Morgunblaðið - 21.02.2019, Side 28

Morgunblaðið - 21.02.2019, Side 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2019 Dönsk hönnun LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646 Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is 40 ár á Íslandi Snjóblásarar í öllum stærðum og gerðum Hágæða snjóblásarar frá Stiga ST5266 PB VIÐTAL Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Fyrstu mælingar á árangri Þjóðar- sáttmála um læsi benda til þess að leiðin liggi upp á við. Þó eru ekki tald- ar líkur á því að upphaflegt markmið um að 90% nemenda geti lesið sér til gagns hafi náðst í PISA-prófinu á síð- asta ári en niðurstöður þess liggja ekki fyrir. Arnór Guðmundsson, for- stjóri Menntamálastofnunar, segir að markmiðið hafi verið háleitt og það taki lengri tíma að ná því. Áfram verði unnið að verkefninu. Læsismálin hafa verið talsvert í umræðunni undanfarin ár, sérstak- lega eftir að niðurstöður PISA-prófa frá árinu 2012 birtust, en þá hafði ár- angur íslenskra grunnskólanemenda í lestri farið dalandi frá aldamótum, sérstaklega meðal drengja, og var orðinn lakari en á öllum hinum lönd- unum á Norðurlöndunum. Síðustu vikur hefur Hermundur Sigmunds- son, prófessor í Þrándheimi, gagn- rýnt þær aðferðir sem hér eru not- aðar. Samstaða um að bæta læsi „Sama tilhneiging sást í fleiri lönd- um en þar hafði verið brugðist fyrr við. Það var mat flestra að það þyrfti einnig að gera hér,“ segir Arnór. Hann segir að ástæðurnar fyrir þess- ari þróun séu margþættar. Þar komi til breytingar á menningu. Nefnir hann að bóklestur barna hafi minnkað. Þjónusta við skólana og kennara hafi riðlast við færslu grunn- skólans til sveitarfélaganna. Þá fylgi áskoranir framkvæmd sem kennd er við skóla án aðgreiningar. Arnór segir að mikil samstaða hafi verið um að bæta læsi. Lagðar voru til aðgerðir í Hvítbók í menntamálum sem kom út á árinu 2014 og hefur sér- stöku fjármagni verið varið til Þjóð- arsáttmála um læsi frá því í október 2015. Á þessum þremur árum hefur verið unnið að ýmsum verkefnum. Eitt það fyrsta var að sveitarfélögin settu sér læsisstefnu, sem þau hafa almennt gert. Menntamálastofnun hefur lagt til ýmis tæki, eins og les- fimipróf, sem kennarar geta notað til að meta stöðu og þarfir nemenda fyr- ir stuðning. Verið er að þróa þetta tæki og fleiri til þess að prófa les- skilning, stafsetningu, ritun og orða- forða. Unnið er að fjölda annarra verkefna sem miða að sama marki, bæði í grunnskóla og leikskóla. „Við höfum einnig lagt áherslu á vitundarvakningu foreldra og alls skólasamfélagsins um að lestur er grundvallaratriði alls náms og lýð- ræðisstarfs í þjóðfélaginu,“ segir Arnór. Í því skyni hefur verið efnt til samstarfs við aðra aðila um nokkur verkefni, meðal annars RÚV og Rit- höfundasamband Íslands. Þá er verið að undirbúa lesferilsvef til stuðnings og leiðbeiningar fyrir kennara til að halda áfram með lesturinn eftir að staðan hefur verið metin með þeim matstækjum sem verið er að útbúa. Erum að rétta okkur við Í Hvítbókinni er sett það markmið að 90% nemenda geti lesið sér til gagns og miðað við PISA-prófið á árinu 2018. Niðurstöður þess verða ekki birtar fyrr en síðar á þessu ári. „Við teljum ekki líkur á að það markmið náist núna enda var það há- leitt,“ segir Arnór. Hann segir að niðurstöður prófa sýni að flestir ár- gangar grunnskólanna séu að bæta sig. „Ég bind vonir við að við séum að ná að rétta okkur við, höldum ekki áfram að dala í samanburði við aðrar þjóðir, en það mun taka lengri tíma ná þeim markmiðum sem sett voru á árinu 2014,“ segir Arnór og bætir því við að það veki væntingar um góðan árangur hversu mikil þátttakan er og jákvæðni í samfélaginu almennt. „Öll viljum við að börnunum okkar gangi vel í skóla og lestur er grundvöllur þess.