Morgunblaðið - 21.02.2019, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 21.02.2019, Qupperneq 32
32 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2019 www.hitataekni.is | S: 5886070 | Smiðjuvegur 10 | 200 Kópavogi Margverðlaunuð baðvifta Einstaklega hljóðlát 17-25dB (A) Innbyggður raka-, hita- og hreyfiskynjari. Vinnur sjálfvirkt 3W PON Pétur O. Nikulásson ehf. Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is skotbómulyftara AG línan frá Manitou býður meðal annars upp á nýtt ökumannshús með góðu aðgengi og útsýni. HANNAÐUR TIL AÐ VINNA VERKIN NÝ KYNSLÓÐ • DSB stjórntakkar • JSM stýripinni í fjaðrandi armi • Stýrð stjórnun og hraði á öllum glussahreyfingum • Virk dempun á bómu Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Áberandi breytingar urðu í lífríkinu í sex fjörðum og flóum á Vest- fjörðum og Norðurlandi á tveimur áratugum frá 1995. Rækja hefur átt í vök að verjast vegna vaxandi af- ráns þorsks og ýsu og svo fór að rækjustofnarnir inni á þessum fjörð- um hrundu. Í Ísafjarðardjúpi gat rækjuafli verið milli tvö og þrjú þús- und tonnum á vertíð fram að alda- mótum, en í vetur er heimilt að veiða þar 456 tonn. Þar sem ástandið er verst hafa engar veiðar verið leyfðar frá aldamótum. Um þessar breytingar er fjallað í nýútkominni grein um tegundafjöl- breytileika á grunnsævi Íslands sem þau Ingibjörg G. Jónsdóttir og Bjarki Þ. Elvarsson skrifuðu ásamt Haakon Bakka. Umrædd svæði eru Arnarfjörður, Ísafjarðardjúp, Húna- flói, Skagafjörður, Skjálfandi og Öxarfjörður. Tegundasamsetning fiska var skoðuð og einnig hvernig samfélögin hafa breyst frá árinu 1995 til 2015. Notast var við gögn sem safnað var í stofnmælingu innfjarðarrækju í september/ október á ári hverju. Breytingar gerðust hratt Á heimasíðu Hafrannsóknastofn- unar segir: Þegar horft er til fjölda fiskitegunda innan fjarða þá má segja að svæðin séu frekar tegunda- snauð en oftast fengust ekki nema 6- 10 tegundir í hverju hali. Á seinni hluta síðustu aldar var rækja út- breidd á svæðunum og voru rækju- veiðar stundaðar í öllum þessum sex fjörðum. Á þeim tíma var fremur lít- ið af þorski og ýsu í fjörðunum. Hins vegar varð mikil breyting á samfélögunum um aldamótin. Þá jókst magn þorsks og ýsu og strax í kjölfarið fækkaði einstaklingum af öðrum tegundum, eins og flat- fiskum, flekkjamjóna, litla mjóra, stóra mjóna og rækju. Þessar breyt- ingar gerðust mjög hratt en það get- ur gerst þegar fáar tegundir eru í vistkerfinu og sterk tengsl eru á milli þeirra. Afræningjar hafa mikil áhrif í þess konar vistkerfum. Því er líklegt að afrán hafi valdið þessari fækkun einstaklinga en ekki er hægt að útiloka að breytingar í hita- stigi sjávar hafi einnig haft bein eða óbein áhrif á breytingarnar. Lítið fæðuúrval í fjörðunum Ingibjörg G. Jónsdóttir segir í samtali við Morgunblaðið að þegar mikið af þorski og ýsu komi inn í firðina sé það sjálfgefið að rækjan gefi eftir. Rækja sé mikilvæg fæða fyrir þorsk, en alla jafna sé ýsa þó ekki talin mikill afræningi á rækju. Þegar hins vegar mikið sé af ýsu fari afrán hennar einnig að skipta máli. Hún segir að samsetning á fæðu þorsks sé aðeins öðruvísi í úthafinu þar sem fleiri tegundir finnast í fæðu hans heldur en inni á tegunda- rýrum fjörðum. Þorskur er alæta og étur þær tegundir sem eru á svæð- inu. Inn á fjörðunum er fæðuúrvalið lítið og getur afránið því haft veru- leg áhrif á þær tegundir sem fyrir eru. Hitastig hefur áhrif Spurð um áhrif umhverfisbreyt- inga og hitastigs sjávar segir Ingi- björg að rækja sé kaldsjávartegund og hækkað hitastig hafi áhrif á hana. „Við sjáum breytileika í lífssögu rækju við mismunandi hitastig þar sem hún vex hraðar við hærra hita- stig og einnig er eggburðartímabilið styttra. Við höfum séð breytingar í vaxtarhraða hennar