Morgunblaðið - 21.02.2019, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 21.02.2019, Blaðsíða 40
40 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2019 Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is Landsins mesta úrval af trommum í öllum verð�lokkum. Hjá okkur færðu faglega þjónustu, byggða á þekkingu og áratuga reynslu. Byrjað var í gær að flytja óbreytta borgara frá síðasta þorpinu í Sýrlandi, sem enn er undir yfirráðum Ríkis íslams, samtaka íslamista. Blaðamenn á svæðinu töldu að minnsta kosti 15 vörubíla sem fluttu karla, konur og börn frá Baghuz í norðurhluta Sýrlands. Sýrlenski lýðræðisherinn, SDF, sem nýtur stuðnings Bandaríkjanna, sagðist ekki vita hvort stríðsmenn íslamista hefðu verið í þeim hópi. Ekki var heldur ljóst hve margir yfirgáfu þorpið í gær. Sameinuðu þjóðirnar lýstu á þriðjudag áhyggjum af afdrifum um 200 fjölskyldna sem sagðar voru í Baghuz. Sagði Michelle Bachelet, mannréttindastjóri Sþ, að svo virtist sem íslamskir stríðsmenn meinuðu fólkinu að yfirgefa þorpið, sem hefur orðið fyrir hörðum sprengjuárásum að undanförnu. Hvatti Bachelet stríð- andi fylkingar til að leyfa þeim að fara sem vildu en vernda þá sem vildu vera áfram í þorpinu. Fyrir hálfum áratug réð Ríki ísl- ams 88 þúsund ferkílómetra svæði sem náði frá vesturhluta Sýrlands til austurhluta Íraks. Lýstu samtökin yfir stofnun kalífaríkis og stýrðu svæðinu, þar sem um átta milljónir manna bjuggu, með harðri hendi. Nú er talið að um 300 stríðsmenn séu eft- ir og hafa þeir búið um sig á um hálfs ferkílómetra svæði. gummi@mbl.is AFP Flutt á brott Fólk situr á palli vörubíls sem ekið var í gær frá Baghuz. Fólk flutt frá síðasta vígi Ríkis íslams  Talið að 300 stríðsmenn verjist í sýrlensku þorpi Vladímír Pútín, forseti Rússlands, sagði í stefnuræðu sinni á rússneska þinginu í gær að Rússar yrðu að koma fyrir flugskeytum sem miðað yrði á stjórnstöðvar ef bandarísk stjórnvöld kæmu fyrir flugskeytum í Evrópu. Yfirlýsing Pútíns kemur í kjölfar þess að bandarísk stjórnvöld segjast ætla að rifta afvopnunarsamningi ríkjanna sem gerður var á tímum kalda stríðsins, þar sem Rússar hafi brotið gegn ákvæðum hans með því að þróa vopn sem eru bönnuð sam- kvæmt samningnum. „Rússland hefur ekki í hyggju að hafa frumkvæði að því að koma slík- um flaugum fyrir í Evrópu,“ sagði Pútín í ræðunni. „Ef (Bandaríkin) þróa og koma fyrir flaugum í Evr- ópu… mun það verulega grafa und- an jafnvægi alþjóðlegra öryggismála og ógna Rússlandi. Ég segi þetta skýrt og umbúðalaust, Rússland mun neyðast til að koma fyrir vopn- um sem hægt er að beita … gegn stjórnstöðvum þar sem þeim flug- skeytakerfum sem ógna okkur er stjórnað,“ sagði Pútín. Segir ásakanir langsóttar Fyrr í ræðunni sakaði hann bandarísk stjórnvöld um að nota langsóttar ásakanir á hendur Rúss- um til að draga sig út úr samkomu- laginu um miðdrægar kjarnaflaugar. Hann sagðist skilja áhyggjur sem menn hefðu af áhrifum samkomu- lagsins því önnur ríki gætu haldið áfram að þróa vopn sem eru bönnuð í Rússlandi og Bandaríkjunum. Ronald Reagan, þáverandi Banda- ríkjaforseti, og Míkhaíl Gorbatsjov, þáverandi forseti Sovétríkjanna, skrifuðu undir samninginn árið 1987 og leystu með því deilur vegna sov- éskra kjarnorkuflauga sem miðað var á vestrænar höfuðborgir. Rússland hótar að setja upp flugskeyti  Skeytunum beint að stjórnstöðvum AFP Ræða Vladímír Pútín flytur stefnu- ræðu sína í rússneska þinginu í gær. Risaskjaldbaka sem talið var að hefði dáið út fyrir rúmri öld fannst á Galapagoseyjum á þriðjudag. Umhverfisráðherra Ekvadors til- kynnti á Twitter að skjaldbakan, kvendýr, hefði fundist á eyjunni Fernandina. Að sögn náttúruverndarstofn- unar Galapagos sást skjaldbaka af þessari tegund síðast svo staðfest sé þegar bandarískur leiðangur fór til Fernandina í apríl 1906. Bitför og spor sem talin voru hugsanlega eftir slíkar skjaldbökur hafa þó sést á undanförnum áratugum. Alls eru 12 skráðar skjaldböku- tegundir á Galapagoseyjum, sem eru um 1.000 km vestur af Ekva- dor. Í eyjaklasanum eru 19 stórar eyjar auk tuga smáeyja og skerja. Enski náttúrufræðingurinn Charles Darwin heimsótti eyjarnar á 19. öld og rannsóknir hans á dýralífinu þar urðu grundvöllur kenninga hans um uppruna teg- undanna. Eyjaklasinn var skráður á heimsminjaskrá UNESCO árið 1979. AFP Reyndist ekki vera útdauð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.