“ Lengri tíma tekur að ná í mark  Vísbendingar eru um að Þjóðarsáttmáli um læsi sé að skila árangri  Unnið að fjölmörgum verkefnum  Þó er útlit fyrir að það taki lengri tíma að ná því markmiði að 90% nemenda geti lesið sér til gagns Morgunblaðið/Árni Sæberg Forstjóri Arnór Guðmundsson stýrir aðgerðum Þjóðarsáttmála um læsi og er ánægður með árangurinn það sem af er. Hermundur Sigmundsson, prófessor í sálfræði við Norska tækni- og vísindaháskólann í Þrándheimi og Háskólann í Reykjavík, hefur gagnrýnt aðferðir sem notaðar eru við lestrarkennslu hér á landi. Hefur það komið fram í viðtölum og greinum í Morgunblaðinu. Meðal annars gagnrýnir hann lesfimiprófin sem hann nefnir hraðlestrarpróf og lögð eru fyrir 40 þúsund börn í grunnskólum landsins þrisvar á vetri. Arnór telur að þeim tíma sem varið er í lesfimi- prófin í skólunum sé vel varið, eins og staðan er nú. Hann bendir á að þetta sé fyrsta matstækið sem skólunum hafi verið látið í té og fleiri séu í þróun. Hugsanlegt sé að draga úr notkun lesfimiprófa þegar ákveðinn árangur hafi náðst. En þörf sé á því að nota þau reglulega til að viðhalda færninni. Lesfimiprófin ganga út á það að mæla fjölda rétt lesinna orða á mínútu. Arnór segir að þegar ákveðnum hraða sé náð skapist svigrúm til þess að efla lesskilning sem er hið endanlega markmið. Telur hann mikilvægt fyrir nemendur, kennara og foreldra að fá upplýsingar um stöðuna til þess að þau geti metið hvar á að leggja áherslur í lestrar- námi. Skólarnir eru sjálfstæðir Hermundur vekur einnig athygli á því að ekki noti allir skólar hljóðaðferð við kennslu byrjenda í lestri og þörf sé á auknum bókakosti til að efla áhuga og lestur í skólunum. Bendir hann á að hægt sé að þýða bækur úr til dæmis norsku og sænsku. Arnór segist sammála Hermundi um að hljóðaðferð sé mikilvæg við kennslu byrjenda. Hins vegar hafi skólar og sveitarfélög sjálfstæði í því hvaða aðferðir þau noti. Sumir skólar noti aðferðir sem kenndar eru við byrjendalæsi, samhliða hljóðaðferðinni. Hljóðaðferðin er hin hefðbundna lestrarkennsla fyrir byrjendur, eins og lestrarbókin Gagn og gaman er gott dæmi um. Við byrjendalæsisaðferð eru ýmsir textar kynntir börnunum, þótt þau séu ekki orðin að fullu læs, til þess að auka áhuga þeirra. Arnór segir að það sé grundvallaratriði að allir geti lært að lesa og alltaf þurfi að nota hljóðaðferð við kennslu til þess að allir nái grundvallarfærni. Varðandi bókakostinn tekur Arnór undir orð Her- mundar um að efla þurfi skólabókasöfn og gefa út fleiri lestrarbækur. Forstjórinn segir tímanum sem fer í lesfimipróf skólanna vera vel varið GAGNRÝNI HERMUNDAR SIGMUNDSSONAR SVARAÐ Mentamálastofnun Starfsfólk Menntamálastofnunar sat í gærmorgun kynningu á stöðu Þjóðarsáttmæla um læsi. Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.