Morgunblaðið - 21.02.2019, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2019
Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | Sími 551 3366 | Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 10-14
Misty
Dekraðu
við línurnar
BH 8.950 kr.
Buxur 3.650 kr.
Fantasie
Lilianne
Meirihlutinn í borgarstjórn fór íómerkilega málfundaræfingu
á borgarstjórnarfundi í fyrradag.
Með því ætlaði hann að breiða yfir
kosningabrot sín en afhjúpaði í stað-
inn slæman málstað.
Minnihlutinn hafði
lagt fram tillögu um
að sveitarstjórnar-
ráðuneytið kannaði
aðgerðir borgar-
innar í aðdraganda
kosninga, aðgerðir
sem reyndust lög-
brot.
Klækjastjórn-málamenn
meirihlutans, Dagur
B. Eggertsson og
Þórdís Lóa Þórhalls-
dóttir, létu „breyta“
tillögunni þannig að
hún varð óþekkjanleg, til að þurfa
ekki að fella hana.
Breytingin fólst í því að taka út aðsveitarstjórnarráðuneytið
skoðaði ákvarðanir og athafnir
borgarinnar í aðdraganda kosning-
anna og að setja í staðinn inn texta
um að „leggja línur til framtíðar“.
Ætlunin með því var að beina at-
hyglinni frá kosningabrotinu í for-
tíðinni og tala í staðinn almennt um
framtíðina.
Vissulega er gott að ræða fram-tíðina, en fyrst þarf að sjálf-
sögðu að komast til botns í því hvað
gerðist í borginni í aðdraganda síð-
ustu borgarstjórnarkosninga.
Hvernig gat það gerst að meiri-hluti borgarstjórnar sinnti
engum aðvörunum en hélt áfram
með kosningabrotaaðgerðir sínar?
Skiljanlegt er að Dagur vilji ekkiræða þetta, en þetta er samt
stóra málið sem verður að upplýsa.
Dagur B.
Eggertsson
Klækjamenn
afhjúpa sig
STAKSTEINAR
Þórdís Lóa
Þórhallsdóttir
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Sjálfstæðisflokkurinn mældist með
stuðning 22,7% landsmanna í nýrri
könnun MMR sem framkvæmd var
dagana 11.-15. febrúar. Fylgi Sjálf-
stæðisflokksins jókst um tæpt pró-
sentustig frá síðustu mælingu sem
lauk 28. janúar sl., en greint er frá
þessu á heimasíðu MMR.
Samfylkingin mældist með 15,9%
fylgi, sem er tæplega hálfu prósentu-
stigi meira en flokkurinn mældist
með í síðustu könnun og fylgi Fram-
sóknarflokksins jókst um tæpt pró-
sentustig og mældist nú 13,5%.
Ríkisstjórnin á uppleið
Þá minnkaði fylgi Vinstri grænna
um rúmlega eitt prósentustig og er
nú 11,1%, fylgi Pírata minnkaði um
rúmlega eitt og hálft prósentustig og
mælist nú 10,4% og fylgi Miðflokks-
ins minnkaði um rúmlega tvö pró-
sentustig frá síðustu mælingum og
mælist flokkurinn nú með 6,1%.
Fylgi annarra flokka mælist 5,2%
Samkvæmt könnun MMR jókst
stuðningur við ríkisstjórnina lítil-
lega, 42,8% sögðust styðja ríkis-
stjórn Katrínar Jakobsdóttur for-
sætisráðherra nú samanborið við
41,5% í síðustu mælingu.
Alls svöruðu 934 einstaklingar, 18
ára og eldri, könnuninni og voru þeir
valdir handahófskennt úr Þjóðskrá.
Sjálfstæðisflokkur eykur fylgi sitt
Sjálfstæðisflokkur mælist nú með
22,7% fylgi og Samfylking er með 15,9%
Morgunblaðið/Ómar
Lýðræði Alþingishúsið stendur við
Austurvöll í miðbæ Reykjavíkur.
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Sala á miðum í Herjólf, fyrir Þjóð-
hátíð í Vestmannaeyjum 2019, fór vel
af stað, að sögn ÍBV og Sæferða.
Miðasala hófst kl. 9 í gærmorgun og
rúmum klukkutíma síðar var orðið
uppselt í allar ferðir hjá Sæferðum
mánudaginn 2. ágúst.
„Miðasalan er búin að ganga mjög
vel hjá okkur. Það er eiginlega orðið
uppselt á föstudeginum og uppselt á
mánudeginum af þeim miðum sem
við vorum með í sölu,“ sagði Rann-
veig Ísfjörð, afgreiðslustjóri Herjólfs.
Mikið álag var á bókunarvél fyrirtæk-
isins sem tók við um 800 bókunum
fyrsta klukkutímann eftir opnun.
„Það var óvenjulítið álag á símanum
því netið tók þetta eiginlega allt hjá
okkur. Um 90% sölunnar fóru fram á
netinu,“ segir Rannveig.
Sala ÍBV á miðum í Herjólf hófst
einnig í gær, en ÍBV kaupir hluta af
Herjólfsmiðum Sæferða. „Það geng-
ur allt vel hjá okkur, “ sagði Dóra
Björk Gunnarsdóttir, framkvæmda-
stjóri ÍBV, eftir hádegi í gær. „Við
eigum alveg enn miða. Það er ekki
uppselt í neinar ferðir hjá okkur,“
segir Dóra.
Fyrstu listamenn tilkynntir
Þjóðhátíðarnefnd tilkynnti í gær
fyrstu listamennina sem koma fram á
Þjóðhátíð. Ljóst er að margir ungir
tónlistarmenn koma fram á hátíðinni
í ár.
Söngkonan GDRN kemur fram á
hátíðinni í fyrsta skipti. Herra Hnetu-
smjör og Huginn mæta einnig í Herj-
ólfsdal og raftónlistartvíeykið Club-
Dub sömuleiðis. Í tilkynningu frá
Þjóðhátíð kemur fram að fleiri lista-
menn verða staðfestir á næstu vikum
en Þjóðhátíð 2019 er sögð verða sú
stærsta frá upphafi.
Sala á miðum fyrir
Þjóðhátíð byrjar vel
Uppselt í Herjólf
mánudaginn 2. ágúst
hjá Sæferðum
Morgunblaðið/RAX
Herjólfur Ljóst er að fjölmargir
munu sigla á Þjóðhátíð 2019.