Morgunblaðið - 21.02.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.02.2019, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2019 E N N E M M / S ÍA / N M 9 2 2 2 6 RENAULT KANGOO DÍSIL, 1,5 L, 90 HESTÖFL. NÚ Í FYRSTA SINN SJÁLFSKIPTUR Verð:2.572.000 kr. án vsk. 3.190.000 kr.m. vsk. Eyðsla 5,0 l/100 km* RENAULT KANGOO RAFBÍLL NÝ STÆRRI RAFHLAÐA - 33 KWH UPPGEFIN DRÆGNI 180–200 KM** Verð:4.090.000 kr. *M ið að vi ð up pg ef na r tö lu r fra m le ið an da um el ds ne yt is no tk un íb lö nd uð um ak st ri / ** S am kv æ m tu pp ge fn um tö lu m fra m le ið an da um dr æ gn iv ið be st u m ög ul eg u að st æ ðu r (W LT P ). RENAULTKANGOO Renault Kangoo er mest keypti sendibíll landsins. Komdu í atvinnubíladeild BL og fáðu tilboð í nýjan Kangoo: Sjálfskiptan dísilbíl eða 100% rafbíl með stærri rafhlöðu en áður. www.renault.is 100% RAFMAGN BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 /www.bl.is Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 BL söluumboð Vestmannaeyjum 481 1313 862 2516 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Sumarið nálgast og fyrir kylfinga gæti verið tímabært að kynna sér talsverðar breytingar sem gerðar hafa verið á golfreglum. Þær taka til allra þátta leiksins og margvíslegra uppákoma sem hent geta kylfinga. Sæmundur Melstað, formaður dómaranefndar Golfsambands Ís- lands, segir að um alþjóðlegar breyt- ingar sé að ræða og þær mestu sem gerðar hafi verið á golfreglunum í mörg ár. Hann segir að tilgangurinn sé meðal annars að flýta leik og ekki sé lengur refsað með vítishöggi geri kylfingur eitthvað fyrir slysni, eins og þegar hann tvíslær bolta. Þá séu reglurnar á nútímalegra máli heldur en áður og um leið skiljanlegri fyrir hinn almenna kylfing. Íslensk þýð- ing á reglunum verður send heim til kylfinga á næstunni. Af einstökum breytingum nefnir Sæmundur að nú má pútta með flaggstöngina í holunni, jafnvel þótt boltinn sé á flöt. Einnig má kylfingur gera við flestar skemmdir á flötinni, ekki aðeins boltaför, að náttúru- legum ójöfnum undanskildum. Mæla fjarlægð með farsímum Í fréttaskotum frá dómaranefnd Golfsambands Íslands á heimasíðu sambandsins er fjallað um breyt- ingar á reglunum. Þar kemur m.a. fram að fjarlægðarmælar eru nú leyfðir samkvæmt almennum golf- reglum, þar með taldir farsímar með innbyggða fjarlægðamæla. Áður þurfti að setja staðarreglu til að heimila notkun þeirra en nú má nota fjarlægðarmælana þótt slík staðar- regla sé ekki fyrir hendi. Á hinn bóg- inn má nú setja staðarreglu sem bannar notkun fjarlægðarmæla. Eftir þessa breytingar hefur kylf- ingur þrjár mínútur til að leita að bolta í stað fimm mínútna áður og önnur breyting tekur til þess hvern- ig kylfingar láta bolta falla. Nú á að láta bolta falla úr hnéhæð, en ef kylf- ingur af gömlum vana lætur boltann óvart falla úr axlarhæð getur hann leiðrétt mistökin með því að láta boltann falla aftur og fær ekki víti. Ef bolti lendir í ómögulegri stöðu í glompu og kylfingur treystir sér ekki til að slá upp úr glompunni hef- ur hann nú nýjan kost við að taka víti. Gegn tveimur vítahöggum getur hann dæmt boltann ósláanlegan og látið bolta falla utan glompunnar. Með þessari nýjung er komið í veg fyrir að leikmenn „festist“ í glomp- unni. Nú er til dæmis veitt lausn frá öll- um holum sem dýr hafa myndað á vellinum. Í fyrri reglum takmörk- uðust slíkar lausnir við grafdýr, þ.e. dýr sem mynda holur til bústaðar eða skjóls. Hundar falla t.d. ekki undir grafdýr og því var ekki veitt lausn frá holum eftir hunda. Nú þurfa dómarar því ekki lengur að greina hvers konar dýr myndaði hol- una því lausn er veitt frá holum eftir öll dýr, að því er fram kemur á golf- .is. Reyndar er þetta nokkuð sem kylfingar þurfa sjaldan að glíma við hér á landi, en er í alþjóðareglunum. Skiljanlegri golfreglur flýti leik  Mestu breytingar í mörg ár  Fjarlægðarmælar leyfðir  Kylfingar „festist“ ekki í glompu Í fréttaskotum frá dómara- nefnd GSÍ er fjallað um breyt- ingar á golfreglunum. Þar er m.a. að finna eftirfarandi um nýja skilgreiningu á kylfulengd: Í fyrri reglum máttirðu velja hvaða kylfu þú notaðir við að mæla kylfulengdir, t.d. þegar þú tókst víti. Nú er kylfulengd- in föst fyrir hvern leikmann í hverjum hring, þ.e. kylfulengd- in er lengd lengstu kylfunnar sem þú ert með í golfpok- anum, að pútternum undan- skildum. Með þessari breyt- ingu er komið á meira sam- ræmi í stærð lausnarsvæðis á milli leikmanna, t.d. þannig að leikmenn með langa púttera njóti ekki stærra lausnar- svæðis en aðrir. Kylfulengd skilgreind FRÉTTASKOT DÓMARA AFP Álitamál Atvinnukylfingurinn Bryson DeChambeau bíður eftir úrskurði dómara á móti þeirra bestu á Hawaii.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.