Morgunblaðið - 21.02.2019, Blaðsíða 32
32 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2019
www.hitataekni.is | S: 5886070 | Smiðjuvegur 10 | 200 Kópavogi
Margverðlaunuð baðvifta
Einstaklega hljóðlát 17-25dB (A)
Innbyggður raka-, hita-
og hreyfiskynjari.
Vinnur sjálfvirkt
3W
PON Pétur O. Nikulásson ehf.
Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is
skotbómulyftara
AG línan frá Manitou býður meðal
annars upp á nýtt ökumannshús
með góðu aðgengi og útsýni.
HANNAÐUR TIL AÐ
VINNA VERKIN
NÝ KYNSLÓÐ
• DSB stjórntakkar
• JSM stýripinni í fjaðrandi armi
• Stýrð stjórnun og hraði á
öllum glussahreyfingum
• Virk dempun á bómu
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Áberandi breytingar urðu í lífríkinu
í sex fjörðum og flóum á Vest-
fjörðum og Norðurlandi á tveimur
áratugum frá 1995. Rækja hefur átt
í vök að verjast vegna vaxandi af-
ráns þorsks og ýsu og svo fór að
rækjustofnarnir inni á þessum fjörð-
um hrundu. Í Ísafjarðardjúpi gat
rækjuafli verið milli tvö og þrjú þús-
und tonnum á vertíð fram að alda-
mótum, en í vetur er heimilt að veiða
þar 456 tonn. Þar sem ástandið er
verst hafa engar veiðar verið leyfðar
frá aldamótum.
Um þessar breytingar er fjallað í
nýútkominni grein um tegundafjöl-
breytileika á grunnsævi Íslands sem
þau Ingibjörg G. Jónsdóttir og
Bjarki Þ. Elvarsson skrifuðu ásamt
Haakon Bakka. Umrædd svæði eru
Arnarfjörður, Ísafjarðardjúp, Húna-
flói, Skagafjörður, Skjálfandi og
Öxarfjörður. Tegundasamsetning
fiska var skoðuð og einnig hvernig
samfélögin hafa breyst frá árinu
1995 til 2015. Notast var við gögn
sem safnað var í stofnmælingu
innfjarðarrækju í september/
október á ári hverju.
Breytingar gerðust hratt
Á heimasíðu Hafrannsóknastofn-
unar segir: Þegar horft er til fjölda
fiskitegunda innan fjarða þá má
segja að svæðin séu frekar tegunda-
snauð en oftast fengust ekki nema 6-
10 tegundir í hverju hali. Á seinni
hluta síðustu aldar var rækja út-
breidd á svæðunum og voru rækju-
veiðar stundaðar í öllum þessum sex
fjörðum. Á þeim tíma var fremur lít-
ið af þorski og ýsu í fjörðunum.
Hins vegar varð mikil breyting á
samfélögunum um aldamótin. Þá
jókst magn þorsks og ýsu og strax í
kjölfarið fækkaði einstaklingum af
öðrum tegundum, eins og flat-
fiskum, flekkjamjóna, litla mjóra,
stóra mjóna og rækju. Þessar breyt-
ingar gerðust mjög hratt en það get-
ur gerst þegar fáar tegundir eru í
vistkerfinu og sterk tengsl eru á
milli þeirra. Afræningjar hafa mikil
áhrif í þess konar vistkerfum. Því er
líklegt að afrán hafi valdið þessari
fækkun einstaklinga en ekki er
hægt að útiloka að breytingar í hita-
stigi sjávar hafi einnig haft bein eða
óbein áhrif á breytingarnar.
Lítið fæðuúrval í fjörðunum
Ingibjörg G. Jónsdóttir segir í
samtali við Morgunblaðið að þegar
mikið af þorski og ýsu komi inn í
firðina sé það sjálfgefið að rækjan
gefi eftir. Rækja sé mikilvæg fæða
fyrir þorsk, en alla jafna sé ýsa þó
ekki talin mikill afræningi á rækju.
Þegar hins vegar mikið sé af ýsu fari
afrán hennar einnig að skipta máli.
Hún segir að samsetning á fæðu
þorsks sé aðeins öðruvísi í úthafinu
þar sem fleiri tegundir finnast í
fæðu hans heldur en inni á tegunda-
rýrum fjörðum. Þorskur er alæta og
étur þær tegundir sem eru á svæð-
inu. Inn á fjörðunum er fæðuúrvalið
lítið og getur afránið því haft veru-
leg áhrif á þær tegundir sem fyrir
eru.
Hitastig hefur áhrif
Spurð um áhrif umhverfisbreyt-
inga og hitastigs sjávar segir Ingi-
björg að rækja sé kaldsjávartegund
og hækkað hitastig hafi áhrif á hana.
