Morgunblaðið - 21.02.2019, Page 26
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2019
Ungir skátar eru nú á Hellisheiði,
þar sem þeir láta reyna á kunnáttu
sína og getu í vetraraðstæðum.
Um er að ræða árlegt samstarfs-
verkefni íslenskra og írskra skáta
auk Landsbjargar frá 2012. Að
þessu sinni hófst vikulanga áskor-
unin á Úlfljótsvatni sl. föstudag.
Í hópnum eru 26 skátar, sex frá
Íslandi og 20 frá Írlandi, á aldr-
inum 14-16 ára. Þeim er skipt í
minni hópa og fer fullorðinn fylgd-
armaður fyrir hverju teymi.
„Verkefnið er sérstaklega vinsælt
og komast færri að en vilja,“ segir
Kristinn Ólafsson, framkvæmda-
stjóri Bandalags íslenskra skáta.
Skátarnir voru við æfingar á
Úlfljótsvatni um helgina en síðan
gengu þeir þaðan um 20 km leið
upp á Hellisheiði í fyrradag. „Þeir
fengu dansandi norðurljós yfir
tjaldbúðunum og það var mikil
upplifun,“ segir Kristinn.
Markmiðið er að þátttakendur
verði færir um að bjarga sér í
vetrarferðum á fjöllum. Þeir læra
undirstöðuatriði fjallaferða og
vetrarferðamennsku, s.s. skyndi-
hjálp, kortalestur, veðurfræði á
fjöllum og fleira. „Krakkarnir fara
út fyrir þægindarammann og fá
tækifæri til þess að reyna á það
sem þeir hafa lært og fengið þjálf-
un í að gera,“ segir Kristinn. Hann
bætir við að í vikunni komist ung-
mennin að því hvers þau eru
megnug og efla sig til frekari
dáða. „Það er ótrúlega gaman að
sjá hvað verkefnið þroskar þátt-
takendur mikið,“ heldur hann
áfram og bendir á að gangan á
Hellisheiðina í fyrradag hafi verið
mjög krefjandi.
Kristinn segir að verkefnið sé
liður í því að kenna skátum að
taka ábyrgð á eigin lífi, koma sér
áfram, og gera það í vinahópi.
„Þetta hefur alltaf gengið mjög
vel,“ segir Kristinn, en verkefnið
er nefnt Crean í höfuðið á írska
pólfaranum Tom Crean, sem með-
al annars tók þátt í ferðum á
Suðurskautslandið í byrjun 20.
aldar. steinthor@mbl.is
Göngugarpar Ungu skátarnir leggja af stað á Hellisheiði frá Úlfljótsvatni klukkan sjö að morgni þriðjudags.
Gisting Tjald skátanna sómir sér vel í snjónum á Úlfljótsvatni.
Írskir og íslenskir skátar í
áskorun Crean á Hellisheiði
Krakkarnir læra að bjarga sér í vetrarferð á fjöllum
Mig grunar að þetta sé einhvers kon-
ar framhaldsskólahrekkur,“ segir
Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari
Kvennaskólans, en þegar nemendur
mættu í skólann í gærmorgun hafði
verið úðað á vegg skólans og hellu-
lagða stétt. Hjalti segir svona eiga
sér stundum stað á milli skóla og sé
væntanlega hugsað sem einhvers
konar góðlátlegt grín en vitanlega
verði fólk að þekkja eðlileg mörk í
þeim efnum. Svona lagað sé auðvitað
bara skemmdarverk.
„Við erum að reyna að hreinsa
þetta,“ sagði Hjalti við mbl.is í gær.
Unnið var að því að hreinsa hellurn-
ar og vegginn með háþrýstitækjum.
Spurður hvort hann héldi að um
varanlegar skemmdir væri að ræða,
sem næðust ekki af að öllu leyti,
sagðist hann vona ekki.
„Það má eiga von á einhverju
svona á hverjum vetri. Krökkunum
þykir þetta kannski saklaus hrekkur
og þetta gengur svona oft á milli
skóla. Þetta er oft í tengslum við
Morfískeppnir, Gettu betur eða
íþróttakeppnir,“ sagði Hjalti.
Spurður hvernig brugðist væri við
slíku sagði Hjalti að reynt væri að
komast að því hverjir hefðu staðið
fyrir þessu. hjorturjg@mbl.is
Skemmdarverk í Kvennó
Óprúttnir aðilar höfðu úðað skilaboð
á vegg skólans og hellulagða stétt
Kvennaskólinn Þessi ófagra sjón
blasti við í gærmorgun.