Morgunblaðið - 11.02.2019, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2019
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
Knoll International
Barcelona
Hönnun: Ludwig Mies van der Rohe, Lilly Reich
Góð þjónusta í tæpa öld 10%afslátturfyrir 67 áraog eldri
Flugvallarþjónusta
BSR sér um að skutla þér út á flugvöll og aftur heim þegar þú ferð til útlanda.
5-8 manneskjur
19.500 kr.
1-4 manneskjur
15.500 kr.
Verð aðra leið:
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Breytingar á staðartíma á Íslandi,
þannig að klukkan verði færð fram
um eina klukkustund til samræmis
við stöðu landsins, gæti haft veru-
lega neikvæð áhrif á flugstarfsemi á
Íslandi. Bogi Nils
Bogason, for-
stjóri Icelandair,
segir að ef af
þessu verði breyti
það í grunnatrið-
um því rekstrar-
líkani sem félagið
starfar eftir og
raski stöðu Ís-
lands sem mikil-
vægrar tengi-
stöðvar í flugi yfir
Norður-Atlantshafið. Félagið leggist
því eindregið gegn þessum breyting-
um.
Tilefni tillagna um breytta klukku
á Íslandi er að nýta morgunbirtuna
betur, enda skiptir hún miklu fyrir líf
og líðan fólks. „Lýðheilsusjónarmið-
in eru skiljanleg en þar virðast einn-
ig vera skiptar skoðanir meðal fag-
fólks,“ segir Bogi Nils.
Enginn sveigjanleiki
á fjölförnum flugvöllum
Rekstur leiðakerfis um Keflavík-
urflugvöll er hornsteinn í allri starf-
semi Icelandair. Kerfið byggist á því
að flugvélar félagsins koma til Kefla-
víkur frá Norður-Ameríku um
klukkan sex að morgni og halda
áfram til áfangastaða í Evrópu um
það bil 90 mínútum síðar. Flugvél-
arnar koma svo aftur til Keflavíkur
síðdegis og halda í framhaldinu til
Norður-Ameríku á nýjan leik. Til
samræmis við þetta hefur Iceland-
air, í krafti svokallaðs hefðarréttar,
frátekna afgreiðslutíma á áfanga-
stöðum sínum, sem félagið hefur í
sumum tilfellum flogið til í áratugi.
„Ef klukkan yrði færð fram um
eina klukkustund þyrftum við að
færa brottfarartíma okkar aftur sem
því nemur til að missa ekki af-
greiðslutíma okkar. Núna eru fyrstu
vélar okkar á morgnana að fara til
Evrópu fljótlega upp úr klukkan sjö
og ég er ekkert viss um að viðskipta-
vinir okkar vilji vera fyrr á ferðinni,“
segir Bogi og heldur áfram: „Kjara-
samningar okkar við flugfólk miðast
við þessa uppsetningu leiðakerfisins
og eins afgreiðsla á flugvöllum ytra,
en í fráteknum afgreiðslutímum þar
felast mikil verðmæti. Sumir fjöl-
farnir flugvellir eru mjög umsetnir
og enginn sveigjanleiki til breytinga
á umsömdum afgreiðslutímum.
Þetta á til dæmis við um flugvellina í
London, Amsterdam, Toronto og
JFK í New York.“
Takmarkar tengiflug
Bogi tiltekur ennfremur að af-
greiðslutímar véla Icelandair ytra
miðist einnig að nokkru við tengiflug
með öðrum félögum. Komi til þess að
klukkunni verði breytt og Icelandair
haldi óbreyttum brottfarartímum
frá Íslandi munu flugvélar félagsins
lenda á áfangastöðum erlendis
klukkustund síðar en nú er. Slík
seinkun yrði til þess að möguleikar
farþega á tengiflug yrðu minni. Sam-
starf sé í dag við erlend flugfélög
vegna tengiflugs, til dæmis við
JetBlue á austurströnd Bandaríkj-
anna, Alaska Airlines vestur við
Kyrrahafið og Finnair í Helsinki
vegna flugs til Asíu. Sjónarmiðum
þessum og öllu því sem snýr að Ice-
landair varðandi breyttan staðar-
tíma verði komið á framfæri við
stjórnvöld, en frestur til þess í gegn-
um svonefnda samráðsgátt er til 10.
mars næstkomandi.