„Við sjáum breytileika í lífssögu
rækju við mismunandi hitastig þar
sem hún vex hraðar við hærra hita-
stig og einnig er eggburðartímabilið
styttra. Við höfum séð breytingar í
vaxtarhraða hennar með hækkandi
hitastigi. Einnig hafa fundist tengsl
milli nýliðunar og hitastigs þar sem
hækkandi hitastig hefur neikvæð
áhrif á lirfustig rækjunnar þó við
vitum ekki nákvæmlega á hvaða
hátt. Þá má ekki gleyma því að
hærra hitastig sjávar hefur haft
áhrif á útbreiðslu ýmissa fiskiteg-
unda hér við land, til dæmis ýsunnar
norður með landinu og koma ýsunn-
ar í firðina hefur valdið auknu af-
ráni,“ segir Ingibjörg.
Spurð hvort stækkandi þorsk-
stofn frá aldamótum eigi þátt í erfið-
leikum rækjunnar segir hún að fisk-
urinn sé farinn að ílengjast í fjörð-
unum. Rannsóknir hafi verið gerðar
á vori og hausti og áður fyrr hafi
fiskurinn verið farinn út þegar kom
fram í febrúar, en þetta sé breytt.
Hvort stofnstærð eigi þarna hlut að
máli segist hún ekki vita, en þetta sé
meðal þess sem áhugi sé á að rann-
saka.
Veiðar ekki svipur hjá sjón
Nánast ekkert hefur verið veitt
innfjarðar fyrir Norðurlandi frá
aldamótum, en veiðar hafa verið
leyfðar í Ísafjarðardjúpi og Arnar-
firði þó svo að þær hafi ekki verið
svipur hjá sjón miðað við það sem
áður var. Spurð hvort hún sjái bata-
merki á rækjustofninum á þessum
stöðum segir Ingibjörg að litlar
breytingar hafi verið í stofnstærð
rækjustofnanna frá aldamótum og
að ólíklegt sé að þeir muni ná fyrri
stærð á meðan magn þorsks og ýsu
sé eins mikið eins og verið hefur.
Hún segir að greina megi fleiri
breytingar, þannig hafi útbreiðslan
breyst og rækja þjappast saman
innst í Arnarfirði og Ísafjarðardjúpi.
Í Húnaflóa hafi þetta verið öðruvísi
og engin rækja finnist nú í Miðfirði
né Hrútafirði, þar sem áður voru
gjöful mið, en þar sé hins vegar mik-
ið af smáýsu.
Eru algeng bráð
Svo eru það flatfiskar, mjórar og
mjónar, (sjá rammann hér að ofan),
sem líka hafa gefið eftir í fyrr-
nefndum fjörðum og flóum. Ingi-
björg segir að tegundir eins og litli
mjóri, flekkjamjóni og stóri mjóni,
kaldsjávartegundir sem fæstir vita
mikið um, hafi verið algengar og
skipt máli í fábreyttu lífríki fjarð-
anna. Þeir séu einnig algeng bráð og
hafi orðið fyrir afráni, hugsanlega
hafi umhverfisaðstæður einnig verið
þeim andsnúnar.
Afránið fór illa með rækjuna
Með fjölgun þorsks og ýsu í fjörðum og flóum fyrir vestan og norðan gáfu rækjustofnar eftir
Ólíklegt að rækjustofnar nái fyrri stærð við óbreytt magn þorsks og ýsu, segir fiskifræðingur
Ljósmyndir/Hafrannsóknastofnun
Rannsóknir Ingibjörg G. Jónsdóttir sjávarvistfræðingur um borð í Dröfn
RE 35, en skipið var notað til rækjurannsókna við landið í fjölda ára.
Ingibjörg skrifaði
grein í ritið Sjáv-
arafl í desember
2016 undir fyrir-
sögninni Hvarf
mjóra og mjóna úr
vistkerfi íslenskra
fjarða og er heiti
greinarinnar lýs-
andi um efni
hennar. „Í hafinu
umhverfis Ísland
finnast margar
fiskitegundir,
bæði stórar og
smáar. Margar
þeirra eru ekki
nýttar. Til að
mynda eru teg-
undir af mjóna og mjórar lítt þekktar þó margar þeirra séu algengar á Ís-
landsmiðum og þá sérstaklega á kaldari hafsvæðum norðan við landið.
Hér við land hafa fundist 11-12 mjórategundir og tvær mjónategundir.
Það er frekar erfitt að greina á milli tegundanna, sérstaklega mjóranna,
og vefst það jafnvel fyrir vönu fólki. Tegundirnar bera skemmtileg heiti
eins og nafnlausi mjóri, dílamjóri, hálfberi mjóri og fölvi mjóri,“ segir í
upphafi greinarinnar.
Þar er rakið hversu mjög hefur dregið úr útbreiðslu tegundanna á
Arnarfirði, Húnaflóa og Öxarfirði. Helsta skýringin er talin vera afrán eins
og hjá rækjunni, en einnig umhverfisbreytingar eins og hærri sjávarhiti.
Lítt þekktir mjónar og mjórar
FJÖLDI FISKTEGUNDA Í HAFINU UMHVERFIS ÍSLAND
Hefur fækkað Mjóvaxinn flekkjamjóni læðist áfram við
botninn. Myndin var tekin með neðansjávarmyndavél í inn-
fjarðarrækjuleiðangri fyrir vestan síðasta haust.