Morgunblaðið - 21.02.2019, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2019
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is
Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · BVA Egilsstöðum
Škoda Kodiaq hefur slegið rækilega í gegn og Karoq litli bróðir
gefur honum lítið eftir. Komdu í reynsluakstur og finndu
hvernig er að vera á toppnum. Hlökkum til að sjá þig.
Tilboðsverð 4.550.000 kr.
Škoda Karoq
Ambition / 1.6 TDI / Sjálfskiptur
Listaverð 4.850.000 kr.
300.000 kr.
Afsláttur
Verð frá 5.790.000 kr.
Škoda Kodiaq 4x4
Tveir á toppnum frá Škoda
VIÐTAL
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Við vorum búnir að vera á sama stað í átta ár
og þurftum á ákveðinni breytingu að halda.
Það er gott að prófa nýja hluti og kannski að
taka skrefið upp á við,“ segir leikstjórinn
Gunnar Páll Ólafsson.
Gunnar Páll og Samúel Bjarki Pétursson,
samstarfsmaður hans til næstum tveggja ára-
tuga, gerðu nýverið samning við framleiðslu-
fyrirtækið Superprime sem hefur á sínum
snærum fjölmarga heimsþekkta leikstjóra í
Hollywood. Þar á meðal eru nöfn á borð við
Damien Chazelle, David LaChapelle, Martin
Scorsese, Paul Thomas Anderson og Terrence
Malick sem alla jafna einbeita sér að gerð
stórra kvikmynda í Hollywood en leikstýra
einnig auglýsingum af og til, þó það fari
kannski ekki hátt.
Hafa gert auglýsingar
fyrir stórfyrirtæki
Samúel og Gunnar hafa gert auglýsingar og
tónlistarmyndbönd um árabil. Þeir hafa verið
á mála hjá Humble TV í Bandaríkjunum síð-
ustu átta árin og á þeim tíma gert auglýsingar
fyrir stórfyrirtæki á borð við Mercedes Benz,
Audi, McDonalds, Spectrum, Disney og
Guinness-bjór þar sem fyrrverandi fótbolta-
maðurinn Rio Ferdinand var í aðalhlutverki.
„Við vildum breyta til og sögðum upp samn-
ingi við Humble TV. Þó Ameríka sé stórt land
spurðist fljótt út að við værum á lausu og við
fengum skilaboð frá fjölda fyrirtækja. Svo tók
við tveggja vikna törn þar sem við tókum
örugglega 20 símafundi með mismunandi
fyrirtækjum. Það var eiginlega frekar eins og
við værum að ráða einhvern í vinnu,“ segir
Gunnar og hlær við. „Eigendur Superprime
komu heiðarlega fram, sögðu hvað þeim fannst
og hvernig þeir gætu nýtt sér krafta okkar.
Það var ekkert verið að sykurhúða þetta, bara
farið yfir það hvernig við gætum unnið saman.
Það er kannski eitt af því sem maður hefur
lært í gegnum tíðina, að geta séð í gegnum ein-
hverja vitleysu. Okkur leist vel á eigendurna
sem eru virt fólk í bransanum. Superprime er
bæði að framleiða efni fyrir sjónvarp og bíó-
myndir en er líka sterkt í auglýsingum. Teng-
ing þarna á milli hljómaði spennandi fyrir okk-
ur. Svo var það ekkert að skemma fyrir að
geta verið á lista með þessum stóru nöfnum.“
Spennandi verkefni í dagskrárgerð
Samúel og Gunnar starfa ekki bara erlendis.
