Morgunblaðið - 11.02.2019, Side 20

Morgunblaðið - 11.02.2019, Side 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2019 ✝ Björn Björns-son fæddist 14. júlí 1955 á Ytri- Löngumýri í Húna- vatnshreppi. Hann lést á Landspítala Háskólasjúkrahúsi 28. janúar 2019. Björn var sonur hjónanna Ólafar Guðmundsdóttur frá Flatey á Skjálf- anda, f. 1918, og Björns Pálssonar, alþing- ismanns og bónda, frá Guð- laugsstöðum í Blöndudal, f. 1905. Systkini Björns eru Ás- laug Elsa, f. 1945, Guðrún, f. 1947, Páll, f. 1948, Guðmundur, f. 1950, Halldór, f. 1953, d. 2011, Hafliði Sigurður, f. 1954, Þorfinnur Jóhannes, f. 1956, Brynhildur, f. 1958, og Böðvar, f. 1959. Björn átti fimm börn og fimm barnabörn. Börn hans og fyrri eig- Stein Örvar, f. 25. mars 1991, sambýliskona hans er Svanhvít Magnúsdóttir. Móðir Steins Örvars er Linda María Magn- úsdóttir, f. 1960. Með seinni eiginkonu sinni, Oddnýju Maríu Gunnarsdóttur, f. 1955, átti Björn Brynhildi Unu, f. 26. júní 1994, og Hauk Hafliða, f. 18. mars 1996 Björn ólst upp á Ytri- Löngumýri. Hann lærði húsa- smíði í Iðnskólanum í Reykja- vík og starfaði við það til árs- ins 1982 þegar hann tók við búi að Ytri-Löngumýri og bjó þar til dauðadags. Hann tók að sér ýmis smíðaverkefni meðfram búrekstrinum og víða má sjá byggingar sem hann kom að. Einnig vann hann við smíða- kennslu við Húnavallaskóla. Björn átti sæti í stétt- arsambandi bænda um tíma, byggingarnefnd Húnavatns- hrepps og var varaformaður veiðifélags Blöndu þegar hann lést. Útför Björns fer fram frá Blönduóskirkju í dag, 11. febr- úar 2019, klukkan 13. inkonu, Maríu Sig- rúnu Hann- esdóttur, f. 1957, eru: 1) Ólöf Birna, f. 2. febrúar 1977. Hennar eig- inmaður var Jón Kristófer Sigmars- son, f. 16. mars 1972, og þeirra börn eru María Sigrún, f. 1. des- ember 2002, og Kristófer Bjarnar, f. 7. maí 2010. Fyrir átti Jón dótturina Helgu Dögg, f. 24. mars 1990. Þau skildu. Sambýlismaður Ólafar er Styrmir Magnússon, f. 23. júlí 1975. Þau eiga dótt- urina Evu Katrínu, f. 28. sept- ember 2018. 2) Bjarki, f. 25. mars 1982 giftur Hjördísi Mar- íu Ólafsdóttur, f. 29.mars 1982. Þeirra börn eru Viktoría Dagný, f. 30.ágúst 2009, og Óli Björn, f. 5.nóvember 2011. Árið 1991 eignaðist Björn Að alast upp með góðu fólki er fjársjóður sem fylgir hverju barni inn í framtíðina. Það er minn fjársjóður. Pabbi var svo sannarlega fjársjóður. Þvílíkur karakter. Hann var hlýr, fynd- inn og átti auðvelt með að gera allt að leik fyrir litla stelpuhnátu sem vildi fylgja pabba sínum hvert fótmál. Það var gott að leita huggunar og ráðlegginga hjá pabba, hann sá lausnir sem voru mér sjálfri ómögulegar og alltaf gat hann lætt inn ein- hverju sem fékk mig til að brosa. Pabbi var alltaf stórhuga, hafði miklar hugmyndir og hugs- aði stórt. Hann var einstaklega hugmyndaríkur, kappsamur og viljasterkur, útsjónarsamur og frjór í allri hugsun. Við bjuggum saman tvö síð- ustu árin mín í grunnskóla. Það var góður og lærdómsríkur tími. Hann kenndi mér að meta Lax- ness og Þórberg Þórðarson og las fyrir mig upp úr Grágás. Pabbi kenndi mér einnig að lífið þarf ekki að vera