Morgunblaðið - 21.02.2019, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 21.02.2019, Blaðsíða 47
UMRÆÐAN 47Afmæli MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2019 Bláu húsin v/Faxafen Sími 553 7355 • www.selena.is • Selena undirfataverslun • Næg bílastæði * Undirföt * Náttkjólar * Sloppar * Gjafabréf Fallegar konudagsgjafir í Selenu Glæsilegir skartgripir innblásnir af íslenskri sögu G U L L S M I Ð U R & S K A R T G R I PA H Ö N N U Ð U R Skólavörðustíg 18 – www.fridaskart.is Í dag er áttræður vinur minn og sam- ferðamaður um langa hríð, Jón Baldvin Hannibalsson, fyrr- verandi sjómaður, kennari, skólameist- ari, ritstjóri, formaður Alþýðuflokksins, fjármálaráðherra, utanríkisráðherra og sendiherra Íslands í Washington og Hels- inki. Fáa menn veit ég jafn leiftrandi greinda, litríka og skemmtilega. Sannarlega öngvan er lagt hefur jafngjörva hönd á að skapa for- sendur hins auðuga íslenska vel- ferðarsamfélags sem aldrei hefur staðið í jafnmiklum blóma og ein- mitt nú. Þökk sé ötulli og einbeittri baráttu hans fyrir þeim kosta- kjörum sem inngangan í EES, Evr- ópska efnahagssvæðið, færði okkur um miðjan tíunda áratug síðustu aldar. Jóns Baldvins verður lengi minnst á Íslandi fyrir það pólitíska þrekvirki. Að sama skapi er hans hlýlega minnst í öðrum löndum sem hins djarfhuga stjórnmála- manns er fyrstur steig fram til at- fylgis baltnesku þjóðunum í tví- sýnni baráttu þeirra fyrir frelsi og langþráðu, endurheimtu sjálfstæði. Undir ógnandi hótunum Rússa hvikaði utanríkisráð- herrann Jón Baldvin hvergi og bauð hinni vígreifu gömlu kommúnistaþjóð birg- inn án þess að blikna. Með einstöku ís- lensku orðfæri mælir hann jafnan óhræddur og tæpitungulaust. Eftir hann liggja ótal snjallar ritgerðir, greinar og bækur. Að minnsta kosti tveggja nýrra ritverka eftir hann er að vænta á þessu ári. Það hefur ósjaldan gustað um Jón Baldvin Hannibalsson og sennilega aldrei sem nú. Í eðli sínu er Jón þó friðarins maður. Enginn þó FriðJón. Þótt ekki sé vitað með vissu hvar okkar maður kýs að halda til á stórafmælinu, mætti vel ímynda sér hann ganga íhugulan á vit Íslands- strætis í Litháen eða orna sér að kveldi við Íslandstorg í Tallinn þar sem þegnarnir kunna vel að meta dýrmætt framlag hans til sjálfstæð- isbaráttu Eistlands, Lettlands og Litháen. Ég óska afmælisbarninu – og fjölskyldu þess allri – friðar og vel- farnaðar á merkum tímamótum. Jakob Frímann. Jón Baldvin Hannibalsson Í frétt Morgunblaðs- ins haustið 2000 frá ráðstefnunni Björgun kom eftirfarandi fram: „Ráðstefnan Björg- un 2000 var sett á Grand Hótel Reykja- vík í gær af Sólveigu Pétursdóttur dóms- málaráðherra. Ráð- stefnan er haldin um helgina á vegum Slysa- varnafélagsins Landsbjargar og er sú viðamesta á sviði björgunar- og öryggismála sem haldin hefur verið hér á landi. Björgun er heiti á ráð- stefnum sem hafa verið haldnar ann- að hvert ár frá árinu 1990 og einkum ætlaðar björgunarsveitum, lögreglu- embættum, slökkviliðum, heilbrigðis- starfsfólki, Rauða krossinum og öðr- um sem að þessum málum koma. Fjöldi innlendra og erlendra fyrirles- ara tekur þátt í ráðstefnunni, auk þess sem málstofur og vinnuhópar setja mark sitt á hana. Jón Gunnarsson, formaður Lands- bjargar, flutti erindi við setningu ráðstefnunnar í gær um nýjar