Morgunblaðið - 21.02.2019, Page 56

Morgunblaðið - 21.02.2019, Page 56
56 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2019 ✝ Unnur Axels-dóttir fæddist 31. maí 1931 í Reykjavík. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 14. febrúar 2019. Foreldrar hennar voru Stefanía Stef- ánsdóttir húsmóðir, f. 9.11. 1903, d. 1.6. 1970, og Valdimar Axel Gunnarsson, f. 26.11. 1899, d. 1.8. 1975, sjó- maður og starfsmaður hjá Reykjavíkurhöfn. Systkini: Ingibjörg, f. 1926, Gunnar, f. 1930, d. 1984, og Axel Stefán, f. 1940. Maki: sr. Hjörtur Hjartarson, f. 8.12. 1930, d. 26.7. 2012. Þau gengu í hjónaband 20.5. 1950. Foreldrar hans voru Jensína Sveinsdóttir f. 23.11. 1906, d. 5.6. 2005, og Jón Hjörtur Finn- bjarnarson, f. 15.9. 1909, d. 22.1. 1977. Börn: 1) Stefanía f. 21.10. 1950. Dætur hennar eru: Unnur og Sunna. 2) Sveinn Hjörtur, f. Börn: Telma Þórunn, Sigríður Katrín og Júlía Rakel. Eigin- maður Unnar er Aðalsteinn Magnús Friðjónsson. Börn þeirra eru Sveinn Albert og El- ísabet. Sambýliskona Júlíusar Geirs er Kristín Birna Grétars- dóttir. Fósturbörn Þórunnar og Sveins eru: Ásgeir, Sigrún Eva og Helena Rut. 4) Axel Garðar, f. 11.8. 1959. Eiginkona hans er Rannveig Sigurðardóttir og sonur þeirra er Axel Garðar. Börn Axels eru: Kristian, Isa- belle og Alexander Garðar. Eiginkona Kristians er Linda Risberg og dætur þeirra eru Wilma og Mathilda. Synir Isa- belle eru Tristan Máni og Alex- ander Frosti. Sonur Rannveigar er Sigurður Amlin, sambýlis- kona Selma Höskuldsdóttir og dóttir þeirra er Embla Hrönn. Unnur útskrifaðist frá Ingi- marsskóla og lærði ung að spila á píanó hjá Gunnari Sigurgeirs- syni. Hún starfaði um tíma í Ingólfsapóteki. Árið 1979 hóf hún störf í félagsmálaráðu- neytinu og síðar hjá Vinnu- málastofnun. Útförin fer fram frá Kópa- vogskirkju í dag, 21. febrúar 2019, klukkan 13. 15.10. 1952. Eiginkona hans er Sigurveig H. Sig- urðardóttir. Börn þeirra eru: Hjört- ur Friðrik, Valdi- mar Gunnar og Sigrún Huld. Eiginkona Hjart- ar Friðriks er Ingibjörg Jóhannesdóttir. Synir þeirra eru Sveinn Hjörtur, Jóhannes Ernir og Guðmundur Logi. Eiginkona Valdimars Gunnars er Stella Vestmann. Börn þeirra eru Lilja Vestmann og Bjarni Vest- mann. Sambýlismaður Sigrúnar er Malachi Arunda og sonur þeirra, óskírður. 3) Þórunn Ingibjörg, f. 17.4. 1958. Eigin- maður hennar er Sveinn Björg- vin Larsson. Börn þeirra eru: Hjörtur, Árni, Unnur og Júlíus Geir. Sambýliskona Hjartar er Heiða Dögg Jónasdóttir. Börn: Hjörtur Hreinn, Jóel Snær og Rúnar Már. Sambýliskona Árna er Anna Sigríður Þórðardóttir. Í dag er elskuleg tengdamóðir mín kvödd. Þó svo að vitað hafi verið að brátt kæmi að kveðju- stund er erfitt að hugsa sér til- veruna án hennar. Kynni okkar hafa staðið í tæp 50 ár og tók hún mér strax vel þegar sonur hennar kynnti mig fyrir þeim hjónum. Unnur hjálp- aði mér mikið þegar elsta barnið okkar fæddist. Hún var heima- vinnandi þá og tók að sér að gæta hans til að við foreldrarnir gætum klárað okkar nám. Sú aðstoð var ómetanleg. Síðar vann hún sem fulltrúi í félagsmálaráðuneytinu frá 1979 og Vinnumálastofnun, þar til hún fór á eftirlaun. Unnur var einstök kona. Hún var vel lesin og fróð og hafði gam- an af að ræða um menn og málefni líðandi stundar. Hún lá ekki á skoðunum sínum, var rökföst og var gaman að spjalla við hana. Fólk laðaðist að henni vegna góð- semi hennar og glaðlyndis og alls staðar þar sem hún kom eignaðist hún góða vini sem hún lét sér um- hugað um og sinnti af alúð. Unnur var vakin