fullkomið til að vera gott og að það gengur ým- islegt á í lífinu. Hann kenndi mér líka að sjóða lambakjöt í ör- bylgjuofni en ég mæli svo sem ekki með þeirri eldunaraðferð. Pabbi var bóndi, kannski var það ekki endilega það sem hann var bestur í en það var það sem hann valdi sér. Hann kunni vel við að vera sjálfs sín herra en blómstraði þó alltaf í stórum vinnuhópum. Hann var vinsæll í vinnu og það vildu allir vinna með Binna. Nú síðustu daga hafa margir af hans vinum haft samband og allir eru sammála um að pabbi hafi haft þægilega nærveru, verið hlýr maður, ein- staklega orðheppinn og stór- skemmtilegur. Hann var minnihlutamaður, hann fylgdi alltaf þeim sem stóðu lægra og studdi t.d. alltaf ný framboð, hvort sem var til sveitarstjórnarkosninga eða í landspólitíkinni. Hann átti heið- urssæti á N-lista í Húnavatns- hreppi í síðastliðnum sveitar- stjórnarkosningum og það þótti honum vænt um. Hann var feiki- mælskur og átti auðvelt með að svara fyrir sig. Hann var vel gef- inn og kátur maður og náði að láta alla brosa og flesta hlæja. Hvar sem hann fór skildi hann eftir góðar sögur, fyndin tilsvör og hlýju. Pabbi lýsti upp tilveruna hvar sem hann kom og þeir sem hittu hann voru örlítið glaðari þegar þeir fóru. Ég dáðist mjög að pabba í veikindum hans. Hann var kval- inn nánast upp á hvern dag síð- ustu árin en kvartaði sjaldan. Hann talaði mikið um lífsgæðin og fyrir honum voru þau einföld. Að geta hreyft sig án verkja, fengið sér ölglas og geta notið líðandi stundar. Honum var lífs- gleðin mikilvæg. Pabbi lagði mikið upp úr vin- áttu og átti góða og trygga vini. Margir þeirra hafa aðstoðað hann við búreksturinn síðustu misseri, hafi þeir ævarandi þökk fyrir. Ég er afar þakklát fyrir þann tíma sem ég fékk með pabba og kem til með að sakna þess að hann hringi fyrir kl. 9 á laug- ardagsmorgnum til að eiga gott spjall. Maður lifir eins lengi og ein- hver minnist manns. Látum minningu Björns á Löngumýri lifa. Ólöf Birna. Það er undarlegt að setjast niður til að skrifa þessa hinstu kveðju til hans pabba. Þó svo að það sé óumflýjanlegt að lífið taki enda þá taldi ég okkur hafa meiri tíma en þetta saman. Mað- urinn með ljáinn hefur á und- anförnum árum reglulega knúið á dyrnar hjá pabba, en með húmorinn að vopni og fullur af bjartsýni barðist hann áfram og oftar en ekki virtist hann vera kominn í var. Það átti þó ekki að vera og að lokum þurfti hann að láta í minni pokann fyrir veik- indum sínum. Þessar síðustu vikur, þegar ljóst var í hvað stefndi, hefur hugurinn reikað og margs konar tilfinningar brotist um innra með mér. Fyrst og fremst standa þar upp úr gleði og þakklæti en einnig finn ég fyrir sorg og eftirsjá. Gleði og þakklæti fyrir allar þær minningar sem ég á um pabba, sérstaklega frá uppeldis- árunum á Löngumýri. Hvergi annars staðar þótti mér eins gott að vera. Eftirvæntingin eft- ir því að komast í sveitina að vori var einstök, öll ævintýrin og verkefnin sem biðu hafa lifað með mér og tíminn á Löngumýri á stóran þátt í því hver ég er í dag. Vistin á Löngumýri kenndi mér margt og ég er ekki frá því að einhverjar