með hækkandi hitastigi. Einnig hafa fundist tengsl milli nýliðunar og hitastigs þar sem hækkandi hitastig hefur neikvæð áhrif á lirfustig rækjunnar þó við vitum ekki nákvæmlega á hvaða hátt. Þá má ekki gleyma því að hærra hitastig sjávar hefur haft áhrif á útbreiðslu ýmissa fiskiteg- unda hér við land, til dæmis ýsunnar norður með landinu og koma ýsunn- ar í firðina hefur valdið auknu af- ráni,“ segir Ingibjörg. Spurð hvort stækkandi þorsk- stofn frá aldamótum eigi þátt í erfið- leikum rækjunnar segir hún að fisk- urinn sé farinn að ílengjast í fjörð- unum. Rannsóknir hafi verið gerðar á vori og hausti og áður fyrr hafi fiskurinn verið farinn út þegar kom fram í febrúar, en þetta sé breytt. Hvort stofnstærð eigi þarna hlut að máli segist hún ekki vita, en þetta sé meðal þess sem áhugi sé á að rann- saka. Veiðar ekki svipur hjá sjón Nánast ekkert hefur verið veitt innfjarðar fyrir Norðurlandi frá aldamótum, en veiðar hafa verið leyfðar í Ísafjarðardjúpi og Arnar- firði þó svo að þær hafi ekki verið svipur hjá sjón miðað við það sem áður var. Spurð hvort hún sjái bata- merki á rækjustofninum á þessum stöðum segir Ingibjörg að litlar breytingar hafi verið í stofnstærð rækjustofnanna frá aldamótum og að ólíklegt sé að þeir muni ná fyrri stærð á meðan magn þorsks og ýsu sé eins mikið eins og verið hefur. Hún segir að greina megi fleiri breytingar, þannig hafi útbreiðslan breyst og rækja þjappast saman innst í Arnarfirði og Ísafjarðardjúpi. Í Húnaflóa hafi þetta verið öðruvísi og engin rækja finnist nú í Miðfirði né Hrútafirði, þar sem áður voru gjöful mið, en þar sé hins vegar mik- ið af smáýsu. Eru algeng bráð Svo eru það flatfiskar, mjórar og mjónar, (sjá rammann hér að ofan), sem líka hafa gefið eftir í fyrr- nefndum fjörðum og flóum. Ingi- björg segir að tegundir eins og litli mjóri, flekkjamjóni og stóri mjóni, kaldsjávartegundir sem fæstir vita mikið um, hafi verið algengar og skipt máli í fábreyttu lífríki fjarð- anna. Þeir séu einnig algeng bráð og hafi orðið fyrir afráni, hugsanlega hafi umhverfisaðstæður einnig verið þeim andsnúnar. Afránið fór illa með rækjuna  Með fjölgun þorsks og ýsu í fjörðum og flóum fyrir vestan og norðan gáfu rækjustofnar eftir  Ólíklegt að rækjustofnar nái fyrri stærð við óbreytt magn þorsks og ýsu, segir fiskifræðingur Ljósmyndir/Hafrannsóknastofnun Rannsóknir Ingibjörg G. Jónsdóttir sjávarvistfræðingur um borð í Dröfn RE 35, en skipið var notað til rækjurannsókna við landið í fjölda ára. Ingibjörg skrifaði grein í ritið Sjáv- arafl í desember 2016 undir fyrir- sögninni Hvarf mjóra og mjóna úr vistkerfi íslenskra fjarða og er heiti greinarinnar lýs- andi um efni hennar. „Í hafinu umhverfis Ísland finnast margar fiskitegundir, bæði stórar og smáar. Margar þeirra eru ekki nýttar. Til að mynda eru teg- undir af mjóna og mjórar lítt þekktar þó margar þeirra séu algengar á Ís- landsmiðum og þá sérstaklega á kaldari hafsvæðum norðan við landið. Hér við land hafa fundist 11-12 mjórategundir og tvær mjónategundir. Það er frekar erfitt að greina á milli tegundanna, sérstaklega mjóranna, og vefst það jafnvel fyrir vönu fólki. Tegundirnar bera skemmtileg heiti eins og nafnlausi mjóri, dílamjóri, hálfberi mjóri og fölvi mjóri,“ segir í upphafi greinarinnar. Þar er rakið hversu mjög hefur dregið úr útbreiðslu tegundanna á Arnarfirði, Húnaflóa og Öxarfirði. Helsta skýringin er talin vera afrán eins og hjá rækjunni, en einnig umhverfisbreytingar eins og hærri sjávarhiti. Lítt þekktir mjónar og mjórar FJÖLDI FISKTEGUNDA Í HAFINU UMHVERFIS ÍSLAND Hefur fækkað Mjóvaxinn flekkjamjóni læðist áfram við botninn. Myndin var tekin með neðansjávarmyndavél í inn- fjarðarrækjuleiðangri fyrir vestan síðasta haust.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.