og sofin yfir velferð fjölskyldunnar. Hún fylgdist vel með öllum litlu lang- ömmubörnunum sem hún dýrk- aði. Hún var stolt af fólkinu sínu og rétti því hjálparhönd eins og hún gat. Margar góðar minningar um samverustundir með Unni koma í hugann. Ég minnist ferðanna okkar saman, en flest undanfarin sumur höfum við meðal annars farið í ferðalag til Vestfjarða. Hún var góður og skemmtilegur ferða- félagi, þekkti vel til á þessum slóð- um og sagði sögur af stöðunum sem ekið var framhjá. Það verður tómlegt að fara um þessar slóðir án hennar. Unnur var góður píanóleikari og var unun að hlusta á hana spila falleg lög, íslensk sem erlend. Píanóið veitti henni mikla gleði. Ekki er hægt að minnast Unn- ar án þess að nefna Hjört. Þau náðu því að eiga 62 ára brúð- kaupsafmæli áður en Hjörtur lést árið 2012. Þau hjónin voru góðir vinir, samhent í því sem þau tóku sér fyrir hendur og var samband þeirra einstaklega fallegt. Unnur studdi Hjört heilshugar þegar hann fór í guðfræðinám í Háskóla Íslands á efri árum og réð sig síð- an sem prest að Ásum í Skaftár- tungu. Þar tók hún hlutverk prestsfrúarinnar alvarlega og stóð við hlið manns síns. Þau Unn- ur og Hjörtur voru okkur í fjöl- skyldunni góðar fyrirmyndir. Það er tómlegt að vita til þess að Unnur komi ekki oftar til okk- ar, setjist við píanóið og spili fal- leg lög. Hún trúði því sjálf að hennar biði nýtt líf að lokinni þessari jarðvist og við verðum að trúa því líka. Ég sé hana fyrir mér leiðandi Hjört sinn inn í Sumar- landið. Ég þakka Unni tengdamóður minni fyrir samveruna og alla þá umhyggju og ástúð sem hún hefur sýnt mér og minni fjölskyldu. Blessuð sé minning mætrar konu. Sigurveig H. Sigurðardóttir. Elsku amma mín hefur kvatt þennan heim. Við vorum ekki bara amma og barnabarn heldur vorum við líka góðar vinkonur og félagar. Við amma áttum margar góðar stundir saman og minnist ég til dæmis ferðanna í IKEA og bingósins í Vinabæ með hlýju í hjarta. Við amma áttum það sam- eiginlegt að finnast gaman að „lotta“ og létum við okkur svo dreyma um hvert við myndum fara og hvað við myndum kaupa fyrir stóra vinninginn. Við amma gátum talað saman um allt milli himins og jarðar og var hún mjög áhugasöm um það sem var að ger- ast í lífi fólksins í kringum hana. Einnig fékk ég góð ráð hjá ömmu ef eitthvað bjátaði á og var hún alltaf tilbúin til að hjálpa mér að sjá jákvæðu og björtu hliðarnar á því sem var að angra hugann. Þegar ég flutti til Svíþjóðar studdi amma mig heilshugar í þeirri ákvörðun, þrátt fyrir að hún vissi að við myndum þá ekki hitt- ast eins oft og áður. Hún fylgdist vel með öllu því sem ég var að gera hér og þegar ég eignaðist svo litla strákinn minn núna í janúar var hún spennt að sjá hann á Skype og fá að heyra hvernig gengi, þrátt fyrir hennar erfiðu veikindi. Nú er hún elsku amma mín komin til afa í Sumarlandið. Það er sárt að hugsa til þess að það er engin amma til að heimsækja á Hlíðarveginum næst þegar ég kem til landsins. Samt sem áður er ákveðin huggun í því að trúa að loksins sé hún komin í húsið sem afi er búinn að byggja handa henni í Sumarlandinu. Hún var al- veg viss um að hann væri búinn að gera allt klárt þar, þegar hún kæmi til hans. Nú er komið að kveðjustund, þar til við hittumst næst. Blessuð sé minning elsku Unnar ömmu. Sigrún Huld Hjartardóttir. Elsku föðuramma mín er látin. Afi fór nokkrum árum á undan henni svo það var kannski viðeig- andi að þau skyldu sameinast á Valentínusardaginn. Verandi bú- settur erlendis tók