Morgunblaðið - 11.02.2019, Page 6

Morgunblaðið - 11.02.2019, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2019 Síðumúla 35 (bakdyramegin) - Sími 568 3920 & 897 1715 DARTVÖRUR MIKIÐ ÚRVAL – FRÁBÆRT VERÐ! Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Í yfirstandandi kjaraviðræðum höfum við lagt ríka áherslu á að- komu stjórnvalda því það er margt sem snertir lífskjör vinnandi fólks sem þarnast úrbóta og ríkið verður að breyta. Ber þar hæst húsnæð- ismarkaður, skattamál og barátta gegn félagslegum undirboðum. Þær launahækkanir sem samið hef- ur verið um síðustu ár hafa í mörg- um tilvikum brunnið upp á húsnæð- ismarkaðnum. Því þýðir lítið að hamast endalaust við að hækka launin ef þau eru svo tekin af fólki annars staðar,“ segir Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands. Hún heldur áfram: „Skattkerfið hefur fengið að þróast í þá átt að lægst launaða fólkið á Íslandi hefur tekið á sig raunhækkun skatta á meðan skatt- ar þeirra sem hæst hafa launin hafa lækkuð.“ Félagsmálapakki Segja má að allt sé undir þeg- ar kjarasamningar eru lausir. Eitt er að finna og semja um launa- hækkanir, vinnufyrirkomulag og fleira slíkt og svo þarf að tína sitt- hvað til í félagsmálapakka; mál sem snera launafólk sem þó verður leyst beint við samningaborðið. Þar ber húsnæðismál hæst. Áætlað er að um 10.000 nýjar íbúðir verði byggðar á næstu þremur árum sem þó er ekki nóg, að því er fram kem- ur í greinargerð með tilögum starfshóps stjórnvalda sem fór yfir stöðuna í húsnæðismálum. Því þurfi meðal annars að auka fram- boð hagkvæmra íbúða á viðráð- anlegu verði og auka stuðning við kaupendur jafn sem leigufélög, styrkja vernd við leigjendur og endurskoða regluverk í skipulags- málum. Nauðsynlegar úrbætur „Tillögurnar í húsnæðis- málum eru fínar og þar var komið til móts við flest það sem við skil- greindum sem nauðsynlegar úr- bætur. Það þarf hins vegar að skipuleggja framkvæmd þessara tillagna og fjármagna þær og þeg- ar það er komið getum við talað um árangur, ekki fyrr. Margar til- lagnanna er þó hægt að fara í strax, svo sem að styrkja stöðu leigjenda og auka stofnframlög til íbúðabygginga,“ segir Drífa. Í þessu sambandi getur hún fram- taks verkalýðshreyfingarinnar sem er bygging 1.400 leiguíbúða sem teknar verða í notkun á næstu fjórum árum; þær fyrstu í sumar. „Verkalýðshreyfingin hefur byggt upp kerfi til að vinna á hús- næðiseklunni og við leggjum mikla áherslu á að fá fjármagn inn í það kerfi í áframhaldandi upp- byggingu. Það skiptir miklu máli því þar er verið að byggja hag- kvæmar og góðar íbúðir sem fólk hefur í raun efni á. En við höfum líka uppi áform um að byggja leiguíbúðir fyrir millitekjuhópa, það er ekki bara lægst launaða fólkið.