálparsveitar skáta í Hveragerði. gisli@grund.is Einn einn tveir – númer í neyð Vaxandi spennu gætir í Tyrklandi vegna sveltimótmæla pólitískra fanga þar í landi en þeir krefjast þess að einangrun Öcalans, höfuðleiðtoga Kúrda í Tyrklandi og Norður-Sýrlandi, verði rofin og pólitískum föngum sleppt úr haldi. Mótmælasvelti Tölur um hve margir taki þátt í þessum sveltiaðgerðum eru nokkuð á reiki en þær eru á bilinu 150 til 250. Lægri talan vísar þá til þeirra sem eru innan fangelsismúra en sú hærri til heildarinnar. Þannig taka fjórtán stjórnmálamenn þátt í mót- mælasvelti í Strassborg þar sem Mannréttindadómstóll Evrópu er staðsettur svo og þing Evrópuráðs- ins. Þessar stofnanir hafa sætt nokkurri gagnrýni fyrir linkind gagnvart mannréttindabrotum Tyrkja. Leyla Güven Augu fjölmiðla beinast mjög að einum helsta leiðtoga Kúrda til margra ára, Leylu Güven, en hún hætti að neyta matar 7. nóvember sl. Hefur hún því verið án matar í nær eitt hundrað daga. Leyla var látin laus úr fangelsi fyrir fáeinum dögum en ákvað að halda sveltinu áfram enda hafi til þess verið stofnað að hennar sögn til þess að krefjast þess að einangrun Öcalans yrði rofin. Honum er haldið í föngnum á Im- rali-eyju í Marmara- hafi, skammt undan Istanbúl, og síðustu ár- in algerlega einangr- uðum þvert á alþjóð- legar grundvallarreglur um mannréttindi. Ný sýn á kvenfrelsi og lýðræði í anda Öcalans Öcalan hefur setið í fangelsi í tvo áratugi en framan af gat hann komið frá sér miklum ritsmíðum sem hafa haft afgerandi áhrif á stjórn- málaþróun á meðal Kúrda í Tyrk- landi og Norður-Sýrlandi. Áherslur hans hafa breyst mjög frá því hann stýrði vopnaðri baráttu Kúrda frá lokum áttunda áratug- arins og leggur hann ekki lengur áherslu á stofnun sjálfstæðs ríkis heldur lýðréttindi og stjórnarfar sem nú einkennir stofnanir, sveit- arfélög og landsvæði þar sem Kúrd- ar hafa komist til áhrifa. Jafnrétti kynjanna er þar lykilþáttur en þetta segir Öcalan vera frumforsendu þess að unnt sé að koma á lýðræði. Í öllum bæjum og borgum sem Kúrdar stýra á þessu svæði gegna bæði karl og kona bæjarstjóraemb- ættum og svo háttar einnig um allar áhrifastöður í HDP flokki Kúrda í landsmálapólitíkinni, þar eru tveir formenn, karl og kona. Í Rojava, því héraði Norður- Sýrlands þar sem Kúrdar eru ráð- andi er þessi pólitíska hugsun í há- vegum höfð, jafnrétti kynjanna og áhersla á samstjórn fólks, sem á sér mismunandi bakgrunn í trúarlegu og félagslegu tilliti. Eflaust eru brotalamir í framkvæmdinni en markmiðið er þetta. Frá þíðu til harðstjórnar Sjálfur minnist ég þess að sækja risastóran fjöldafund í Diyarbakir, höfuðstað Kúrda í suðaustanverðu Tyrklandi í byrjun árs 2014. Tónn- inn í ræðum manna á þeim fundi þótti mér harður en þegar ræðurnar voru þýddar, þar á meðal boðskapur Öcalans, heyrði ég að hann var fyrst og fremst friðsamur: Verum hug- rökk og semjum! Það voru skila- boðin. Þetta var á tíma þíðu í sam- skiptum Kúrda og stjórnvalda í Ankara en hún skilaði Kúrdum vax- andi árangri í kosningum. Í kosning- unum í júní 2015 fengu Kúrdar 11,2% atkvæða en þröskuldur til að koma mönnum á þing er 10%. Við þetta féll meirihluti Erdogans for- seta sem við svo búið venti sínu kvæði í kross og hóf nú ofsóknir á hendur Kúrdum með tilheyrandi pólaríseringu í samfélaginu. Hver er glæpurinn? Athyglisvert er að fangelsanir á undanförnum misserum beinast fyrst og fremst að fólki sem drýgt hefur þann glæp að hvetja til samn- inga og friðsamlegra lausna! Þetta á við um opinbera starfsmenn, sem eru þessarar skoðunar og hafa látið hana í ljósi, fréttafólk, fólk úr dóms- kerfinu og heilbrigðisstarfsmenn, svo nefndar séu stéttir sem að und- anförnu hafa sætt sérstökum of- sóknum. Merki ofsókna Þegar ég kom til Tyrkalands í febrúar 2017, að þessu sinni í svo- kallaðri Imrali-sendinefnd að krefj- ast þess að pólitískir fangar yrðu látnir lausir og einangrun Öcalans á Imrali-eyju rofin, þá var öðru vísi um að litast en í upphafi árs 2014. Nú hafði drjúgur hluti hinnar æva- fornu Diyarbakir-borgar, sem verið hafði á minjaskrá Sameinuðu þjóð- anna, verið jafnaður við jörðu og víða mátti sjá ummerki hrikalegrar eyðileggingar og ofsókna. Að tala máli mannréttinda Þegar þessi grein birtist er ég á leið til Tyrklands, samkvæmt sömu formúlu og í Imrali-heimsókninni árið 2017, að tala máli mannrétt- inda. Ég hef fyrir hönd hópsins, sem ég er hluti af, óskað eftir fundi með dómsmálaráðherra Tyrklands, Ab- dulhamid Gül, og jafnframt beðið um að fá að heimsækja Imrali-eyju. Engin svör hafa borist við þessu er- indi. Við stefnum hins vegar á að hitta fulltrúa mannréttindasamtaka, verkalýðshreyfingar, stjórnmála- samtaka, dóms- og réttarkerfis, fjöl- miðla og síðan einnig fólk sem er í mótmælasvelti gegn mannréttinda- brotum og ofbeldi. Við munum á miðvikudag halda til Diyarbakir og freista þess að hitta þar Leylu Güven, verði hún þá enn á lífi. Eftir Ögmund Jónasson » Athyglisvert er að fangelsanir á undan- förnum misserum bein- ast einkum að fólki sem drýgt hefur þann glæp að hvetja til samninga og friðsamlegra lausna! Ögmundur Jónasson Höfundur er fyrrverandi dómsmála- og mannréttindaráðherra. Á leið til Tyrklands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.