leifar af þessari eftirvæntingu komi ennþá fram þegar ég renni í hlaðið á Löngu- mýri enn þann dag í dag. Það gleður mig líka að sjá sömu eftirvæntingu lifa áfram í börnunum okkar Hjördísar sem fengu nasaþef af sveitalífinu í heimsóknum til hans afa. Sorg vegna þess að nú skal leiðir skilja, allt of snemma. Pabbi var alla tíð heilsuhraustur maður og því var erfitt að horfa upp á hann takast á við þessi veikindi sem því miður ná alltof mörgum. Ég á eftir að sakna fjörugu umræðnanna í eldhús- króknum á Löngumýri sem og að hlusta á nýstárlegar hug- myndir pabba að lausnum á öll- um heimsins vandamálum sem oftar en ekki hljómuðu brjálæð- islega en þegar öllu var á botn- inn hvolft voru þær úthugsaðar og langt á undan sinni samtíð. Eftirsjá vegna þess að við misstum sambandið í alltof lang- an tíma. Þó svo að samband okk- ar hafi batnað mikið á síðustu árum er sárt að hugsa til þess að við fáum ekki tækifæri til að vinna upp tapaðar samveru- stundir og halda áfram að byggja upp sambandið að nýju. Tímamót sem þessi fá mann til að hugsa og endurmeta hlut- ina. Tími okkar hér er stuttur og því er mikilvægt að við njótum hans með okkar nánustu og ræktum þau sambönd sem okk- ur eru kær þegar tækifæri gefst. Á morgun gæti það verið orðið of seint. Sæludalur sveitin best, sólin á þig geislum helli, snemma risin, seint er sest, sæludalur, prýðin best. Þín er grundin gæðaflest, gleðin æsku, hvíldin elli, sæludalur sveitin best, sólin á þig geislum helli. (Jónas Hallgrímsson) Hvíl í friði elsku pabbi og takk fyrir allt! Bjarki Björnsson. Í dag fylgjum við afa Birni síðasta spölinn eftir hetjulega baráttu við krabbamein. Björn var einstakur karakter sem ekki var annað hægt en að heillast af. Hann var skemmtilegur sögu- maður, átti lausnir við öllum heimsins vandamálum og gaf sér alltaf góðan tíma til að spjalla við barnabörnin. Viktoría Dagný og Óli Björn elskuðu að koma í sveitina til afa og alltaf brutust út fagnaðarlæti þegar við sögðum þeim að för- inni væri heitið á Löngumýri. Best fannst þeim að fá að brasa eitthvað með afa hvort sem það var í vélageymslunni eða í fjár- húsunum. Það að fá að sitja í traktornum eða á pallinum á sexhjólinu var alltaf skemmtilegt en einnig þótti þeim áhugavert þegar Pajero-inn var keyrður um túnin til að smala hestunum og ekki spillti fyrir að fá að stýra jeppanum í fanginu á afa. Viktoría Dagný gat setið stundunum saman í forstofunni með hundunum á meðan Óli Björn fór að leita að gömlum kindabeinum með afa. Ég verð að viðurkenna að stundum hugs- aði ég Birni þegjandi þörfina þegar ég tók til í herbergi nafna hans eftir ferðir norður og fann gömul bein úti um allt. Réttir og sauðburður voru fastir liðir en einnig eigum við yndislegar minningar frá sólríkum sumar- degi þegar frændsystkinin busl- uðu í bæjarlæknum. Ég er ótrúlega þakklát fyrir öll ævintýrin sem ég og krakk- arnir fengum að upplifa í sveit- inni hjá afa Birni og vildi að þau hefðu orðið fleiri. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Hvíl í friði elsku Björn og takk fyrir allt. Þín verður sárt saknað. Kveðja, Hjördís María, Viktoría Dagný og Óli Björn. Björn Björnsson, bóndi á Ytri-Löngumýri, er látinn langt um aldur fram eftir áralanga hetjulega baráttu við krabba- mein. Hann ólst upp í hópi tíu ágætra systkina á Ytri- Löngumýri í Blöndudal. For- eldrar þeirra voru Ólöf Guð- mundsdóttir sem var frá Flatey á Skjálfanda af Brettingsstaða- ætt og Björn Pálsson frá Guð- laugsstöðum, bóndi, kaupfélags- stjóri, útgerðarmaður og alþingismaður. Þessi stóri barnahópur vandist snemma vinnu og varð dugnaðarfólk. Ólöf stýrði búinu þegar Björn var fjarverandi, en hann hafði mörg- um störfum að sinna utan heim- ilis. Þegar hann hætti þing- mennsku árið 1974 sneri hann sér eingöngu að búskapnum og rak um skeið eitt stærsta sauð- fjárbú landsins af miklum dugn- aði, þrátt fyrir að vera kominn yfir sjötugt. Björn yngri, eða Binni, fór ungur suður og lærði smíðar og varð húsasmíðameistari 1980. Árið 1982 tóku þeir bræður, hann og Þorfinnur, við búskapn- um á Ytri-Löngumýri ásamt fjöl- skyldum sínum. Byggt var ann- að íbúðarhús á jörðinni. Á þessum árum voru komnar mikl- ar takmarkanir á framleiðslu lambakjöts og mjólkur. Áform þeirra bræðra voru að Björn ræki fjárbúið en Þorfinnur kæmi upp kúabúi. Það gekk ekki eftir vegna þess að ekki fékkst heim- ild til fjósbyggingar þar sem nóg mjólk væri framleidd í landinu. Þorfinnur og fjölskylda hans fluttu því suður, en Binni og María Hannesdóttir kona hans ráku búskap á allri jörðinni. Binni erfði frá föður sínum þann einstaka hæfileika að hvar sem hann kom á fundi varð hann strax sá sem leiddi umræðurnar, ekki með frekju eða yfirgangi, heldur með gamansemi, óvænt- um athugasemdum og snjöllum tilsvörum. Þess vegna var alltaf gaman í návist hans og eftir- sóknarvert að deila með honum geði og maður fór af fundi hans léttari í skapi. Björn var góður og greiðvik- inn granni og hjálpfús og neitaði engum manni um greiða. Hann stundaði talsvert smíðar utan heimilis og kenndi smíðar í Húnavallaskóla nokkra vetur. Þá var Björn um skeið fulltrúi Aust- ur-Húnvetninga á fundum Stétt- arsambands bænda. Hjónin Björn og María skildu og bjó Björn með ráðskonum um skeið. Hann kvæntist síðar Odd- nýju Gunnarsdóttur, en þau skildu eftir um áratugar sam- búð, og eftir það bjó Björn að mestu sem einsetumaður. Þrátt fyrir að vera fársjúkur lét hann engan bilbug á sér finna, rak sauðfjárbú sitt og stórt hrossabú, hélt viðmóti sínu hressilegu og vildi gleðja aðra. Björn lætur eftir sig fimm börn og sendi ég þeim innilegar sam- úðarkveðjur. Ég sakna mjög þessa frænda míns og granna en geymi í þakk- látum huga góða og glaða sam- fundi. Páll Pétursson. Elsku Binni minn er dáinn eftir langa og erfiða baráttu við krabbamein. Við vorum vinir, ég og Binni, töluðum saman á hverjum degi um allt og ekkert. Oftast á gamansömum nótum en líka um alvarleg hjartans mál. Binni hafði mannkosti sem ég hef reynt að taka mér til fyr- irmyndar. Hann var hjartahlýr og greiðasamur með eindæmum, og hefur hann hjálpað mörgum sem hafa staðið höllum fæti í lífsbaráttunni. Og skemmtilegur var hann, húmoristi og iðulega hrókur alls fagnaðar á manna- mótum enda sögumaður góður. Hann talaði vel um alla nema tvo og gerði fallega grín að kunn- ingjunum. Binni gerði ekki mannamun og talaði jafnt til allra, hvort sem um var að ræða ráðherra eða börn. Ég keyrði Binna suður fyrir jólin síðustu, náði í hann á Löngumýri í blíðskaparveðri, heiðskírt, frost og sólin lét sjá sig. Keyrðum við af stað hljóðir en svo segir Binni: „Já, fallega kveður sveitin.