Morgunblaðið - 21.02.2019, Page 41

Morgunblaðið - 21.02.2019, Page 41
FRÉTTIR 41Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2019 Verð stykkið (Þrír litir) Leitið tilboða í stærri kaup www.stalidjan.is Stáliðjan ehf - Smiðjuvegi 5,200 Kópavogi - Sími 564 5885 - www.stalidjan.is Dempar hljóð umallt að 18dB. Minnkar slit á gólfi. Má þvo í þvottavél. Mjög létt að setja á og taka af. Bráðnauðsynlegt í skóla,mötuneyti og allstaðar þar semað fjölmenni kemur saman. 970 kr. Hljóðsokkar á stóla SKECHERS UNO-ROSE BOLD DÖMUSKÓR MEÐ MEMORY FOAM. STÆRÐIR 36-41 13.995.- DÖMUSKÓR Þrír þingmenn breska Íhaldsflokks- ins, sem fer með völd í Bretlandi, sögðu sig úr flokknum í gær. Er ástæðan óánægja með stefnu Íhaldsflokksins vegna Brexit, væntanlegrar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Þingmennirnir þrír, Anna Soubry, Heidi Allen og Sarah Woll- aston, ætla að ganga til liðs við nýj- an óháðan hóp þingmanna, sem átta þingmenn Verkamannaflokks- ins, stærsta stjórnarandstöðu- flokksins, mynduðu fyrr í vikunni þegar þeir sögðu sig úr flokknum vegna óánægju með Brexit-stefnu flokksins og vaxandi gyðingahaturs innan hans. Í átt að hengiflugi Þingkonurnar þrjár hafa allar lýst andstöðu við að Bretland gangi úr ESB. Í sameiginlegu úrsagnar- bréfi segja þær að Brexit hafi end- urskilgreint Íhaldsflokkinn og grafið undan öllum tilraunum til að færa hann til nútímans. Flokkurinn hafi færst til hægri og láti norður- írska samstarfsflokkinn, Lýðræðis- lega sambandsflokkinn, DUP, og harðlínuandstæðinga ESB ráða för í aðdraganda Brexit. „Okkur þykir það svívirðilegt að flokkur sem áður var treyst best til að stýra breskum efnahagsmálum leiði nú landið í átt að hengiflugi út- göngu án samnings,“ segir í bréfi þeirra. Theresa May, forsætisráðherra og leiðtogi Íhaldsflokksins, sagðist í gær harma úrsögn þingmannannaa en sagði að flokkur hennar myndi alltaf fylgja heiðarlegri, hófsamri og þjóðlegri stefnu. AFP Sætaskipti Þingkonurnar þrjár setjast hjá fyrrverandi þingmönnum Verkamannaflokksins við upphaf fundar í breska þinginu í gærmorgun. Breskir þingmenn segja sig úr flokkum  Stofna óháðan þinghóp vegna Brexit Franskur dómstóll dæmdi í gær svissneska bankann UBS til að greiða 3,7 milljarða evra sekt, jafnvirði rúm- lega 500 milljarða króna, fyrir að hafa með ólöglegum hætti aðstoðað franska viðskiptavini sína við að fela milljarða evra í Sviss fyrir frönskum skattayfirvöldum. Er þetta hæsta sekt sem um getur í franskri réttarsögu. Útibú UBS í Frakklandi var einnig dæmt til að greiða 15 milljónir evra, jafnvirði 2 milljarða króna, í sekt vegna málsins. Þá voru franska ríkinu dæmdar 800 millljónir evra í bætur. Lögmenn bankans sögðu strax eft- ir að dómurinn var kveðinn upp, að honum yrði áfrýjað. UBS hafði reynt að ná dómssátt en féllst að lokum ekki á tilboð um sektargreiðslur. Franskir saksóknarar héldu því fram að fjöldi viðskiptavina UBS hefði leynt samtals um 10 milljörðum evra fyrir franska skattinum á árun- um 2004 til 2012. Fullyrtu þeir að stjórnendur UBS hefðu gert sér fulla grein fyrir því að þeir væru að brjóta frönsk lög. Þessu neitaði bankinn og sagðist hafa starfað í fullu samræmi við svissnesk lög. Sögðust stjórnendur bankans ekki hafa vitað að einhverjir franskir við- skiptavinir hefðu ekki gefið eignir sínar í Sviss upp til skatts. Hefðu sak- sóknarar ekki lagt fram neinar sann- anir, svo sem nöfn viðskiptavina eða bankareikninga, til stuðnings fullyrð- ingum sínum. Í málinu var svissneski bankinn sakaður um að hafa skipulagt óform- lega fundi með hugsanlegum við- skiptavinum sínum í Frakklandi, en slíkt er ólöglegt samkvæmt frönskum lögum. Franskir stjórnendur bank- ans hefðu síðan notað það sem kall- aðir voru „mjólkurmiðar“ til að fylgj- ast með því hve margar „mjólkur- fernur“, eða peningar, voru fluttir í svissneska bankareikninga. Einn slíkur mjólkurmiði fannst við rann- sókn málsins. Málaferlin hófust sl. haust eftir rannsókn, sem stóð í sjö ár. Fyrrver- andi starfsmenn bankans komu fram og fullyrtu, að lög hefðu verið brotin. Þessar ásakanir og rannsóknin leiddu til þess að svissnesk stjórnvöld neyddust til að breyta reglum lands- ins um skilyrðislausa bankaleynd. Hæsta sekt í réttarsögu Frakklands  UBS gert að greiða 3,7 miljarða evra AFP Uppljóstrari Bradley Birkenfeld, fyrrverandi starfsmaður UBS, veitti stjórnvöldum upplýsingar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.