“ Barist fyrir aðgerðum Í fyrri viku var í fréttum sagt frá ömurlegum aðbúnaði við flokk rúmenskra verkamanna á höfuð- borgarsvæðinu. Málið vakti at- hygli, þótt sambærileg tilvik hafi oft áður ratað í fréttir. Vitað er um erlenda verkamenn sem búa í iðnaðarhúsnæði hér og þar um borgina og víða, að félagsleg und- irboð í ætt við þrælahald tíðkist þannig að viðkomandi á þess eng- an kost að lifa með reisn. „Já, það hefur skort á að stjórnvöld skilji alvarleika málsins og grípi til viðeigandi ráðstafana. Við höfum árum saman barist fyr- ir úrræðum og aðgerðum fyrir þennan hóp, að eftirlit sé eflt og samræmt og viðbrögð til staðar þegar svona kemur upp. Þar má nefna innleiðingu keðjuábyrgðar, stöðvun kennitöluflakks, aðgerðir gegn mansali og fleira,“ segir Drífa sem skynjar mikinn kraft um þessar mundir í verkalýðs- hreyfingunni. Þar láti nú til sín taka fólks sem er bæði nýtt í bar- áttunni og aðrir sem lengi hafa staðið á dekkinu. Baráttugleði og kraftur „Þessi góða blanda skilar sér í baráttugleði og krafti sem ég hef ekki orðið vör við lengi hjá hreyf- ingunni. Við finnum líka vel fyrir því að stjórnvöld vita að það er ekki hægt að horfa framhjá kröf- um sem hreyfingin reisir. Hver ár- angurinn verður sjáum við á næst- unni. Þegar kjarasamningar eru í höfn sé ég svo fyrir mér aukna áherslu á vinnuvernd, menntun og fræðslu – því þar bíða stór verk- efni. Stjórnvöld komi að húsnæðismálum og vinni gegn félagslegum undirboðum Morgunblaðið/Valli Forysta Ekki er hægt að horfa framhjá kröfum sem verkalýðshreyfingin setur fram, segir Drífa Snædal. Skilji alvarleika málsins  Drífa Snædal er fædd árið 1973. Hún er tækniteiknari, viðskiptafræðingur og vinnu- markaðsfræðingur að mennt.  Að baki á Drífa fjölbreyttan feril á sviði margvíslegra sam- félagsmála. Var fram- kvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf, fram- kvæmdastýra Vinstri hreyfing- arinnar – græns framboðs og framkvæmdastjóri Starfs- greinasambands Íslands frá 2012 til 2018. Var kjörin forseti ASÍ í lok október á sl. ári Hver er hún? Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Það kom mér á óvart hversu ráða- laus Vegagerðin, lögreglan og Reykjavíkurborg voru á íbúafundi í Vesturbæ Reykjavíkur um öryggi gangandi vegfarenda yfir Hring- braut. Þar var talað um að stilla um- feðarljósin betur og minnka há- markshraða í 40 kílómetra á klukkustund en ég gat ekki betur heyrt en lögreglan segði að það myndi litlu breyta þar sem meðal- hraðinn á götunni væri rétt yfir 40 kílómetrar. Hugmynd fulltrúa borg- arinnar um borgarlínu og aukna reið- hjólanotkun leysir ekki vandann,“ segir Haraldur Ólafsson, veðurfræð- ingur og íbúi í Vesturbænum, við Morgunblaðið. Á fundinum kom Haraldur fram með hugmynd að undirgöngum við Hringbraut, svipuðum þeim sem liggja undir Miklubraut við Löngu- hlíð. Þau hafa gefist vel að hans mati. Haraldur segist aftur á móti hafa fengið dauf viðbrögð yfirvalda við þessari tillögu sem ætlað er að auka öryggi barna í umferðinni. „Við verðum að horfast í augu við það að börn í Vesturbænum geta verið í lífshættu þegar þau þurfa að fara yfir Hringbrautina. Vegna ástandsins þar keyra margir foreldr- ar börn sín í Hagaskóla, sem eykur enn á hættu við skólann,“ segir Har- aldur og bætir við að vitað sé um börn sem ekki fara í frístundastarf eftir skóla vegna ástandsins og sitja frekar heima í tölvunni. Skilur viðhorf íbúanna Magnús Örn Guðmundsson, forseti bæjarstjórnar Seltjarnarness, segir bæjaryfirvöld mjög ósátt við að ekk- ert samráð