Morgunblaðið/Eggert
Þota Icelandair flýgur til um 50 áfangastaða beggja vegna Atlantshafsins.
Breytt klukka
skaði flugrekstur
Icelandair mótmælir Raskar starf-
semi tengistöðvar á Keflavíkurflugvelli
Bogi Nils
Bogason
Þorgrímur Kári Snævarr
thorgrimur@mbl.is
Leikhúsgestir sem lögðu af stað í
miðbæinn á laugardagskvöld til þess
að sjá sýninguna Einræðisherrann í
Þjóðleikhúsinu áttu erfiðari ferð fyr-
ir höndum en þeir líklega höfðu gert
sér í hugarlund. Ökuleiðum víða inn
og út úr miðbænum var lokað um
svipað leyti og sýningin hófst vegna
Vetrarhátíðar Reykjavíkur og áttu
margir leikhúsgestir í fullu fangi
með að komast inn í miðbæinn og
finna þar bílastæði.
Að sögn Þórönnu Hafdísar Þór-
ólfsdóttur, sem fór á Einræðisherr-
ann ásamt manni sínum, hófst sýn-
ingin fimmtán mínútum á eftir
áætlun vegna þess hve mörgum
áhorfendum seinkaði á leiðinni.
„Leikhúsgestir komu hlaupandi eftir
hrakninga og hringsól um bæinn og
voru ævareiðir sumir. Hvernig er
þetta hægt? Er menningin eingöngu
fyrir fólk í 101 og elítuna í 107? Að
þessu var mjög illa staðið svo ekki sé
tekið dýpra í árinni.“
Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri
sagðist ekki kannast við að sýning-
unni hefði seinkað og sagði að sam-
kvæmt skýrslu hefði ekki vantað svo
marga gesti að markvert þætti.
Vandræði á leið í Þjóðleikhús
Leikhúsgestir lentu í örðugleika við að komast á sýningu
á Einræðisherranum vegna lokunar miðbæjarins
Ný veðurathugunarstöð á svæði
Hestamannafélagsins Fáks í Víði-
dal í Reykjavík sem tekin var í
notkun fyrir skemmstu hefur nú
þegar sýnt athyglisverðar mæl-
ingar. Í frostkaflanum 26. janúar til
4. febrúar sl. mældist töluvert
meira frost þar en annars staðar á
höfuðborgarsvæðinu. Það ræðst af
staðháttum, en stöðin er í 71 m hæð
yfir sjávarmáli í dal sem er flatur
og liggur lægra en byggðin í kring.
Frost mældist yfir 20 stig aðfara-
nótt 31. janúar sem og að morgni 2.
febrúar, en þá mældist rétt fyrir
hádegisbil -21,3. Við Arnarnesveg
fór frostið niður sama morgun í
-14,9° og við Veðurstofuna við Bú-
staðaveg -12,1°C.
Veðurstofan vekur athygli á því
að í vægu frosti sé lítill sem enginn
munur á milli stöðvanna í Reykja-
vík. Ástæða þessa liggur í mismun
legu stöðvanna. Í Víðidal myndist
kuldapollur vegna útgeislunar frá
yfirborðinu sem og að kalt loft leit-
ar niður í lægðir í landslagi. Um
leið og hreyfir vind blandast loftið
betur og dregur hratt úr frostinu.
Kuldapollar eru þekktir á fleiri
stöðum á landinu, t.d. eru þeir al-
gengir á Þingvöllum og við Mývatn
að vetri til. sbs@mbl.is
Veðurstöð í Víðidal mælir mikinn kulda
Víðidalur Mælingar í kuldapolli.