Þeir eiga framleiðslufyrirtækið Skot hér
heima ásamt Ingu Lind Karlsdóttur og Hlyni
Sigurðssyni og segir Gunnar að verkefna-
staðan hjá fyrirtækinu sé góð. Þó auglýs-
ingamarkaðurinn hafi ekki verið mjög líflegur
síðan eftir HM síðasta sumar þá hafi annað
tekið við. „Það er brjálað að gera í dagskrár-
gerð. Við erum að gera aðra þáttaröð með
Loga Bergmann og aðra þáttaröð af Kokka-
flakki sem er að fara í sýningar og vorum að
klára Burðardýr fyrir Stöð 2. Svo er heilmikið
fram undan í haust.
Ég og Sammi erum búnir að þróa og erum
að fara að leikstýra nýjum þætti sem fer í tök-
ur í mars. Þetta er þáttur sem tekur við af Út-
svari á RÚV næsta vetur, kallast Kappsmál og
verður stjórnað af Braga Valdimar Skúlasyni
og Björgu Magnúsdóttur. Þetta verður svona
leikjaþáttur þar sem íslenskir orðaleikir og
orðagrín fá að njóta sín.“
Íslenski bransinn góður stökkpallur
Gunnar Páll segir að þó rólegra sé yfir aug-
lýsingabransanum hér heima en oft áður sé
nóg af verkefnum erlendis. „Við höfum minnk-
að okkar leikstjóravinnu hér heima og erum
kannski meira í að koma öðrum á framfæri í
gegnum Skot. Við erum hins vegar sjálfir í
leikstjórastólnum úti og þar eru engin merki
um að verkefnum sé að fækka. Það er til dæm-
is mikið að gera í bílaauglýsingum en þær eru
oftast það fyrsta sem skorið er niður þegar
kreppir að. En við sjáum það vel að íslenski
bransinn er góður stökkpallur. Unstoppable-
auglýsingin sem við gerðum fyrir Icelandair
hefur til dæmis gert heilmikið fyrir okkur í
Bandaríkunum. Það er einmitt það besta við
íslenska bransann, þar er hægt að prufukeyra
efni áður en þú ferð út í stóra bransann.“
Ekki verður annað séð en að þeir félagar
séu komnir í „stóra bransann“ þegar nöfn
þeirra eru talin upp með heimsþekktum leik-
stjórum.
„Já, þetta er alveg Meistaradeildin. Þetta er
eins og að fá að spila fyrir United. Við höfum
auðvitað okkar sambönd sem við komum með
þarna inn. En þetta eru eftirsóttir leikstjórar
sem laða að sér handrit. Það eru spennandi
tímar fram undan.“
Vinna með virtu fólki í bransanum
Samúel og Gunnar gerðu samning við framleiðslufyrirtækið Superprime Eigendur þess njóta
virðingar í kvikmyndabransanum Kynntir við hlið Martin Scorsese og Paul Thomas Anderson
Nýr vettvangur Gunnar Páll Ólafsson og Samúel Bjarki Pétursson eru á uppleið ytra.
Eins og rakið er hér til hliðar hafa Samúel
og Gunnar á síðustu árum gert auglýs-
ingar fyrir erlend stórfyrirtæki á borð við
Mercedes Benz, Audi, McDonalds, Spectr-
um, Guinness-bjór og Toy Story-garð á
vegum Disney. Þá gerðu þeir stóra herferð
fyrir síðustu jól fyrir tískuvöruverslan-
irnar TJ Maxx í Bandaríkjunum. Búast má
við því að fleiri spennandi erlend verkefni
bætist við á næstunni.
Þeir hafa líka gert fjölda auglýsinga fyr-
ir íslensk fyrirtæki, til að mynda VÍS,
Tryggingamiðstöðina, Lottó og Icelandair.
Þá má einnig geta auglýsinga fyrir Ís-
landsbanka, Mottumars, UN Women, Sím-
ann, Flugfélag Íslands og Geysi.
Hafa gert auglýs-
ingar fyrir mörg
stórfyrirtæki
FJÖLBREYTT VERKEFNASKRÁ
Guinness Rio Ferdinand í bjórauglýsingu.
Ólík viðföng Viddi kúreki og Hörður Björgvin.