það á að geta bara fylgst með síðustu mánuðum hennar úr fjarska en ég er þakk- látur fyrir það góða spjall sem við áttum síðasta sumar, sem og þau símtöl sem við höfum átt undan- farið. Eftir sitja ótal góðar minn- ingar, ekki síst úr Víðihvammin- um og Ásum, um glaðværa og góða ömmu sem tók alltaf vel á móti manni með sínu einstaka og fallega brosi. Unnur var amma sem stóð alltaf með sínum og á seinni árum uppgötvaði ég jafn- framt að hún hafði einstaka og skemmtilega kímnigáfu sem sárt verður saknað. Hvíl í friði, elsku amma, og njóttu hinnar lang- þráðu veru í sumarlandinu þínu. Valdimar Gunnar Hjartarson. Þá er komið að kveðjustund, elsku amma, en að þessu sinni getum við ekki knúsað þig bless. Við vorum ekki gamlir þegar við komum fyrst í Víðihvamminn til ykkar afa, frá fyrstu stundu tengdumst við þér og afa sterkum og nánum vinaböndum. Þá vin- áttu og hlýju sem þú gafst okkur bræðrum munum við verða þér ævinlega þakklátir fyrir. Það hef- ur verið okkar einstaklega kært að hafa fengið að eiga þig að sem ömmu okkar þann tíma sem við fengum saman. Það verður erfitt fyrir okkur að hugsa til þess að þú sért nú farin, en eftir standa allar þær góðu minningar sem við áttum saman. Við vitum að þú ert nú komin til kappans okkar sem hefur tekið á móti ástinni sinni. Minningin um góða og fallega konu mun fylgja okkur bræðrum og börnum okkar um ókomna tíð. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson) Þínir vinir Hjörtur og Árni. Elsku amma mín. Þú hefur fengið hvíldina sem þú þráðir svo heitt og eftir sit ég hálf tóm. Að eiga góða ömmu er ómetan- legt, en þú varst mér svo miklu meira en amma, við vorum bestu vinkonur og bandamenn enda leið varla dagur að ég heyrði ekki í þér eða hitti. Minningarnar með þér eru óteljandi enda hefur þú verið svo stór partur af mínu lífi alla tíð að ég man ekki eftir lífinu öðruvísi en að þú hafir alltaf verið til staðar fyrir mig og stutt mig í einu og öllu. Fyrir það verð ég þér ævin- lega þakklát. Undanfarið hef ég verið að hugsa hvað ég er glöð og þakklát fyrir allar samverustundirnar okkar saman því við náðum svo sannarlega að njóta tímans vel saman. Mér fannst alltaf svo gott og hlýlegt að koma heim til þín, fá kaffi og með því og spjalla saman um daginn og veginn því við gát- um talað um allt milli himins og jarðar. Mér fannst yndislegt að hafa þig með í ferðalögum, mér fannst alltaf svo notalegt að þegar þú varst að dunda þér eitthvað þá varstu oft að raula eða blístra ljúf lög og hefur það alltaf framkallað einhverja hamingjutilfinningu í mér. Ég tala nú ekki um þegar afi Hjörtur var á lífi og hann var að segja manni Dengsa-sögur á hót- eli á Mallorca eða í sumarbústað í sveitinni, og að heyra í leiðinni í þér blístrandi, sveimandi í kring- um mann, – já það var ekkert betra. Á mínum stærstu stundum í líf- inu, til dæmis þegar við hjónin ákváðum brúðkaupsdag eða þeg- ar ég varð ófrísk að börnunum mínum þá var það fyrsta sem ég gerði að hringja í þig og segja þér gleðitíðindin. Ég get ekki lýst því hversu þakklát ég er fyrir að Sveinn Al- bert hafi fengið að njóta mikillar samveru með þér og fengið að kynnast þér, enda kallaði hann þig alltaf og gerir enn amma- langamma. Ég man seinasta sum- ar þegar við vorum að keyra sam- an þá sagðir þú við mig: „Unnur mín, viltu reyna eins og þú getur að láta hann Svein Albert ekki gleyma mér strax og ég fer.