hug- myndir og framtíðarsýn Lands- bjargar á sviði stjórnunar neyðar- aðgerða hér á landi. Yfirskrift erindisins var „Eitt land – eitt stjórn- kerfi“. Í samtali við Morgunblaðið sagði Jón að meginþema ráðstefn- unnar væri stjórnstöðvamál og stjórnun björgunaraðgerða. „Við leggjum fram tillögur á ráð- stefnunni að því hvernig við sjáum stjórnkerfi björgunaraðgerða okkar í framtíðinni. Þá á ég við alla við- bragðsaðila. Í dag eru í raun sjö stjórnstöðvar til í landinu en við viljum sjá eina stjórn- stöð fyrir allt landið. Við teljum þetta raunhæft markmið,“ sagði Jón.“ Stjórnstöðvarnar sem Jón á við eru Neyðar- línan, samræmingar- stöð Almannavarna ríkisins, fjarskipta- miðstöð ríkislögreglu- stjóra, stjórnstöð Land- helgisgæslunnar, sjó- björgunarmiðstöð Slysavarnafélagsins Landsbjargar í tengslum við Til- kynningarskyldu íslenskra skipa, Landsbjörg björgunarsveita og loks björgunarmiðstöð Flugmálastjórnar. „Þetta eru aðilar sem allir vinna saman þegar til kastanna kemur. Málið er að ná þeim öllum saman í eina stjórnstöð á landsvísu og síðan yrðu umdæmisstjórnstöðvar um landið. Það er aukaatriði hvar þessi stjórnstöð yrði staðsett, aðalatriðið er að koma henni á,“ sagði Jón. Þetta er og hefur verið skoðun Slysavarnafélagsins Landsbjargar frá stofnun árið 1999 og er hluti af þeirri vinnu sem nú fer fram á milli aðila um að sameina höfuðstöðvar Lögreglu, Landhelgisgæslu, Slysa- varnafélagsins Landsbjargar, Toll- gæslu og Neyðarlínunnar. Ef þessi sameining verður að veru- leika verðum við enn nær því að ná þessum markmiðum sem Jón fjallaði um árið 2000. Margt hefur gerst síðan, Slysa- varnafélagið Landsbjörg, Land- helgisgæslan, almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínan hafa verið með sínar höfuðstöðvar í Skógarhlíð síðan árið 2003. Sett var á laggirnar samhæfingar- stöð SST sem var vísir að þessu, en daglega reknar stjórnstöðvar hafa ekki verið samhæfðar í eina eins og Jón lagði þarna til. Vissulega hafa þrjár af þessum stjórnstöðvum runn- ið saman í eina en sjóbjörgunarmið- stöð Tilkynningarskyldu íslenskra skipa og björgunarmiðstöð Flug- málastjórnar eru í dag hluti af stjórn- stöð Landhelgisgæslunnar. En núna eru menn að komast nær þessari sýn á árinu 2019. Verið er að skoða mögulegt staðarval á nýjum höfuðstöðvum fyrir Ríkislögreglu- stjóra, Lögregluna á Höfuðborgar- svæðinu, Landhelgisgæslu, Slysa- varnafélagið Landsbjörg, Slökkvilið Höfuðborgarsvæðis, Tollgæsluna og Neyðarlínuna. Samhliða því eru hug- myndir að bæta samgang milli þess- ara aðila til að auk samræmingu í neyðaraðgerðum. Nái þær hugmyndir fram að ganga er ljóst að um verður að ræða mikið framfaraspor í samræmingu neyðar- aðgerða á landsvísu og kannski mun Slysavarnafélagið Landsbjörg geta sagt. „Verkefni lokið“ um þetta hags- munamál sem hefur brunnið á for- svarsmönnum félagsins síðustu 20 ár. Eftir Þorstein Þorkelsson Þorsteinn Þorkelsson » Í 20 ár hefur Slysa- varnafélagið Lands- björg talið að auka þurfi samræmingu björg- unaraðgerða. Nú er kominn tími til að taka næstu skref. Höfundur er félagi í Slysavarna- félaginu Landsbjörg. steinit@simnet.is Eitt land – eitt stjórnkerfi ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VANTAR ÞIG PÍPARA?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.