Morgunblaðið - 11.02.2019, Side 12

Morgunblaðið - 11.02.2019, Side 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2019 Guðmundur Sv. Hermannsson gummi@mbl.is Þ að var glatt á hjalla í Lundúnaborg nýlega þegar trúðar frá öllum heimshornum komu þar saman á árlegri minn- ingarhátíð um Joseph Grimaldi, sem kallaður hefur verið konungur trúð- anna. Grimaldi var látbragðsleikari sem fæddist 1778 og lést 1837. Hann kom fram í leikhúsum á Englandi, oftast á West End í Lundúnum, og bjó sér til gervi sem nú er hefðbund- inn einkennisbúningur trúða: hvít- málað andlit, stóra stríhærða hár- kollu og rautt gervinef. Trúðurinn sem hann skapaði var sagður vera sambland af hrekkjalómi og ein- feldningi, skúrki og sakleysingja. Sporgöngumenn hans voru margir í Lundúnum á minningarhá- tíðinni og þeir komu saman í All Sa- ints kirkjunni í Haggerston í austur- hluta borgarinnar. „Hingað kom fólk fljúgandi frá Kanada, Írlandi, Frakklandi og ak- andi frá Skotlandi að taka þátt í gleðskapnum til að minnast goð- sagnarinnar,“ hefur AFP-fréttastof- an eftir trúðnum Bibbledy Bob, sem skipulagði hátíðina. Slíkar hátíðir hafa verið haldnar árlega í kirkjunni frá árinu 1947. Hattar og slaufur Kirkjugestir voru öðruvísi bún- ir en venja er í athöfnum í All Saints kirkjunni. Fólk kom hjólandi inn í kirkjuna á einhjólum og bar örlitla hatta, stórar slaufur og stór gervi- blóm með vatnsdælu í barminum til heiðurs Grimaldi. Margir héldu á rjómakökum meðan á athöfninni stóð. Kirkjan sjálf var skreytt með uppblásnum blöðrum og bréfa- skrauti. „Þar voru sirkustrúðar, leik- hústrúðar, samkvæmistrúðar, flækningstrúðar, það eru margar tegundir af trúðslátum,“ sagði Bibb- ledy Bob. „Það eru ýmsar leiðir til að verða trúður, það þarf ekki annað en að fylgjast með breska þinginu,“ bætti hann við. Í athöfninni var kveikt á kert- um í minningu trúða sem létust á síðasta ári. Einnig var blómsveigur í minningu Grimaldis. Þá var lesin trúðabænin, þar sem Guði er þakkað fyrir að gefa manninum hláturinn. Vegfarendur tóku trúðslát- unum vel, fengu eiginhandaráritanir og tóku sjálfur af sér með trúð- unum. Púðraður Trúður leggur síðustu hönd á gervið fyrir athöfnina. Myndataka Skrautlegir trúðar stilla sér upp fyrir myndatöku. Trúðafeðgar Faðir kemur á einhjóli með drengi sína tvo. Trúðar minnast frumkvöðulsins Trúðar víðsvegar að úr heiminum komu saman í Lundúnum nýlega til að taka þátt í minningar- athöfn um Joseph Grim- aldi, konung trúðanna, sem fyrstur gat sér frægð fyrir trúðslæti. AFP Litadýrð Kirkjugestir í All Saints kirkjunni í Lundúnum voru heldur skrautlegri en í hinum hefðbundnu athöfnum sem þar fara að öllu jöfnu fram. Snyrting Litlir hattar og stórar greiður eru nauðsynlegir fylgihlutir. Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700 Opið: 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga www.alno.is Bryddað er upp á ýmsu í tilefni af Degi íslenska táknmálsins sem er í dag 11. febrúar. - Málþing Málnefndar um íslenskt táknmál og Rann- sóknastofu í tákmálsfræðum verður haldið í dag í Veröld, húsi Háskóla Ís- lands og hefst kl. 16:30. Málþingið ber yfirskritina: Íslenskt táknmál: Fortíð, nútíð og framtíð. Forseti Ís- lands, Guðni Th. Jóhannesson, setur málþingið. RÚV mun á Degi íslenska tákn- málsins senda út Krakkafréttir túlk- aðar á táknmál og auk þess mun Stundin okkar verða táknmálstúlkuð sunnudaginn 17. febrúar. Dagur táknmálsins Morgunblaðið/Hanna Táknmál Leið fólks til samskipta. Tölum saman

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.