“ Amma mín, þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur, ég mun halda minningu þinni lifandi. Eitt af þínum lokamarkmiðum var að fá að sjá hana Elísabetu. Ég skal fúslega viðurkenna að ég braut öll helstu lög og reglur ný- bakaðra mæðra „að vera heima í rólegheitum með hvítvoðunginn“ þegar ég fór með hana í smástund heim til þín daginn eftir að hún fæddist, því ég vissi að heilsa þín leyfði ekki að þú kæmir til okkar, það sem lifnaði yfir þér og gleðin í augum þínum var svo mikil þegar þú fékkst loksins að sjá stúlkuna! Þessi stund mun lifa með mér alla ævi. Þessu markmiði náðir þú svo sannarlega og gott betur. Að lokum langar mig að segja að þú hefur verið mín helsta fyrir- mynd, því þú hafðir stórt hjarta og hafðir mikið að gefa. Þú sýndir í orðum og verkum að maður var elskaður af öllu hjarta og maður kvaddi þig alltaf með bros á vör. Ég er stolt af því að bera þitt nafn og vera nafna þín. Ég veit fyrir víst að núna ertu komin til afa, þú hefur beðið hans frá þeim degi sem hann kvaddi. Ég veit að þið eruð hamingjusöm í sumarlandinu og ykkur líður vel. Takk fyrir allt og allt. Þangað til næst, amma mín. Þín Unnur. Elsku Unnur amma mín. Nú hefur þú kvatt okkur í síð- asta sinn og ég hugsa til baka og um hversu ólýsanlega heppinn ég hef verið að hafa átt þig að. Mér fannst veröldin dofna þann dag er þú kvaddir og ég er viss um að það mun ekki líða sá dagur sem ég mun ekki hugsa til þín. Fyrir ungan strák að alast upp með ömmu eins og þig mér við hlið er ómetanlegt og verð ég þér ævinlega þakklátur. Ég trúi því að þú sért nú loks komin til hans afa en þið voruð einmitt óaðskilj- anleg og ég get verið svo stoltur af því að hafa verið ömmu- og afa- strákurinn ykkar. Mér fannst allt- af það besta sem ég vissi að fá að vera með ykkur, fara í ferðalög til Mallorca, Ísafjarðar og í raun hvert sem er – bara það að vera með ykkur gaf mér svo mikið. Það var ekkert sem þið vilduð ekki gera fyrir mig, kaupa píanó- bækurnar, tölvuleikina, bjóða mér með ykkur til útlanda og gæti ég eflaust notað öll 3.000 táknin sem ég má nota til þess að tíunda það sem þið hafið gert fyrir mig. Það er þyngra en tárum taki að kveðja þig, elsku amma mín, það var alltaf svo notalegt að geta leit- að til þín. Alltaf það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom heim í frí var að koma heim til þín á Hlíðarveg- inn og faðma þig. Að fara með þér í kassann var nokkuð sem við gerðum í seinni tíð og það fannst mér alltaf jafn skemmtilegt. Að fá að finna þessa hlýju ekki aftur verður erfitt fyrir mig að venjast en minninguna mun ég alltaf varðveita. Elsku amma mín, ég kveð þig með miklum söknuði en ég veit að þú og afi eruð hér með mér og munið alltaf verða. Þinn ömmustrákur, Júlíus Geir Sveinsson. Ég kynntist Unni þegar menn- irnir okkar fóru að syngja í Karla- kórnum Fóstbræðrum á sjötta áratug síðustu aldar. Kórinn fór í tvær söngferðir til Rússlands með stuttu millibili, en konurnar sátu heima. Það var því komið að okk- ur Unni að heimsækja útlönd og fyrir valinu varð skemmtiferð með strandferðaskipinu Heklu til Hollands og Þýskalands. Systir mín var með í þessari ferð og þarna vorum við þrjár í smá klefa í hálfan mánuð. Ferðin byrjaði ekki vel, veðrið var afleitt og sjó- veikin allsráðandi. Við slíkar að- stæður kynnist maður fólki vel og þar stóðst Unnur öll próf. Hún sá alltaf það skemmtilega og skrítna í kringum sig og hógvær innskot hennar og athugasemdir hittu beint í mark. Hún átti líka þann eiginleika að geta hlustað á annað fólk og unnið traust þess án sýni- legrar fyrirhafnar. Til dæmis var einn