hafi verið haft við þau vegna fyrirhugaðrar lækkunar há- markshraða á Hringbraut. „Auðvitað skil ég vel áherslur íbúa í Vesturbænum, en Vegagerðin og lögreglan eiga að hafa samráð við okkur þegar um stofnæðar er að ræða,“ segir Magnús og bendir á að vegna mikillar fjölgunar íbúa á svæð- inu þurfi að huga vel að leiðum til rýmingar og tryggja að þær leiðir séu í lagi. Þá er að sögn Magnúsar búið að senda erindi til lögreglu og Vega- gerðarinnar vegna málsins og verður fundað með Vegagerðinni á morgun. Magnús bendir á að Seltjarnarnes- bær hafi átt ágætt samstarf við Reykjavíkurborg undanfarið og nefn- ir að í borgarstjóratíð Jóns Gnarrs hafi verið skrifað undir plagg sem enn sé í gildi um að Reykjavíkurborg tryggi að akreinum verði ekki fækk- að vestan Kringlumýrarbrautar og gerð verði sérstök greining á flótta- leiðum og rýmingaráætlun fyrir vest- urhluta höfuðborgarsvæðisins. Geta verið í lífshættu á leið í skóla  Úrræðaleysi yfirvalda þegar Hringbraut er annars vegar  Íbúi telur gamaldags undirgöng geta hjálpað Haraldur Ólafsson Magnús Örn Guðmundsson Guðni Einarsson gudni@mbl.is Flokkarnir sem skipa meiri hluta í borgarstjórn Reykjavíkur höfðu það allir á stefnuskrá sinni fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar að gera Laugaveg varanlega að göngugötu, að sögn Sigurborgar Óskar Haralds- dóttur, formanns skipulags- og sam- gönguráðs Reykjavíborgar. „Þetta er það sem við vorum kosin til að gera og það væri skrítið ef við alfarið hættum við það,“ sagði Sigurborg. Hún var spurð um viðbrögð við opnu bréfi talsmanna fjölda fyrirtækja í miðborginni til borgarstjórnar þar sem þeir mótmæltu lokun versl- unargatna. „Við erum í vinnu við að rýna hvernig við gerum þetta. Um það snerist samráð nýverið í Ráðhús- inu,“ sagði Sigurborg. Íbúasamráðið um varanlegar göngugötur fór fram 28. janúar til 3. febrúar. Sérstakur fundur var haldinn m.a. með veit- ingafólki, verslunarrekendum, og þeim sem vinna við ferðaþjónustu og vöruflutninga. Sigurborg sagði að það hefðu komið fram skiptar skoð- anir um málefnið. „Málið er í vinnslu og engin endanleg tillaga komin fram. Allar athugasemdir eru teknar inn í ferlið.“ Sigurborg sagði að allur Lauga- vegur væri til skoðunar varðandi gerð göngugötu. Líklega kemur til- laga á næstu vikum um hvaða hlutar götunnar verða gerðir að göngugötu og í hvaða tímaröð. Hún kvaðst telja það eðlilegt að fyrirtæki færðu sig til í borginni en ekki hafa sérstakar forsendur til að meta hvernig sú þróun væri. Mikil endurnýjun hefði t.d. verið í Múla- hverfi. Sigurborg sagði það jákvætt að rekstur væri að aukast í hlið- argötum og á Hverfisgötu og víðar í miðbænum. Hins vegar gæti það verið áhyggjuefni ef rekstur við Laugaveg væri að verða einhæfari. Það sé mikilvægt, sérstaklega í að- alskipulagi, að halda Laugavegi sem fjölbreyttri verslunargötu og það sé til að stuðla að því að miðbærinn verði áfram hjarta borgarinnar. Allur Laugaveg- ur til skoðunar  Tillaga væntanleg um göngugötuna Morgunblaðið/Eggert Laugavegur Unnið er að tillögu um opnun göngugötu til frambúðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.