Morgunblaðið - 21.02.2019, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2019
Bæjarlind 6 | sími 554 7030 • Við erum á facebook
Nýtt frá
Skoðið laxdal.is/yfirhafnir
Skipholti 29b • S. 551 4422
Fisléttir dúnjakkar
frá 19.900
Við erum á Facebook
Laugavegi 82 | 101 Reykjavík
Sími 551 4473
Ný sending
frá nanso
Smart föt, fyrir smart konur
Holtasmári 1
201 Kópavogur
sími 571 5464
Str. 38-52
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
NÝJAR
VORVÖRUR
Álfabakka 12, 109 Reykjavík • S. 557 2400 • Netverslun elbm.is
Opið virka daga kl. 8-18
Sængurverasett, dúkar,
servíettur, viskustykki,
dýnuhlífar & lök, sloppar & inniskór,
handklæði & þvottapokar.
Vörurnar fást í
Efnalauginni Björg í Mjódd
LÍN fyrir hótel, veitingahús, gistiheimili,
sjúkrastofnanir og heimili
„[Við] gátum ekki brugðist við fyrr
en hann var búinn að ná að lumbra
ansi duglega á henni, henda henni
inn í runna og stappa á henni þar.“
Svona lýsir Snorri Barón Jónsson
árás sem hann varð vitni að í hádeg-
inu í gær, en lögreglan á höfuð-
borgarsvæðinu handtók karlmann í
annarlegu ástandi á Háaleitisbraut í
Reykjavík eftir að sá gekk gróflega í
skrokk á ungri konu. Er hann sagður
hafa sparkað í bifreið sem var kyrr-
stæð á gatnamótum á Háaleitisbraut
og í framhaldinu réðst hann á öku-
manninn, sem var ung kona.
Snorri lýsir því í færslu á Face-
book að árásin hafi verið hrottaleg
og að hann sé hugsi vegna þess sem
hann varð vitni að.
Tildrög árásarinnar voru þau, að
sögn Snorra, að maðurinn virtist
vera ósáttur við að bíll konunnar
skagaði lítillega inn á gangbraut á
ljósum við gatnamót Háaleitisbraut-
ar og Kringlumýrarbrautar.
„Hann byrjaði á að sparka í bílinn
hennar og garga duglega á hana.
Hún fór út úr bílnum til að ræða við
hann og þá hjólaði hann bara í hana,“
skrifar Snorri, sem var ásamt félaga
sínum í bíl á rauðu ljósi hinum megin
við götuna. „Um leið og við náðum að
bruna yfir til þeirra og negla bílnum
upp á gangstéttina þá tók hann á
rás,“ segir hann.
Konan sem ráðist var á er sögð
hafa verið í miklu áfalli eftir ódæðið.
Árásarmaðurinn verður yfirheyrður
þegar ástand hans leyfir.
Óður maður réðst á konu
Gróf líkamsárás um miðjan dag á götu úti í Reykjavík
„Við sem Samtök
foreldra lítum
þetta grafalvar-
legum augum.
Þetta er atriði
sem verður bara
að vera í lagi. Það
er ekki hægt að
gefa neinn afslátt
af því,“ segir
Hrefna Sigur-
jónsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Heimilis og skóla,
spurð um mál sem kom upp fyrr í
vikunni þar sem í ljós kom að ein-
staklingur hafði safnað kennitölum
og forsíðumyndum 422 nemenda í 96
grunnskólum í landinu úr skóla-
upplýsingakerfinu Mentor.
Hrefna segir að þegar svona mál
komi upp bregði fólki eðlilega og
velti því fyrir sér hvort þetta hafi
beinst gegn barni viðkomandi og
hvort öruggt sé að einungis hafi ver-
ið um að ræða mynd og kennitölu.
Sem séu þess utan auðvitað upplýs-
ingar sem eiga ekkert að fara út úr
kerfinu. Hrefna segir Heimili og
skóla fylgjast vel með málinu og
væntanlega eigi það sama við um
skólayfirvöld, sveitarfélögin og for-
svarsmenn Infomentor sem reki
kerfið.
Upplýsinga-
leki sagður
alvarlegur
Kennitölur og
myndir láku út