ferðafélagi okkar alltaf að leita ráða hjá henni um allt mögu- legt, en honum datt aldrei í hug að leita til okkar systra. Í einkalífinu var Unnur gæfumanneskja, hjónaband hennar og Hjartar var farsælt og þau áttu barnaláni að fagna. Ég þakka Unni allar ánægjustundirnar sem við áttum saman, bæði í ferðalögum með kórnum og eins þegar við Óskar komum við hjá þeim eftir skemmtanir í Fóstbræðraheim- ilinu. Þá settist Unnur við píanóið og félagarnir tóku lagið. Þeirra stunda er gott að minnast. Ég kveð Unni með söknuði og þakka vináttu í áratugi. Fólkinu hennar sendi ég innilegar samúðar- kveðjur. Anna Jónsdóttir. Kallið er komið, komin er nú stundin. Já kæra vinkona, þá er komið að þessum stóru tíma- mótum hjá þér. Ég veit að þú hef- ur þráð þetta um tíma eftir erfiða baráttu undanfarnar vikur. Ég efast ekki um að það hefur verið vel tekið á móti þér í blómabrekk- unni fyrir handan af þínum elsk- aða eiginmanni, mikið samgleðst ég ykkur. Já, elsku Unnur mín, mikið áttum við oft skemmtilegar stundir saman, að ég tali nú ekki um þær ferðir sem við Kalli fórum með ykkur til útlanda, þá var nú hlegið. Það var nú líka yndislegt að koma til ykkar hvort sem var á Víðihvamminum eða á Hlíðarvegi, alls staðar mætti manni hlýja og kærleiki. Það var gaman að því er þú settist við píanóið og við tókum lagið, þér þótti svo sérlega fallegt lagið um Liljuna í Holti sem ég söng fyrir þig. Eftir að þú varst orðin svona veik og ég hringdi í þig, þá sagðir þú, Martha mín syngdu nú fyrir mig Liljuna og það gerði ég í gegnum símann. Hvort sá söngur var fagur eða ekki skiptir ekki máli, en þú sagðir á eftir „ó þetta er svo fallegt lag“. Ég sagði líka „Unnur mín, þetta hefði ég ekki gert fyrir neinn nema þig“. Þú sem átt svo mikið og gott söngfólk í kringum þig, ég veit að nú tekur Hjörtur þinn fyrir þig lagið í blómabrekkunni. Kæra fjölskylda, ég sendi ykk- ur öllum innilegustu samúðar- kveðjur. Það er sárt að missa góða móður og ömmu, en nú er hún líka laus við söknuð og sársauka. Elsku Unnur mín, þakka þér fyrir allar góðu og glöðu stundirnar okkar. Vertu kært kvödd. Guð geymi þig, elsku vina. Þín vinkona Martha. Unnur Axelsdóttir HINSTA KVEÐJA Með ástarþökk ertu kvödd í hinsta sinni hér og hlýhug allra vannstu er fengu að kynnast þér. Þín blessuð minning vakir og býr í vinahjörtum, á brautir okkar stráðir þú yl og geislum björtum. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Blessuð sé minning þín. Sigurbjörg Viðarsdóttir og Magnús Bjargarson. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru eiginkonu, móður, dóttur, systur, mágkonu og tengdadóttur, JÓNÍNU HELGU ÞÓRÓLFSDÓTTUR. Orri Hallgrímsson Loftur Snær Orrason Lena Líf Orradóttir Þorbjörg Júlíusdóttir Þórólfur Magnússon Júlíus Björn Þórólfsson Rebekka Rós Þorsteinsdóttir Aðalheiður Dóra Þórólfsd. Ásgeir F. Ásgeirsson Guðrún Ófeigsdóttir Hallgrímur Arason Lena Hallgrímsdóttir Einar Steinsson Ari Hallgrímsson Rut Viktorsdóttir Högni Hallgrímsson Perla Konráðsdóttir og börn Ástkær eiginkona mín, móðir, dóttir, systir, tengdamóðir og amma, SIGURBJÖRG EINARSDÓTTIR íslenskukennari, Grenimel 11, lést á heimili sínu föstudaginn 15. febrúar. Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 26. febrúar klukkan 13. Haukur Arason Guðrún Soffía Hauksdóttir Ari Guðni Hauksson Sólveig Hauksdóttir Skúli Einarsson Melkorka Margrét Skúladóttir Skarphéðinn Ari Skúlason Einar Karlsson Sigurkarl Einarsson Bergþóra Einarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.