Morgunblaðið - 21.02.2019, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.02.2019, Blaðsíða 26
Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2019 Ungir skátar eru nú á Hellisheiði, þar sem þeir láta reyna á kunnáttu sína og getu í vetraraðstæðum. Um er að ræða árlegt samstarfs- verkefni íslenskra og írskra skáta auk Landsbjargar frá 2012. Að þessu sinni hófst vikulanga áskor- unin á Úlfljótsvatni sl. föstudag. Í hópnum eru 26 skátar, sex frá Íslandi og 20 frá Írlandi, á aldr- inum 14-16 ára. Þeim er skipt í minni hópa og fer fullorðinn fylgd- armaður fyrir hverju teymi. „Verkefnið er sérstaklega vinsælt og komast færri að en vilja,“ segir Kristinn Ólafsson, framkvæmda- stjóri Bandalags íslenskra skáta. Skátarnir voru við æfingar á Úlfljótsvatni um helgina en síðan gengu þeir þaðan um 20 km leið upp á Hellisheiði í fyrradag. „Þeir fengu dansandi norðurljós yfir tjaldbúðunum og það var mikil upplifun,“ segir Kristinn. Markmiðið er að þátttakendur verði færir um að bjarga sér í vetrarferðum á fjöllum. Þeir læra undirstöðuatriði fjallaferða og vetrarferðamennsku, s.s. skyndi- hjálp, kortalestur, veðurfræði á fjöllum og fleira. „Krakkarnir fara út fyrir þægindarammann og fá tækifæri til þess að reyna á það sem þeir hafa lært og fengið þjálf- un í að gera,“ segir Kristinn. Hann bætir við að í vikunni komist ung- mennin að því hvers þau eru megnug og efla sig til frekari dáða. „Það er ótrúlega gaman að sjá hvað verkefnið þroskar þátt- takendur mikið,“ heldur hann áfram og bendir á að gangan á Hellisheiðina í fyrradag hafi verið mjög krefjandi. Kristinn segir að verkefnið sé liður í því að kenna skátum að taka ábyrgð á eigin lífi, koma sér áfram, og gera það í vinahópi. „Þetta hefur alltaf gengið mjög vel,“ segir Kristinn, en verkefnið er nefnt Crean í höfuðið á írska pólfaranum Tom Crean, sem með- al annars tók þátt í ferðum á Suðurskautslandið í byrjun 20. aldar. steinthor@mbl.is Göngugarpar Ungu skátarnir leggja af stað á Hellisheiði frá Úlfljótsvatni klukkan sjö að morgni þriðjudags. Gisting Tjald skátanna sómir sér vel í snjónum á Úlfljótsvatni. Írskir og íslenskir skátar í áskorun Crean á Hellisheiði  Krakkarnir læra að bjarga sér í vetrarferð á fjöllum Mig grunar að þetta sé einhvers kon- ar framhaldsskólahrekkur,“ segir Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari Kvennaskólans, en þegar nemendur mættu í skólann í gærmorgun hafði verið úðað á vegg skólans og hellu- lagða stétt. Hjalti segir svona eiga sér stundum stað á milli skóla og sé væntanlega hugsað sem einhvers konar góðlátlegt grín en vitanlega verði fólk að þekkja eðlileg mörk í þeim efnum. Svona lagað sé auðvitað bara skemmdarverk. „Við erum að reyna að hreinsa þetta,“ sagði Hjalti við mbl.is í gær. Unnið var að því að hreinsa hellurn- ar og vegginn með háþrýstitækjum. Spurður hvort hann héldi að um varanlegar skemmdir væri að ræða, sem næðust ekki af að öllu leyti, sagðist hann vona ekki. „Það má eiga von á einhverju svona á hverjum vetri. Krökkunum þykir þetta kannski saklaus hrekkur og þetta gengur svona oft á milli skóla. Þetta er oft í tengslum við Morfískeppnir, Gettu betur eða íþróttakeppnir,“ sagði Hjalti. Spurður hvernig brugðist væri við slíku sagði Hjalti að reynt væri að komast að því hverjir hefðu staðið fyrir þessu. hjorturjg@mbl.is Skemmdarverk í Kvennó  Óprúttnir aðilar höfðu úðað skilaboð á vegg skólans og hellulagða stétt Kvennaskólinn Þessi ófagra sjón blasti við í gærmorgun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.