“ Svo ræddi hann við mig um endalokin, alltaf af sama æðruleysinu: „Þú passar fyrir mig, Jonni minn, að ég verði jarðaður á Svínavatni. Það er ómögulegt að liggja á Guð- laugsstöðum, þar yrði aldrei næði, þau eru alltaf að vinna eitthvað,“ sagði hann og hló. Það er margs að minnast, allt sem við gerðum saman við Binni, ófáar voru heiðaferðirnar og svo margt í sambandi við skepnur. Hjálpuðum hvor öðrum við flest, en alltaf fannst mér að það hallaði á hann í þeim efnum enda bað hann sjaldan um hjálp en var óendanlega þakklátur ef maður gat gert honum einhvern greiða. Já, það er svo margt sem manni dettur í hug þegar ég hugsa um tímann okkar saman sem spannar 25 ár en það sem stendur upp úr í þeirri minningu er að eiga Binna sem vin og fé- laga, sem alltaf var hægt að leita til og lífgaði alltaf upp á til- veruna. Ég heimsótti Binna daginn áður en hann dó, við áttum sam- an góða stund, sögðum sögur og hlógum saman. Við reyndum að gleyma stað og stund, en svo kom að kveðjustund. Hún var einlæg og góð, felldum báðir karlmennskugrímuna og kvödd- umst, við vissum báðir að þetta var okkar síðasti fundur. Ég sakna þín, Binni minn. Þinn vinur, Jón (Jonni). Björn Björnsson Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Minningargreinar Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BRAGI JÓNSSON veðurfræðingur, lést mánudaginn 28. janúar. Útför fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum auðsýnda samúð. Sjöfn Sigurbjörnsdóttir Atli Björn Bragason Sigurbjörn Bragason Regína Linda Kozlovsky Baldur Bragason Inga Þórarinsdóttir Bjarki Bragason Kristín Halla Marinósdóttir Nökkvi Bragason Sigríður Ragnarsdóttir og barnabörn Elsku hjartans pabbi, sonur, stjúpsonur, bróðir og mágur, ÞORSTEINN INGI ÞORLEIFSSON, Miðdal 11, Vogum, lést miðvikudaginn 6. febrúar. Útför hans fer fram í Grafarvogskirkju hinn 14. febrúar kl. 13. Nikulás Máni Þorsteinsson Þorleifur Már Sigurðsson Kristín Pálína Ingólfsdóttir Sigurður Kristján Guðnason Kristinn Már Þorleifsson Shaynie Cabiles Sigurður Arnar Þorleifsson Dagbjört Elísa Karlsdóttir Elín Guðrún Þorleifsdóttir Kristín Helga Sól Þorleifsdóttir Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, GUÐMUNDUR EINARSSON, bílamálari, Dvalarheimilinu Ási í Hveragerði, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi aðfaranótt 6. febrúar. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 18. febrúar klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Dvalar- og hjúkrunarheimilið Ás. Esther Helga Guðmundsd. María Guðmundsdóttir Páll Ragnarsson Einar Guðmundsson Stefanía Sörheller Sigurður Guðmundsson Sigrún Sigmarsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.