Morgunblaðið - 21.02.2019, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2019
HERRAHÚSIÐ FLYTUR Í ÁRMÚLA 27
Á LAUGAVEGI 47 VEGNA
FLUTNINGA HERRAHÚSSINS
FRÁ LAUGAVEGI
Jakkaföt: 19.900 – 29.900 – 39.900 kr.
Stakir jakkar: 9.900 – 14.900 – 19.900 kr.
Skyrtur frá Bison – Lindberg – Bosweel: 2 fyrir 1 á 4.900 kr.
Olymp skyrtur straufríar úr 100% bómull á 7.600 kr.
Kjólskyrtur Vilkma 100% bómull á 6.900 kr.
Hálfermaskyrtur á 1.990 kr.
Buxur á 9.900 kr.
Allar peysur á 4.900 kr.
Pólóbolir á 1.990 kr.
Calvin Klein nærbuxur 3-í-pakka á 4.900 kr.
Úlpur og blússur á 9.900 kr.
Allir leðurjakkar á 14.900 kr.
LOKUM KL. 18 LAUGARDAGINN 24. FEBRÚAR Á LAUGAVEGI
OPNUM Í ÁRMÚLA 27 ÞANN 1. MARS
LOKAÚTKALL
Hulda Bjarnadóttir
hulda@k100.is.
„Hraðinn og brandaramagnið sem
dælt er út í myndinni er ákveðin
bylting í kvikmyndum,“ útskýrir
Raggi þegar hann rifjar upp kynni
sín af Lego-myndunum. Hann full-
yrðir að Lego Movie 2 sé ein fersk-
asta og fyndnasta gamanmynd sem
komið hefur út síðastliðin 5 ár. Hann
gefur myndinni þrjár stjörnur af
fjórum mögulegum.
Raggi vill sérstaklega hrósa þýð-
endum myndarinnar sem hafi ekki
bara þýtt góða brandara heldur
einnig staðfært suma. Þar af leið-
andi hafi foreldrar fengið jafn mikið
út úr myndinni og krakkar.
Hemmi verkakubbur
mættur aftur
Phil Lord, Michelle Morgan,
Matthew Fogel og Dominic Russo
skrifa handrit myndarinnar og þau
Mike Mitchell og Trisha Gum leik-
stýra myndinni sem fjallar um hinn
viðkunnanlega verkakubb Hemma
sem bjargaði heimaborg sinni frá
tortímingu með aðstoð vina sinna
sem sumir hverjir voru gæddir ofur-
kröftum. Nú þarf Hemmi að taka á
honum stóra sínum á ný þegar bestu
vinkonu hans, Lísu, er rænt af stór-
skrítnum geimverum, sem þýðir
auðvitað að Hemmi verður að fljúga
út í geim og bjarga henni, en þannig
er myndasögunni lýst á kvik-
myndir.is.
Raggi fjallaði einnig um 10 þátta
Netflix seríuna Umbrella Academy,
eða Regnhlífarsamtökin. Serían
fjallar um systkini með ofurkrafta.
Upphafsatriði þáttanna er sér-
staklega eftirminnilegt, að sögn
Ragga, enda fæðast börnin öll á
sama degi. Saga þeirra í þáttunum
hefst þó ekki fyrr en á fullorðins-
árum. Þau eru þá hætt að sinna ofur-
hetjustörfum sínum og farin að rifja
upp fjölskylduharmleik sinn í kring-
um útför fósturföður síns. Þau hafa
fengið fregnir af því að sjö dögum
síðar muni heimurinn enda og þau
þurfa að leysa ákveðin mál á þeim
tíma. Þau fara því að stilla saman
strengi, skilja við fortíðina og leita
týnds bróður. Raggi segir ofbeldið
töluvert og að yngri en þrettán eigi
ekkert endilega að horfa á þessa ser-
íu. Ragga þykir serían eiga skilið
þrjár af fjórum stjörnum og því er
hér komin frambærileg tillaga að
sjónvarpsglápi um helgina.
Einnig fara fram Eddu-verð-
launin íslensku á föstudag og
Óskarsverðlaunahátíðin verður í
Hollywood næstkomandi sunnudag
þannig að af nægu verður að taka
fyrir áhugafólk um kvikmyndir og
sjónvarp.
Kvikmyndagagnrýni
Þriggja stjörnu áhorf
AFP
Glæsilegar Jordan Claire Robbins,
Emmy Raver-Lampman, Mary J.
Blige og Kate Walsh hér á frumsýn-
ingu þáttanna Umbrella Academy.
Lego Movie 2 Jason Momoa á rauða dreglinum ásamt Hemma.
„Þegar fyrsta Lego-myndin kom hélt ég að þetta yrði bara 90 mínútna auglýs-
ing fyrir leikföng, en það reyndist ekki vera,“ segir Ragnar Eyþórssson, eða
Raggi bíórýnir sem kemur aðra hverja viku í síðdegisþáttinn á K100. Hann tók
einnig fyrir Netflix-seríuna Umbrella Academy.